Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. febrúar 1974.
TÍMINN
9
Örlygur Hdlfddnarson:
Göngubrú er
hugmynd
góð
Þeir, sem eitthvað l.áta sig
varða umhverfi Reykjavikur,
hafa á undanförnum árum og
áratugum fylgzt með þvi.hryggir
i huga, hvernig ströndin, allt frá
Gröttu i Geldinganes, hefur
smám saman verið brotin undir
sundurleitustu mannvirki. Mörg
þessara mannvirkja eiga ekkert
sérstakt erindi á sjávarbakka,
nema siður væri, og þeim, sem
þangað eiga frekast erindi, hefði i
mörgum tilfellum mátt koma fyr-
ir af meiri smekkvisi og fyrir-
hyggju. Enn eru nokkrar óspilltar
spildur eftir á ströndinni, eða
skammt undan landi, þ.e.a.s.
Viðey, Engey, Akurey, Lundey og
Þerney. Þau verksummerki, sem
þegar hafa sett svip sinn á skipu-
íagið, verður vafalaust erfitt að
fjarlægja héðan i frá. Það virðist
þvi aðalatriðið að bjarga þvi sem
bjargað verður.
1 ljósi þeirrar staðreyndar hygg
ég, að margir muni hafa glaðzt,
þegar það kom i ljós, að uppi er
nokkur hreyfing hjá borgaryfir-
völdum i þá átt að endurskoða
fyrri áætlanir um notkun borgar-
landsins. Vonandi leiðir sú endur-
skoðun til þess, að hætt verði við
að hola alls konar verksmiðjum
og vörugeymslum niður á feg-
urstu staðina, en þeir ætlaðir fyr-
ir mannabústaði.
Einn liðurinn i endurskoðun
Þróunarstofnunar Reykjavikur
eru áætlanir um göngubrú milli
Viðeyjar og lands. Hér eru á ferð-
inni framtiðaráætlanir, sem
krefjast góðs undirbúnings og eru
sannarlega góðra gjalda verðar.
Það kom þvi óþægilega við mig,
þegar Alþýðublaðið tengdi þetta
mái snjóruðningi af götum og
gangstéttum borgarinnar. Ég fæ
ekki séð annað, en að hér sé um
að ræða tvö öskild mál.
Það kom mér svo algjörlega i
opna skjöldu, þegar Timinn
endurprentaði þennan leiðara Al-
þýðublaðsins, athugasemdalaust,
i stjórnmálaþætti blaðsins, sem
ber nafnið ,,Á viðavangi”. Ég veit
að visu, að borgarstjórnarkosn-
ingar nálgast og flokkarnir vig-
búast óðum. Ýmislegt er tekið
fram, sem nota má i hita bardag-
ans, og sýnilega er göngubrúin og
snjóruðningurinn tengd af þess-
um sökum. Ég hafði nú raunar
haldið, i allri minni einfeldni, að
málefnaskortur ætti ekki að baga
minnihlutaflokkana i borgar-
stjórn. Langvarandi stjórn Sjálf-
stæðisflokksins hlýtur að bjóða
upp á margs konar athugasemdir
og ábendingar, þar á meðal úr-
bætur i snjóruðningi, þótt þær séu
ekki tengdar málefnum Viðeyjar
sérstaklega, enda tvö aðskilin
mál.
Ég þykist mæla fyrir hönd
fjölda manna, þegar ég fer þess á
leit, að jafn þörfu máli og göngu-
brúnni verði ekki stefnt i voða, og
jafnvel eyðilagt af þessum sök-
um. Og úr þvi ég er farinn að rita
um þetta mál, þykir mér eðlilegt
að biðja um skýr svör við þvi,
hvort kjósendum beri að lita svo
á, að núverandi minnihluta-
flokkar hafi komið sér saman um
það sem stefnumál, að slik brú
verði ekki byggð? Ég vona að svo
sé þó ekki.
Það þarf að gera hvort tveggja i
senn, vernda Viðey fyrir bygging-
um verksmiðja, vörugeymsla,
sumarbústaða og annarra slikra
mannvirkja, og jafnframt opna
hana sem mest almenningi, jafnt
sumar sem vetur. Göngubrúin er
þvi góð hugmynd, og væri betur
að hún kæmist sem fyrst i fram-
kvæmd.
1 landinu hefur að undanförnu
risið mikil áhugabylgja um
náttúruvernd og aukna útivist.
Uppi eru ráðagerðir sveitarfélag-
anna á Reykjanesi um að friðlýsa
stórt svæði á Reykjanesskagan-
um og opna almenningi. Ég styð
þá hugmynd heils hugar og minn-
ist þess ekki, að hafa séð við henni
mótbárur.
En vikjum aftur til Viðeyjar.
Hún á sér merka sögu, og þar er
nú verið að endurreisa hina miklu
stofu, sem Skúli byggði. Viðey er
að þvi leyti frábrugðin mörgum
öðrum eyjum við strendur lands-
ins, að hún á sér fjölbreytt lands-
lag. Þar skiptast á hæðir og hólar,
mýrar og marflatar sléttur,
grýttar og sendnar strendur með
margs konar skútum og skerjum
fyrir landi, og svipmiklar hamra-
borgir. Fuglalif er þar fjölbreytt,
en vágesturinn, sem alinn er upp
á haugunum i Gufunesi, er óðum
að tortima þvi, án sýnilegra mót-
aðgerða hlutaðeigandi aðilja.
Gróðurfar er mjög fjölskrúðugt i
eynni. Þótt Viðey sé ekki langt
undan landi, þá er kyrrðin þar
einstök, enda hafa þúsundir
manna leitað þangað á undan-
förnum árum, ýmist til þess að
sóla sig i skjólsælum lautum og
brekkum eða tii þess að fá sér
hressandi göngutúr um fjörur og
móa. Svo ekki sé minnzt á hress-
andi sjóbað, en allir, sem eitthvað
þekkja til Viðeyjar, vita, að þar er
betri sjóbaðsaðstaða en viðast
hvar annars staðar.
Fyrir tilstuðlan tveggja dug-
mikilla bræðra, Hafsteins og
Kristjáns Sveinssona, hafa þús-
undir manna komið til Viðeyjar á
siðustu árum. Þeir bræður hafa
með störfum sinum gert meira til
þess að kynna Islendingum þessa
einstæðu eyju en nokkrir aðrir, og
eiga þeir heiður og þakkir skildar
fyrir. Þótt göngubrúin yrði að
veruleika, þykist ég þess fullviss,
að hlutverki þeirra bræðra varð-
andi Viðey væri þar með alls ekki
lokið.
Ég hygg, að öllum meginþorra
þess mikla fjölda, sem til Viðeyj-
ar hefur komið, sé það ljóst, aö
hún er hið ákjósanlegasta úti-
vistarsvæði. Það dregur ekkert úr
gildi hennar á þvi sviði, að uppi
eru áðurnefndar ráðagerðir um
fólkvang á Reykjanesi. Hversu
gott sem það svæði kann að vera
fyrir fólkvang, þá hefur Viðey það
til sins augljósa ágætis að vera
eyja, og þar af leiðandi umflotin
sjó, með fjölbreyttum og fjöl-
skrúðugum fjörum. Það er al-
kunn staðreynd, að sjávarstrend-
ur hafa mikið aðdráttarafl fyrir
fólk á öllum aldri, enda eru uppi
ráðagerðir, eða þegar orðnar að
veruleika, um að vernda ein-
hverjar af þeim fáu fjörum i ná-
grenni Reykjavikur, sem enn hef-
ur ekki verið spillt. Þar er þó að-
eins um fjöruhluta að ræða, en
ekkert þvi um likt og er að finna i
Viðey. Þar eru eins og áður segir,
fjörur af miklum margbreyti-
leika svo skiptir mörgum kiló-
metrum. Ég hefi sannast sagna
verið að vænta þess, að þeir, sem
með náttúruvernd fara, myndu
koma auga á þessa staðreynd, úr
örlygur Hálfdánarson.
þvi þeir sáu þó fjörurnar hjá
Korpúlfsstöðum og slógu Papey
undir sinn verndarvæng, en við
hvorugt hef ég nokkuð að athuga.
Eyjar hafa það m.a. til sins
ágætis að veita skepnum náttúr-
legt aðhald. Á undanförnum ár-
um hafa verið i Viðey bæði hross,
fé og geitur. Börn, sem til eyjar-
innar hafa komið. hafa átt þess
kost að kynnast þessum dýrum i
eðlilegu umhverfi. Undanfarið
hafa átt sér stað nokkrar umræð-
ur opinberlega um staðarval
dýragarðs i nágrenni Reykjavik-
ur. Ýmsum þykir núverandi stað-
ur Sædýrasafnsins svonefnda
nokkuð kaldranalegur. 1 samtali,
sem Böðvar Guðmundsson átti
við mig i útvarpinu sl. sumar, lét
ég þess getið, að liklega væri
Viðey ákjósanlegasti staðurinn
fyrir safn lifandi dýra, sem og
sjóminjasafn. Þessi hluti sam-
talsins var klipptur i burtu, lik-
lega vegna þrengsla, og þótti mér
það miður. Ég rek ekki að sinni
þau rök, sem til þess liggja, enda
ættu þau að vera hverjum heil-
sýnum manrii auðsæ. Það kastar
engri rýrð á þá dugnaðarmenn,
sem staðið hafa fyrir uppbygg-
ingu Sædýrasafnsins i Hafnar-
firði, þótt bent sé á hentugri stað,
enda væri eðlilegast að njóta for-
ystu þeirra eftir sem áður um all-
ar framkvæmdir.
Það gladdi þvi mitt gamla
hjarta, þegar ég sá i Timanum
lesendabréf frá einhverri Geir-
þrúði, þarsem hún leggur einmitt
til, að dýragarður veröi staösett-
ur i Viðey.
Ég geri mér ljóst, að vissir
örðugleikar eru um framtiðar-
áform varðandi Viðey, þar sem
hún er eign a.m.k. þriggja aðila.
rikisins, Reykjavikurborgar og
einkaaðila, og tilheyrir auk þess
Seltjarnarneshreppi að lögum.
Sh'kt eru þó aðeins smámunir i
samanburði við þann fjölda aðila,
sem hlutdeild eiga i þvi landi.
sem ætlunin er að friða á Reykja-
nesi, og ætti ekki að vaxa mönn-
um um of i augum.
Fyrir um það bil tuttugu árum
ritaði ég grein i Timann. þar sem
ég benti á nauðsyn þess að vernda
Viðey. Ég gerði itarlega grein
fyrir hugmyndum minum varð-
andi eyna, sem eru þær sömu enn
i dag. Ég mun þvi ekki að þessu
sinni eyða miklu rúmi blaðsins til
þess að endurtaka allar þær til-
lögur. til þess gefst e.t.v. tækifæri
siðar. Þó vil ég benda á tvennt til
viðbótar þvi, sem ég nú hef sagt.
Það virðist valda sumum miklum
heilabrotum, hvað gera skuli við
Viðeyjarstofu, þegar hún hefur
verið endurbyggð. Þetta eru i
rauninni broslegar vangaveltur,
þvi húsið á að nota. 1 fyrsta lagi
ætti að reka myndalegan búskap i
eynni, það myndi hvergi stangast
á við þær hugmyndir að opna
hana almenningi, en hins vegar
koma mörgu borgarbarninu i
snertingu við frumatvinnuveg
þjóðarinnar, sem sjaldan eða
aldrei á þess nokkurn kost. Jafn-
framt er eðlilegt að koma þar upp
safni til minningar um Skúla
Magnússon og timabii hans i ts-
landssögunni, og hluta hússins
mætti hugsa sér, að forsætisráð-
herra hefði til sinna nota, þegar
hann kysi. Forsenda þess að nota
húsið — og raunar að ljúka endur-
byggingu þess — er sú, að þangað
verði leitt rafmagn. An efa verður
það gert, og einnig borað eftir
heitu vatni. Þegar rafmagn og
heitt vatn er i eynni, þá eru þar
óþrjótandi möguleikar til að gera
hana að þeirri útivistarparadis,
sem ætti fáar sér likar.
Þessi orð skulu ekki höfö miklu
fleiri að sinni. Lokaorð min verða
þau, sem ég hef oft áður notað
manna á millum, það er einskær
heppni og tilviljun, að Viðey er
enn ósnortin af mannavöldum, og
guðsþakkarvert. Það væri i meira
lagi hörmulegt, ef svo illa tækist
til, að skammsýnir reiknistokka-
menn legðu hana undir jarðýtu-
kjaftana. Ég þori að fullyrða. að
hvergi á byggðu bóli myndi
höfuðborg — eða bara venjuleg
borg — láta sambærilega aðstöðu
til útivistar ónotaöa. Annað kæmi
hvergi til greina.
Vonandi kemur i ljós. aö flokk-
ur hins dugmikla formanns
Náttúruverndarráðs hefur ekki
tekið upp skammsýna hentistefnu
i náttúrverndar- og útivistarmál-
um borgarbúa.