Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 13
Laugardagi&2. marz 1974. TÍMINN 13 Menningarsjóður: Kynnir útgáfu bækur sínar á fjórum stöðum gbk-Reykjavik. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins kynnir útgáfubækur sin- ar á Selfossi, Hvolsvelli og i Keflavik dagana 2.-3. marz. Einn- ig verður sams konar kynning á Akranesi, og hefst hún þriðjudag- inn 5. marz og stendur fram til föstudagsins 8. marz. Umboðsmaður bókaútgáfunnar á hverjum stað setur kynningar- markaðinn upp, en einnig verður þar staddur maður frá útgáfunni. Tilgangurinn með þessari kynningu er að bæta samband við félagsmenn, kynna umboðsmann á hverjum stað, og ekki sizt að kynna hin hagkvæmu kjör, sem félagsmenn njóta. Markaðirnir verða á eftirtöld- um stöðum: 1 Iðnskólanum á Sel- fossi, unglingaskólanum á Sel- fossi og Sjálfstæðishúsinu i Kefla- vik. Verður markaðurinn opinn frá kl. 2-6 e.h. bæði laugardag og sunnudag. Á Akranesi verður kynningin i Bókaverzlun Andrés- ar Nielssonar og opin á venjuleg- um verzlunartima frá þriðjudegi til föstudags. Þeir, sem kaupa bækur fyrir 3000 krónur og þar yfir á þessum kynningarmörkuðum, fá 5% af- slátt, og ef keypt er fyrir 5000 krónur, er afslátturinn 10%. Allir kaupendur fá þennan afslátt, en fyrir félagsmenn bætist þessi af- sláttur við þann 20-30% afslátt, sem þeir njóta. Allar útgáfubækur Menningar- sjóðs — alls 150 titlar — verða kynntar á þessum stöðum, og kennir þar margra grasa, ritsöfn, 'ljóð, ævisögur, fræðirit og skáld- sögur. Nokkrar útgáfubækur Menn- ingarsjóðs eru nú uppseldar hjá forlaginu, þ.á.m. Islenzk úrvals- rit, og islenzka orðabókin slest sennilega upp á þessu ári. Ef vel tekst með þessar kýnn- ingar á útgáfubókum Menningar- sjóðs, verða fleiri slikar haldnar viðar um landið. Nýir kandidatar úr háskólanum 1 lok haustmisseris hafa eftir- taldir stúdentar lokið prófum við Háskóla Islands: Embættispróf í læknisfærði: (13) Brynjólfur Á. Mogensen, Friðrik Páll Jónsson, Geir Friðgeirsson, Gylfi Haraldsson, Hafsteinn Sæmundsson, Karl Haraldsson, Kristján Arinbjarnarson, Niels Chr. Nielsen, Ólafur Eyjólfsson, Páll Ammendrup, Stefán Jóh . Hreiðarsson, Sturla Stefánsson, Þorsteinn Gislason. Embættispróf i lögfræði: (5) Atli Vagnsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Jón Magnússon, Kristján Sigvaldason, Steindor Gunnarsson. Kandidatspróf i viðskiptafræðum: •$,rdis Þórðardóttir, Guðjón Smári Agnarsson, Guðmundur R. Ingvason, Gunnar Rafn Einars- son, Gunnar Kjartansson, Gunnar Ólafsson, Hilmar Sigurðsson, Hinrik Greipsson, Hjálmar S. Sigurðsson, Ragnar Arnason, Sigurður- Haraldsson, Sveinn G. Helgason bg Tómas Óli Jónsson. Kandidatspróf i islenzku: (1) Gunnlaugur Ingólfsson. Knadidatspróf i sagnfræði: (1) Kristján Sigvaldason B.A.-próf i heimspekideild: (6) Bjarney Kristjánsdóttir, Bryndis Schram, Brynjar Viborg, Kristinn Jóhann Sigurðsson, Sigrún Helga Árnadóttir, Þórdis Þorvaldsdóttir. B.S.-próf i verkfræði- og raun- visindadeild. Liffræði sem aðalgrein: (3) ;i Karl Gunnarsson, Sigriður Guðmundsdóttir og Tómas Is- leifsson. Jarðfræði sem aðalgrein: (2) Bessi Aðalsteinsson, Þórunn Skaftadóttir. Nýr útibússtjóri á ísafirði A fundi Bankaráðs Ótvegsbanka islands i gær var Högni Þórðar- son ráðinn útibússtjóri titvcgs- bankans á isafirði. Högni Þórðarson fæddist á Isa- firði 6. febrúar 1924. Hann hóf störf i Útvegsbankanum á Isafirði 15. júni 1945 og var gjaldkeri og bókari til 1. marz 1973, að hann var settur útibússtjóri. Atriði úr sjónleiknum Halló krakkar. BARNALEIKRIT FRUMSYNT Á AKUREYRI A LAUGARDAGINN kemur, hinn 2. marz, verður barnaleikritið Halló krakkar frumsýnt á Akur- eyri klukkan fimm siðdegis. Leik ritið skiptist i eftirfarandi atriði: ljósaleik, kynningarleik, spuna- leik, slönguieik, valdaleik, gátu- leik, árásarleik, foringjaleik, tónlistarleik og skattaleik. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er Halló krakkar óvenju- legt leikrit og til þess ætlazt, að börnin taki þátt i leiknum. Strax við innganginn munu leikararnir taka á móti áhorfendum og leiða þá til sæta sinna og fá siðan að- stoð hjá þeim i ýmsum atriðum. Nokkrir áhorfendur verða beðnir að koma upp á svið og taka að sér hlutverk i stuttu atriði, þar sem leikara vantar og allir eiga áhorf- endur þess kost að taka þátt i gátuleik og tónlistarleik. Sjö leikarar koma fram á sýningunni: Aðalsteinn Bergdal, Gestur E. Jónasson, Guðlaug Hermannsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Kjurugei Aiexandra, Saga Jónsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Leikritið Halló krakkar er eftir Sviann Leif Forstenberg, en Guð- laug Hermannsdóttir hefur þýtt það og staðfært. Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson hafa gert leik- mynd, og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Næstu sýningar á Halló krakk- ar verða á sunnudag kl. 2 og 5. Minnsta aukning umferð arslysasíðan 1969 Á FUNDI, sem Umferðarráð hélt með yfirmönnum löggæzlu að Hótel Esju 28. fcbrúar, s.l. voru lagðar fram heildarniðurstöðu- tölur umferðarslysaskráningar fyrir árið 1973. Kom þar fram, að á árinu 1973 urðu samtals 7318 umferðarslys, þar af 939 slys með meiðslum. Aukning heildarslysa frá árinu 1972 varð þvi 3.4% sem er minnsta aukning frá ári til árs siðan árið 1969. Aukning slysa með meiðslum frá árinu 1972 varð 7,2% og er það minnsta aukning siðan árið 1968. Árið 1972 urðu samtals 7077 umferðarslys, og höfðu þau auk- izt um 9,1% frá árinu 1971, en frá árinu 1970—1971 hafði aukningin verið 13,9%. Slys með meiðslum árið 1972 urðu 876, höfðu aukizt frá 1971 um 13,5% og aukningin milli áranna 1970—1971 var 11.6%. Ekki liggja ennþá fyrir tölur um fjölda slasaðra. I ársbyrjun 1973 voru i öllu landinu 57.451 ökutæki, og á árinu voru fluttar inn 7.880 bifreiðar. Hefur þvi bifreiðaeign lands- manna aukizt um meira en 10%. Það sést þvi, að aukning umferðarslysa er verulega lægri aukningu bifreiðaeignar lands- manna, og þau ár, sem aukning umferðarslysa varð minni en á s.l. ári, þ.e. árin 1967 og 68, varð bifreiðaaukningin aðeins 3,5% og árið 1969 fækkaði bifreiðum hér á landi. Umferðarráð hefur nú tekið upp þá nýbreytni að gera mánað- arlegt yfirlit um umferðarlys á landinu, til þess að geta enn betur fylgzt með þróun þessara mála. Stopulir róðrar TF-Flateyri. Fréttaritari blaðs- ins á Flateyri tjáði blaðinu, að þar hefði verið óstöðug tið undan- farið, og að ekkert hefði verið róið frá þvi á fimmtudag i siðustu viku. Þrátt fyrir rysjótt veðurfar hef- ur ekki snjóað að ráði, en þó þurfti að moka af veginum til Dýrafjarðar nú á miðvikudaginn. 1 Dýrafirði er læknir þeirra Flat- eyringa^ Samþykktir frá ný- loknu búnaðarþingi A SIÐUSTU fundum búnaðar- þings voru samþykktar ályktanir uin slysavarnir við bústörf, endurskoðun laga um sauðfjár- baðanir, byggingu einangrunar- stöðvar i Ilrisey og lækkun tolla á innfluttum gróðurhúsum og ljósa- búnaði þeirra. Ályktanir þær, sem gerðar voru um þessi mál, fara hér á eftir. Slys við bústörf Búnaðarþing telur, að einskis megi láta ófreistað til að koma i veg fyrir slys við notkun dráttar- véla og tækja, sem þeim fylgja til notkunar i landbúnaði. Þvi felur þingið stjórn Búnaðarfélags Islands að hlutast til um eftir- farandi: 1. Að komið verði á árlegu opin- beru eftirliti með öllum dráttar- vélum, sem notaðar eru við land- búnaðarstörf. 2. Að teknir verði upp i sjón- varpi stuttir fræðsluþættir um notkun dráttarvéla og öryggi,sút- búnað þeirra. 3. Að seljendur vélknúinna tækja láti fylgja þeim leiðbein- ingar um notkun tækisins og öryggisútbúnað þess. Sauðfjárbaðanir Búnaðarþing samþykkir að kjósa tvo menn ásamt yfirdýra- lækni i nefnd til þess að endur- skoða lög nr. 23 1959 um sauðfjár- baðanir og leggja fyrir næsta búnaðarþing. Einangrunarstöð i Hrisey 1 samræmi við endurteknar ályktanir um innflutning og ræktun holdanauta fagnar Búnaðarþing þeim áfanga, sem náðist i þvi máli með samþykkt breytingar á lögum um innflutn- ing búfjár, lög nr. 19/1972. Jafnframt lýsir þingið fyllsta stuðningi við stofnun ein- angrunarstöðvar fyrir holdanaut i Hrisey á Eyjafirði og leggur rika áherzlu á, að verkinu verði hraðað,svo að unnt verði að flytja þangað sæði úr Galloway-nautum frá Skotlandi þegar á næsta vetri. Tollur af gróðurhúsum Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að beita sér fyrir þvi, að tollar af inn- fluttum gróðurhúsum og ljósa- búnaði þeirra verði lækkaðir verulega. Tveir unnu Forintos — í fjöltefli í háskólanum —hs—Rvik. Stórm eistarinn Forintos frá Ungverjalandi tefldi svokallað klukkufjöltefli við ell- efu af sterkustu skákmönnum Háskóla islands, i Árnagarði i fyrrakvöld. Umhugsunartimi fyrir hverja skák voru 2 klukkutfmar. Forin- tos vann 8 skákir, tapaði tveimur og gerði 2 jafntefli. Þeir sem unnu stórmeistarann voru Bragi Kristjánsson, og Ólafur Orrason, en jafntefli gerðu Jón Briem og Bragi Halldórsson. Námskeið fyrir leiðsögumenn Eins og undanfarin ár mun Ferðaskrifstofa rikisins efna til 10 vikna námskeiðs fyrir leiðsögumenn erlendra ferðamanna á Islandi. Kennt verður tvö kvöld i viku, á mánudögum og fimmtu- dögum,frá kl. 20:30 til 22:00 i Arnagarði. Á námskeiðinu verður leiðbeint um, hvernig kynna má út- lendingum land og þjóð, og munu sérfræðingar i ýmsum greinum og kunnir leiðsögumenn miðla af þekkingu sinni og reynslu. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 7. marz,en innritun verður frá 1. marz i afgreiðslu Ferðaskrifstofu rikisins, Gimli við Lækjar- götu. Innritunargjald er kr. 3.800.00. Væntanlegir þátttakendur þurfa að geta tjáð sig vel á a.m.k. einu erlendu tungumáli, en sé um ensku að ræða,er æskilegt að hafa einnig vald á öðru máli. Leiösögumannanámskeið Ferðaskrifstofu rikisins hafa jafnan notið mikilla vinsælda,enda hefir þar verið unnt að fá mikinn og aðgengilegan fróðleik um land og þjóð á skömmum tima. Vigdis Finnbogadóttir hefir skipulagt námskeiðið, eins og að undanförnu. Farnar verða ferðir um Reykjavik, Suðurnes og að Gullfossi og Geysi, en i þeim verða nemendur þjálfaðir i leiðsögn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.