Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. febrúar 1974. TÍMINN 15 Umsjón og ábyrgö: Samband ungra framsóknarmanna. Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson. Skortur d vilja í októbermánuði siðastliðnum, eða fyrir um fjórum mánuðum, var haldið kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi. Þar var að sjálfsögðu rætt um hin alvarlegu ágreiningsmál innan Framsóknarflokksins, eins og á öðrum kjördæmisþingum flokksmanna á siðusta ári. Kjördæmisþingið samþykkti sérstaka ályktun um þau mál, þar sem lýst er þeirri skoðun, að það sé skylda flokksstjórnarinnar að taka upp við- ræður innan flokksins við þá aðila, sem málið varðar, til þess að reyna að finna sameiginlega lausn á ágreiningsmálunum. Skömmu siðar var haldið kjördæmisþing i Suð- urlandskjördæmi. Þar var tillaga, sem gekk i sömu átt, lika samþykkt. Loks var haldið kjördæmisþing i Reykjanes- kjördæmi i lok nóvember. Þar var einnig sam þykkt sams konar áskorun til flokksstjórnarinnar og á Austurlandi. Þessar samþykktir sýndu greinilega, að flokks- menn viða um landið höfðu áhyggjur af þróun mála innan Framsóknarflokksins, og töldu það skyldu flokksforustunnar að hafa forustu um við ræður innan flokksins, sem hefðu það markmið að reyna að leysa þessi margvislegu ágreinings- mál. Miðstjórnarfundur SUF, sem haldinn var i nóvember s.l., fjallaði að sjálfsögðu um þessar áskoranir, og gerði um þær sérstaka samþykkt, þar sem tekið var undir áskoranirnar og lýst þeirri skoðun, að eðlilegt væri, að slikar við ræður um ágreiningsmálin innan flokksins færu fram sem fyrst. Þótt fjórir mánuðir séu nú liðnir frá þvi fyrsta áskorunin var samþykkt, hefur formaður flokks- ins og framkvæmdastjórn ekki séð ástæðu til að verða við þeim. Verður ekki betur séð, en það skorti allan vilja til að verða við þessum áskorun- um meðal þeirra, sem i raun fara með úrslitavöld i flokknum. Það er vissulega alvarlegt ihugunarefni fyrir framsóknarmenn almennt, og þá auðvitað ekki sizt fyrir þá, sem samþykktu og sendu flokksfor- ustunni áskoranir sinar i góðri trú um, að þær myndu hafa einhver áhrif. Frestur á frest ofan Það virðist ætla að ganga erfiðlega að halda áfram viðræðunum við Bandarikjamenn um endurskoðun varnarsamningsins. Eins og flestir muna vafalaust, stóð eitt sinn til,að slíkur fundur yrði haldinn um miðjan desember, en sið- an hefur honum verið frestað hvað eftir annað, og bendir nú allt til þess, að næsti viðræðufundur verði ekki fyrr en eftir mánaðamótin. Það er litt skiljanlegt, hvernig þannig er hægt að standa að þessu máli, að stöðugt sé frestað fundum um það, og það yfirleitt dregið á langinn með öllum tiltækum ráðum. Miklu eðlilegra hefði verið að ganga i málið af fullum krafti og af- greiða það, en til þess hafa stjórnarflokkarnir haft hátt i þrjú ár. Nú er komið nóg af frestunum. Taka þarf málið fyrir og afgreiða það i samræmi við stefnu stjórnarflokkanna og ákvæði málefnasamnings- ins og koma hernum þannig úr landi fyrir lok kjörtimabilsins. Útvarpserindi Ólafs Ragnars Grímssonar um brottför hersins: ER LÝÐRÆÐI Á ÍSLANDI ? Auk stjórnarskrár og laga er islenzka stjórnkerfið grundvall- að á ýmiss konar hefðum, sem margar hverjar hafa i timans rás öðlazt eins konar stjórnar- skrárgildi. Þessar hefðir eru rikur þáttur i hinu lýðræðislega stjórnarformi, sem íslendingar hafa tileinkað sér. Ásamt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, kosninga- lögum og öðrum formbundnum rétti, eru þessar hefðir meðal meginforsendna þess, að ís- lendingar geta taiiö sig frjálsa lýðræðisþjóð. Nokkrir þættir þessara hefða snerta starfsemi og stjórnskipu- lega stöðu stjórnmálaflokk- anna. Stjórnmálaflokkarnir eru eins og kunnugt er meðal grund- vallareininga stjórnkerfisins. Það er þvi mikilvægt, að hátt- erni þeirra sé i samræmi við lýðræðislegar hefðir kerfisins. Bregðist flokkarnir þeim skyld- um, sem stjórnkerfiö leggur þeim á herðar, getur lýðræði meðal þjóðarinnar skerzt til muna. Aratuga reynsla hefur fest i sessi þá hefð, að kosningar á ls- landi snúast fyrst og fremst um stuðning við einstaka flokka. Hér hefur litið borið á einkenni, sem i sumum öðrum löndum er mjög rikjandi, að fólk kýs i kosningum eingöngu með eða móti tiltekinni rikisstjórn. Til- vist margra flokka innan is- lenzka stjórnkerfisins og sam- steypustjórnarfyrirkomulagið, sem hér hefur blómgazt frá öðr- um áratug aldarinnar, hafa gert það að verkum, að i kosningum felur fólk ákveðnum flokki að fara með umboð sitt. Flokkarnir leggja fyrir fólkið mótaöa stefnuskrá og gefa yfirlýsingar um sérstök áform á komandi kjörtimabili. Á grundvelli þess- ara yfirlýsinga fara kosningar siðan fram. Stefnuskrár stjórn- málaflokkanna teljast þvi til meginstoða hins íýðræðislega stjórnarforms á íslandi. Málefnasamningar Að loknum kosningum ræðast þingflokkarnir við um myndun rikisstjórnar. Yfirleitt lýkur þeim viðræðum með sérstökum málefnasamningi milli tveggja eða þriggja flokka, sem mynda meirihluta að baki rikisstjórn- ar. Málefnasamningurinn felur i sér athafnaskrá rikisstjórnar- innar. Sum atriði hans eru sam- hljóða stefnuskrám allra rikis- stjórnarflokkanna. Onnur eru málamiðlun milli ólikra sjónar- miða. Málefnasamningar sam- steypurikisstjórna á tslandi eru þvi yfirleitt tviþættir: Annars vegar eru sameiginleg stefnu- mið rikisstjórnarflokkanna, hins vegar eru málamiðlunar- lausnir þeirra á einstökum stefnuágreiningi. Málefnasamningur núverandi rikisstjórnar samræmist vel þessari hefð. í honum eru ýmis ákvæði, sem greinilega bera svipmót málamiðlunar, t.d. ákvæðin um tryggingafélög og oliusölu, einnig ákvæðið um NATO, en þar er málamiðlunin skýrt viðurkennd. 1 málefna- samningnum segir: „Ágrein- ingur er milli stjórnarflokkanna um afstöðu til aðildar fslands að Atlantshafsbandalaginu. Að óbreyttum aðstæðum skal þó núgildandi skipan haldast, en rikisstjórnin mun kappkosta að fylgjast sem bezt með þróun þeirra mála og endurmeta jafnan stöðu islands i samræmi við breyttar aðstæður.” l>ótt nokkur slik málamiðlunar- ákvæði séu i málefnasamningi núverandi rikisstjórnar, eru hin ákvæðin mun fleiri. sem eru i samræmi við stefnuskrár allra stjórnarflokkanna. Hið langa stjórnarandstööutimabil hafði orsakað sameiginlega eða mjög lika stefnuskrá allra flokkanna á fjölmörgum sviðum. Útfærsla landhelginnar i 50 milur er þekktasta dæmið um sameigin- lega stefnu þeirra. Brottför hersins á kjörtimabilinu er þekktasta dæmið um ákvæði, sem grundvallað er á líkri stefnu alira rikisstjórnarflokk- anna. Stefna allra flokkanna Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð 1971, höfðu allir st jórnarflokkarnir, Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna, um árabil haft brottför hersins á stefnuskrá sinni. Framsóknar- flokkurinn lýsti þvi yfir á flokksþinginu 1967, að hann vildi ,,vinna að þvi að varnarliðið hverfi úr landi i áföngum” og gerðverði áætlun um brottflutn- ing varnarliðsins. Þessi stefna var itrekuð á flokksþingi Fram- sóknarflokksins 1971. Samtök frjálslyndra og vinstri manna lýstu yfir á stofnþingi sinu 1969: ..Samtökin berjast fyrir upp- sögn herverndarsamningsins og gegn herstöðvum hér á landi, fyrir brottvikningu hersins og að þjóðaratkvæði skeri úr um framhald á þátttöku Islands i NATO”. Frá upphafi hefur Al- þýðubandalagið i senn viljað brottför hersins og verið and- vigt aðild islands að NATO. Ákvæðið i málefnasamningi rikisstjórnarinnar um endur- skoðun eða uppsögn varnar- samnings við Bandarikin i þvi skyni að varnarliðiö hverfi frá tslandi á áföngum á kjörtima- biiinu var þvi ekki málamiðlun milli rikisstjórnarflokkanna. Það var i beinu og skýru sam- ræmi við stefnuyfirlýsingar þeirra allra. Undansláttur? Tveimur og hálfu ári eftir gerð málefnasamningsins er hermálið komið á það stig, að umræðan um lokaákvörðun er hafin. 1 þeirri umræðu er nauð- synlegt að hafa það sifelit i huga, að samkvæmt grund- vallarhefð islenzka stjórn- kerfisins ber rikisstjórnar- flokkunum að standa við stefnu- heit sitt og láta herinn fara. Þótt i samsteypustjórnum geti liðizt viss undansláttur i stefnuatriðum, sem byggð eru á málamiðlun milli ólikra stefnu- atriða rikisstjórnarflokka, á slikt ekki við ákvæðið um brott- för hersins. Það ákvæði er ann arrar tegundar. Það samræmist vel stefnu allra rikisstjórnar flokkanna. Vilji rikisstjórnin samt vikja sér undan þvi að standa við stefnufyrirheit sitt, geturslikur undansláttur aðeins komið til greina á tvenns konar forsendum : annars vegar vegna nýrra efnisþátta og hins vegar vegna breyttra pólitiskra að- stæðna. Þar eð hvorug þessara forsendna er fyrir hendi, væri undansláttur frá yfirlýstri stefnu. brottför hersins, ekki að- eins svik við kjósendur ríkis- stjórnarflokkanna.heldur einnig brot á einni meginhefð hins lýð- ræðislega stjórnkerfis á tslandi. Engir nýir efnisþættir. Engir nýir efnisþættir hafa komiðfram. sem réttlæta frávik frá stefnunni. Hinar svokölluðu skyldur við NATO, sem oft eru nefndar, t.d. þegar rætt er um áframhaldandi lendingar og að- stöðu flugsveita Bandarikjanna, eru ekki meiri nú en þegar brottför hersins var bundin i málefnasamningnum 1971. Þvert á móti má leiöa að þvi ýmis rök.að þær séu nú minni en áður. m.a. vegna aukins friðar- ástands i Evrópu, margvislegra samninga milli Austurveldanna og Vesturveldanna og minnk- andi áherzlu ýmissa annarra aðildarikja NATO á skvldur þeirra við bandalagið. Þegar islendingar gengu i NATO, var þvi lýst yfir, að hér yrði ekki her á friöartimum og ættu tslendingar sjálfir að meta hvenær slikt ástand væri rikj- andi. t samræmi við þennan fyrirvara um friðartimana ákvað Framsóknarflokkurinn 1967, Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1969 og rikis- stjórnarflokkarnir i sameiningu 1971, að timi væri kominn til að láta herinn fara. Hafi friðartim- ar rikt 1967-1971, þá rikja þeir enn frekar nú. Friðar- samningar hafa náðst i Vietnam. Bandarikin og Sovjet- rikin komu i sameiningu á vopnahléi i styrjöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs og stjórna samningagerð milli tsrael og Arabarikja, margir merkir samningar hafa veriö undir- ritaðir um friðsamlega sambúð i Evrópu og ráðstefnur um nýja áfariga á þeirri friðarbraut hafa verið kallaðar saman. Fyrir- varinn um friðartimana getur þvi nú notið mun sterkari rök- stuðnings en þegar rikisstjórnin var mynduð. Samkvæmt honum er nú rikari ástæða til að láta herinn fara. Forsendan um nýja efnisþætti fær enga stöð i raun veruleikanum. Á sama tima og aðildariki NATO telja sig hafa æ minni skylduni að gegna viö bandalagið, hefur orðiö sifellt friðvænlegra i okkar heims- hluta. Þess vegna er stuðnings- rök fyrir undanslætti ekki að finna i nýjum eínisþáttum. Ekki breyttar pólitiskar aðstæður Onnur hugsanleg tegund for- sendna fyrir undanslætti frá stefnu málefnasamningsins gæti verið fólgin i breyttum pólitiskum aðstæðum. Þessar forsendur skortir þó einnig til- vist i raunveruleikanum. Fjöl- mörg trúnaðarmannaráð og forystustofnanir rikisstjórnar- flokkanna hafa á siðustu misserum lagt rika áherzlu á,að staðið yrði við loforðið um brott- för hersins. 011 kjördæmisráð Framsóknarflokksins. sem þingað hafa i vetur og s.l. haust. hafa áréttað stefnu flokksins um brottför hersins. Stærsta félag Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, félagið i Reykjavik. hefur eindregið skorað á rikis- stjórnina að standa við loforð sitt. Fjölmargar stofnanir Al- þýðubandalagsins hafa á sið- ustu mánuðum minnt á. að brottför hersins var ein af meginforsendum rikisstjórnar- samstarfsins. Æskulýðssamtök allra rikisstjórnarflokkanna hafa itrekað stuðning við ákvörðunina um brottför hers- ins. Reyndar átti Samband ungra jafnaöarmanna einnig aðild að þeirri yfirlýsingu. Æskulýðssam tök annars stjórnarandstöðuflokksins hafa þvi skorað á rikisstjórnina að framkvæma fyrirheitiö um brottför hersins. SUJ hefur auk þess fordæmt stuðningsyfir- Frh. á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.