Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 12. marz: 1974. TÍMINN 21 Halldór Kristjónsson Um listamannalaun SVO SEM stundum áður hefur úthlutun listamannalauna vakiö nukkurt umtal. Um það er i sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja, og ekki væri það skemmtilegt fyrir ncfndarmenn ef svo mikið tómiæti rikti um þessa hluti að aldrei þætti ómaksins vert að eyða orðum að þeim. Hér vil ég i stuttu máli draga fram nokkur atriði, sem mér finnst rétt sé að hafa i huga i sambandi við siðustu úthlutun og tilhögun þessara mála framvegis. Sigurður A. Magnússon hélt þvi fram i útvarpinu, að úthlutunar- nefnd skiptist i meirihluta og minnihluta. Meirihlutann skipuðu fjórir fhaldssamir menn. i minni- hlutanum væru 3 menn, væntan- lega frjálslyndir eða róttækir, nema hvort tveggja sé. Nú mun ég ekki þrefa við Sigurð um það, hverjir séu ihaldssamir og hverjir frjáls- lyndir. Hitt kannast ég ekki viö, að i nefndinni sé fastur meirihluti og minnihluti. Nokkrir menn voru i þetta sinn samþykktir i úthlut- un með 4 atkv. Það er mjög sitt á hvað, hverjir áttu þau 4 atkvæði. Nokkrir menn hlutu að þessu sinni 3 atkvæði og komust ekki i úthlutun. Það voru heldur ekki alltaf sömu mennirnir, sem áttu þau atkvæði. Þetta liggur Ijóst fyrir og ætti að vera vitan- legt öllum þeim, sem fylgzt hafa með talningunni og séð atkvæða- seðlana. Sist af öllu átti ég von á þvi, að við Andrés Kristjánsson yrðum taldir fastir og ákveðnir and- stæðingar i þessu úthlutunar- starfi. Auðvitað er Sigurði A. Magnússyni frjálst að trúa þvi. Annað mál er það, að þegar Andrés hefur sagt honum, að enginn samstæður meirihluti eða minnihluti væri til i nefndinni, þykir mér það nokkur óbilgirni að klippa það bara úr bandinu og láta eins og það hafi aldrei verið sagt. Það er ekki i fullusamræmi við hugmyndir minar um heiðar- legan málflutning. En auðvitað er Sigurði A. Magnússyni frjálst að hafa eigin hugmyndir um heiðar- leika i málflutningi eins og annað. Það er talað um að ekki sé ljóst fyrir hvað eða til hvers þessu fé sé úthlutað. Það er satt, að ekki eru tilnein ákveðin lagafyrirmæli um það. Það er einungis talað um listamannalaun eða laun til lista- manna. Þó að lögin geri ráð fyrir þvi, að ýmsir þeirra, sem lista- mannalaun fái, séu félagsbundnir i aðildarfélögum Bandalags islenzkra listamanna, segja þau hvergi, að fólk utan þeirra skuli ekki koma til greina, enda dæmi þess að viðurkenndir snillingar séu utan þeirra félaga. Hins vegar held ég, að hver sá, sem les fyrirmæli um þessa úthlutun með sæmilegri stillingu, skiljí, að ekki á að veita þetta fé fyrir frænd- semi eða pólitiska fylgd við ein- hvern eða einhverja. Það eru þvi svivirðilegar aðdróttanir og æru- meiðingar þegar sliku er dróttað að nefndinni. Ég ræði ekki þær sakargiftir að sinni, en ef menn taka það sem spámannlega vandlætingu er sjálfgert að þeir dást að vandlætaranum, svo sem hann hefur verðleika til. En hvað felst i þeim ádeilum, að meirihluti nefndar sé ihalds- samur? Er það ekki ásökun um að mismuna eftir skoðunum? Er það ekki fullyrðing um að menn séu flokkaðir eftir viðhorfum og skoðunum? Liggur það ekki eitt- hvað nærri kröfu um það, að betur sé gert við menn með vissar skoöanir? Fer það ekki að nálgast kröfu um að metið sé eftir þvi hverju og hverjum lista- maðurinn veitir pólitiska fylgd? Eins og sakir standa berst rit- ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR 0 AUGLÝSINGU I TÍMANUMI höfundum árlega fjárhagslegur stuðningur af almannafé eftir 6 leiðum. Hér á ég við úthlutun listamannalauna, ferðastyrki menntamálaráðs, veitingu úr rit- höfundasjóði útvarpsins og rit- höfundasjóði íslands, úthlutun starfslauna og viðbótarritlaun. Nú veit ég að visu, að ýmsir lita svo á, að sumt af þessu sé fé, sem rithöfundar eigi sjálfir. Allt byggist þó á innheimtu lögum samkvæmt. Viðbótarritlaunin eru beinlinis fengin með fjárveitingu á fjárlögum og formaður þeirra, sem deildi þeim út, hefur sagt, að ráðstöfun þeirra eigi að byggjast á listrænu mati. Þvi gat enginn sagt um það fyrirfram, hvaða rit- höfundar ættu þetta, hafi það verið þeirra eign. Hafi hér verið um eignarrétt að ræða, skil ég ekki annað en Sverrir Kristjáns- son hafi átt sinn hlut á móti Tómasi Guðmundssyni fyrir bók eða bækur, sem þeir skrifuðu i félagi. Það kemurekkert þvi máli við, þó að Tómas verðskuldi sem ljóðskáld sitt hefðarsæti i heiðurslaunaflokki Alþingis. þar sem viðbótarritlaunin ná ekki til ljóðabóka hans. Ég held það væri mjög til at- hugunar hvort ekki mætti sam- ræma betur opinberan stuðning við listamenn. Mér finnst ekki ástæða til að gera veður út af þvi, þó að gengið sé framhjá I út- hlutunarnefnd þeim, sem eru á árslaunum vegna listar sinnar — hafa 12 mánaða starfslaun. Guðbergur Bergsson hefur verið nefndur i sambandi við þessa úthlutun og þykir sárt leikinn. Mér er engin launung á þvi, að i þetta sinn greiddi ég ekki atkvæði neinum þeirra 9 rit- höfunda, sem voru i lægri flokki i fyrra og hlutu viðbótarritlaun fyrir jólin. Þrir af þeim eru samt með I úthlutun að þessu sinni, þrátt fyrir þann ihaldssama meirihluta, sem ég á að mynda. Meðal þessara 9 höfunda, eru menn, sem ég hef mætur á og hef jafnan staðiðmeðtil þessa. En ég skammast min alls ekki fyrir það að hafa átt hlut að þvi, að þeir Birgir Sigurðsson og Oddur Björnsson ía sin 60 þúsund hvor, þó að segja megi að annar hvor þeirra taki sæti Guðbergs Bergs- sonar. Hann hefur hlotið sin 220 þúsund af almannafé. En það er önnur hlið á þessu máli. Hún er sú hverjir fá þann sóma að komast á blað hjá út- hlutunarnefndinni. Ilvers virði er listamanninum kvartmilljón ef hann nýtur ekki þess sóma? Hér er komið að viðkvæmu máli. Reyndar hélt ég að flestir vissu aö það er hæpið að gera ráð fyrir þvi að mönnum sé yfirleitt sýndur sómi i réttu hlutfalli við verð- leika. Æskilegt væri það nú samt. Ég þykist hafa orðið þess var, aö sumum finnst miklu minna vert um þann sóma, aö komast i út- hlutun eitt árið, heldur en þá svivirðingu, sem þeir telja sér gerða með þvi að fá ekki að halda sætinu áfram. Þetta vfðhorf gerir nefndarstörfin litið skemmtileg. Og það mun líka vera til, að mönnum þyki að visu gott að komast i úthlutun, en énginn sómi að þvi samneyti, sem er þar á blaði. Auðvitað eiga listamanna- launin að vera viðurkenning fyrir störf, en þó munu allir telja æski- legt að þau geti jafnframt verið hvatning og örvun til meiri starfa. Stundum verða þau þó nánast viðbótarellilifeyrir. og á það ekki sizt við um heiðurslaun Alþingis. Viöurkenningin er veitt i þessu formi til þess að menn eigi léttara með að vinna að list sinni, þurfi ekki eins að verða sér úti um óskyld aukastörf, geti keypt sér bækur, létt af sér fjár- hagslegum áhyggjum að ein- hverju leyti o.s.frv. Mér finnst að ég hafi jafnan veri einna tregastur manna i minni nefnd að samþykkja fjölgun manna i hærri flokki. Mér finnst ekki neitt rökrétt samhengi i þvi að fjölga þvi si og æ. en nota svo næsta tækifæri til að kjökra framan i fréttamenn yfir þvi að alltof margir ungir og efnilegir menn hafi orðið úti að þessu sinni. 1 upphafi skyldi endinn skoða. Ég veit að það er margt i siðustu úthlutun, sem orkar tvi- mælis eins og jafnan vill verða. Sumt er þar, sem mér þykir ekki gott, en auðvitað verð ég að gera mér að góðu að vera minnihluta- maður öðru hvoru eins og aðrir. Það er eflaust margt aö varast i þessu sambandi, en fyrst og fremst þó einsýni og ofstæki. Þeir, sem hafa bæði augun á sömu hliðinni, ættu ekki að ráða þessum málum einir. Leikrit Harold Pinters, Liðin tlð, verður sýnt i 10. skipti I kjallaraleikhúsi Þjóðleikhússins þriðjudaginn 12. marz. Sýning þessi hlaut mjög lofsamlega dóma og þykir á allan hátt hin athyglisverðasta. Þetta er I fyrsta skipti, sem Þjóðleikhúsið hefur leikstarfsemi á kjallarasviðinu, og virðist þaö gefa góða raun, þegar um er aö ræða fámennar sýningar með litlum sviðsútbúnaði. Leikendur I Liðinni tíð eru: Erlingur Gisiason, Þóra Friðriksdóttir og Kristbjörg Kjeld. Vcrksmiðju Höfum opnað útsölu á lítið gölluðum vörum frá verksmiðjum okkar AÐ SNORRABRAUT 56 — REYKJAVÍK Selt verður: Prjónagarn — Gluggatjaldaefni — Áklæði — Teryleneefni — Tweedefni — Ullarteppi — Svefnpokar — Gallabuxur — Peysur — Ulpur — Frakkar — Herraskór — Kvenskór — Unglingaskór — Inniskór — Safariskór — Knattspyrnuskór og margt fleira EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GÆÐAVERDI Verksmiðjurnar GEFJUN — HEKLA — IÐUNN Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.