Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 1
Þegar byrjaO var aO selja aOgöngumiOa aO gestaleik dansflokksins frá New York City Ballett I gær, hafOi myndazt mikil biOröO áhugasamra ballettunnenda viO ÞjóOleikhúsiO, sem auOsjáan- lega ætluOu ekki aö veröa af þessari góöu heimsókn vestan um haf. Eins og sagt hefur veriö frá, er Helgi Tómasson aöalkarldansari baiiettsins, og þaö er ekki á hverjum degi, sem islendingum gefst kostur á aö sjá list hans, en hann er nú talinn einn af fremstu listdönsurum heims. Flokkur- inn mun halda þrjár sýningar I Þjóöleikhúsinu. Timamynd-.GE. HAUNVÍSINDASTOFNUN Há- skólans fékk nýlega 10.000 dala styrk frá visindasjóöi NATO. Styrk þessum veröur variö til aö koma upp 5 jaröskjálftamæli- stöövum við norðurströndina, nánar til tekið milli Skagafjarðar og Axarfjarðar. Einni slikri stöö mun verða komið fyrir I Grimsey. Stöðvarnar eiga að vera fullgerðar vorið 1975. Strax að þvi loknu verður hafizt handa um dreifingu samskonar stöðva um mið-hálendið. Þær stöðvar verða fjórar talsins. Við þær verða tengd senditæki, sem senda upplýsingar til visinda- manna i Reykjavik. Dreifing stöðvanna tekur eitt ár. Vorið 1977 verður svo byrjað að koma sex jarðskjálftamælistöðv- um fyrir á Austfjörðum, Vest- fjörðum og á Snæfellsnesi. Þær framkvæmdir taka einnig eitt ár, en að þeim loknum hefur jarð- skjálftamælitækjum verið komið fyrir um land allt, þvi þegar árið 1971 var komið upp sex stöð.vum á Reykjanesi, en þar er jarðskjálftatiðni hæst og við norðurströndina. Áætlað er að rekstrarkostnaöur við stöðvar þessar verði 100.000 krónur áfárivið hverja stöð. Blaðið hafði samband við Sveinbjörn Björnsson, eðlis- fræðing, starfsmann Raunvisindastofnunar Há- skólans, og sagði hann stöbvar þessar mjög mikilvægar. Sveinbjörn sagði, að innan fárra ára yrði hægt að segja fyrir um jarðskjálfta með þó nokkrum fyrirvara þannig að unnt yrði að gera ráðstafanir til þess að komast hjá tjórii á mönnum og kaf mannvirkjum. Þó sagði Svein- björn, ab ekki yrði hægt að tima- setja skjálftana nákvæmar en uppá eitt til tvö ár. Ef hljóðhraði i bergi tekur að lækka, stigur hann á mislöngum tima aftur upp i eðlilegan hraða, en þegar svo er komið, er jarð- skjálfti i vændum. Þvi lengur sem lægðin stendur þeim mun sterkari verður skjálftinn. Mjög nákvæm tæki þarf til að mæla hljóðhraða i bergi, en jarðskjálftamælitæki þau, sem fyrirhugað er að dreifa um landið á næstu árum, eru ein- mitt óvenju nákvæm. Þannig verður i framtiðinni mögulegt að mæla og staðsetja mun smærri jarðskjálftakippi en hægt hefur verið fram til þessa. Það eru einkum þrjár stofnanir, sem fram til þessa hafa unnið að jarðskjálftarannsóknum á Islandi, en þær eru, auk Raunvisindastofnunar Há- skólans, Veðurstofan og Orku- stofnun rikisins. Þessar stofnanir eru nú að samræma jarðskjálfta- rannsóknir sinar. Að lokum sagði Sveinbjörn, að mjög auðvelt hefði reynzt að fá erlenda styrki til jarðskjálfta- rannsókna hérlendis, þar eð mikill áhugi er viða á jarðsögu Is lands. Almennur fundur á Egilsstöðum: Óttast að mikið land fari á vegna Lagarfljótsvirkjunar Áætlunarstaöir: Akranes - Blönduós Flateyri - Gjcgur Hólmavík - Hvammstangi Rif - Siglufjörður Stykkishólmur Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 49. tölublað — Laugardagur 2. marz 1974 —58. árgangur. IKOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 BRÁTT HÆGT AÐ SEGJA FYRIR UM JARD- SKJÁLFTA MEÐ 1-2 ÁRA FYRIRVARA — skjálftamælum komið fyrir um allt land AAíkil hálka — mörg óhöpp -hs-Rvik. Mjög mikil hálka var á götum borgarinnar I gær, með þeim afleiðingum, að mikið var um óhöpp í umferðinni. Hvorki meira né minna en 34 árekstrar urðu frá þvi i gær- morgun, fram til kl. 20 i gær- kvöldi, þar af 19 frá hádegi. Ekki er vitað um meiðsl á fólki. JK—Egilsstöðum. A fimmtu- dagskvöld s.l. var haldinn mjög fjölmennur fundur i Vaiaskjáif um virkjunarmál. Það var Sam- band sveitarfélaga I Austurlands- kjördæmi og Náttúruverndarráð, sem boðuðu til fundarins til kynn- ingar á áformum um lokumann- virki við Lagarfossvirkjun og um vatnsborðshækkanir af þeirra völdum. Á fundinn komu fulltrúar Náttúruverndarráðs, iðnabar- ráðuneytisins, Rafveitna rlkisins og orkumálastjóri, Jakob Björns- son. Framsögu á fundinum hafði Hjörleifur Guttormsson frá Náttúruverndarráði, Bjarni Bragi Jónsson frá Rafmagnsveit- um rikisins og Sigurður Þorkels- son frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Það kom m.a. fram hjá tals- manni Rafmagnsveitna rikisins, að lokumannvirkin væru nauð- synleg til að veita virkjuninni nægilegt rekstraröryggi i fyrsta áfanga. Einnig hefðu breytt við- horf og stóraukin ásókn i rafhitun orðið þess valdandi, að menn stæðu nú þegar frammi fyrir þeirri ákvörðun, hvort setja ætti lokurnar eða ekki. Það kom m.a. fram, að fyrir ár- ið 1974, hafa verið veitt 55 hitunarleyfi á svæði. Lagarfoss- virkjunnar upp á 918 kw. S. 1. vet- ur nánar tiltekið i frostakaflanum i desember, var það litið rennsli i fljótinu, að rafmagnsframleiðsla varð mjög litil, og fór vatns- rennslið niður i 4,5 rúmmetra á sekúndu en 50 rúmmetra þarf til að skila fullum afköstum. Lokumannvirkjunum er ætlað að halda vantshæð i fljótinu á vet- urna, og á þá vatnshæðin að vera 21.2 metrar yfir sjávarmáli. Mesta flóðhæð sem mælzt hefur var i nóvember 1948, en það var 22.43 metrar. Um miðjan mai er siðan ætlunin að draga lokurnar úr. Við vatnshæðina 21.2 metra fer samkvæmt mælingum nokk- urt landsvæði i kaf i Vallanesi og i Fljótsdal og stærri svæði verða minna en einn metra frá vatns- yfirborði. Vatnshæðin i fyrsta áfanga er 19 metrar. Miklar umræður urðu á fundin- um, og urðu menn ekki á eitt sátt- ir um fyrirhugaðar framkvæmd- ir. Komu fram raddir um það meðal landeigenda að aldrei hefði verið samþykkt nein vatnsborðs- hækkun i fljótinu nema i fyrsta áfanga, enda hafi henni verið mótmælt bréflega á sinum tima. M.a. samþykkti Búnaðarsam- band Austurlands ályktun á aðal- fundi sinum 1971, sem varaði við virkjunarframkvæmdum, sem færðu land i kaf. Þá kom einnig fram á fundin- um, að vatnshæðarmælingar væru ekki eins langt á veg komn- ar og æskilegt hefði verið, og drógu menn mjög i efa, að þau kortog gögn, sem lögð voru fram, og hafa verið til sýnis gefi rétta mynd af raunveruleikanum, og meira land muni fara i kaf heldur en þar er sýnt. Þá er einnig rætt um það, bæði -hs-Rvik. Samningar BSRB við fjármálaráðuneytið liafa nú verið endurskoðaðir til samræmingar við samninga ASÍ og VSÍ. Enn- fremur hefur ráðuneytið boðið BHM upp á viðræður um að kom- ið verði til móts við þá, á svipaðan máta. Meginatriðið i leiðréttingu af landeigendum og náttúru- verdnarmönnum að það land sem lægi undir vatni, þó ekki væri nema á veturna, spilltist brátt og yrði ónýtt, m.a. myndi liggja á þvi jökulleir. Rættvarum, vort aðrir mögu- leikar kæmu til greina, en sérfræðingar þeir, sem á fundin- um voru, töldu þær annað hvort ekki raunhæfar eða of dýrar, og kæmu þar að auki ekki i veg fyrir, að lokumannvirkin yrðu að risa samt sem áður. Þar á meðal voru þær leiöir, að dýpka fljótsfarveg- inn fyrir neðan brú til að auka rennslið, og einnig var rætt um vatnsmiðlanir i Skriðdal og á Eyjabökkum. Nokkuð var rætt um þann möguleika að byggja lokumannvirki með fyrirvara, þannig að frá þvi yrði gengið með samningum, að þau yrðu ekki notuð til fulls, ef i ljós kæmi, að óhæfilega mikið land færi i kaf af þeirra völdum. Þessi skoðun kom Framhald á 16. siðu samningsins við BSRB er það, að mánaðarlaun hækka almennt um 1117 krónur. Lægstu laun eftir samningi BSRB verða aftur á móti þau sömu og lægstu laun samkvæmt samningi VSl og ASl. Gengið hefur verið frá öllum sérsamningum við aöildarhópa BSRB. Hitaveita úr Nómaskarði til Akureyrar? ER HUGSANLEGT, að Akur- eyringar fái hitaveitu austan úr Námaskarði? Þeirri hug- mynd hefur verið varpað fram, og er þá vitnað til þess, að ekki sé tnjög miklu lengri leið austan úr Námaskarði til Akureyrar, heldur en frá Deildartunguhver i Borgar- firði út á Akranes, en Akur- eyri aftur á móti miklu fjöl- mennari bær með meiri hita- þörf. Sérstök nefnd á vegum Akureyrarbæjar kannar nú, hvernig hagfelldast sé að hita upp hús þar, og er þetta einn valkosturinn. Nærtækast væri að visu að hugsa sér rafhitun, auk þess sem varla er enn fullkannað nema svo mikið af heitu vatni geti fundizt i ná- grenni Akureyrar, að það megi nýta til hitaveitu. Komi til Námaskarðshita- veitu myndu byggðarlög, sem eru i nágrenni við leiðsluna, að sjálfsögðu einnig fá heitt vatn, þar á meðal trúlega allmörg sveitabýli. BSRB fær uppbót — BHM boðið hið sama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.