Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 22. febrúar 1974.
Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri:
Áfangi í
öryggismálum
AÐ undanförnu hafa orðið miklar
umræður um varnarmál islenzka
lýðveldisins, og er það að vonum.
Nú er að þvi komið, að gengið
verði til efnda á þvi fyrirheiti
rikisstjórnarinnar, að veruleg
breyting verði á þvi ástandi i
öryggismálum þjóðarinnar, sem
haldizt hefur um árabil og alla tið
verið mjög umdeilt meðal al-
mennings, enda mál til komið að
þessi efni séu tekin til rækilegrar
yfirvegunar i ljósi fenginnar
reynslu og breyttra aðstæðna. Á
kjörtimabilinu hefur stjórnar-
andstaðan aftur og aftur rekið
upp ramakvein sin, sem nú eru
gamalkunn orðin öllum almenn-
ingi, yfir þeim iskyggilegu fyrir-
ætlunum vondra manna, sem
uppi eiga að hafa verið hafðar i
þessum málum. Sannleikurinn er
hins vegar sá, að stjórnarand-
staðan hefur með eftirvæntingu
beðið þess, að málið kæmi á dag-
skrá,og vonað i hugarfylgsni sinu,
að það gæti orðið stjórninni að
falli, fyrst allt annað hefur brugð-
izt, og hefur þó til margra ráða
verið gripið. Á hinn bóginn er það
vitað, að fjöldi stjórnarsinna hef-
ur litið á þetta mál og efndirnar
sem mikilvægasta prófsteininn á
það, hvort við höfum gengið til
góðs á þvi timabili, sem rikis-
stjórnin hefur setið að völdum.
Utanrikismál eru einhver
mikilsverðustu og alvarlegustu
málefni máttvana lýðveldis litill-
ar þjóðar, sem býggir land, er
stórveldi kynnu áð ásælast. Það
er þvi höfuðnauðsyn, að þjóðin
geti náð samstöðu i slikum mál-
um, og þarf ekki að orðlengja,
hvilikur óvinafagnaður það er, að
tslendingum hefur ekki tekizt að
fylkja sérsaman i þessum efnum,
allt frá þvi er núverandi ástandi
var komið á. Hitt á ekki heldur að
þurfa að fjölyrða um, hver þörf
þjóðinni og lýðveldinu er á þvi,að
menn gæti þó tungu sinnar og hafi
málflutning sinn i skaplegu hófi,
þegar slik meginmál eru rædd.
Engum málum er ráðið af sliku
tilfinningaleysi sem alþjóðamál-
um undir ægishjálmi stórvelda,
og smáþjóðum veitir ekki af allri
þeirri aðgát og öllu þvi raunsæi,
sem þeim verður af guði gefið, ef
þeim á vel að farnast. Það er þvi
enginn smá stráksskapur að fara
um slik mál orðum sem markast
af ofstæki, flokkslegum sérhags-
munum, niði um samþegna sina
og heitingum, en þvi miður hefur
ekki farið hjá þvi i umræðunum
að undan förnu. Ljótur er hlutur
Þjóðviljans og mikil raun öllum
þeim mönnum, sem málstað hans
styðja, og væri sannarlega
þjóöarhapp,ef stærsta blað lands-
ins, Morgunblaðið, væri ekki
sama markinu brennt.
Stjórnarandstaðan
berst um á
hæl og hnakka.
Það fór sem við var búizt, að
stjórnarandstaðan hefur tekið á
öllu, sem henni er tiltækt, til að
koma höggi á rikisstjórnina
vegna þessara mála. Henni hefur
þó ekki tekizt svo mikið sem að
kalla út þann atkvæðastyrk, sem
hún naut i siðustu kosningum, til
að gefa nafn sitt við þvi plaggi,
þarsem Bandarikjamönnum skal
svarið land og þegnar eftir fyrir-
mynd, sem hverjum fslendingi er
kunn úr þjóðarsögunni. Fyrir
stjórnarandst. hefur farið i þessu
máli sem fyrr, þegar allt kapp
var á það lagt að utanstefningar
skyldu aftur upp teknar i islenzku
stjórnarfari, og nú til borgarinnar
Haag. Hins vegar má það teljast
til tiðinda, að tekizt hefur að fá
nokkra stuðningsmenn rikis-
stjórnarinnar til að lána nafn sitt
undir ávarp, sem samkvæmt orð-
anna hljóðan verður ekki talið
fela i sér opna andstöðu við hug-
myndir svipaðar þeim, sem utan-
rikisráðherra hefur látið uppi um
lausn málsins. Ávarp samtak-
anna Varið land er svo óljóst, svo
opið i báða enda, að hjá þvi getur
ekki farið, að það verði túlkað
sem flokkspólitisk yfirlýsing um
takmarkað traust á núverandi
rikisstjórn. Og það kemur engum
á óvart að stjórnarandstæðingar
vantreysta rikisstjórninni. Ávarp-
ið er þannig úr garði gert, að það
skuldbindur undirritendur ekki
til neinnar sérstakrar afstöðu til
tillagna utanrikisráðherra eða
annarra svipaðra.
Sundrung innan
flokkanna.
Það er mjög athyglisvert við
umræðurnar um varnarmálin að
undanförnu, að þær hafa leitt i
ljóst sundrung i öllum stjórn-
málaflokkunum, hvað þessi stór-
mál varðar. Varnarmálin út af
fyrir sig eru með öðrum orðum
ekki aðalatriði i stefnu neins
stjórnmálaflokks i landinu, og
þau skipta mönnum ekki i
fylkingar, eins og oft hefur verið
talið. Viðbrögð stjórnarandstöðu-
flokkanna lýsa slikum tviskinn-
ungi að eindæmi mega heita.
Frægt er það tiltæki þingmanna
Alþýðuflokksins að vekja sér
sjálfviljugir aðhlátur með þvi að
harma opinberlega, að geta ekki
skrifað undir áskorun Varins
lands, sem beint var til þing-
manna sjálfra, skömmu eftir að
þingflokkurinn sjálfur hafði lagt
fram rækilegar tillögur um rót-
tækar breytingar á fyrirkomulagi
öryggis- og varnarmála þjóðar-
innar. Sjálfstæðismenn hafa
margsinnis lýst yfir þvi, að þeir
telji endurskoðun varnar-
samningsins timabæra, en þver-
úð þeirra i stjórnarandstöðunni
meinar þeim að lita málefnalega
á þau úrræði, sem nú eru til um-
ræðu. Sjálfstæðismenn hafa að-
eins eina stefnu i öllum málum,
og að öðru leyti rekur á reiðanum
um viðbrögð þeirra. Stefna þeirra
er hin gamalkunna stefna ein-
valdskonunganna dönsku: Vi
alene vide. Þess vegna eru þeir á
móti öllu þvi sem rikisstjórnin
ber fram. Tillaga Bjarna Guöna-
sonar um skyndilegt frumhlaup i
málinu er lika alltof greinilega
fram komin sem ögrun við rikis-
stjórnina, skemmtun fyrir stjórn-
arandstæðinga og sprell frammi
fyrir alþjóð til að verða tekin al-
varlega. Bjarni og flokkur hans
eiga nefnilega allt undir þvi kom-
ið, að málið verði ekki á dagskrá
við kosningar, svo að unnt megi
reynast að fiska til sin einhver
óánægð ihaldsatkvæði vegna and-
stöðu Bjarna við opinbera fyrir-
greiðslu i þjóðfélaginu.
Enginn varð hissa á þvi, að
timasprengja skyldi vera falin i
orðum Hannibals Valdimarsson-
ar á ráðstefnu, sem hér var hald-
in með Norðmönnum, og það varð
heldur enginn neitt undrandi,þeg-
ar flokksfélag hans hér i borginni
gerði ályktun, sem gekk i þver-
öfuga átt. Staða Alþýðubanda-
lagsins i málinu er ef til vill það
nýstárlegasta, sem fram hefur
komið I umræðunum. Það er i
sjálfu sér hrein nýlunda, að enn
er ekki hægt að sjá fyrir, hver
endanleg afstaða þess verður, og
mun ekki allfriðlegt á þvi heimili i
svipinn. A undanförnum árum
hefur þess mjög gætt i Alþýðu-
bandalaginu, að menn hafa reynt
að taka raunsæjari afstöðu til
mála en áður var og hafa lýst sig
fúsa til viðtækara samstarfs við
aðra og til málamiðlana, sem áð-
ur þóttu brottgangssök. En úr
hefur þó alltaf skorið, að flokkur-
inn tók afdráttarlausa afstöðu til
varnar- og öryggismála. Þrátt
fyrir vaxandi svokallaðan
„kratisma” i flestum öðrum mál-
um hefur gamalstaðin kalda-
striðsafstaða og leifar af himin-
blárri byltingarrómantik þó ráðið
ferðinni á þessu sviði. Nú er orðið
ljóst, að a.m.k. einhverjir af for-
ystumönnum flokksins eru tilþess
reiðubúnir að ræða raunhæfar
framkvæmdir i þessum málum.
Það hefur komið fram, að all-
margir innan flokksins gera sér
grein fyrir þeim vandamálum,
sem i vegi verða, þegar til verka
skal gengið, og þeir hafa gert sér
grein fyrir þvi, að það er ekki far-
sælt að heimta allt, geta ekki
fengið það og verða að gera sér
ekkert og geðvonzkuna að góðu.
Þeir skilja, að i okkar heimi er
framkvæmdin alltaf grár hvers-
dagsleiki, hversu draumfögur
sem orðanna hljóðan kann að
vera.
Það hefði einhvern tima þótt
saga til næsta bæjar, að innan
þingflokks Framsóknarmanna
yrðu menn sáttir að kalla i varn-
ar- og öryggismálum þjóðarinn-
ar. Ölikar skoðanir i þeim efnum
hafa aldrei staðið Framóknar-
mönnum fyrir svefni, og fiokks-
menn hafa heldur aldrei reynt að
dylja ágreininginn eða þegja um
hann, svo sem frægt er. Það er af-
rek utanrikisráðherra að náðst
hefur að mestu samstaða um
raunhæfar tillögur i málinu og
meiri eining en sögur fara af, allt
frá þvi áður en íslendingar gerð-
ust aðiljar að Atlantshafsbanda-
laginu. Sá ágreiningur,
sem uppi hefur verið að undan-
förnu snertir aðeins einstök
atriði, en ekki meginefni tillagn-
anna. Væri andstæðingum flokks-
ins þvi nær að lita i eigin barm,
þegar þeir hrópa sem hæst um
glundroða i málinu.
Fyrir mestu að
áfanga verði náð.
Af umræðunum um varnarmál-
in hefur það orðið ljóst, að tillögur
utanrikisráðherra einar, eða litt
breyttar, geta orðið til þess að
langþráðum áfanga verði náð i
þeiri viðleitni,að island verði land
islendinga einna. Hvað sem um
þær verður sagt að öðru leyti,
verður þvi ekki neitað, að þær
fela I sér umtalsverðan árangur,
og framkvæmd þeirra mun fela i
sér mikilsverðan áfanga. Það er
augljóst, að lengra verður ekki
gengið að sinni, og tjóir litt að
harma það, ef einhverjum
árangri á að ná á annað borð. Það
liggur i augum uppi, að islending-
um er sizt hagur að þvi, að
skyndilegar stórbyltur verði i
öryggismálum á Norður-Atlants-
hafi. ísland er ekkert stórveldi
nema siður sé, og það megnar
ekki að ráða þar neinu, sem stór-
veldin hyggjast sitja yfir. Þjóð-
inni er sizt hagur að þvi,að óvissu-
ástand skapist umhverfis landið
eða að losni um þau vináttubönd,
sem hún hefur frjáls og sjálf-
viljug bundið við nágranna og
frændur. Okkur er þvi sá einn
kostur að láta timann vinna fyrir
okkur, meðan lýðveldinu er sköp-
uð ákjósanlegri staða en herseta
og þjónkun við Atlantshafsbanda-
lagið eru. Þess vegna er fyrir
mestu, að áfanga verði náð og
þjóðinni verði sýnt fram á, að það
er ekki neinn nornadómur, að hér
sitji erlendur her um ókomna
framtið. Og það væri vissulega
verðug gjöf rikisstjórnarinnar til
lands og lýðs á þessu þjóðhátiðar-
ári, að hún sýndi,að islenzka þjóð-
in hefur það i hendi sinni að hlut-
ast til um örlög sin i öryggis- og
utanrikismálum.
Erfitt er að leiða getum að þvi,
hvaðvakir fyrir þeim herstöðvar-
andstæðingum, sem telja tillögur
utanrikisráðherra litlu varða,eins
og málum er komið, en vilja þó
heita trúir málstað sinum. Verk-
efni herstöðvarandstæðinga nú
hlýtur að vera að knýja á um, að
þessum áfanga verði náð. Á þess-
um grundveili skapast siðan ger-
samlega ný aðstaða til að tala
máli frekari framkvæinda fyrir
þjóðinni og hefja undirbúning
undir næsta og næstu áfanga.
Ábyrgðarleysi
eða heilindi.
Það hefur komið fram, svo að
varla verður um villzt lengur, að
stjórnarandstöðunni er i sjálfu
sér sama, hver úrslit fást á þess-
um málum. Aðalatriðið er að
koma rikisstjórninni á kné, og er
slegið úr og i eftir aðstæðum.
Sjálfstæðismönnum er alveg
sama, þótt sjálfstæðismálum
þjóðarinnar sé sópað undan i þvi
skyni, og Alþýðuflokkurinn hikar
ekki við að fieygja nýfæddu óska-
barni sinu fyrir róða. Ákafa-
mennirnir á hinn bóginn, sem
ekkert sjá i heiminum nema ann-
ars vegar hægláta Rússa og
vonda Vesturlandabúa og hins
vegar góða Svia og afbragðs hug-
sjónarika stúdenta, leggja allt
kapp á að málinu verði siglt i
strand með ýtrustu og óraunsæj-
ustu kröfum. t þeirra augum
skiptir það mestu máli,að Aiþýðu-
bandalagið glati ekki sérstöðu
sinni, og sjálfir vilja þeir fyrir
alla muni ekki missa giæpinn.
Það er á hinn bóginn vandamál i
sjálfu sér, að þing Norðurlanda-
ráðs skuli hafa orðið fyrir valinu
til að ófrægja Islendinga i augúm
frændþjóðanna,árinu eftir að þær
vikust drengilega undir að veita
okkur stórkostlega aðstoð vegna
náttúrhamfara. Skal ekki fleiri
orðum farið um það framtak, sem
birtist skyndilega á dögunum i
Norðurlandaráði, enda væri það
bezt þögninni geymt.
Ekkert nýtt málefnalegt atriði
hefur komið fram i málflutningi
þeirra, sem lengst vilja ganga til
hægri eða vinstri. Þvi er einsýnt,
að áfram verði unnið af heilind-
um og ábyrgðartilfinningu i
öryggis- og varnarmálum þjóðar-
innar. Það hefði iskyggilegar af-
leiðingar fyrir sjálft stjórnkerfi
lýðveldisins,ef i ljós kæmi, að lög-
lega kjörin rikisstjórn kæmi ekki
fram sliku meginmáli,sem endur-
skoðun varnarsamningsins er i
stefnuskrá núverandi rikisstjórn-
ar, og þung ábyrgð á þeirra herð-
um sem til sliks yrðu. Það væri
sigur ábyrgðarlitillar stjórnar-
andstöðu, sem lætur stýrast af
flokkslegum sérhagsmunum og
valdagræðgi.
Rikisstjórnin
getur leyst málið.
Rikisstjórnin á að leysa þetta
mál, og hún hefur sýnt,að til þess
hefur hún fulla burði, enda hafa
þegarkomið fram innan stjórnar-
innar tillögur, sem verða að telj-
ast fullnægjandi grundvöllur. Það
er ekki aðeins i varnarmálunum,
sem rikisstjórnin hefur sýnt full-
an vilja og þrótt til að fram-
kvæma þá stefnu, sem hún var
kjörin til að bera fram. Hún á þvi
að starfa áfram og leysa þau
verkefni, sem hún hefur sett sér
og upp kunna að koma. Vissulega
hefur hún gert mörg mistök, svo
sem alltaf má vænta, og stuðn-
ingsmenn hennar hafa oft gagn-
rýnt hana harðlega fyrir þau. En
um fram allt hefur hún unnið
stórvirki i félagsmálum og þorað
að standa við þann kostnaöar-
auka, sem þvi fylgir — þótt óvin-
sæll sé að sinni. Hún hefur lyft
Grettistökum i efnahags- og at-
vinnumálum landsbyggðarinnar,
og hún hefur rekið af þjóðinni það
vantraust á eigin getu og burði,
sem hér rikti á timabili fyrri
rikisstjórnar^þegar ekkert virtist
til bjargar voluðum lýð annað en
erlent fé. Núverandi rikisstjórn
hefur verið stjórn bjartsýninnar,
og mistök hennar hafa flest verið
vegna þess, að viljinn og bjart-
sýnin yfirgengu timabundnar að-
stæður. Nú siðast hefur fjármála-
ráðherra sýnt, að við það verður
staðið,að endurskoðun skattalaga
verði haldið áfram og henni lokið,
en jafnframt má gera ráð fyrir
þvi,að vinnufriður verði tryggður.
Um það er þó of snemmt að spá
aö sinni, þegar þetta er ritað, en
það er þó af sem áður var i þvi
sem öðru, að rikisstjórnin leggur
sig fram um að leysa mál af
heilindum frekar en að liggja i
stöðugum illdeilum við alþýðu-
samtökin i landinu.
Þvi verður ekki trúað, fyrr en
tekið er á, að upphlaupsmönnum
takist að koma höggi á rikis-
stjórnina, þegar mest á riður að
koma fram þvi grundvallaratriði
stjórnarsamstarfsins,að erlendur
her hverfi i áföngum brott af Is-
landi.
Frá afhendingu snjósleðans. Talið frá vinstri: Þormóöur Sigurgeirs-
son, formaður ljónaklúbbsins, Ragnar Ingi Tómasson, formaöur
hjálparsveitarinnar, og Valur Snorrason, gjaldkeri ljónaklúbbsins.
Hjálparsveit
gefinn
snjósleði
NÝLEGA gaf Lionsklúbbur
Blönduóss Hjálparsveit skáta á
Blönduósi 30hestafla snjósleða af
gerðinni Johnson, en hann er
fiuttur inn af Gunnari Asgeirs-
syni.
1 haust gaf klúbburinn ungum
bónda, Jóni Þorbjörnssyni
Snæringsstöðum, kýrverð, en
hann missti átta kýr af völdum
raflosts.
Fjáröflun Lionsklúbbsins hefur
gengið vel á þessu starfsári, en
fjár aflar klúbburinn með blóma
og perusölu, útgáfu jólakorts og
með þvi að efna til spilakvölda.
Fundi heldur klúbburinn
tvisvar i mánuði og eru þar rædd
ýmiss framfaramál. Sviðamessa
var haldin á haustdögum og
konukvöld i lok nóvember.
Arshátið klúbbsins er fyrirhuguð
2. marz.
Klúbbfélagar eru 32. allir bú-
settir á Blönduósi og i nær-
sveitum.
Stjórn klúbbsins skipa Þor-
móður Sigurgeirsson form., sr.
Arni SigOrðsson ritari og Valur
Snorrason gjaldkeri.