Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 12. marz 1974. Þriðjudagur 12. marz 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-lS. febr.) Það eru einhverjar breytingar að gerast i hvers- dagslifinu hjá þér. Það er ekki vist, að það verði með skjótum hætti, heldur getur það allt eins verið hægt og sigandi, svo að þér er vissara að hafa augun vandlega hjá þér. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú verður að gera þér ljóst, hvað það er, sem liggur að baki hlutunum, og þú verður að vera viðbúin að játa ýmislegt fyrir sjálfum þér, enda þótt þér kunni að vera það þvert um geð. Sjálfs- -blekkingin er verst af öllu. Hrúturinn. (21. marz-19. apríl) Það litur út fyrir, að það sé ekki sem rólegast heima fyrir um þessar mundir, og ef þú mögulega getur, skaltu reyna að koma hlutun- um i lag, ekki með þvi að kveða þá niður, heldur rólega. Svaraðu mikilvægu bréfi i dag. Nautið: (20. apriI-20. mai) Þetta er svolitið furðulegur dagur fyrir nautin, og merkilegri en þau i fljótu bragði kann að óra fyrir. En það litur út fyrir, að þeim sé óhætt að leggja talsvert undir f dag, vinningurinn er þeirra! Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) A form þin eru góð og allt það, en þú hefur ekki fundið mikinn hljómgrunn fyrr en i dag, að einhver eldri fjölskyldumeðlimur tekur óvænt undir við þig og býður fram aðstoð sina til þess að þau megi ná fram að ganga. Krabbinn: (21. júni-22. júli) 1 ástamálunum er nú um að ræða heldur svona óvisst timabil, og það er hætt við þvi, að það hafi áhrif á tilveru þina þessa dagana, sérstaklega þó i dag, og þvi ástæða til að vara þig eindregið við að hafazt nokkuð að. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þar sem þú ert ekki nógu gætinn i viðræðum þin- um við annað fólk, er hætt við, að þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum i dag. Það er alls ekki sama, hverjum maður sýnir trúnað, og maður fær að kenna á þvi. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þetta er mesti rólegheitadagur, einn af þessum sviplausu, sem hefur afskaplega litið að segja, og er afskaplega óheppilegur til þess að hefjast handa um einhver stórvirki, af þvi að þau heppnast sjaldan i svona tilfelli. Vogin: (23. sept-22. oktj Þetta eru nokkuð erfiðir timar, en skemmtilegir, sem nú fara I hönd. og það er enginn vafi á þvi, að ef þú tekur timann snemma, uppskerð þú þin laun, og þaðrikulega. Þú veizt, hvað það er, sem þú hefur fyrir stafni. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það eru miklir möguleikar, sem blasa við þér núna, og i dag er einmitt réttidagurinn til að velja úr og hefjast handa. Þetta er ekki aðeins á atvinnusvipinu, heldur lika i einkalifi og á tilfinningasviðinu. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það er rétt eins og einhver óvissa riki i sambandinu milli þin og félaga þins, eða einhvers nákomins. Þú skalt samt láta sem ekkert sé og láta sjá til. Það er aldrei að vita, nema hér sé um einskisverða hluti að ræða. Steingeitin: (22. des-19. jan). Þér finnst þú þessa stundina vera undirlagður öllum heimsins plágum, en taktu það ekki nærri þér, illt gengur yfir, og þetta er ekkert nema flensa og imyndun á hinn bóginn. I alvöru talað: hertu upp hugann! Ford Bronco — VW-sendibílar Land-Rover — VW-fólksbílar EKILL BRAUTARHOLTI 4 Bíla eigan Simar 2-83-40 og 3-71-99 ImÍiiÍI.JIeÍiI,. Litil bót að vindrafstöðvum Helgi Ólafsson, rafvirkja- meistari á Hvammstanga, hringdi á blaðið tii þess að vekja athygli á þvi, að hugmynd Ás- bergs Sigurðss. á Alþingi um vindrafstöðvar með viðtengdum rafgeymum til lausnar á raf- orkuvandamálum afskekktra sveitabæja væri tæpast á nægri þekkingu reist. Þingmaðurinn talaði um, að hafa rafgeyma, sem nægðu, þótt logn væri i þrjá sólarhringa. — Ef miðað er við átta kólóvatta hitun, sagði Helgi, og logn i þrjá daga, þá þarf 2620 amperstunda geyma — það er að segja fjögur hundruð rafgeyma tólf volta. Þessir geymar kosta rösklega 2,8 milljónir króna. Þar að auki hafa ekki enn verið fundir upp riðstraums-rafgeymar, en allt okkar tækjakerfi er miðað við slikan rafstraum. Húsnæðismólastofnun ríkisins: AAEIRI LANVEITINGAR EN NOKKRU SINNI FYRR STARFSEMI Ilúsnæðismála- stofnunar rikisins varð meiri að vöxtum á árinu 1973 en nokkurn tima áður. Lánveitingar liennar námu hærri fjárhæð samtals en nokkru sinni fyrr, til smiði og/eða kaupa á fleiri ibúðum en áður hefur verið. Einnig var áfram unnið með margvislegum öðrum hætti að framförum i húsnæðismáium þjóðarinnar. Veitt lánsfé stofnunarinnar á árinu nam samtals 1394.2 millj. kr., til greiðslu komu 1401.44 millj. kr. og eru þar innifaldar eftirstöðvar fyrri ára. Til saman- burðar má geta þess, að á árinu 1972 nam veitt lánsfé 1183.8 millj. kr., á árinu 1971 nam veitt lánsfé 972.4 millj. kr. til smiði og/eða kaupa á 1604 ibúðum og á árinu 1970 nam veitt lánsfé úr Bygging- arsjóði rikisins 570.8 millj. kr. til smiði 1106 ibúða. Á árinu 1973 voru veitt ibúðar- lán að fjárhæð 1302.46 millj. kr. úr Byggingasjóði rikisins og af hinu sérstaka framlagi rikissjóðs, til smiði og/eða kaupa á 2512 Ibúðum. Af þessu fé og ógreiddum lánveitingum frá fyrri árum komu 1331.24 millj. kr. til útborg- unar á árinu 1973. Láns- fjármagnið skiptist þannig: E-lán, til smiði nýrra Ibúða, voru veitt til smiði 2208 ibúða og námu samtals 1245.26 millj. kr. G-lán, veitt til kaupa á eldri ibúðum, námu samtals 56.95 millj. kr. veitt til kaupa á 303 Ibúðum. Þar til viðbótar komu til greiðslu á árinu G-lán samtals að fjárhæð 21.15 millj. kr., er veitt voru á árinu 1972, og nemur þvi heildargreiðsla G-lána á árinu 1973 78.1 millj. kr. C-lán, veitt af hinu sérstaka framlagi rikissjóðs til smiði Ibúða i stað heilsuspillandi húsnæðis, sem lagt er niður, nam 0.25 millj. kr. Lánið var veitt einu sveitar- félagi til smiði einnar ibúðar. Samtals námu þessar lánveit- ingar 1324.04 millj. kr. Samtals námu þessar lánveit- ingar 1324.04 millj. kr. Auk þess voru á árinu 15 fram- kvæmdaaðilum i byggingar- iðnaðinum veitt framkvæmdaián (rekstrarián) úr Byggingasjóði rikisins til smiði 603 ibúða og námu þau samtals 202.36 millj. kr. Á árinu 1973 var slikum lánum að fjárhæð kr. 224.97 millj. kr. breytt i föst lán (E-lán) og er hér aðallega um framkvæmdalán frá fyrri árum að ræða. Lán þessi eru sem kunnugt er veitt með þeim skilyrðum, að ibúðirnar séu seldar fullgerðar á verði, sem húsnæðismálastjórn samþykkir. Byggingasjóður verkamanna greiddi á árinu 1973 lán samtals að fjárhæð 69.95 millj. kr. til smiði 159 Ibúða i verkamannabústöðum á 13 stöðum i landinu. Á árinu hóf- ust framkvæmdir við smiði 60 Ibúða i 5 byggðarlögum I landinu. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1972 hófust framkvæmdir við smiði 85 ibúða á Bifreiðar- stjóri og vanur tækjamaður (fjöl- skyldumaður) óskar eftir at- vinnu og húsnæði úti á landi. Skriflegar upplýsingar sendist blaðinu sem fyrst, merkt Framtið 1693. 7 stöðum i landinu, á árinu 1971 hófust framkvæmdir við smiði 18 ibúða á 2 stöðum. Á siðasta ári lauk formlega smiði 12 ibúða i 1. byggðarlagi i landinu, en mun fleiri Ibúðir voru teknar I notkun. A árinu 1973 komu til afhendingar 250 nýjar 2ja og 3ja herbergja ibúðir úr IV. og V. áfanga Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar. Auk þess var ráðstafað nokkrum eldri FB- ibúðum, sem komu til endursölu. Stefnt mun að þvi, að ljúka á þessu ári og fyrri hluta hins næsta byggingu 314 ibúða og er þá byggingaráætlun þessari lokið. Teiknistofa stofnunarinnar seldi á árinu 1973 teikningar af samtals 490 Ibúðúm og er það meiri fjöldi en nokkru sinni áður. Þá vann stofnunin einnig áfram að margvislegum öðrum verkefn- um til eflingar framförum i byggingaiðnaðinum og hefur þeirra flestra verið getið i almennum fréttum á árinu. Skylt er að taka fram, að eigi hefði tekizt jafnvel til og raun ber vitni um lánveitingar úr Byggingasjóði rikisins á árinu 1973 ef eigi hefði komið til sérstök og mikilvæg fyrirgreiðsla Seðla- banka Islands fyrir tilstilli félagsmálaráðherra. Var þar um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem aðeins stendur skamman tima. I þvi sambandi má það koma fram, að fjárhagur Bygg- ingasjóðs rikisins verður mjög þröngur á þessu ári ef ekki kemur til stórfelld langtima-lausn til eflingar hag hans. AA/S Baldur fer frá Reykjavík fimmtu- daginn 14. þ.m. til Snæfells- ness-og Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka miðvikudag og fimmtudag. (Lc. , Samband eggja- ] framleiðenda J Heildsöluverð á eggjum er kr. \Jy / 250,00 kg. Heildsöluverð á ,,hænsnakjöti” kr. 210.00 kg. Heildsöluverð á „Kjúklingum kr. 340,00 kg. Stjórnin Félag þingeyskra kvenna i Reykjavik og nágrenni heldur kaffifund sunnudaginn 17. marz kl. 2 i Átthagasal Hótel Sögu. Allar Þingeyskar konur velkomnar. Stjórnin. Ungling vantar á sveitaheimili um lengri eða skemmri tima. Upplýsingar um simstöðina i Reykholti Lögmenn Athugið að sækja aðgöngumiða fyrir yður og gesti yðar að árshófi Lögmannafélags islands, sem haldið verður laugardags- kvöldið 30. marz n.k., til skrifstofu félags- ins i siðasta lagi fimmtudaginn 21. marz. Lögmannafélag íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.