Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Föstudagur 22. febrúar 1974.
Hooley hætti við
d elleftu stundu
Hann var búinn að setja samning sinn við KR í póstkassa,
þegar hann fékk tilboð fró Noregi
Enski knattspyrnu-
þjálfarinn, Joe Hooley,
sem þjálfaði Kefla-
víkurliðið sl. keppnis-
tímabil, hætti við að ger-
ast þjálfari KR-liðsins á
elleftu stundu. Eins og
komið hefur fram í
fréttum, þá ætlaði Joe
Hooley að þjálfa vestur-
bæjarliðið i sumar, og
hann var búinn að gefa
KR-ingum jákvætt svar.
En á síðustu stundu
sveik hann KR-inga og
réði sig sem þjálfara tii
Noregs. Það munaði þó /
ekki nema hálftíma, að
hann hefði gerzt þjálfari
KR.
Joe Hooley var búinn að
skrifa undir samninginn, sem
hann fór með héðan, þegar
hann kom hingað i boði KR i
byrjun janúar. Og meira en
þaö, hann var búinn að láta
hann i póstkassa i heimabæ
sinum i Englandi. Hálftima
eftir að hann var kominn heim
til sin úr þeim leiðangri, var
hringt til hans. Það var simtal
frá Noregi, þar sem honum
var boðið að þjálfa þar 1.
deildar lið upp á betri kjör en
KR-ingar buðu honum. Hoo-
ley, sem fékk strax mikinn
áhuga á boðinu frá Noregi,
bað Norðmennina að hafa
samband við sig daginn eftir
— þá gæti hann gefið þeim
ákveðið svar.
Eftir að Hooley lagði sim-
ann á, fór hann i skyndi út að
póstkassanum, og beið þar
eftir þvi að hann yrði tæmdur.
Það mátti ekki seinna vera,
þvi að i þvi að hann kom að
póstkassanum, þá komu menn
frá póstinum til að tæma hann.
I fyrstu ætlaði póstmaðurinn
ekki að láta Hooley fá bréfið,
sem samningurinn við KR var
i. En Hooley fékk þó bréfið,
eftir að hann hafði rætt við
póstmennina, og þar með var
hann búinn að fá samninginn
við KR aftur i hendurnar og
gat rifið hann og ráðið sig til
Noregs.
En með þvi að svikja KR-
inga hefur hann útilokað sig af
þjálfaralista enska knatt-
spyrnusambandsins, og mun
þvi framvegis þurfa að standa
i þvi sjálfur að útvega sér
starf sem þjálfari.
OMAR
ÓSTÖÐV-
ANDI
Vitaskyttan ómar Ragnars-
son vakti geysilcga athygli,
þegar hið ósigrandi lið íþrótta-
fréttamanna vann lið dómara
með yfirburðum 10/9 i
Laugardaishöllinni á miðviku-
dagskvöldið. ómar var
óstöðvandi og notaði ýmsar
aðferðir, þegar hann tók vita-
köstin, og sést hann taka eitt
þeirra, á myndinni hér fyrir
neðan, sem Róbert ljósmynd-
ari tók. Það er greinilegt að
vitakastið hafði mikla þýðingu
i leiknum, það sést bezt á leik-
mönnum iþróttafréttamanna-
-liðsins.en þeir horfa spenntir
á eftir knettinum: Sigmundur
Timans, Sigtryggur Alþ.bl.
Ómar sjálfur, Steinar Mbl.
Sigurdór Þjóðviljans og Ágúst
Mbl. Kristján örn og Vahir
Ben, sjást i baksýn.
Á myndinni hér til hliðar,
sjást dómarar leiksins, þær
Sigrún Guðmundsdóttir og
Ragnheiður Blöndal, hand-
knattleikskonur úr Val, heilsa
fyrirliðum liðanna, Halli
Simonarsyni Visi og Vali Bcn,
fyrirliða dómaraliðsins. Og á
myndinni fyrir ofan sjást þeir
Yngvi Hrafn Mbl. og Ilallur
Sim. stöðva Ingvar Viktors-
son, snilldarlega á siðustu
stundu.
MACKAY
KAUPIR
RIOCH
DAVE MACKAY, frain-
kvæmdastjóri Derby, keypti
Skotann Bruce Rioch frá
Aston Villa á 200 þús. sterl-.
ingspund á miðvikudaginn.
Rioch þessi hefur verið einn
snjallasti maður Villa
Park-Iiðsins undanfarin ár,
eöa siðan Aston Villa keypti
hann frá Luton á 100 þúsund
pund. Þetta eru fyrstu kaup
Derby siðan Mackey tók við
f ra m k v æ m da rs t j óra s töð u n n i.