Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 22.02.1974, Blaðsíða 24
fyrir gódan niat ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS HEILDARAFLINN ORÐINN 300 ÞÚS. -hs-Rvik. Heildarloðnuaflinn er nú kominn yfir 300 þús. tonn en frá miðnætti til kl. 18 i gær, til- kynntu 46 skip um samtals 7100 tonn. Aðalveiðisvæðin hafa verið fyriraustan Vestmannaeyjar á svokölluðu 2. veiðisvæði, og svo við Reykjanes og i Faxaflóa. Skipin, sem aflann fengu, fyrir austan, hafa aðallega farið til Vestmannaeyja og Austfjarða, enhinfara með aflann einkum til Faxaflóahafna og hafnanna á Suðvesturlandi. Frá þvi kl. 18 i gær, fram til miðnættis tilkynntu eftirtalin skip um afla, en alls höfðu þá 90 skip tilkynnt um afla þann sólar- hringinn, samtals 17.850 tonn, sem er mesti sólarhringsaflinn til þessa: Keflvikingur 230, Harma- vik 100, Guðrún 100, Arnar 180, Óli iTóftum 80, Helga 180, Hilmir 380, Flosi 270, Sigurbergur 8 (bilaður), Elliði 120, Sigurður 750, Gullberg 40, Dagfari 200, Heima- ey 70, Ólafur Sigurðsson 60, Ólaf- ur II 40, Vörður 240, Fylkir 75, Friðþjófur 170, Húnaröst 160, Hinrik 220, Sæunn 110, Garðar II Mörg mdl til afgreiðslu á Búnaðarþingi: SÍMAÞJÓNUSTA, JARÐHITANÝTING, 20, Þorsteinn 220, tsleifur IV 200, Óskar Magnússon 440. Frá miðnætti og framtil kl. 18 i gær tilkynntu þessi skip um afla: Bergá 60, Alsey 60, Arney 100, Arnarborg 50, Faxi 100, Sveinn Sveinbjörsnsson, 220, Arni Kristjánsson 200, Arsæll 70, Huginn 100, Bjarni Ólafsson 290, Ársæll Sigurðsson, 80, Bergur 60, Jón Garðar 290, Grindvikingur 220, Sigurbjörg 35, Ólafur Sigurðsson 100, Gisli Arni 540, Náttfari 75, Hamravik 70, Sæberg 290, Grimseyingur 50, Kristbjörg II 90, Skagaröst 50, Óli i Tóftum 60, Dagfari 190, Bjarnarey 150, Baldur 140, Sigurvon 80, Hilmir 130, Gunnar Jónsson 150, Skinney 260, Þórður Jónasson 380, Surtsey 120, Ljósfari 150, örn 300, Þor- björn II 110, Arsæll 140, Þórkatla II 70, Huginn II 140, Björg 180, Gullberg 140, Magnús 270, Grind- vikingur 150, Arsæll Sigurðsson 180, Skirnir 280, Asver 210. t gær afhenti Vinahjálp, Félag sendiráðskvenna og annarra, 1 milljón króna aö gjöf til skóla fjölfatlaðra við Bústaðaveg til kaupa á tækjum og áhöldum. Peninganna aflaði Vinahjálp annars vegar með bazar-starfsemi og hins vegar með spilakvöldum. A jólabazar félagsins um slðustu jól söfnuöust alls um 655 þúsund krónur. Formaður félagsins er frú Doris Briem, og afhenti hún Þorsteini Sigurðssyni, for- manni skólastjórnarnefndar skóla fjölfatlaðra og Helgu Finnsdóttur formanns Foreldrafélags skólans, gjöfina við hátlðlega athöfn I Átthagasal Hótel Sögu, eins og sést á myndinni. Á myndinni eru einnig Guðrún Holt, frúUnnur Pétursdóttir og Sævar Halldórsson læknir skólans, sem flutti stuttan fyrirlestur við athöfnina. — Timamynd: Gunnar. KJÖTRANNSÓKNASTÖÐ, FISKELDI Nixon fyrir ríkisrétt? NTB—Washington — Watergate- málið getur leitt til þess að Nixon forseti verði leiddur fyrir alrikis- dómstólinn, jafnvel þótt hann hafi ekki aðhafzt neitt ólöglegt, segja lögfræðiráðunautar i dómsmála- nefnd Fulltrúadeildarinnar. 1 lögfræðilegri yfirlýsingu, sem dómsmálanefndin ætlar að fjalla um i dag, segir að misnotkun for- setaembættisins verði nægileg ástæða til þess að forsetinn verði leiddur fyrir dómstólinn. Dagblaðið Washington Star- news, segir að Henry Kissinger utanrikisráðherra hafi sagt nokkrum þingfulltrúum, að hann muni segja af sér, ef Nixon forseti verður leiddur fyrir rétt. t fréttum hefur verið skýrt tekið fram, að Kissinger meini þetta ekki sem hótun, heldur áliti hann, að utanrikispólitikin blði mikinn hnekki við langvarandi rikisréttarhöld. NTB—Brussel—Paris — Franski utanrikisráðherrann Michel Jobert, hefur tilkynnt, að Frakk- land muni ekki senda fulltrúa, þegar iðnaðarrikin ræða oliumál- in á ráðstefnu I Washington i næstu viku. Hann hefur einnig varað Ef- löndin við að koma fram i nafni -hs-Rvik. Sáttafundur hófst i gær kl. 13, en siðasti fundur stóð frá kl. 17 i fyrradag og til kl. 4 um nóttina. Guðmundur J. Guðmunds- son, sagði siðdegis I gær, að sérkröfunum færi fækkandi og litilsháttar væri farið að huga að almennu launa- hækkununum. Hann sagði, að mest um vert væri þó, að MÖRG mál hafa nú verið lögð fyrir búnaðarþing og má þar á meðal nefna simaþjónustu i dreif- býli, auknar jarðhitarannsóknir og fjárhagsstuðning til nýtingar á jarðhita i sveitum, skjól I bit- högum, áætlun um hagkvæma bústærð, kjötrannsóknastöð, jöfn- un skurðruðninga og lciðbeining- ar um fiskeldi og fiskrækt. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka lagði fram erindið um slmaþjónustu i sveitum, sem nú er orðinn óviðunandi, og er þess fariö á leit I tillögum hans að lengdur verði afgreiðslutimi annars og þriðja flokks stöðva, næturvarzla höfð á þeim stöðv- um, sem tengdar eru sjálfvirku kerfi og hraðað lagningu fjöl- simalina og byggingu sjálfvirkra slmstöðva i sveitum. Er skirskot- að til þess, að samkvæmt upplýsingum póst- og simamála- stjóra eru tæknileg vandamál i sambandi við þriðja atriðið þegar leyst og Landsimi tslands reiðubúinn til framkvæmda, ef fé fæst til. bandalagsins á ráðstefnunni. t ræðu I franska þinginu i gær réöst Jobert harkalega gegn hin- um vestur-þýzka starfsbróður sinum, Walter Scheel. Ráðstefnan er framhald af ráð- stefnu þeirri, sem 13 riki heldu um olíumál I Washington 11-13. febrúar s.l. mikil hreyfing væri á viöræðunum, en mesta hættan væri i þvi fólgin, að umræðurnar festust við ákveðin atriði, og hvoruguur aðilinn vildi láta sig. Ef ekki nást samningar fyrir kl. 24 i kvöld skella á verkföll, en ef svo verður er ekki óliklegt að samningar náist fyrir mánudag. Sigmundur Sigurðsson i Syðra- Langholti var upphafsmaður til- lögunnar um jarðhitarann- sóknirnar. Er hugmynd hans, að stjórn Búnaðarfélags tslands beiti sér fyrir þvi við Orkustofn- un, að hún auki aðstoð sina við jarðhitaleit og jarðboranir i sveit- iim og jafnframt skorti búnaðar þing á stofnlánadeild landbúnað- arins að auka lán til borunar- framkvæmda og hitavirkjana á sveitabýlum. Orkuskortur og sihækkandi oliuverð knýr hér mjög á, og þar við bætist, að tækni við jarðhitaleit hefur tekið miklum framförum á siðustu ár- um. Fram til þessa hefur Orku- stofnun aðeins veitt lán fyrir hluta af kostnaði til fimm ára með mjög háum vöxtum, en auknum fjárráðum mætti vænta aukins stuðnings úr þeirri átt við frumrannsóknir. Lárus Ág. Gíslason og Jóhann Jónasson hafa lagt fram tillögu um að fela stjórn Búnaðarfélags- ins að skrifa öllum búnaðar- félögum með þeim tilmælum, að þau hvetji, hvert á sinu svæði, bændur til þess að koma upp skjólum fyrir búfénað I bithögum jarða sinna, þar sem svo hagar til, að skjóllitið er. Sigurður Lindal á Lækjamóti reifaði það, að stjórn Búnaðar- félags tslands léti gera áætlanir um hæfilega bústærð varðandi aðalbúgreinarnar, nautgriparækt og sauðfjárrækt, svo að hag- fræðileg undirstaða fáist að byggja á. Samhliða þarf að gera áætlun um æskilega vélvæðingu. AAyndar minni- hlutastjórn NTB-Jerúsalem. Forsætisra'ð- herra Israels, Golda Meir tilkynnti á miðvikudagskvöld, að hún ætlaði að mynda minnihluta- stjórn, án þátttöku Þjóðarlega trúaflokksins. Að stjórninni standa Verka- mannaflokkurinn, hinn óháði Frjálslyndi flokkur og þrir Arabafulltrúar. Rikisstjórnin nýtur stuðnings 58 fulltrúa af alls 120 I þinginu. Hjalti Gestsson ráðunautur leggur til að búnaðarþing skori á Rannsóknarstofnun landbúnað- arins að hefja sem fyrst undir- búning að þvi að koma upp kjöt- rannsóknastöð á Keldnaholti til að tryggja framfarir i kjötgæðum Islenzkra búfjárstofna. Er nauðsynlegt að fá mat á kjöteig- inleikum afkvæmarann- sóknahópa, sem og ýmsum eldis- aðferðum og umhverfisáhrifum á kjötgæði sláturgripa. SLIk stofn- un gæti jafnframt orðið mikilvæg kennslustofnun fyrir kjötmats- menn, húsmæðrakennara, mat- reiðslumenn og kjötiðnaðarmenn. Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn bar fram tillögu um, að búnaðar- sambönd.um sé veitt hvatning til þess að brýna fyrir bændum að jafna úr skurðruðningnum og græða þá upp eins fljótt og auðið er, og er jafnframt minnt á i nefndaráliti, að I sumum flat- lendissveitum geti ruðningurinn orðið skepnum til skjóls, ef hon- um væri hagrætt á þann hátt. Sigurjón Friðriksson vakti máls á þvi, að teknar yrðu upp leiðbeiningar um fiskeldi og fisk- rækt, og fjallar framkomin til- laga um, að skorað verði á rikis- stjórn og alþingi að auka fjárveit- ingu til Veiðimálastofnunarinnar á næstu fjárlögum, svo að hún geti hafið leiðbeiningaþjónustu við bændur og aðra eigendur veiðiréttar. Loks hafa komið fram andmæli gegn sumum ákvæðum fruni- varps til breytinga á orkulögum frá 1967. Þessum ákvæðum hefur búnaðarþing áður mótmælt og byggði mótmæli sin á þvi, að ein- föld lagasetning væri látin nægja til þess að taka af landeiganda tiltekinn umráða- og nýtingarrétt bótalaust. Er þar átt við, að rikið eitt skuli eiga allan rétt á nýtingu orku á svokölluðum háhita- svæðum. Gromyko ræddi við páfa NTB-Rómaborg. SOVEZKI utan- rikisráðherrann Andrei Gromyko og Páll páfi VI ræddust við i Vatikaninu I gær um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og þá erfiðleika, sem rómversk- kaþólskir menn eiga við að glima i Sovétríkjunum. Litið er á þessar viðræður sem tilraun páfa til að bæta sam- búðina milli Vatlkansins og Austur-Evrópurikja. t stuttri tilkynningu, sem Vatkikanið sendi frá sér, sagði að Gromyko hefði rætt heimsfriðinn, Miðausturlönd og einkum Jerús- alem, en páfi hefur oft látið i ljós áhyggjur sinar varðandi helga staði I Jerúsalem. Einnig hafi páfi spurt um stöðu kirkjunnar i Sovétrikjunum. t gænlauk fjögurra daga opin- berri heimsókn Gromykos til Italíu. VOLVO ending Samkvæmt opinberum rannsóknum "Svensk Bilprovn- ing” er ending Volvo lengri en annara bifreiða, sem seldar eru í Svíþjóð. Meðal aldur Volvo er nú 14,2 ár Frakkland sendir engan fulltrúa á olíuráðstefnu Kemur til verkfalla?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.