Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. marz 1974. TÍMINN 3 NÝ OG MIKILVIRK TÖLVA I NOTKUN HJA SIS NÚ um áramótin skipti skýrsiuvéladeiid Sambandsins um tölvu og tók i notkun nýja vél af gerðinni IBM 370-135. Er þessi gerð ný af nálinni, því að hún var fyrst kynnt fyrir rúmu ári, og fyrstu vélarnar af þessari gerð komu i notkun á fyrra helmingi s.l. árs. Gunnlaugur Björnsson, for- stöðumaður deildarinnar segir, að meginbreytingin á þessari tölvu frá hinni eldri sé sú, að i þessari séu 96 þúsund minnis- einingar á móti 24 þúsund í hinni eldri. Þar að auki verður hún stækkuð á næstunni, upp i 128 þúsund minniseiningar nú i febrúar, i 160 þúsund i april og um næstu áramðt upp i 256 þúsund einingar. Sömuleiðis er stefnt að þvi að nota deilivinnslu við rekst- ur tölvunnar, sem þýðir, að hægt verður að láta hana vinna allt að 5 verkefni samtimis, en eldri vélin gat aðeins unnið eitt verkefni i einu. Þá er önnur nýjung við þessa vél, að hún er gerð bæði fyrir segulbönd og seguldiska, en með hinni eldri voru eingöngu notuð segulbönd. A henhi eru nú tvær samstæður af seguldiskum, en verða um næstu áramót orðnar fjórar. A hverri samstæðu er rúm fyrir 100 milljónir bókstafa, eða sam- tals með fjórum samstæðum fyrir 400 milljón stafi, og aðgangur aö upplýsingum á þessum diskum tekur aðeins sekúndubrot. Með þessu móti skapast þvi gifurlega auknir möguleikar á bókhalds- og skýrsluþjónustu fyrir Sam- bandið, samstarfsfyrirtæki þess og kaupfélögin, en áður en þessi tölva kom, voru afkastamögu- leikar hinnar eldri orðnir fullnýtt- ir. Fjarvinnsla Þessi nýja tölva er auk þess hin fyrsta hérlendis, sem pöntuð er beinlinis i þvi augnamiði að verða fjarvinnslumiðstöð og gagna- banki fyrir fyrirtæki viðs vegar um landið. 1 þvi skyni hefur verið samið um leigu á svo nefndu disk- skráningartæki, IMB 3740, sem von er á um mitt árið. Það skrá ir upplýsingar inn á litlar segul- Hver fann peningana? Gsal-Reykjavik. — Ungur piltur varð fyrir þvi óhappi I gærdag að týna mánaðarkaupinu sinu, sam- tals 17.200kronum. Hann telur sig hafa týnt þvf á leiðinni frá Barónsstig upp i Gagnfræðaskóla Austurbæjar, á timabilinu frá kl. 12.30 til 1.30. Peningunum, sem voru þrir fimm þúsund króna seðlar, tveir þúsund króna og tveir hundrað króna, hafði hann vöðlaö saman, og stungið i vasann. Það þarf ekki að hafa mörg orð um slikan missi fyrir ungan skóladreng, sem er að reyna að vinna áer inn aukapeninga jafn- framt námi. Þvi eru það vinsam- leg tilmæli til finnanda, að hann snúi sér strax til lögreglunnar, svo pilturinn geti tekið gleði sina á ný. Játuðu sextán stuldi Kip—Reykjavik. Fyrir nokkrum dögum tók rannsóknarlögreglan i Reykjavik tvo pilta i sina vörzlu og yfirheyrði þá i sambandi við þjófnað, sem þeir voru grunaðir um. Piltarnir, sem eru 14 og 16 ára gamlir, viðurkenndu strax þenn- an þjófnað. Að þvi loknu hófu þeir að buna upp úr sér, og áður en yfir lauk höfðu þeir viðurkennt 15 stuldi i viðbót. Voru þetta allt minni þjófnaðir, og i fæstum tilfellum um mikil verðmæti að ræða, en þeir voru úr mjólkurbúðum, geymslum i ibúðarhúsum og fleiri stöðum. plötur, ekki ósvipaðar 45 snún. hljómplötum, og tekur hver plata jafnmikið efni og 2.000 gatna- spjöld. Þetta tæki er auk þess fjarvinnslutæki, þvi að það má hafa i simasambandi við tölvuna hvar sem er á landinu og flytja skilaboð á milli sem tækið skilar annað hvort skrifuðum eða á sjónvarpsskjá sem á þvi er. Eftir mitt árið er fyrirhugað að byrja tilraunir með slik fjar- vinnslutæki i simasambandi við SLYSAVARNAFÉLAG tslands er nú að hleypa af stokkunum öðru landshappdrætti sinu, og rennur allur ágóði til að standa straum af sivaxandi og kostnaðarsamri starfssemi félagsins. Sá háttur HINN 1. marz 1974 var undir- ritaður samningur milli Söiustofnunar lagmetis og fyrir- tækisins Prodintorg í Moskvu um sölu á iagmeti, að verðmæti 110 milljónir ísienzkra króna. Samningaviðræður hófust i Moskvu i janúar s.l., en hlé varð á viðræðum á meðan Sovétmenn könnuðu markaðsmöguleika fyrir nýjar vörurtegundir frá S.L. Viðræður héldu siðan áfram i Reykjavik, og hefur verið samið um sölu á Eftirfarandi: 15.000 kössum af gaffalbitum, 60.000 kössum af þorskhrognum og 4.000 kössum af lifrarpöstu. tölvuna, þannig að i gegnum endastöðvar verði þá hægt að fá hvers konar upplýsingar beint frá tölvunni. Mætti t.d. hugsa sér, að i framtiðinni geti bókhald kaupfélaganna verið unnið með þeim hætti, að þau sendi allar færsluupplýsingar um þessi tæki til tölvunnar, sem færi bókhaldið, og siðan verði hægt að fá allar upplýsingar eftir hendinni heima i viðkomandi félagi beint i gegn- um tækið. verður haföur á um dreifingu miðanna, að einstökum deildum viðsvegar um iandið verða sendir miðar, og sér hver deild um söl- una á sfnum stað. Fjórðungur andvirðis seldra miða rennur til Gaffalbitar hafa um langt skeið verið ein'a lagmetið, sem Sovét- menn hafa keypt af Islendingum. Vegna skorts á hráefni var ekki unnt að bjóða meira magn af þeirri vöru að þessu sinni. Um verulega verðhækkun er að ræða frá siðustu samningum. Hinar tvær vörutegundirnar hafa ekki verið seldar fyrr til Sovétrikjanna, en þetta er einn stærsti samningur, sem ts- lendingar hafa gert um sölu á niðursoðnum þorskhrognum og lifrarpöstu. Teljast verður mjög mikilvægt, að aðildarverk- smiðjunum hefur verið tryggð Bókhald flestallra félaganna fært i tölvunni Nu þegar láta langflest Sam- bandsfélögin færa bókhald sitt i tölvu skýrsluvéladeildar, auk þess sem hún annast bókhald Sambandsins og flestra sam- starfsfyrirtækja þess, og vinnur einnig margs konar skýrslur fyrir þessa aðila. Vegna allra þessara viðamiklu verkefna var orðið að- kallandi að gera þessa breytingu, auk þess sem með henni eru skapaðir möguleikar á að nýta þá nýjustu og fullkomnustu tækni á þessu sviði, sem kostur er á i heiminum. dcildanna sjálfra, en hitt fer til sameiginlegra þarfa heildarsam- takanna. Dregið verður I happ- drættinu 15. maf, og er þess vænzt, að þá verði allir miðar uppseldir. Deildir S.V.F.t. eru nú á þriðja hundrað talsins, og meðlima- fjöldinn er yfir 30 þúsund. Björgunarstöðvar félagsins og skýli eru alls 91, og eru 52 þeirra búin neyðarsimum eða talstöðv- um. Björgunartæki af ýmsu tagi eru til á 160 stöðum á landinu. Samtökin eiga 16 björgunar- og sjúkrabila, og margar björgunar- sveitanna hafa vélsleða til um- ráða við leitir og til sjúkraflutn- inga. Þá eiga samtökin fjölda gúmbáta, sem oft þarf að gripa til. Hin hefðbundna uppistaða i starfsemi margra deilda Slysa- varnafélagsins eru sjóbjörgunar- sveitirnar, en landbjörgunar- sveitirnar gegna sifellt mikilvæg- ara hlutverki, og eru þær jafnvig- ar til starfa á sjó og landi. Nýjasti liösauki margra björgunarsveita eru froskmannadeildir. Forseti Slysavarnafélagsins, Gunnar Friðriksson, skýrði frá landshappdrættinu á fundi með blaðamönnum i gær, og gat hann þess, að Slysavarnafélagið og einstakar deildir þess stæðu i mun meiri verklegum fram- kvæmdum en almenningur gerði sér yfirleitt ljóst. A hverju ári er komið upp mannvirki af ein- hverju tagi á vegum samtakanna, eða eldri byggingar eru endur- nýjaðar eða endurbyggðar. A sið- asta sumri voru t.d. reist tvö ný skýli, annað á Vopnafjarðarheiði og hitt i öshlið, milli Hnifsdals og Bolungavikur. Björgunarstöðin i Reykjavik er senn fullgerð, en hún var að mestu byggð á s.l. ári. Þá má geta þess, að á siðustu árum hafa verið tekin i notkun björgunar- stöðvahús á Selfossi, Eyrar- bakka, Stokkseyri, Akranesi, Vik I Mýrdal, Dalvik, Seltjarnarnesi og i Mosfellssveit. Verið er að endurnýja nokkrar gamlar stöðv- ar, unnið er að byggingu björgunarstöðva i Hafnarfirði og Kópavogi, og fleiri eru i undir- búningi. 1 sambandi við uppbyggingu og endurnýjun björgunarstöðvanna Framhald á 16. siðu lagmeti örugg framleiðsla á umræddum vörutegundum. Benda má á, að þorskhrogn hafa að mestu verið seld óunnin úr landi hingað til, og er hér stigið þýðingarmikið skref i átt til fullvinnslu vörunnar hér- lendis. Lifrapasta er ný vörutegund á heimsmarkaðinum, sem þróuð hefur verið af islenzkum fram- leiðendum, og bindur S.L. miklar vonir við sölu á lifrapöstu i fram- tiðinni. Afhálfu Sölustofnunar lagmetis undirritaði dr. örn Erlendsson framkvæmdastjóri samninginn, en hr. Siborov og hr. Andrijashin frá verzlunarskrifstofu sovézka sendiráðsins i Reykjavik fyrir hönd V/O Prodintorg. Landshappdrætti Slysavarnafélagsins íslands: Stóraukin starfsemi til að treysta slysavarnir og björgunarstarf um landið Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri S.V.F.I., og Gunnar Friðriksson, forseti samtakanna. Hannes heldur á nýrri gerð linubyssu, sem komin er á markað. Þetta nýja björgunartæki er óllkt eldri gerðum, og er byssan sjálf, skotfæri og línan I einum og sama hólki og tækið mjög handhægt I meðförum. Verður kappkostað að afia sem fiestra tækja af þessarri gerð og hafa á þeim stöðum, þar sem þeirra getur veriö þörf. Tímamynd GE. Sovétmenn kaupa fyrir 110 milljónir 11 nrnTTrn IJ11 Irrf IttI n-r rrll rrr I rrrlVf IVn Stríð um útgáfu Alþýðublaðsins t uppsiglingu virðist nýtt strið um útgáfu Aiþýðublaðs- ins. Eins og kunnugt er hefur Alþýðublaðið verið rekið undanfarin tvö ár eins og nokkurs konar dótturfyrirtæki forystumanna Visis. Hefur ýmsum Alþýðuflokksmönnum þótt sem hlutur Alþýðuflokks- ins og stefnumála hans hafi verið mjög fyrir borð borinn i blaðinu. Þá hafa ýmsir góðir Alþýðuflokksmenn borið kinn- roða fyrir þá gulu hasarfrétta- mennsku, sem Alþýðublaðið hefur stundað. Gylfi Þ. Gislason sagði á beinni iinu i útvarpinu fyrir nokkrum mánuðum, að það væri rétt, að Alþýðublaöið væri það, sem kalla mætti „léttlynt blað” I Extrablads- stil. Þetta hefði verið tiiraun i útgáfunni, en sér þætti vænt um það, sagöi Gylfi, að þjóöin vildi ekki þess konar blöð. Eða með öðrum orðum, að honum þætti vænt um að þjóðin hefði skömm á Alþýðublaðinu. Eftir slikar yfirlýsingar og að fenginni þessari reynslu er ekki að furða, þótt farið hafi af stað alda innan Alþýðuflokks- ins til undirbúnings þvi að leysa málgagn flokksins úr prisund niðurlægingarinnar hjá þeim Vísismönnum. Nýtt útgdfufélag -í gær birti Alþýðublaðið svo eftirfarandi frétt um framtak- ið: „Stofnað hefur verið hluta- félagið Blað i þeim tilgangi aö taka yfir rekstur Aiþýðuhlaðs- ins úr höndum Alþýöublaðsút- gáfunnar h.f. Hiuthafar Blaðs eru: Asgeir Jóhannesson, for- stjóri, Björn Viimundarson, skrifstofustjóri, Eyjólfur K. Sigurjónsons, iöggiltur endur- skoðandi, Sighvatur Björg- vinsson, stjórnmálaritstjóri Alþýðublaðsins, og Sigurjón Kristinsson, prentsmiðjueig- andi. Forráðamenn Blaðs h.f. stefna að þvi að taka við rekstri Alþýðublaðsins „á allra næstu dögum.” Alþýðublaðið sneri sér til Benedikts Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Alþýðublaðsút- gáfunnar, sem annast hefur útgáfu Alþýðubiaðsins siðustu tvö árin. Hann sagði: „Spurt er, hvort Alþýðu- blaðsútgáfan sé um það bil að hætta rekstri Alþýöublaðsins, þar sem ýmsir Alþýðuflokks- menn hafi stofnað hlutafélagið Blað um rekstur blaðsins. Þvi er til að svara, að menn geta auðvitað að vild stofnað hluta- félög út um allan bæ um rekst- ur Alþýðublaðsins. Það breyt- ir h;ns vegar ekki þeirri stað- reynd, að Alþýðublaðsútgáfan er enn samningsaðili um þennan rekstur og þvl hefur ekki enn verið breytt. Til þess að þvi verði breytt þarf upp- sögn núverandi samnings með tveggja ára fyrirvara, eða samkomulag við núverandi útgefendur, um að þeir láti af hendi rekstur blaðsins. Ég er ckki með þessum orðum að gefa i skyn, að slikt samkomu- lag geti ekki náðst, en ég get fullyrt að enginn fundur hefur enn verið haldinn milli núver- andi útgefenda og þeirra, sem, að sögn, hafa hugsaö sér að taka að sér þetta verkefni. Um þetta mál er ekki meira að segja frá minni hendi.” Vísa hvor öðrum á bug I Visi i gær birtist svo viðtal við einn af hluthöfunum i hinu nýja fyrirtæki, Eyjólf K. Sigurjónsson endurskoðanda. Eyjólfur segir: „Við þurfum hvorki að semja uin eitt né neitt við Benedikt eða aðra hluthafa i Alþýðublaðsútgáfunni. Það er Framhald á 16. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.