Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. marz 1974. TÍMINN 3 GIRÐINGIN UM MINKA- BÚIÐ HEFUR TVfFOKIÐ GIRÐINGIN utan um minka- búift að ósi i Skilmannahreppi hefur legfA niðri að verulegu leyti i þrjár vikur. Forsaga þess cr sú, að hún fauk i septemberrokinu mikla siðast liðið haust, en var þá endur- rcist til bráðabirgða. i hvass- viðri, sem gerði seint i febrúarmánuði, lagðist hún af að nýju. Minkaskálarnir, sem eru tveir, eru þvi alveg óvarðir, ef minkar slyppu út úr þeim, en inni i skálunum eru þeir að sjálfsögðu i búrum. — Girðingin utan um skál- ana á að sjálfsögðu að vera minkheld, sagði Viðar Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Akranesi Ifún var eitthvað á annan metra á hæð, og neðst er þéttriðið virnet, en ofan við það járnptötur, á að gizka sjö- tiu sentimetrar á hæð. Þessar plötur taka mikið á sig i roki, og þess vegna hafa sjálfir girðingarstaurarnir brotnað. Annars heyrir þetta mál ekki undir okkur hér á Akranesi, þvi að Ós er utan kaupstaðar- markanna, og þaö kemur væntanlega i hlut sýslumanns- embættisins i Borgarnesi að sjá um. að girðingin verði reist enn á ný og gerð mink- held. Sarrríð við yfirmenn — og aðeins stendur á gildistímanum hjá undirmönnum Róbert Abraham Ottósson. Róbert Abraham látinn RÓBERT ABRAHAM Ottósson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, lézt i Lundi í Sviþjóð aðfaranótt sunnudagsins. Hann var á fyrir- lestraferð i Sviþjóð. Róbert Abraham var sextíu og eins árs að aldri, og kom hingað til lands árið 1935. Framan af ár- um dvaldist hann á Akureyri, en i Reykjavik átti hann heima siðan árið 1940. Embætti söngmála- stjóra gegndi hann siðan 1961. Hann var hámenntaður tónlistar- maður, og liggur eftir hann mikið starf á þvi sviði hérlendis. Róbert Abraham var kvæntur Guðrlði Magnúsdóttur frá Mikla- holti. Slapp með skrdmur Klp-Reykjvik. Aðfaranótt sunnu- dagsins fóru tveir ungir menn, sem voru að koma af dansleik, i ökuferð á bifreið annars þeirra. Héldu þeir sem leið lá út úr bænum og fóru geyst. Rétt við Þverholt i Mosfellssveit missti ökumaður bifreiðarinnar vald á henni, og endastakkst hún út af veginum. Þar valt hún nokkra hringi, en stöðvaðist loks eina 20 metra utan vegar. Piltunum tókst að komast út um brotna rúðu — annar þeirra var töluvert slasaður, en hinn slapp með nokkrar skrámur. - LAUGARDAGINN 9. marz var haldinn aðalfundur fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik. Fundurinn var vel sóttur, og voru unnin þar venjuleg aðalfundarstörf, auk þess sem kosin var uppstillingar- nefnd vegna væntanlegra borgar- stjornarkosninga. Kristinn Finnbogason var endurkjöririn formaður fulltrúa- ráðsins, og voru honum sérstak- lega þökkuð margháttuð og mikil störf fyrir Framsóknarfélögin i Reykjavik. Aðrir i stjórn voru kjörnir: Jón Aðalsteinn Jónasson, varafor- maður, og meðstjórnendur Guðný Laxdal, Alfreð Þorsteinsson og Ómar Kristjánsson. Þá voru eftirtaldir kjörnir i Kristinn Finnbogason. —hs—Rvik. Eins og fram hefur komiö náðust samningar með út- gerðarmönnu.-n og yfirmönnum á bátaflotanum á laugardagsmorg- un. Ekki gekk saman með út- gerðarmönnum og undirmönn- um, en öll mál munu nú komin i höfn, nema gildistimi samning- anna. Verður nokkur bið á þvi, að sáttafundir verði á ný, þvi tveir af sáttamönnum útgerðarmanna eru erlendis, svo sem sagt var frá i blaðinu á Iaugardagsmorgun. Timinn hafði i gær samband við Ingólf Stefánsson, formann Far- manna- og fiksimannasambands tslands, og spurði hann um helztu atriði samkomulagsins. Ingólfur sagði, að það sem nýtt væri I þessum samningum væri einkum varðandi veiðar á loðnu, kolmunna og sp'ærlingi með BH—Reykjavik. — A fundi borgarstjórnar n.k. fimmtudag verður á dagskrá fyrirspurn frá Alfreð Þorsteinssyni, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins, um samgöngumál Breiðholtshverfis. miðstjórn: Þóra Þorleifsdóttir, Sigurður Gizurarson, Ómar Kristjánsson, Alfreð Þorsteins- son, KRistján Friðriksson, Tomas Karlsson, Markús Stefánsson og Jón Abraham Ólafsson. í uppstillingarnefnd voru kjörnir: Hannes Pálsson, Jón Aðalsteinn Jónasson, Kristján B. Þórarinsson. Pétur Sturluson, Þóra Þorleifsdóttir, Hallgrimur Sigurðsson og Sigurveig Erlings- dóttir. Á fundinum var borinn undir atkvæði úrskurður rannsóknar- nefndar fulltrúaráðsins vegna kæru Baldurs Kristjánssonar um siðasta aðalfund FUF i Reykja- vik, og var úrskuröur nefndar- innar samþykktur með öllum þorra atkvæða gegn tveimur, en fulltrúar ungra Framsóknar- manna sátu hjá samkvæmt ósk Ómars Kristjánssonar, formanns FUF. Kristinn Finnbogason lýsti starfi Framsóknarfélagsins og Framsóknarflokksins i kjör- dæminu siðasta ár og benti á verulega aukningu þess. Til máls tóku: Kristinn Finnbogason, Guðjón Styrkárs- son, Jón Pálsson, Jónas Péturs- son, Einar Birnir, Ómar Kristjánsson, Jónina Jónsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Kristján Friðriksson, en hann flutti tillögu um skipan tengslanefndar, er ynni að upplýsinga- og gagna- söfnun á hinum mörgu sviðum þjóðlifsins, og var sú tillaga samþykkt samhljóða. vörðu, en slikir samningar hafa ekki verið til áður. Allir skiptahlutir eru óbreyttir frá þvi sem var, enda var breyt- inga ekki krafizt, sagði Ingólfur. Farið var fram á lagfæringu á tryggingatimabilinu og uppgjöri FVRIR skömmu voru togveiðar bannaðar á tveim veiðisvæðum út af Vesturlandi, sem ætluð voru linu-og netabátum, er oft hafa átt i vök að verjast, þegar togveiði- skip hafa verið á sömu slóðum og þeir. Fyrirspurn hans er i þremur liðum. I fyrsta lagi er spurt, hvenær megi vænta þess, að framkvæmdir hefjist við breikk- un Reykjanesbrautar. I öðru lagi, hvort varanlegt slitlag verði sett á syðri akrein Breiðholts- brautar i vor. Og i þriðja lagi fjallar fyrirspurnin um tengingu Breiðholtshverfa I og II'l I stuttu viðtali sagði Alfreð, að samgöngumál hverfisins væru eitt mest aðkallandi vandamál af mörgum, sem við væri að glima i Breiðholtshverfi. Ljóst væri, að núverandi samgönguæðar önnuðu ekki þeim umferðarþunga, sem á þeim hvilir á vissum tlmum dags- ins. Þá sagði Alfreð, að i fjárhags- áætlun, sem samþykkt var i desembermánuði s.l., væri gert ráð fyrir fjármagni til þess að bæta samgöngurnar við hverfið, þar að lútandi, en tryggingatima- bil hafa verið þrjú á ári. Krafan var um, að gert yrði upp mánaðarlega, en af ýmsum ástæðum var horfiö frá henni. Niðurstaöan varð sú, að á öllum Framhald á bls. 17 Með þessu hefur forráðamonn- um togveiðiskipa þótt sér óréttur ger, og hafa tuttugu og átta skip- stjórar slikra skipa sent sjávarút- vegsráðuneytinu svolátandi mót- mæli: Framhald á bls. 17 en tilgangurinn með fyrirspurn- inni væri að fá upplýst, hvenær hafizt yrði handa. Breikkun Reykjanesbrautar frá Miklu- braut að Breiðholtsbraut væri meira verk en svo, að það yrði framkvæmt á nokkrum vikum. Fyrirspurn Alfreðs er svohljóð- andi: a) Hvenær má vænta þess, að framkvæmdir hefjist við breikkun Reykjanesbrautar frá Miklubraut að Breiðholts- braut? Hvenær er áætlað, að verkinu verði lokið? b) Er þess að vænta, að varanlegt slitlag verði sett á syðri akrein Breiðholtsbrautar strax i vor? c) Hvenær er ráðgert að hefja framkvæmdir við tengingu Breiðholtshverfa I og III um Vesturhóla, Höfðabakka og Stekkjarbakka? Aðbúð og afkoma eru systur i Austra, málgagni Fram- sóknarmanna á Austurlandi, ritar Vilhjálmur Hjálmars- son, alþingismaður, forystu- grein, og segir m.a.: „Gifurlegt annriki er i allri fiskvinnslu á Austurlandi um þessar mundir. Allar geymsl- ur hjá verksmiðjunum hafa verið kjaftfylltar af loðnu. Og frysting loðnunnar bætist nú við verkefni frystihúsanna, sem viöast hvar voru ærin fyrir. Svipað þessu hefur gerst áöur. llitt er nýrra, sem nú hefur skeð með komu skuttog- ara á átta hafnir i fjórðungn- um, að árvisst atvinnuleysi hefur þurrkast út og fiskiðnað- urinn, sem áður var vertiðar- bundinn, starfar nú á árs- grundvelli. Við þessa breytingu verður þaö brýnna en nokkru sinni fyrr að búa sem best að þvi fólki, sem i fiskiðnaði vinnur, bæði á sjálfu vinnusvæðinu og þar, sem það á að njóta hvildar og hressingar. Umhverfið sjálft, bæöi innanhúss og utan, skiptir að sjálfsögðu miklu máli, að þvi er fólkið varðar, engu siður en vörurnar, sem verið er að framleiða. Með þeirri endurnýjun fiskvinnslustöðvanna, sem mi á sér stað, gerbreytist viða að- búðin. Þeir fjármunir, sem til þess fara skila þjóðarbúinu fullri rentu, mcð auknum afköstum og betra mannlifi. Öryggi í heyskap eina tryggingin Með batnandi árferði hefur hagur bænda á Austurlandi vænkast. Tilkostnaður verður nokkru tninni hlutfallslega og afuröir hafa aukist, einkum kjötmagnið. Næg ræktun er undirstaða góðrar aikomu i búskap. Góður vélakostur greiðir fyrir fóöuröfluninni og minnkar hættuna á þvi, að hún mistakist i crfiðu tiðarfari. Þaðeru þó aðeins tiltölulega fáir bændur á tslandi, sem hafa tryggt sér örugga verkun þeirrar töðu, sem á túnum þeirra vex hverju sinni — hvernig sem veðri er háttað um sláttinn. En það eru þeir, sem náð hafa fullum tökum á verkun töðunnar beint af tún- inu og svo á þvi að gefa hana að vetrinum votverkaða. Enn scm fyrr cr það mcg- inatriðið i búskapnum á ísl'iidi að tryggja nægan heyforöa á haustnóttum. Er ekki sjáanlegt, að það verði gert með hagkvæmari hætti en þeim, að bændur almennt hag- nýti sér reynslu þeirra, sem fremstir standa á þessu sviöi. Nýjar starfsgreinar Einhæfni i atvinnumálum veldur jafnan fábreyttara mannlifi. Skortur á verksviöi fyrir það fólk, sem hefur aflað sér þekkingar incð skólagöngu eftir skyldunám, er áhuggjuefni á Austurlandi, eins og viðar. Hitt er og, að ekki er öllum jafnhcntugt að starfa að landbúnaði og sjá varútvegi. Þótt þær greinar verði um sinn meginuppistaða atvinnulifs á Austurlandi, þá er fjölbreytni tvimælalaust æskileg. Af þessum sökum ber að leggja sérstaka alúð við cflingu lifvænlegra iöngreina og að veita þeim allan þann stuðning, sem unnt er á erfiðum frumbýlingsárum. — TK Þessi mynd er ur Hólahverfi I Breiðholti III Viö núverandi aöstæöur verða fbúar þess hverfis að aka suður Vesturbergið, sem sést á miðri myndinni, siðan niður Breiöholtsbraut, og þaðan noröur Reykjanes- braut til að komast i bæinn. Þetta er býsna löng leið. Nú er hins vegar fyrirhugað að tengja Breiðholtshverfi III við Breiðholtshverfi I meö tengivegi úr Hólahverfi. En hvenær verður það? Kosið í stjórn fulltrúa ráðs og miðstjórn Spurzt fyrir um sam- göngumál Breiðholts — á fundi borgarstjórnar n.k. fimmtudag Togveiðiskip- stjórar mótmæla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.