Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Laugardagur 2. marz 1974.
Laugardagur 2. marz 1974.
TÍMINN
11
Vinnubúðir eru á sumrin i Þrastaskógi. Hér sést hluti af börnunum, sem þar dvöldust á siðastiiðnu sumri.
„Landsmót er alltaf mikil hátið og mikla undirbúningsvinnu þarf að
inna af hendi, áður en til leikvangs er gengið”. Timamynd: Gunnar
Við Timamenn leituðum til
framkvæmdastjóra Ungmenna-
félags tslands, Sigurðar Geirdals,
og báðum hann að kynna fyrir
lesendum starfsemi hreyfingar-
innar og rabba stundarkorn við
okkur um störf félagsins.
Það vakti strax undrun mina,
þegar Sigurður hóf að kynna mér
hina ýmsu þætti félagsins, að
UMFt er mjög viðtæk hreyfing,
sem teygir arma sina út um allt
land og lætur mörg og brýn mál-
efni til sin taka. Mér segir svo
hugur um, að allmargir viti ekki
eða geri sér ekki grein fyrir, að
ungmennafélagshreyfingin á itök
i flestra hjörtum, hvort sem þeir
eru aldnir ellegar ungir. Þess ber
að geta, að hreyfingin hefur að
stórum hluta notað krafta sina i
þágu dreifbýlisins, en á siðari ár-
um hefur UMFt aukið starfsemi
sina i þé^tbýli.
Um það geta vist allir verið
sammála, að hvað sem ung-
mennaféíagar taka sér fyrir
hendur, þá fylgir þar góður hugur
góðu máli, þvi að „ræktun lands
og lýðs” er ekki aðeins kjörorð
hreyfingarinnar, heldur og mark-
mið, sem hlustað er á og farið er
eftir.
Landgræðsla
— Við höfum alltaf lagt rika á-
herzlu á landgræðslu og náttúru-
vernd, enda hefur áhugi á þessum
málaþætti verið almennur hjá
ungmennafélögum. Nú á timum
mengunar hefur verið hærra um
þessi mál, en engu að siður hefur
landgræðslan verið sem rauður
þráður i gegnum allt okkar starf,
sagði Sigurður.
Frá árinu 1970 hefur starfið
verið skipulagt i samráði við
Landvernd. Siðasta sókn UMFI i
fjölskylduparadis, sagði Sigurð-
ur.
Þrastarskógur er einhver feg-
ursti áningarstaður ferðafólks
Suðvesturlands. UMFt hefur reist
þar veitingaskála, og er hann
leigöur út á sumrin. Hann teikn-
aði ungmennafélaginn Skúli Nor-
dalarkitekt. Allar framkvæmdir i
Þrastaskógi ganga frekar hægt
vegna fjárskorts, að sögn Sigurð-
ar, en þó er gerð iþróttaleik-
vangsins komin nokkuð á rekspöl.
Tiltölulega nýlega tók til starfa
vinnuskóli UMFI og UMSK i
Þrastarskógi að sumarlagi. Hafði
hann lengi verið draumur þeirra,
sem um málefni skógarins hafa
hugsað. Markmið vinnuskólans
var tviþætt, annars vegar að
veita unglingunum, og e.t.v. öðr-
um ungmennafélögum, hlutdeild i
heillandi viðfangsefni við fegrun
og snyrtingu skógarins, og hins
vegar að gefa þeim tækifæri til að
dveljast nokkra sumardaga á
þessum friðsæla stað.
Starfi nemendanna var skipt i
þrjá meginþætti, þ.e. iþróttii;
vinnu og leiki og kvöldvökur.
— t heild má segja, að þessi til-
raun hafi heppnast vonum fram-
ar, en ýmsir erfiðleikar komu
upp, sem verða jafnan á vegi
þeirra, sem ryðja nýja braut, en
þeir eru einn liðurinn i þvi að gera
slikt starf heillandi, sagði Sigurð-
ur.
Félagsmálaskóli UMFÍ
— Það var ákveðið af vanmætti
og vanefnum að stofna félags-
málaskólann. Við bjuggum sjálfir
til stutt kennslubréf um funda-
höld almennt, og þetta bar góðan
árangur, þótt við hefðum ekki
heimsins beztu kennslugögn,
sagði Sigurður um þennan þátt i
starfi UMFl.
A undanförnum árum hefur
UMFt lagt mikla áherzlu á
fræðslustarf fyrir sina félaga.
Markmið félagsmálaskólans er
að veita meðlimum ungmennafé-
lagshreyfingarinnar tækifæri til
þess að öðlast sjálfsvitund og
hæfni sem traustir hlekkir i hinni
miklu félagskeðju.
Það er mjög mikilvægt öllum
félagsheildum að treysta innvið-
ina, og framtið ungmennafélag-
anna byggist að stórum hluta á
þvi, að til séu ötulir og fróðir fé-
lagar, sem öruggir geta gengið til
forystustarfa, þegar á þarf að
halda.
Eftir tilkomu Æskulýðsráðs
rikisins hóf UMFl samstarf um
gerðnámsefnis, sem henta myndi
til fræðslu i almennum félögum.
UMFt hefur staðið fyrir félags-
leiðtoganámskeiðum, og fær eng-
inn að taka að sér kennslu i fé-
lagsmálaskólanum, án þess að
hafa fengið viðurkenningu að
námskeiði loknu.
Mjög erfitt hafði reynzt að fá
leiðbeinendur, þótt áhugi væri
nægur i nokkrum félögum og sam
tökum til að efna til slikra nám-
skeiða. Sérstaklega var skortur á
leiðbeinendum úti á landsbyggð-
inni. En með tilkomu námskeið-
anna fýrir félagsleiðtoga hefur
þetta vandamál verið yfirstigið,
og er þess að vænta, að ung-
mennafélagar haldi áfram á
sömu braut hreyfingunni til
heilla.
Æskulýðsráð rikisins styrkti
siðan hvert námskeið félags-
málaskólans með kr. 7.500.-, enda
væri vissum skilyrðum fullnægt,
svo sem lengd námskeiðs og
fjölda þátttakenda.
Landsmót
Landsmót UMFI er haldið 3.
hvert ár, og er undirbúningur
hafinn að 15. landsmótinu, sem
haldiðverður á Akranesi sumarið
1975. Framkvæmdaaðilar næsta
landsmóts eru ungmennafélagið
Skipaskagi á Akranesi og Ung
mennasamband Borgarfjarðar.
— Það er rétt svo, að þrjú ár
nægi til að undirbúa slikt mót.
Landsmót er alltaf mikil hátið, og
mikla undirbúningsvinnu þarf að
inna af hendi,áður en til leikvangs
er gengið, sagði Sigurður.
Siöasta landsmót var haldið á
Sauðárkróki 1971, og voru gestir
mótsins á milli tólf og fjórtán þús-
und. Landsmót átti að halda i ár,
en vegna eindreginna óska þjóð-
hátiðarnefndar var landsmótinu
frestað um eitt ár.
Fjölmennasta landsmót, sem
haldið hefur verið, var á Laugar-
vatni 1965, og voru ellefu þúsund
manns þá i tjaldbúðum á móts-
svæðinu. Til gamans má geta
þess, að þá var tjaldborgin
stærsta „byggð” utan Reykjavik-
ur.
— Afleiðingar landsmótanna,
og hvað þau skilja eftir, er atriði,
sem of sjaldan er minnzt á, — en
er engu að siður mjög merkilegt,
sagði Sigurður. Oftast skapast
Ungir félagar sjást hér spreyta sig I þristökki.
baráttunni gegn eyðileggingar-
krafti náttúrunnar var i sam-
bandi við útihátiðina „Vor i dal”,
þar sem mótsgestir sáðu i um það
bil þrjá hektara lands, og síðan
hefur UMFI séð um sáningu og á-
burðargjöf á allt mótssvæðið,
sem er um tuttugu hektarar.
„Ræktun lands og lýðs” og ,,Is-
landi allt” eru kjörorð ung-
mennafélagsins, og undirslrikuðu
þau vilja, stefnu og markmið
hennar i þessum efnum.
Skinfaxi
UMFI hefur óslitið frá árinu
1909 gefið út timaritið Skinfaxa.
— Fyrstu árin var blaðið póli-
tiskt i sambandi við sjálfstæðis-
baráttuna, og þar birtust þá marg
ar kjarnmiklar greinar, en nú
kynnir Skinfaxi að mestu starf-
semi hinna einstöku félaga og
héraðssambanda, auk margvis-
legs iþróttaefnis. En vandamál
liðandi stundar hafa aldrei
gleymzt, og greinar þar að lút-
andi sjást oft i Skinfaxa, sagði
Sigurður.
Arlega gefur UMFt út sex hefti
af blaðinu, og er upplagið 2000
eintök, en áskrifendur eru 1600.
Ritstjóri Skinfaxa er Eysteinn
Þorvaldsson, og afgreiðsla blaðs-
ins er I skrifstofu UMFt að
Klapparstig 16, Reykjavik.
Skák
Um vetrarstarfið hafði Sigurð-
ur þetta að segja:
— Yfir vetrartimann er nauð-
synlegt að halda hópnum saman,
og þvi eru starfræktir á vegum
ungmennafélaganna, skákklúbb-
ar, bókasöfn, kórar og opið hús,
svo nokkuð sé nefnt.
Af þessum þáttum á skákin
flesta unnendur. Árlega fer fram
skákþing UMFI, og taka öll hér-
aðssambönd þátt i henni, en úr-
slitakeppnin er háð á einum stað.
Þau ár, sem landsmót er haldið,
fer keppnin fram á mótinu. Sú
sveit, sem ber sigur úr býtum,
hlýtur verðlaunagrip, sem kallast
Skinfaxastyttan og er stór útskor-
inn riddari.
Á 29. sambandsþingi UMFI var
samþykkt að kjósa þriggja
manna nefnd til endurskoðunar á
reglugerð um skákþing UMFl.
Leitað verði eftir samstarfi við
Skáksamband tslands um skipu-
lagningu skákkeppni um allt land
til eflingar skáklistinni.
Þrastarskógur
t Þrastarskógi eigum við land-
svæði, sem er 45 hektarar að
stærð, og það er hugmynd min, að
skógurinn verði samastaður fjöl-
skyldna um helgar, sannkölluð
aðstaða, sem ella hefði ekki verið
fyrir hendi, landsmótin örva f jár-
veitingar frá hinu opinbera, og
siðast en ekki sizt eru landsmótin
félagslegt átak og mikil lyftu-
stöng fyrir viðkomandi héraðs-
samband.
Forsetabikarinn er veglegasti
verðlaunagripur landsmótanna.
Helztu keppnisgreinar á lands-
móti eru: frjálsar iþróttir, sund,
knattleikir, starfsiþróttir og skák.
Erlend samskipti
Allt frá stofnun ungmennafé-
laganna hafa innlend málefni
borið hæst i starfi þeirra — og
svo er að sjálfsögðu enn. Hins
vegar hafa erlend samskipti á-
vallt verið nokkur i formi blaða
og bréfa, og einstaka heimsóknir
hafa átt sér stað.
Um erlend samskipti hafði
Sigurður þetta að segja:
— Ny þáttur erlendra sam-
skipta hófst með endurskipu-
lagningu fyrir nokkrum árum. Þá
áttu sér stað skiptiheimsóknir, og
upphafið var ferð UMFl á lands-
mót i Danmörku 1971. Við fórum
með hundrað manna hóp og
sigruðum i flokkakeppninni.
Sagði Sigurður, að með þessari
ferð hefðu náðst mjög góð tengsl
við forystumenn dönsku ung-
Frá sundkeppni á landsmótinu á Sauðárkróki 1971.
mennafélagshreyfingarinnar, og
nytu þeir enn góðs af þvi.
— Við rekum þessi samskipti á
þeim hugmyndafræðilega grund-
velli, að gagnkvæm skipti eigi sér
stað. Rúmlega þrjátiu manna
fimleikaflokkur frá Holsterbro i
Danmörku kom hingað 1972 og fór
til Norðurlands og viðar. Fjörutiu
manna hópur frjálsiþróttafólks
kom siðastliðið sumar frá Árós-
um á Jótlandi.
Fyrirhuguð er heimsókn
þriggja hópa íþróttafólks frá
UMFI til Norðurlanda á þessu
ári.
Ungmennafélögin og hliðstæðar
félagsheildir á Norðurlöndum
hafa með sér samtök (NSU), og
er UMFl aðili að sambandinu.
Arlegur viðburður i starfi NSU
hefur verið ráðstefna ungra
bænda, þar sem fjallað er um
málefni, sem varða landbúnað-
inn, skoðuð frá sjónarhóli ungu
bændanna. Ráðstefnur þessar
hafa verið haldnar á Norðurlönd-
unum til skiptis, og nú er röðin
komin að tslandi.
Ráðstefnan fer fram i fyrstu
viku marzmánaðar að Leirár-
skóla i Borgarfirði. A dagskrá
verða m.a. almenar upplýsingar
og fræðsla um Island. Rætt verð-
ur um stöðu og þýðingu landbún-
aðar i atvinnulifi Norðurland-
anna, og einnig um kosti þess að
vera bóndi og búa i sveit.
Hér að ofan hefur aðeins veriö
stiklað á stóru, og þvi fer viðs
fjarri, að þessi grein sé tæmandi
lýsing á verkefnum og starfi
UMFI. En þess er að vænta. að
við séum virtir fyrir viljann, og
það er ósk okkar, að UMFI haldi
áfram á þeirri braut, sem hreyf
ingin hefur markað, æsku lands-
ins til heilla.
Allar nánari upplýsingar um
starf UMFI er að finna á skrif-
stofu félagsins að Klapparstig 16,
Rvk.
—Gsal
„ÝMSIR ERFIÐLEIKAR VERÐA
JAFNAN Á VEGI ÞEIRRA,
SEM RYÐJA NÝJA BRAUT"