Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.03.1974, Blaðsíða 20
fyrirgóÓan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Úrslit kosninganna í Bretlandi: STÓRU FLOKKARNIR MEÐ SVIP- AÐAN FJÖLDA ÞINGAAANNA NTB-London. Þegar talið hafði verið i BliO af 635 kjördæmum á Bretlandi i gærkvöldi, skiptust þingsæti þannig: Verkamanna- flokkurinn 300 þingsæti, thalds- flokkurinn 295, Frjálslyndi flokkurinn 11, skozkir þjóðernis- sinnar 5, welskir þjóðernissinnar 2 og aðrir flokkar 13 þingsæti. Þetta sýnir, að hvorugur stóru flokkanna er fær um að mynda rikisstjórn án stuðnings frjáls- lyndra eða skozkra og welskra þjóðernissinna. Það má þvi fastlega gera ráð fyrir stjórnarkreppu á Bretlandi. Úrslit kosninganna eru mikill persónulegur ósigur fyrir Heath forsætisráðherra, og er jafnvel ekki talið ósennilegt, að hann láti af formennsku i Ihaldsflokknum. Whitelow, fyrrverandi trlands- málaráðherra, hefur verið nefnd- ur sem hugsanlegur eftirmaður Heaths til formennsku i thalds- flokknum. En þrátt fyrir ósigur thalds- flokksins hafa brezkir iafnaðar- menn litlum sigri að hrósa. Þeir eru að visu stærsti flokkur neðri deildarinnar, en þaö nægir þeim ekki til myndunnar rikisstjórnar. Frjálslyndi flokkurinn er tvi- mælalaust sigurvegari þessara kosninga. Þó hann hljóti aðeins 11 þingsæti af 635, fékk hann 5.000.000 atkvæða, en þau nýtast jafnilla og raun ber vitni þar eð einmenningskjördæmafyrir- komulag er á Bretlandi. En þrátt fyrir þessi fáu þingsæti, eru frjálslyndir i oddaáðstöðu Frammistaða þjóðernissinna bæði á Skotlandi og i Wales hefur vakið þó nokkra athygli. T.d. tókst einum frambjóðanda skozkra þjóðernissinna að fella Skotlandsmálaráðherrann i stjórn Heaths. Elisabeth Bretadrottning kom frá Ástraliu til London i gær, og er þess að vænta, að hún ákveði i dag eða á morgun, hverjum hún felur stjórnarmyndun. SÍÐUSTU FRÉTTIR af kosninga- tölum voru á þann veg, að ihalds- flokkurinn hafði hlotið 38.3%, Verkamannaflokkurinn 37.5% og Frjálslyndir 19.3%. Samkvæmt þvi hlýtur ihaldsflokkurinn 3-4 þingmörinum fleiri en Verka- mannaflokkurinn. Enn bræla á loðnumiðum —hs—Rvik. Ennþá var bræla á loðnumiðunum i gær, og tilkynntu aðeins ellefu skip um afla frá miðnætti fram til kl. 19 í gær. Ileildaraflinn er nú orðinn um 345 þúsund lestir, og víðast hvar er nægilegt geymslurými fyrir loðn- una. Frá kl. 18 i fyrradag til miðnættis tilkynntu pessi skip um afla: Skagaröst 60, Óli i Tóftum 80, Þorsteinn 70, Hamravik 100, Faxaborg 130, Keflvikingur 100, Náttfari 180, Sæunn 50, Faxaborg 130, Þorbjörn II 70j Banaslys á Reykja- nesbraut Klp—Reykjavik. Dauðaslys varð á Iteykjanesbraut skammt frá slökkvistöðinni við öskjuhlið i fyrrakvöld. Þar varð 63 ára göm- ul kona, Guðrún Jakobsdóttir, til heimilis að Hliðarbraut 1 i llafnarfirði, fyrir bifreið og beið hana. Guðrún var á leið yfir Reykja- nesbrautina, en bifreiðin ók suður götuna. ökumaður hennar sagð- ist hafa mætt annarri bifreið skömmu áður en hann sá konuna •framundan bilnum. Hann hafi reynt að hemla og beygja frá, en konan hafi verið það nálægt biln- um, að það hafi ekki tekizt. Hún var flutt á Slysavarðstof- una, en þegar þangað kom, var hún látin. Sigurbjörg 65, Höfrungur II 140, Grimseyingur 100, Þórkatla II 60, Helga RE 100. Frá miðnætti fram til kl. 19 i gær tilkynntu þessi skip um afla: Sigurvon 8, Isleifur IV 40, Loftur Baldvinsson 450, Hrafn Sveinbjarnarson 250, Bjarni Ólafsson 80, Viðir AK 60, Vörður 200, Gullberg 130, Kristbjörg II 150, Asgeir 300, Grindvikingur 250. Fer með Natalia Solsjenitsyn, eiginkona Alexanders Solsjenitsyns, hélt nýlega blaðamannafund á heimili sinu i Moskvu. Þar upplýsti hún, að hún færi væntanlega til Vestur- Evrópu i næstu eða þar næstu viku. Ekki kvaðst hún vita, til hvaða lands hún færi, þar sem eigin- maður hennar væri enn óráðinn i, hvar hann ætlaði að setjast að. Natalia Solsjenitsyn tjáði blaðamönnum, að yfirvöld i Moskvú hefðu heimilað sér að taka með sér til Vesturlanda öll handrit eiginmanns sins, svo og bókasafn hans. Tveir synir þeirra hjóna, svo og tveir synir frúarinnar frá fyrra hjónabandi, munu fylgja móður sinni. Einnig verður móðir Nataliu með i förinni. handritin og bókasafnið Fundurformanna búnaðarsambanda FORMENN allra búnaöarsam- banda á landinu héldu með sér fund í Reykjavik dagana 27. og 28. febrúar. Er þetta i fyrsta sinn, sem formennirnir halda sam- eiginlegan fund. Formennirnir báru saman starfsemi búnaðar- og ræktunar- sambandanna og ræddu á við og dreif um sameiginleg hagsmuna- mál. Gert er ráð fyrir að halda slika fundi eftirleiðis aö minnsta kosti annað hvert ár. Búnaðarsam- böndin eru 15 talsins. Loðnuvertiðin er ein óslitin veizla fyrir máva og aöra fugla, sem halda sig við veiðiskipin og vinnslu stöðvarnar. — Timamynd: Gunnar. 35 aura lækkun — á loðnu til bræðslu -hs-Rvik. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsráðuneytisins ákvað á fundi I fyrrinótt að lækka verð á loðnu til bræðslu sem nemur 35 aurum fyrir hvert timabil. Fram til 10. marz átti verðið að vera kr. 3.35 fyrir hvert kg, en hefur nú verið lækkað I 3 krónur. Samtök mjölframleiðenda sögðu verðinu upp miðað við 1. marz, en lækkunin var ákveðin af odda- manniog fulltrúum seljenda, þ.e. sjómanna og útgerðarmanna, gegn atkvæðum fulltrúa kaup- cnda, 1 fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði, dagsettri i gær, segir: „Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi i nótt eftirfarandi lágmarksverð á loðnu tii bræðslu eftirgreind timabil á loðnuvertið 1974: Frá 1. marz til 10. marz, hvert kg kr. 3,00 (áður 3,35) 'Frá 11. marz til 31. marz, hvert kg kr. 2,60 (áður 2.95) Frá 1. april til 15. mai, hvert kg kr. 2,30 (áður 2,65) Verðið er miðað við loðnuna komna á flutningstæki við hlið veiðiskips eða iöndunartæki verk- smiðju. Lágmarksverð hvers timabils gildir um það loðnumagn, sem komið er i skip að löndunar- bryggju fyrir kl. 24.00 siðasta dag hvers verðtimabils. Auk framangreinds verðs greiði kaupendur kr. 0,20 fyrir hvert kg i loðnuflutningasjóð, sbr. lög frá 27. desember 1973 um löndun loðnu i bræðslu. Verð þetta var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda i nefndinni gego atkvæðum full- trúa kaupenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri, sem var oddamaður nefndarinn- ar, Kristján Ragnarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu loðnuseljenda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnús- son af háli'u loðnukaupenda. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ennfremur ákveðið, að lág- marksverð á ferskri loðnu til skepnufóðurs frá 1. marz til 15. mai 1974 skuli vera kr. 4.30 hvert kg- • Verðið er miðað við loðnuna upp til hópa, komna á flutnings- tæki við hlið veiðiskips. Sam starfs menn Nixons fyrir rétt NTB—Washington. Þrir af fyrrverandi samstarfsmönn- um Nixons forseta hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild i Watergatemálinu. Það eru þeir John Mitchell, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, Bob Haldemann, yfirmaður starfs- mannahalds Hvita hússins, og John Ehrlichmann fyrrver- andi ráðgjafi forsetans i innanrlkismálum. Fjórir aðrir menn, sem voru annað hvort i starfsliði Nixons eða gengdu embættum i kosningabandalagi Nixons, hafa einnig verið ákærðir. JohnSirica dómari tilkynnti að réttarhöldin hæfust 9. marz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.