Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 22. febrúar 1974. samanburði við framkomu og hátterni slíks manns virðist hvers konar samkvæmismennt hégómi og tiigerð, byggð á fölskum forsendum, og á íslandi er þessi næmleiki allsráðandi í öllum stéttum, allt frá f iskimann- inum og Eiríki símamanni til biskupsins og ráðherrans. Skrifstofa Helga Stefánssonar var á fyrstu hæð í íbúðarhúsi hans. Þegar þeir Eiríkur og Jónas komu, fór hann með þá inn i setustofu í, stað þess að fara með þá inn í skrifstofuna. Setustofan var smekklega búin húsgögnum: eins og yfirleitt í húsum ríkismanna voru húsgögnin þung og íburðarlaus, en hins vegar var ekki um það að ræða, að unnt væri að ergja sig yfir ódýru rusli. Hann bauð þeim vindla og sneri sér strax að viðskiptunum. Eiríkur ákvað, að heppilegast yrði að trúa lögfræðingnum fyrir pappírunum og sölu hússins. — Og þér ætlið til Breiðaf jarðar? spurði Helgi, þegar gengið hafði verið frá öllum málum. Hvenær farið þér? — Botnía fer til Breiðaf jarðar eftir tvo daga, og lík- legast förum við með henni, sagði Eirikur. Það er ekki eftir neinu að bíða hér, nú þegar gengið hefur verið frá öllum málum, en ég lít nú samt inn, áður en ég fer, ef ske kynni, að eitthvað hefði orðið eftir. Þegar lögfræðingurinn fylgdi þeim til dyra, spurði hann Jónas, hvernig frænda hans liði. — Já, það hljótið þér eiginlega að vita betur en ég, svaraði Jónas Það er heilt ár siðan ég frétti af honum. — Já, það er nú ekki nema hálft ár siðan ég hitti hann, sagði lögf ræðingurinn. Þá var hann við beztu heilsu, og ungf rú Svala var með honum. Hún er trúlof uð núna. — Hvað segið þér? sagði Jónas og snéri sér hvatskeyt- lega við, umleið og hann greip í dyrakarminn,- — Já, hún er trúlof uð Ölaf i Guðmundssyni, sem á ef ri hluta árinnar á móti föður hennar. — Trúlofuð — og það Ólafi Guðmundssyni! endurtók Jónas, sem hafði ekki jaf nað sig eftir áfallið. Þá eru þau auðvitað gift núna? — Það hef ég ekki heyrt. — Já, en Ólafur Guðmundsson! Hann er kvæntur maður. — Konan hans dó fyrir einu ári. Það er auðheyrt, að þér haf ið verið lengi í burtu. Já, það er ár síðan hún dó, og nú leitar hann huggunar hjá Svölu. — Huggunar hjá Svölu! Drottinn minn, maðurinn er kominn yfir fimmtugt. — Já,"og hann á rúmar f immtíu þúsundir í bankanum! — Fjandinn hirði hann og bankann! hrópaði Jónas upp yfir sig. Honum lá við sturlun af tilhugsuninni um, að fitu- klumpurinn Ólafur Guðmundsson ,,leitaði huggunar" hjá Svölu. Honum var varnað máls — hann sá heldur ekkert, þvi að tárin f ylltu augu hans. Það var kveneðlið i hans margslungnu skapgerð, sem hafði náð yf irhöndinni undir þessum kringumstæðum. Tryllingsleg beiskja getur eins lokkað tárin f ram og einlæg samúð. Með tárin i augunum gat Jónas hægiega slegið mann til jarðar. — En hún...hrökk út úr honum. — Hvað segir eiginlega f ólk við þessu? Hún getur þó ekki elskað hann? — Helgi yppti öxlum. — Hver getur sagt, hvað kvenfólkinu finnst? — Það eru ekki margir karlmenn í Skarðsstöð. — Þá vitum við það, sagði Jónas, þegar þeir voru komnir út og lögf ræðingurinn hafði lokað hurðinni á eftir þeim. Þá vitum við það! Ég missti hana, af því að ég var ekki á staðnum. Hefði ég verið heima, í staðinn fyrir að flakka um víða veröld, hefði þessi fitukeppur ekki hrifsað hana frá mér. Nú langar mig ekkert lengur til að fara til Breiðaf jarðar. — Hvernig veiztu það, að þú haf ir misst hana? — Hvernig veit ég það? Heyrðir þú ekki, hvað maðurinn var að segja? — Jú, en það sannar ekki neitt. Ef ég væri í þínum sporum, þá myndi ég ekki hugsa mig andartak um. — Hvað myndir þú gera? — Hvað ég myndi gera? Ég myndi ná henni af öngli Ólafs Guðmundssonar, að sjálfsögðu. Hann er ekki búinn að innbyrða hana f yrr en hún er föst á línunni. — Þetta getur þú svo sem sagt, sagði Jónas. — Ertu þá ekki karlmaður? Sýndu, að þú sért það. Segðu, að þú ætlir að ná henni, og þá gengur það. — Ef ég aðeins væri líkur þér, sagði Jónas lágt. Þú þarft ekki annað en blístra, þá koma þær hlaupandi á eftir þér. En ég hef ekki heppnina með mér — og þó þori ég aðsverja það, að henni þótti einu sinni vænt um mig. — Fáðu hana þá til að elska þig aftur. Ég skal hjálpa þér og segja þér hvað þú átt að gera, og í sameiningu skulum við koma Ólaf i Guðmundssyni á kné. Það stafar ekki af því, að ég vilji hafa nein afskipti af þessu fólki, því að ég vil bara fá að vera út af f yrir mig. — Þú ert sannur vinur minn, sagði Jónas. Þú hefur veitt mér hugrekki aftur. Svo bætti hann við í eldmóði þakklætisins gagnvart Eiriki: — En hvað er eiginlega að sjálfum þér? Hvað hafa menn gert þér, úr því að þú vilt ekkert eiga saman við þá að sælda og snýrð baki við kvenfólki? Eirikur lézt ekki hafa heyrt spurninguna. Þeir gengu eftir aðalgötunni, þangað til þeir komu að nokkrum húsum, sem lágu samhliða ströndinni og um hundrað metra frá brimgarðinum. Á einu húsinu voru HVEIÍ G E I R I D R E K I K U B B U R / Slæmt. 6g hafði V Ég óttaðist það. /veðjað mánaðarlaun Komdu, við lunum um, að við þurfum að hitta lEinu sinni i viku- mundu Alt > lagi. \ . það. Jack, þú talar við/E'n ég efast um þessa tölvu, þangað að vélin ; geri J til hugur þinn breytist,kraftaverk, áður e . Þú verður að þreytal^^viðerum hólpnir lifsvenjunum. ' r »-=: iiiiiiitiiftiiWiii' 't1' FÖSTUDAGUR 21. febrúar 7.00 Morgunútvarp milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25: Hjómsveitin Santana syngur og leikur. Tónlist eftir Mozart kl. 11.00: Elaine Shaffer, Mari- lyn Costello og hljómsveitin Philharmonia leika Konsert i C-dúr (K229) fyrir flautu, hörpu og hljómsveit (Fil- harmóniuhljómsveitin i Berlin leikur Sinfóniu nr. 38 i D-dúr (K504) „Prag”- sinfóniuna. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Platero og ég” eftir Juan Ramón Jemenéz Olga Guðrun Arnadóttir og Erlingur Gislason lesa (3). 15.00 Miödegistónleikar: Tón- list eftir Jean Sibelius 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið 17.10 Otvarpssaga barnanna: „Jói i ævintýraleit” eftir Kristján Jónsson Höfundur les (4) 17.30 Framburðarkennsla i dönsku 17.40 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 Þingsjá Ævar Kjartans- son sér um þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Há- skólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen. Einleik- ari: Björn ólafsson a. Fiðlukonsert i D-dúr op. 61 eftir Ludwig van Beethov- en. b. Sinfónia i d-moll eftir César Franck. — Jón Múli Árnason kynnir tónleikana. 21.30 Útvarpssagan: „Tristan og isól” eftir Joseph Bédier Einar Ól. Sveinsson pró- fessor islenzkaði. Kristin Anna Þórarinsdóttir leik- kona les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (10). 22.25 Ummyndanir Sex goð- sögur i búningi rómverska skáldsins Óvids með tónlist eftir Benjamin Britten. í fyrsta þætti flytur Kristján Arnason inngangserindi og Erlingur Gislason les þýð- ingu hans á sögunni um Pan og Syrinz. Kristján Þ. Stephensen leikur á obó. 23.00 Draumvisur Sveinn Árnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. | 1:11 I FÖSTUDAGUR 22. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að Heiðargarði. Banda- riskur kúrekamyndaflokk- ur. Vandanum vaxinn.Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 22.05 Everiste Galois. Leikin, frönsk mynd um ævilok franska stærðfræðingsins Galois ( 1811—1832), sem talinn hefur verið einn af snjöllustu stærðfræðingum sögunnar og gerði meðal annars merkar uppgötvanir á sviði algebru og mengja- fræði. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.