Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. marz 1974. TÍMINN 15 Rætt við meðlimi Hljóma um endurvakningu hljómsveitarinnar, væntanlega hljómplötu og fl. ÚTI ER ævintýri var sagt hér í gamla daga, þegar sögunni var lokið. Hvort þetta var sagt um HLJÓMA, þegar hljóm- sveitin leystist upp, skal ekki fullyrt, en allavega tóku menn það alvarlega, að þá hefði verið settur lokapunkturinn við sögu Hljóma (Skyldi ómar Valdimarsson vera byrjað- ur á nýrri bók?). Það þóttu mikil tíðindi í íslenzka poppinu á sínum tíma, þegar Hljómar liðu undir lok. Það þóttu því ekki minni tíðindi, er það spurðist, að geislabaugur- inn hefði verið fjarlægður og endurfæðingin orðin staðreynd. Þeir, sem stóðu að henni, voru þeir þrír aðalliðsmenn Hljóma, sem skipuðu hljómsveitina, þegar hún átti hvað mest- um vinsældum að fagna (Erlingur Björnsson tók ekki þátt í endurreisninni), en það eru þeir Gunnar Þóröarson, Rúnar Július- son og Engilbert Jensen, og nú hefur Björgvin Hall- dórsson slegizt f hópinn. Sumir vilja halda því fram, að íslenzka poppið hafi brunnið um leið og Glaumbær, en nú er það spurningin, hvort Hljóm- um tekst að blása í glæð- urnar, svo af verði sú bira og darraðardans, sem áður var um poppið hér heima. Tíðindamaður þáttarins „Með á nótunum" ræddi nýlega við þá félaga í Hljómum, eitt þriðjudags- kvöld áður en þeir héldu ENGILBERT: „Upphaflega ætl- uðum við bara að vera þrir.” Tekst Hljómum að endurreisa það veldi, sem þeir höfðu I Isienzka þoppinu? TIMAMYNDIR: GUNNAR voru um 30—40 manns, sem að- stoðuðu okkur, og við unnum samfleytt i 14 daga frá kl. eitt á daginn til kl. sex á morgnana. BJORGVIN: — Það unnu allir með okkur, eins og þeir væru að vinna að sinni eigin plötu. 011 lög- in eru frumsamin af þeim Gunn- ari og Rúnari, og textarnir einnig. Það hefur ekki borið mikið á Rún- ari sem lagasmið til þessa, en persónulega finnst mér hann gera hér mjög góða hluti. — Mynduð þið flokka Hljóma sem „brennivinsmúsik-hljóm- sveit?” RÚNAR: — Við flokkum okkur allavega ekki undir negatívu merkingu þess orðatiltækis. BJORGVIN: — Það virðist vera orðið tizkufyrirbæri að tala um brennivinsmúsik,'en þetta er ekkert nýtt, frekar en mengunin. Annars myndi ég segja, að þetta væri bara annað orð yfir það, sem var einu sinni kallað „kúlutyggjó- músik”. — Hvers vegna eru allir text- ar á ensku á plötunni? BJÖRGVIN: — Það er mjög erfitt að syngja dægurlagamúsik á islenzku, og svo er afar erfitt að „frasa” islenzka dægurlagamús- ik, eins og hún er nú. Það fer ekki Það má eiginlega kalla þessa dansieiki okkar vakningarsamkomur upp á sviðið á Röðli, og árangurinn af því spjalli birtist hér á siðunni.... — Hér er fyrst spurning, sem að ég held, að mörgum sé forvitni á að fá svar við. Hver var ástæðan fyrir þvi, að Trúbrot leið undir lok, eins og sú hljómsveit var skipuð siðast? GUNNAR: — Það voru nú ýms- ar ástæður fyrir þvi, , en ein var sú, að Rúnar var á förum til Bandarikjanna, og um svipað leyti buðu strákarnir i Rió trióinu mér aðkomameð sér til Ameriku, og ég ákvað að taka þvi. RÚNAR: — I þessari sex manna útgáfu af Trúbroti vantaði grundvallarskilyrðið fyrir þvi, að hægt væri að reka hljómsveitina, sem var einfaldlega það, að við vorum ekki allir að fara i sömu áttina músiklega. Auðvitað var það einnig þungt á metunum, að við höfðum ekki nægilega mikið að gera og ástæð- an var sú, að markaðurinn bar ekki svona stóra hljómsveit. — Það var búið að ganga af Hljómum dauðum á sinum tima, og skrifa um þá minningargrein- ar og prýðisgóða bók, en nú endurreisið þið Hljóma. Hvers vegna? BJORGVIN: — Það er ekki bú- ið að afsanna þá kenningu, að til sé lif eftir dauðann. RÚNAR: — Viðerum allir i þvi. (Almennur hlátur). Það má eig- inlega kalla þessa dansleiki okkar vakningarsamkomur. ENGILBERT: — Þegar við hættum iTrúbroti, þá töluðum við Rúnar lauslega saman og ákváð- um að hittast aftur, þegar hann kæmi frá Bandarikjunum, hvað við gerðum, og siðan ræddum við málið við Gunnar. Upphaflega ætluðum við bara að vera þrir, en þegar til kom, fannst okkur það ekki nægilega gott, svo að við fengum Birgi Hrafnsson i lið með okkur. — Þú ert ekkert hræddur um að þú verðir settur út úr hljómsveit- inni? ENGILBERT: — Nei, ég er ekkert hræddur um það. — Af hverju var ekki hægt að nota nafnið Trúbrot? RÚNAR: — Það var kominn leiðinda mórall i sambandi við þetta nafn, og þar að auki var Gunnar Jökull búinn að láta skrá- setja það á sig persónulega. Hvað sem þvi liður, þá kom aldrei til greina að nota nafnið Trúbrot aft- ur. BJÖRGVIN: „Þaö viröist vera orðið tizkufyrirbæri að tala um brennivinsmúsik”. GUNNAR: — Ég held mér sé ó- hætt að fullyrða, að við séum allir mjög ánægðir með þetta nafn. Hljómar er gott islenzkt nafn á hljómsveit. — Er um einhverja stefnu- breytingu að ræða hjá ykkur við endurvakningu hljómsveitarinn- ar, t.d. hvað varðar músikstefnu? ENGILBERT: — Það er engin föst músikstefna. Við spilum þá músik, sem við höfum ánægju af, og auðvitað vonum við, að fólkið hafi jafnmikla ánægju af henni. — Þegar Gunnar Jökull var rekinn úr Trúbroti (að eigin sögn), lét hann hafa það eftir sér, að nú væri gamla Hljóma-menn- ingin gengin aftur i Trúbroti, og átti hann þar við það, að lögin i dansleikja-prógramminu væru allt „kóperingar”. Hefur þeási „gamla Hljóma-menning” verið endurvakin? GUNNAR: — Ég er nú ekki allskostar sáttur við þetta orð, „Hljóma-menning”. Ég tel það i flestum tilfellum næstum þvi úti- lokað að „kópera” lög af hljóm- plötum, þótt menn séu allir að vilja gerðir. Hvað okkur varðar, þá rifum við ekki lögin gersam- lega niður, en við breytum útsetn- ingunum alltaf eitthvað. Annars er töluverð óánægja með það, að við skulum ekki leika gömlu Hljóma-lögin, eins og t.d. Fyrsti kossinn og If you knew, en við erum farnir að hugsa alvar- lega um það að taka eitthvað af þessum lögum inn i dansleikja- prógrammið. BJÖRGVIN: — Þú varst að minnast á stefnu. Mér finnst rétt að koma þvi hér að, að stefnan hjá okkur mótast mikið við að vinna að hljómplötum. RÚNAR: — Við erum nýbúnir að taka upp plötu i Bandarikjun- um, og þar er nýjasta stefnan okkar, og að minu viti ein sú bezta, sem við höfum tekið upp i hljómplötugerð. Þetta er viðasta músiksvið, sem við höfum farið ýfir. GUNNAR: ..... ekki beint til- hlökkunarefni að vera alltaf að syngja fyrir sama afmarkaða hópinn”. — Nú hafið þið unnið að upp- töku á hljómplötum ykkar i nokkrum löndum, en hvernig var aðstaðan i Bandarikjunum. GUNNAR: — Þetta var sú al- bezta aðstaða, sem ég hef orðið aðnjótandi i hljómplötuupptöku. Þarna fann maður, að hver og einn einasti var allur af vilja gerður til að gera sitt bezta. Það milli mála, að enskan er nú popp- málið i heiminum. GUNNAR: — Það gefur auga leið, að við hljótum að ná til miklu stærri hlustendahóps með þvi að syngja á ensku. Það er ekki beint tilhlökkunarefni að vera alltaf að syngja fyrir sama afmarkaða hópinn. RÚNAR: — Við erum ekki að fórna neinu með þvi að syngja á ensku, enda eru allir okkar læri- feður úr ameriska og brezka músikheiminum. — Hver er munurinn á þvi að vera i Hljómum og Haukum, Engilbert? ENGILBERT: — I Haukum var frekar litið lagt upp úr þvi að gera einhverja músik. Þetta gerðist mest á sviðinu, og það voru ekki neinar áætlanir i sambandi við hljómplötur og frekar litið um æf- ingar. Annars hef ég ekkert nema gott eitt um Hauka að segja. — Nú hélt Trúbrot mjög vel heppnaða hljómleika, þar sem tónverkið „LIFUN” var frum- flutt. Eru engar áætlanir hjá ykk- ur i Hljómum um að hressa upp á poppið i höfuðstaðnum með hljómleikahaldi? RÚNAR: — Við ætlum að fá aðra blaðagrein út á það...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.