Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 19. júni 1974 Miðvikudagur 19. júní 1974 V?atnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þú hefur samband við einhvern i dag, sem skiptir þig verulegu máli, og þú færð fréttir, sem þú skilur ekki til fulls alveg strax, en þú get- ur verið viss um það, að þér er hagur i þessu, og hann er göður. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú mátt ekki gleyma þvl, sem þegar hefur veriö gert, þegar þú ferö af stað við að framkvæma það, sem er að brjótast um 1 þér. Það er hollt að taka tillit til reynslu annarra Af þvi lærir maður. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Þetta veröur rólegheitadagur. — Þú skalt nota hann til að brjóta til mergjar vandamál, sem þú ert ekki ánægður með. Þú þarft að komast að niðurstöður til að vera ánægður, og þú finnur hana. Nautið: (20. april-20. mai) • Ef þú ert alveg viss um, að þú sért aö gera rétt, þá skaltu gera það. En það er lika hollt að huga að þvl, hverjar afleiðingarnar verða. Maöur hef- ur ábyrgð, ekki aðeins gagnvart sjálfum sér. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þetta er rólegheitadagur. Unga fólkið hugar að Iþróttunum. Iþróttirnar eru I sérstaklega hag- stæðu merki hjá Tvíburunum þessa dagana. Það er aldrei að vita, hvað framtiðin ber I skauti sér, svo að ef þú átt eitthvað ógert, snúðu þér þá að þvl. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þetta er enginn átakadagur, en það er réttast að einbeita sér að starfinu þessa dagana. Það er aldrei að vita, hvað framtiðin ber i skauti sér, svo að ef þú átt eitthvað ógert, snúðu þér þá að þvi. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þaö lltur ekki út fyrir annað en allt sé I lagi hjá Ljónunum, bæði heima fyrir og I vinnunni, — en það þarf lika að passa upp á, að þaö snúist ekki til hins verra. Þú ert ánægður eins og er. Haltu þvi. Júmfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þú skalt hugsa af alúö um starfið I dag, og varastu að gera of lltið úr getu þinni. Það má oft ná ótrúlegum árangri með trú á sjálfum sér og hæfileikum sinum til að mæta þvl, sem aö hönd- um kann að bera. Vogin: (23. sept-22. okt) t dag veröurðu að beita alveg sérstakri lagni I peningamálunum. Það eru litlar likur til annars en þetta gangi yfir, en þú þarft samt sem áöur á öllu þlnu að halda, ef miklar breytingar yrðu á högum þínum. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það er ekki hægt að skemmta sér alla daga, og það ættirðu að fara að gera þér ljóst. Svo lltur lika út fyrir, aö einhver, sem þér stendur ekki á sama um, hafi samband við þig, og það verður þér til ánægju. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Hugmyndir eru til þess að framkvæma þær, ef þær eru skynsamlegar og raunsæjar og þegar þær hafa verið unnar, á að hefjast handa. Nú er rétti tíminn— ef þú ert sannfæröur um, að þú hafir rétt fyrir þér. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Nú skaltu lofa áhugamálunum aö hafa yfir- höndina i kvöld. Það er langt slðan þú sinntir þeim af alúö, en þaö væri rangt af þér að snúa alveg baki við þeim. Skemmtanir og vinna eru ekki allt i lífinu. 1 14444 * 25555 wFfífílFIO/fí BILALEIGA WLUniLlUin CAR RENTAL BORGARTÚN 29 Ávarp frá Flateyjar Elskulegir ferðamenn! Víst höfum við Flateyingar gaman af komu ykkar hingað, og ætið fögnum við góðum gestum og mættuð þið koma sem oftast. Við párum nú þessa bréfsögn, einmitt með það i huga, að við hreint og beint söknum ykkar svo mikið, að við erum komin á fremsta hlunn með að biðja ykkur að heimsækja okkur. Svo má ekki skilja, að við fáum ekki heimsóknir lengur. Jú, það er öðru nær. Þær fáum við. Og nú þegar mikið ferðasumar er að byrja, höfum við áhyggjur af þvi að þið, góðir gestir, verðið anzi mikið I minnihluta. Raunasaga okkar er nefnilega á þann veg, að þegar búið var að ræna öllu lauslegu og eigulegu innan við tonn á þyngd og búið var að brjóta allar rúður i auðum ibúðarhúsum, og I frystihúsinu að sjálfsögðu llka, þá fórum við að burðast við að gera við og reyna enn að gera vistlegt hjá okkur. Meira að segja gengum við svo langt að taka til i eynni og hirða ruslið, sem sumir vildu ekki fara með heim til sin. Bókunum okkar, sem töluvert verðgildi var enn i, komum við i vörzlu hjá Lands- bókasafninu, svo að við hefðum þær á visum stað. Það er svo erfitt að innheimta bækur, sem menn lána sér sjálfir til eillfðar- nóns, þó svo að þær séu á visum stöðum I veglegum bókaskápum. Eins og flestir fáfróðir sveita- menn undrumst við aðfarir margra tslendinga, þegar þeir sækja okkur heim. Við efumst ekki um, að við séum að mörgu leyti undarlegt fólk hér I eyju, og að umhverfi okkar sé forvitnilegt. En við erum svo gamaldags að við skiljum ekki þá forvitni, að brjótast inn I læst hús aðeins til að kanna (?) þau. Eða þykir fólki á meginlandinu það eðlileg hegðun að brjótast inn i hús til að ganga örna sinna á gólfum. Svona nokkuð má auðvitað ekki birtast á blaði, en við erum bara orðin þessu svo vön, að við bliknum ekki við að segja frá þessu. Við Flateyingar erum lang- tlmum hissa, þegar ferðafólk kemur hingað. Það hefur nefni- lega svo oft verið sagt I útvarp- inu, að tslendingar séu viðreistir, flestir hafi farið til Spánarlands og fl. Svo koma þessir ferða- garpar og hanga I hópum á gluggum ibúðarhúsa, til þess að kanna hvernig við röðum öllum mublunum okkar. Einstaka ferðahópar virðast mannaðir „eintómum” leynilögreglu- mönnum, og aðrir hafa að kjör- orði „Verið viðbúnir” domm, daga, domm, dara domm domm domm! Sumir þessir hópar eru komnir alveg inn á gafl hjá okkur eins og við köllum það þ.e. fólk er farið að dreifa sér um húsið, i stofuna, svefnherbergi, eldhús o.s.frv., án þess að berja á dyr eða þvi sé boðið inn. Við höfum að vísu ekki stórisa fyrir öllum gluggum, en yfirleitt llta hús okkar ut sem mannabústaöir, þótt skelkaðir ferðamenn segi: „Hvað, er búið I þessu húsi?”. Okkur leiðist hvað mest hve margir álíta okkur ekki menn og haga sér samkvæmt þvl. Eigur okkar, sem nú eru ekki miklar á Reykjavikurmælikvarða, fara þeir með sem sinar eigur, og sama gegnir um umhverfið. Okkur gremstað margir vaða um hús okkar og haga án þess að minnast á slikt við nokkurn mann. Hagarnir okkar eru nefni- lega nokkuð sérstakir blóma- garðar, því að þar búa kollurnar okkar og kríurnar. Túnin okkar voru ekki ræktuð sem iþrótta- vellir fyrir ferðamenn, enda er landrými takmarkað hérna. Og þótt okkur muni ekki um að Hagsæld í heimabyggð x-B náttúruverndarráði skjóta skjólshúsi yfir 20-30 manns i einu, þá álitum við það þess virði að þakkað sé fyrir slikt. Þeim svæsnustu þykir viðurgjörningur hér ekki nægilega ríkmannlegur, svo að þeir hirða sér nokkuð af harðfiski sem meðgjöf. Nú þykir eflaust einhverjum við vera smásmugulegir að tina allt þetta smotteri fram, en við erum lika orðnir anzi þreyttir á að þurfa helzt að koma öllu okkar undir lás og slá, ef ferðamenn eða sjómenn koma hér á iand. Um leið og við biðjum Islend- inga vel að lifa viljum við bera fram þá frómu ósk að hugur og hönd þeirra starfi i framtlðinni i anda náttúruverndar en ekki vikingaaldar. Með blómlegri kveðju frá Flatey, Náttúruverndarráð Flateyjar Hjúkrunarkonur Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, vantar hjúkrunarkonur. Upplýsingar gefur forstöðukona. Simi 95-5270. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Veturinn 1974-1975 verða starfræktar eftirtaldar deildir: í Reykjavik: 1., 2., 3. og4. stig. Á Akureyri: 1. og 2. stig. Á ísafirði: 1. og 2. stig. í Vestmannaeyjum: 1. stig. í ráði er að stofna deildir á Höfn i Horna- firði og i ólafsvík er veiti þá fræðslu, sem þarf tii að ljúka 1. stigi vélstjóranáms, ef næg þátttaka fæst. INNTÖ KU SKIL YRÐI: 1. stig: a) Umsækjandi hafi náð 17 ára aldri. b) Umsækjandi séekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi likamsgalla, sem geti orðiö honum til tálmunar við starf hans. c) Umsækjandi kunni sund. 2. stig: a) Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri. b) Umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hlið- stæða menntun. c) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi llkamsgalla, sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans. d) Umsækjandi kunni sund. e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu: el) lokiö vélstjóranámi 1. stig, e2) öölast a.m.k. tveggja ára reynslu I meðferö véla eða vélaviðgerðum og staðist sérstakt inntökupróf við skól- ann, eða e3) lokið eins vetrar námi I verknámsskóla iðnaöar I málmiðnaðargreinum og hlotiö a.m.k. 6 mánaða reynslu aö auki I meðferö véla eöa vélaviðgerðum og ennfremur staðist sérstakt inntökupróf viö skólann. UMSÓKNIR: Umsóknareyöublöö fást I skrifstofu skólans I Sjómanna- skólanum, hjá húsverði Sjómannaskólans, hjá Vélstjóra- félagi Islands, Bárugötu 11,1 Sparisjóði vélstjóra, Hátúni 4A og hjá forstööumönnum deildanna. Umsóknir um skólavist I Reykjavlk, á Höfn I Hornafirði og I Ölafsvík sendist til Vélskóla Islands, pósthólf 5134, Reykjavlk. Umsóknir um skólavist á Akureyri sendist til Björns Kristinssonar, pósthólf 544, Akureyri. Umsóknir um skólavist á ísafirði sendist til Aage Steins- sonar, Seljalandsvegi 16, ísafirði. Umsóknir um skólavist I Vestmannaeyjum sendist til Kristjáns Jóhannessonar, pósthólf 224, Vestmannaeyjum. Umsóknir nýrra nemenda veröa að hafa borist fyrir 1. ágúst. Skólinn veröur settur mánudaginn 16. september kl. 14:00. Kennsla hefst miðvikudaginn 18. september kl. 10:00. Endurtökupróffyrir þá, sem ekki náðu tilskilinni einkunn eða náðu ekki framhaldseinkunn, fara fram 9,—12. september. Sækja þarf um þessi próf á sérstökum eyðu- blöðum. SKÓLASTJÓRI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.