Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 19
Laugardagur 2. marz 1974. TÍMINN 19 Hestar undir timburklyfjum Gamlar myndir Hver þekkir þessa fjölskyldu? Myndirnar, sem við birtum að þessu sinni, eru allar, að einni undanskilinni, úr kortasafni Jóns Halldórssonar. Þær fjalla eins og fyrri daginn um horfna tið, en hitt verður jafnan matsatriði, hvað menn kalla gamalt og hvað ekki. Fyrst skulum við lita á gamla Reykjavikurmynd. Það fer skrúðganga undir hornablæstri niður Bankastræti og fánar blakta við húna. Gaman væri að vita, hvort ekki þekkja einhverjir lesendur, hvað þarna er um að vera, eða einhvern þeirra ein- staklinga, sem þar eru á ferð. Næst sjáum við ferðbúna menn á hestum fyrir framan Hótel Heklu i Reykjavik. Ekki vitum við ártalið, þegar myndin er tekin, en svo mikið er vist, að enn er vatnspósturinn á Lækjartorgi. Menn með hesta undir timbur- klyfjum. Þetta var algeng sjón hér fyrrum, og margir núlifandi menn hafaflutt timbur á klökk- um, en nú eru þeir flutningar sem betur fer úr sögunni, þvi þetta var erfitt verk og i alla staði óhægt, bæði mönnum og skepnum. Og ekki þurfti að bjóða slikt öðrum hestum en þeim, sem voru full- komlega rólegir og ófælnir með öllu. Þá er loks eftir að minnast á þá einu mynd, sem ekki er frá Jóni Halldórssyni komin. Til okkar kom kona ekki alls fyrir löngu og óskaði eftir þvi, að blaðið birti þessa mynd, þvi að henni léki mikill hugur á að vita, af hverjum myndin er. Þessu er hér með komið á framfæri, og ef einhver getur veitt um þetta upplysingar, þá tekur blaðið að sjálfsögðu á móti þeim. Og þetta sama gildir um hinar myndirnar, sem við birtum núna: 011 vitneskja um þær er vel þegin. úr kortasafni Jóns Halldórssonar Skrúðganga i Bankastræti Ferðamenn á hestum r Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 2. marz kl. 10-12 verður Þórarinn Þórarinsson, al- þingismaður, til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Hringbraut 30. Borgarnes Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarness verður haldinn að Hótel Borgarnesi (uppi) laugardaginn 2. marz 1974. Fundurinn hefst kl. 4 e.h. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hreppsnefndar- og sýslunefndarkosningar 1974. III. önnur mál. ^ Stjórnin._____________________________________________________j Keflavík og nágrenni Framsóknarvist 3. marz Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn 3. marz i félags- heimilinu, Austurgötu 26, kl. 20:30. Góð verðlaun. Allir velkomn- ir. Skemmtinefnd Bjarkar. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur fund i Framsóknarhúsinu á Akranesi sunnudaginn 3. marz kl. 16.00. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Akranesskaupstaðar fyrir 1974. Framsögumenn: bæjarfulltrúar flokksins á Akranesi. II. Bæjarstjórnarkosningarnar og kjör uppstillinganefndar. III. önnur mál. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldinn að Hótel Esju mánudaginn 4. marz n.k. og hefst fundurinn kl. 20.30. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur stjórnar um fulltrúa félagsins — aðalmenn og vara- menn — i Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavik, liggja frammi á skrifstofu félagsins að Hringbraut 30. Viðbótartillögur ber að leggja fram á sama stað eigi siðar en tveim sólarhringum fyrir fundinn. Stjórnin Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund að Neðstutröð 4, fimmtudaginn 7. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Lagður fram listi uppstillinganefndar vegna bæjarstjórnarkosninganna. 2. önnur mái. Stjórnin. Framsóknarvist ó Snæfellsnesi Framhald verður á framsóknarvist Framsóknarfélaganna a Snæfellsnesi að Breiðabliki laugardaginn 9. marz kl. 21. Ávarp flytur Asgeir Bjarnason alþingismaður. Hið geysivinsæla H.L.Ö.-Trió leikur fyrir dansi. Athugið! Vegna veðurs reynist nauðsynlegt að veita öllum þátt- takendum frá og með öðru kvöldi fullan rétt tii aðalverðlauna. ^ Nefndin. Nýtt útgáfufélag Alþýðublaösins ÚTGAFUFÉLAGINU Blað, sem á að halda Alþýðnbbv'-1 framvegis, liefu stjórn, og eiga >- ur K. Sigu' mundarso Sighv. jón K ,Hi kosin ni Eyjólf- Jjörn '1 .ióhannss ,ui og Sigur- Alþýðublaðið hefur að undai förnu verið i eins konar herlei, ingu hjá Visi, sem aðeins hefi leyft Alþýðuflokknum afnot ; einni siðu. Enn mun það eiga nokkuð land. að samið hafi verið um ö atriði. er varða þessa brevtingi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.