Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 20
► fyrirgóöan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Síldveiðar á Norðaustur-Atlantshafi: SUNDURLEIT SJÓNARMIÐ Slasaðist lífshættulega í órekstri NTB-London. Fulltrúar frá Svi- þjóö Noregi, Damnörku og ís- landi hófu viðræður i London i gær um sildveiðar i Norðaustur- Atlantshafi. Þetta er seinasta til- raun þessara landa til að sam- ræma stefnu sína i fiskveiðum i Norðaustur-Atlantshafi. islendingar áttu sjö fulltrúa frá ráðstefnunni. t gær bar mikið á milli á fundinum og fulltrúar hvers lands fyrir sig héldu fram hlut sins lands. tslendingar lögðu áherzlu á að veiöar yrðu miðaðar við undanfarin 3-4 ár, en ekki undanfarin 10 ár. Hinar óopinberu viðræður milli Norðurlandanna hófust rétt eftir setningu opinbers fundar Norð- austur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni, sem 14 lönd taka þátt i. Nefndin mun marka stefnu i sild- veiðum á Norðaustur-Atlantshafi næstu fjögur árin. Sigurbjörn Einarsson biskup. Biskup í boðsför til Kílar Klp-Itcykjavfk. Mjög harður árekstur varð á mótum Strand- götu og Lækjargötu í Hafnarfirði snemma i gærmorgun. Þar var stórri bifreið ekið inn í hliðina á litlum fólksbil með þeim afleiðingum, að ökumaður litlu bifreiðarinnar, miðaldra maður, siasaðist mikið. Maðurinn var fluttur i sjúkra- hús, þar sem gerður var á honum höfuðskurður. Hann var þungt haldinn i gærkvöldi og ekki talinn úr lifshættu. Gsal-Reykjavik — Sigurbirni Einarssyni biskupi hefur verið boðið á kirkjuviku i Kíl. Hann mun halda tvo fyrirlestra i Kil um kirkju og kirkjulif á tsiandi. bað eru háttsettir kirkjunnar menn i Kil, sem standa fyrir boð- inu, en auk fyrirlestranna i Kil mun biskup flytja kirkjulegt erindi i borginni Ratzburg n.k. sunnudagskvöld. — Mér berast mörg boð frá Þýzkalandi, sagði biskup, en ég kemst ekki frá þvi, sem hvilir á mér hér heima. Ég ákvað að taka þessu boði fyrir ári, gat ekki leng- ur neitað. Sagði biskup, að hann vissi ekki, hvort fleiri biskupum hefði verið boðið, þvi hann hefði ekki undir höndum dagskrá kirkjuvik- unnar. — En þeir i Kil hafa alltaf mikið samband við Norðurlöndin, og mér kæmi ekki á óvart, þótt ein- hverjir kæmu þaðan, sagði biskup. NÝR HREYFILL KOSTAR 35 MILLJÓNIR Áætlað er að nýr hreyfill i Loft- leiðaþotuna, sem kviknaði i rétt eftir flugtak af Keflavikurflug- velli fyrir nokkru, kosti 35 milljónir króna. Þotunni verður brátt flogið til Bandarikjanna á þrem hreyflum, en sá sem kviknaði i er gjörónýtur, og verður skipt um hreyfil þar. Loðnuleit: Aðeins lítilfjör- legar dreifar — VIÐ höfum lcitað þó nokkuð mikið hér út af Suðausturland- inu, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, sem staddur er um borð i Arna Friðrikssyni i gær. En loönu höfum við enga fundið, nema smávegis á sunnu- dagskvöldið, og mánudagsnóttina út af Skarðsfjöruvita og Stokksnesi. Ekki var hugsanlegt að veiða þessa ioðnu, og það eitt gæti glætt vonir okkar, að hún var nýgengin. Viðgerð á Vigra tekur hálft ár Skuttogarinn VIGRI : er nú I býzkalandi til viðgerðar og lýkur henni ekki fyrr en i águstmánuði. Gir I vél togarans biiaði og verður að handsmiða allt verk- færið og tekur viðgerðin þvi svo langan tima.eða um sex mánuði. Tryggingarfélag útgerðarinnar greiðir kostnað af viðgerðinni en sjálfir verða eigendurnir að bera tjónið vegna veiðitapsins, en það nemur um 10 millj. kr. á mánuði. Það er útgerðarfélagið ögur- vik, sem gerir Vigra út, en tog- arinn er smiðaður i Póllandi. tslenzki dansflokkurinn fékk góða heimsókn i gær, þegar Heigi Tómasson, nýsieginn riddari af fálkaorðunni, Icit inn á æfingu hjá flokknum I Þjóðleikhúsinu og ræddi við dansarana og miðlaöi þeim af reynslu sinni. 1 islenzka dansflokknum eru tiu stúlkur undir stjórn Alans Carters. Flokkurinn hefur get- ið sér góðan orðstir og verið vel fagnað á sýningum. Það er annars af Helga að segja, að hann mun á förum til Parisar, þar sem hann dvelst nokkra daga i frii ásamt konu sinni og nokkrum hinna er- lendu dansara, sem að undan- förnu hafa glatt okkur með list sinni. Sýningar flokksins i Þjóð- leikhúsinu voru sex talsins, og var ætið hver miði uppseldur. Alls hafa þvi um 4000 manns séð ballettinn, þvi að megin- salur Þjóðleikhússins tekur 661 i sæti. Islendingar yfir 213 þúsund Karlar fleiri en konur, en þær lifa lengur Oó-Reyk javlk. Samkvæmt þjóðskráinni töldust íslendingar vera 1. des s.l. 213.070. Karlar Fékk 4,4 milljónir í Happdrætti hdskólans! — 40 dr síðan fyrst var dregið í happdrættinu Mánudaginn II. marz 1974 var dregiö I 3. flokki llappdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 3,900 vinningar að fjárhæð þrjátlu og fimm milljónir króna. Með þessum drætti eru liðin 40 ár síð- an fyrst var dregið i Happdrætt- inu. Hæsti vinningurinn, fjórir milljón króna vinningar, kom á númer 4867. Voru allir miðarnir seldir i umboði Frimanns Frl- mannssonar i Hafnarhúsinu. Eig- andi þessa vinningsnúmers átti röð af fernum, svo hann fær einn- ig alla aukavinningana til viðbót- ar við fjóra milljón króna vinn- ingana. Fær hann samtals fórar milijónir og fjögur hundruð þús- und krónur, skattfrjálsa peninga. 500,000 krónur komu á númer 2355. Voru allir fjórir miðarnir af þessu númeri seldir i AÐAL- UMBOÐINU i Tjarnargötu 4. 200,000 krónur komu á númer 36066. Umboðið i Keflavik seldi alla fjóra miðana af þessu númeri. 50,000 krónur: 1162 2385 2594 4866 4868 6976 14620 16408 16702 16841 23715 25976 28250 33948 36052 387 39009 54197 55708 58508 58624 59737. (Birtán ábyrgðar.) voru 107.66 og konur 105.404. Eru karlar þvi 2.262 fleiri en konur, en konur eru langlifari, og voru þær 9.148 67 ára og eldri en karlar 7.601 67 ára og eídri. 1 öllum aldursflokkum eru karl- ar fleiri en konur. Drengir 0 til 6 ára eru 14.781. Stúlkur á þeim aldri eru 14.028. 7 til 14 ára dreng- ir eru 18.726, en stúlkur 17.884. 15 ára piltar eru 2.246, en stúlkur á sama aldri 2.190. Piltar 16. til 18 ára eru 6.778, en stúlkur 6.430. Karlar á aldrinum 19 til 66 ára eru 57.534 en konur 55.714. Hinn 1. des. 1973 skiptist mannfjöldinn þannig eftir lands- hlutum, að i Reykjavík bjuggu 84.299, i Kópavogi og á Sel- tjarnarnesi 14.035, á Reykjanes- svæði 27.936, á Vesturlandi 13.590, á Vestfjörðum 9.927, á Norður- landi vestra 10.002, á Norðurlandi eystra 23.121, á Austurlandi 11.728, á Suðurlandi 18.377. Einstaklingar, sem ekki voru staðsettir i ákveðnu sveitarfélagi 1. des. voru 59 talsins. Tala fjölskyldukjarna var 47.949, en skilgreiningin er þannig, samkvæmt þjóðskránni: „1 fjölskyldukjarna eru barn- laus hjón (eða barnlaus maður og kona i óvigðri sambúð) og for- eldrar eða foreldri með börn (eða fósturbörn) yngri en 16 ára. Börn 16 ára og eldri hjá foreldrum eða foreldri eru ekki talin til fjölskyldukjarna þótt þau búi hjá foreldrum eða foreldri, og fjöl- skylda, sem t.d. samanstendur af móður og syni eldri en 15 ára, er ekki fjölskyldukjarni, heldur er þar um að ræða 2 „einhleypinga”. Þetta fjölskylduhugtak er þröngt og ekki i samræmi við það, sem venjulega felst i orðinu i daglegu tali og t.d. i manntalsskýrslum, en i þjóðskránni er ekki aðrar fjölskylduupplýsingar að fá en hér eru birtar. Er svo vegna þess, Framhald á 17. siðu. Vatnið er klórað — en væri að öðrum kosti gallað og ónothæft við fiskvinnslu -hs-Rvik. i frétt á baksiðu blaðsins á sunnudaginn var sagt frá þvi i fyrirsögn og grein, að 42% vatns til frysti- húsa landsins væri ónothæft vegna gerla. Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en það kom hins vegar ekki fram I viðtalinu við Sturlaug Daðason deildarverk- fræðing, að allt þetta vatn er klóraö, og þannig gerileytt. Viljum við hér með koma þvi á framfæri og leiðrétta þann leiða misskilning, sem orðið hefur vart. Það gefur auga leið, að sérfræðingar okkar um þessi mál myndu ekki láta við- gangast, að vatnið, sem not- að er við vinnslu okkar mikilvægustu útflutnings- afurða, væri ónothæft, þegar kröfurnar og samkeppnin er eins hörð og raun er á. Er þessu hér með komið á fram- færi og viðkomandi aðilar beðnir velviröingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.