Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. febrúar 1974.
TÍMINN
7
Veizlugestir við þorraborðið, f.v. Kristján og frú, Forintos, Magnús
Sóimundarson og Birgir Sigurðsson, fyrrverandi ritstjóri timaritsins
Skák.
þeirri stjórn skáksambandsins,
sem hafði veg og vanda af einvig-
inu Fischer-Spasski i Reykjavik
1972, og hinum islenzka dómara
keppninnar.
Nokkrum minútum siðar
ávarpaði Guðmundur Arnlaugs-
son, skákstjóri og rektor, af-
mælisbarnið Bronstein. bakkaði
Guðmundur Bronstein m.a. fyrir
allar þær ánægjustundir, er hann
hefði veitt honum yfir skákborð-
inu heima hjá sér, með skákum
sinum útgefnum i bókum.
Bronstein tók nú til máls og
sagði m.a. að sér fyndist hann
vera hér meðal sinna beztu vina.
bakkaði hann gjafir og lauk máli
sinu með þvi að segja á islenzku:
bakka ykkur kærlega fyrir.
Stærsti skáksigur Bronsteins er
einvigi hans við Botvinnig árið
1951. bá var Botvinnig heims-
meistari og tefldist einvigið upp á
jafntefli, en samkvæmt reglum
FIDE nægir heimsmeistara jafn-
tefli, og hélt þvi Botvinnik titlin-
um. Segir sagan, að Bronstein
hafi iært mannganginn 6 ára
gamall, en tók að 'fást við skák-
iðkun i alvöru áriö 1936, þegar
hann hóf nám hjá Alexander
Konstantinópólski i Unghverja-
höllinni i Kiew. Bronstein er mjög
kunnur skákmaður um heim all-
an. Hann hefur tekið þátt i mörg-
um meistaramótum Sovétrikj-
anna og Moskvu, svo og
alþjóðlegum mótum og Ólympiu-
mótum svo nokkuð sé nefnt.
En snúum okkur aftur að veizl-
unni. Frétzt hafði, að fyrrverandi
heimsmeistari i skák, Vassily
Smyslov ætiaði að syngja, en
hann hafði lært óperusöng á sin-
um yngri árum. Átti Smyslov að
sögn i erfiðleikum' með að velja á
milli söngsins og skákarinnar.
Allt i einu er Smyslov staðinn
uppog rússneskir tónar fylla stof-
una. Ekki ber á öðru en að gestir
kunni vel að meta söng fyrrver-
andi heimsmeistara, þvi hann var
klappaður upp og söng þá annað
lag, með litlu minni tilþrifum en
áður.
Fórum við Tímamenn nú að
hugsa okkur til hreyfings, en áður
en við yfirgáfum samkvæmið.
fengum við bók að gjöf, áritaða af
Bronstein. Hér er um áð ræða ,,60
valdar ljóðskákir stórmeistarans
Bronstein. gefnar út i tiiefni
hálfrar aldar afmælis hans 19.
febrúar 1974”, eins og segir á
bókarkápu.
Á baksiðu bókarinnar segir
Friðrik Ólafsson um Bronstein:
„David Bronstein er fimmtugur i
dag! t hugum þeirra, sem fylgzt
hafa með ferli þessa snillings,
verður nafn hans ævinlega tengt
frjórri sköpunargáfu og frumleik.
Áhrif þau.sem hann hefur haft á
framþróun skáklistarinnar eru
ómælanleg, og enn i dag er hann
ein skærasta stjarna rómantisku
stefnunnar. bvi bera ljóðin i
þessu hefti órækt vitni”.
Timaritið Skák sá um efnisöfl-
un en útgáfuna önnuðust Birgir
Sigurðsson, Bragi Kristjánsson
og Jóhann !bórir Jónsson. Bókin
er gefin út i 100 eintökum og þykir
eðlilega mikill og góður gripur.
bökkuðum við Bronstein innilega
gjöfina og kvöddum gott fólk.
Smyslov og Bronstein skola hákariinum niöur
meö islenzku brennivini.
Smyslov, fyrrverandi heimsmeistari, hjálpar Bronstein að fylla diskinn
Ciocaltea færir Bronstein aö gjöf Mafiubók frá erlendu skákmeisturunum. Trinkov fylgist brosandi ineð.
Hér gæða skákmenn sér á þorramatnum, f.v. Ingi R. Jóhannsson, Guömundur Arnlaugsson og Asgeir
Friðjónsson.
Afmælisbarniö, gestgjafar og matreiöslumaöur lita yfir veizluboröiö.