Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 2. nrarz 1974. — Ljósmyndir: G.T.K. Sigurður i Kirkjubæ á Rangárvöllum, landsþckktur hestamaður. Hér má sjá, að ættfræðifundir Fáks hafa verið fjölsóttir, enda hestamennska margra yndi. Ættir hesta til umræðu ÆTTFRÆÐIN hefur haslað sér nýjan völl. i vetur hefur fræðslu- nefnd hestamannafélagsins Fáks gengizt fyrir fræðslufundum um ættir islenzkra hesta. Hafa þessir fundir verið fjölsóttir, enda fræð- andi fyrir þá, sem lifa og hrærast i hestamennsku. Þorkell Bjarnason hrossarækt- arráðunautur hefur komið á þessa fundi, sýnt þar lit- skuggamyndir og svarað þar margvislegum fyrirspurnum. Á fyrsta fundinum var fjallað um hornfirzkar ættir, en þaðan hefur komið margt góðhesta sem kunnugt er, og var Einar E. Gislason á Hesti fyrirlesari á þeim fundi. Á öðrum fundinum voru skagfirzkar hestaættir til umræðu, og var Sigurður Haraldsson i Kirkjubæ gestur á honum. Formaður fræðslunefndar Fáks er Sveinbjörn Dagfinnsson, en framkvæmdastjóri félagsins er Bergur Magnússon. Fyrirlesarar á siöari fundinum, ásamt heimamönnum. Frá vinstri: Sveinbjörn, Sigurður, Þorkell og Bergur. Orðsending frd VERK H/F Verk h/f hefur selt Breiðholti h/f steypustöð sina i Kópavogi. Hin- ir nýju eigendur taka við rekstri steypustöðvarinnar frá og með 1. marz 1974. Verk h/f vill þakka viðskiptavinum sinum ánægjuleg viðskipti á liðnum árum og vonar að hinir nýju eigendur megi njóta jafn góðra viðskipta áfram. Verk h/f mun halda áfram öðrum þáttum starfrækslu sinnar i byggingariðnaði og væntir áfram- haldandi samstarfs viðskiptavina sinna á þvi sviði. Laugavegi 120 — Reykjavik Simi 25-000 — Verksmiðja 4-35-21 (Auglýsið í Tjmanum) Fyrirlestrar í Norræna húsinu Prófessor ÖRJAN LINDBERGER frá Stokkhólmsháskóla flytur fyrirlestur, er hann nefnir „Barnböcker och vuxen- litteratur” sunnudaginn 3. marz kl. 20:00i kaffistofu Nor- ræna hússins. Á eftir verða frjálsar umræður. Miðvikudaginn 6. marzflytur próf. ÖRJAN LINDBERG- ER fyrirlestur, er hann nefnir „Per Olof Sundman och verkligheten”, i fundarsal Norræna hússins kl. 20:30. Fil. lic. ELSA LINDBERGER heldur fyrirlestur i Nor- ræna húsinu fimmludaginn 7. marz kl. 20:30, „Om’vik- ingatida myntskatter funna i Sverige”, hún sýnir myndir með fyrirlestrinum. Allir velkomnir NORRÆNA HÚSIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.