Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 22
22
TÍMINN
P'östudagur 22. febrúar 1374.
í&ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
BRÚÐUHEIMILI
i kvöld kl. 20.
LEÐURBLAKAN
laugardag kl. 20. Uppselt.
KÖTTUR UTI í MÝRI
sunnudag kl. 15
DANSLEIKUR
5. sýning sunnudag kl. 20
Ath. aðeins 3 sýningar eftir
vegna brottfarar Róberts
Arnfinnssonar.
KLUKKUSTRENGIR
þriðjudag kl. 20.
LEÐURBLAKAN
fimmtudag kl. 20.
Miðasala 13.15 — 20.
Simi 1—1200.
Engin sýning
vegna verkfalls V.R.
sími 3-20-75
Engin sýning
vegna verkfalls V.R.
Engin sýning
vegna verkfalls V.R.
SVÖRT KÓMEDÍA
i kvöld kl. 20,30.
VOLPONE
laugardag kl. 20,30.
FLÓ A SKINNI
sunnudag. — Uppselt.
Fimmtudag kl. 20,30.
KERTALOG
eftir Jökul Jakobsson.
Frumsýning miðvikudag
kl. 20,30.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó
er opin frá kl. 14.
Simi 1-66-20.
Engin sýning
vegna verkfalls V.R.
hafnnrbíó
lími 16444
Engin sýning
vegna verkfalls V.R.
Tónabíó
Sfnti 31182
Engin sýning
vegna verkfalls V.R.
Engin sýning
vegna verkfalls V.R.
TIMINN
ER
TROMP
Margt svipað með
Búlgaríu og íslandi
Hingað til lands er kominn
nýskipaður ambassador alþýðu-
lýðveldisins Búlgariu á Islandi,
Dimitar Viatchcv, fyrrum rit-
stjóri og þingmaður. t föruneyti
hans eru meðal annarra Boris
Solokov, viðskiptaráðunautur og
Dimitar Kissimov 2. sendiráðs-
rilari.
Timinn hitti hinn nýskipaða
ainbassador að máli siðastliðinn
þriðjudag og kvaðst hann myndu
afhenda forseta islands trúnaðar-
bréf sitt á Bessastöðum á
fimmtudag. Ennfremur liafði
ambassadorinn þetta að segja um
komu sina hingað til lands:
Hefur ekki áður komið
til íslands
— Ég hefi ekki komið áður til
tslands, en hef samt hitt tslend-
inga áður, og á hér nokkra kunn-
ingja. Stjórnmálasamband hefur
verið milli tslands og
Búlgariu um langt skeið, og hafa
hér verið tveir sendiherrar á und-
an mér, svo ég er þriðji maður-
inn, sem gegnir þessari stöðu hér
á landi.
— Búlgaria hefur ekki sendiráð
hér, heldur er aösetur okkar i
Osló, en ég er einnig ambassador
Búlgariu i Noregi.
Telur möguleika á aukn-
um viðskiptum
— Hefur sendiráðið enga fasta
starfsmenn hér á landi?
— Nei, ekki sem stendur. Við
höfðum hér á sinum tima við-
skipta- eða verzlunarfulltrúa, en
það var lagt af. Við höfum þó
áhuga á að ræða möguleikana á
þvi, að hér geti i framtiðinni verið
verzlunarfulltrúi. Viö teljum, að
möguleikar séu á auknum
viðskiptum milli Búlgariu og ts-
lands, og að i raun og veru sé ekk-
ert þvi til fyrirstöðu, að viðskiptin
milli landanna séu aukin frá þvi
sem nú er.
— Hvaða vörur selja Búlgarar
einkum til Islands?
— Það eru einkum niðursuðu-
vörur, ávextir og grænmeti, tilbú-
inn fatnaður, vin, rafmótorar og
vélar, ennfremur leirmunir.
Eins og áður sagði, er þetta
fyrsta ferð min til tslands, sem
svipar i mörgu til Búlgariu, þótt
veðurfar sé annað. Löndjn eru
svipuð að stærð, og strjálbýl. Við
erum fámennar þjóðir i tiltölu-
lega stórum löndum. Mér er það
ljóst, að ég kem hingað til lands á
afar óheppilegum tima, með til-
liti til veðurfars, en það sem ég
hef séð af landinu og fólkinu, lof-
ar góðu, og ég hlakka til að koma
hingað aðsumarlagi. Ég á nokkra
vini á tslandi, sem ég hef kynnzt,
þegar þeir komu til Búlgariu i
sendinefndum frá tslandi, en
stjórnmálamenn landanna hafa
hitzt. Forseti Búlgariu, T.
Zhivkov, kom t.d til tslands árið
1970, en þá var hann forsætisráð-
herra landsins, og fyrrverandi
utanrikisráðherra Búlgariu, Ivan
Bashev, kom til tslands árið 1967.
Allmargir islenzkir ráðamenn
hafa einnig heimsótt Búlgariu,
svo sem
Eysteinn Jónsson, forseti alþing-
is, Emil Jónsson, fyrrverandi
utanrikisráðherra, og margir
fleiri.
Samskipti þjóðanna hafa þvi
verið talsverð.
Svo höfum við einnig hitt
tslendinga á alþjóðaráðstefnum
og alþjóðlegum fundum.
— tsland er vel þekkt land hjá
almenningi i Búlgariu. Allir vita,
að hér býr dugleg þjóð i fögru
landi, og Halldór Laxness og
Gunnar Gunnarsson eru mikið
lesnir höfundar i Búlgariu. Það
hefur ekki sizt orðiö til að kynna
land ykkar þar.
— Ég vil nota þetta tækifæri til
að færa islenzku þjóðinni og rikis-
stjórn íslands kveðjur og óska
þeim hagsældar i framtiöinni.
Ennfremur vil ég árétta þá ósk
mina. að samskipti landa okkar
geti farið vaxandi. og að viðskipti
muni aukast milli þeirra, sagði
Dimitar Viatchev, ..ambassador
alþýðulýðveldisins Búlgaria, að
iokum. — JG
— segir Dimitar Viatchev, nýskipaður
ambassador alþýðulýðveldisins Búlgaríu
á íslandi
Dimitar Viatchev, hinn nýskipaði ambassador Búlgariu á íslandi.
Dimitar Viatchev var um tveggja áratuga skeið einn af ritstjórum hins
kunna dagblaðs ZEMEDELSKO ZNAME (Fáni bændanna) og átti sæti
á búlgarska þinginu, auk þess sem hann skipaði ýmsar trúnaðarstöður
innan rikisins og vcrkalýðshreyfingarinnar.
Dimitar Viatchev mun dvcljast hér á landi þar til um næstu helgi, en
hann hefur aðsetur i Osló, og er hann einnig sendiherra lands sins í
Noregi.
Alþýðulýðveldið Búlgaria telst til Suðaustur-Evrópu og er á Balkan-
skaga, sein kunnugt er. í norðri Iiggja landamærin við Rúmeniu, Tyrk-
land og Grikkland i suðri, Júgóslavia er I vestri og strönd Svartahafsins
i austri. Landið er þannig að mestu umlukt öðrum löndum, nema til
austurs.
Búlgaria er litið eitt stærri en lsland, og vegalengdir þvert yfir landið
eru svipaðar og hér á landi.
Búlgaria er fjallaland. Tveir fjallgarðar ganga eftir landinu frá
austri til vesturs, og þar eru margir háir tindar. Hæsta f jall er Musala-
fjallið, sem er nokkru hærra en öræfajökull (u.þ.b. 800 m hærri).
Loftslag er tviskipt. Norðan til er meginlandsloftslag með heitum
sumrum og mjög köldum vetrum, en sunnan fjallanna er Miðjarðar-
hafsloftslag, likast þvi, sem gerist I Suður-Evrópu.
Fólksfjöldi i Búlgariu er um 8.5 miiljónir, og höfuðborgin er Sofia, en
þar býr um cin milljón manna.
Meðfram rúmensku landamærunum streymir fijótið Danube, scm
cr þýðingarmikil samgönguæð með óteljandi bæjum og hafnarborgum
og er Rusa þeirra stærst. Svartahafsborgin Burgas er aðal hafnarborg-
in á ströndinni.
Búlgaria á sér langa og stormasama sögu, og hefur á seinni öldum
háð styrjaldir til aö varðveita sjálfstæði sitt fyrir sumum nágrönnum
sinum.
Arið 1946 varð Búlgaría alþýðulýðveldi, og hefur verið það siöan.