Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 8
Nýju föt Vanja frænda Þjóðleikhúsið: Listahótíð í Reykjavík VANJA FRÆNDI eftir Anton Tsékov Gestaleikur frá Konunglega dramatíska leikhúsinu í Stokkhólmi Þýðing: Astrid Baecklund og Herbert Grevenius Leiktjöld: Mikael Sylwan Leikstjórn: Gunnel Lindblom Tolstoy var ekki ýkja hrifinn af Vanja frænda, þegar hann sá hann aldamótaárið 1900 i Moskvu. Honum Þótti Tsékov einkum bregðast mannþekking og glöggskyggni, þegar hann lætur Astrov lækni lýsa sjálfum sér og Vanja frænda með svo- felldum orðum undir leikslok: „1 allri sveitinni eru aðeins tveir almennilegir og skynsamir menn, þú og ég”. Tolstoy taldi, að leikskáldið hefði hvorki léð leikpersónum þessum virðingu né andlega reisn og af þeim sök- um gætu þær tæplega verið i miklum metum hjá áhorfend- um. Skoðun hans á Vanja og Astrov var i stuttu máli sú, að þeir hefðu alltaf verið vondir menn og miðlungsskussar og þess vegna væri þjáningum þeirra litill gaumur gefandi. Þetta er óþarflega strangur dómur. Maður skyldi ætla að rithöfundur á borð við Tolstoy heföi kunnað að meta viðleitni Astrovs, sem vildi vernda nátt- úru lands sins og þá einkum skógana. Vanja kveðst vera upplýstur maður, en Tsékov skýrir ekki nánar i hverju menntun hans og hugsjónir eru fólgnar. Honum var sama þótt farið væri að slá i hugsjónir sjálfsblekkingar mannsins. Hann vildi hins vegar sýna sál- arstriðmanns, sem glatað hefur hugsjónum sinum. Má segja að þar sé i miklu meira ráðizt eða dýpra kafað. Við fyrstu kynni af Vanja frænda og mági hans, Serebrya- kov, hefur mönnum gjarnan viljað koma sá fyrrnefndi fyrir sjónir sem saklaust fórnarlamb, en sá siðarnefndi sem argvitug- ur arðræningi. En ekki er allt sem sýnist. Þegar upp úr sýður, segir Vanja, að prófessorinn hafi ver- ið að skrifa um listir i 25 ár án þess að hafa hundsvit á þvi. 1 ör- væntinguhróparhann: ,,Þú hef- ur leikið okkur grátt”. Rétt er það, að prófessorinn er jafn- fjarri þvi að vera náðarsnilling- ur i sinni sérgrein og við sólinni, en hvers vegna tók það Vanja á þriðja áratug að sjá við honum? Hvernig stóð á þvi að honum, sem hafði lesið hvern staf eftir mág sinn i allan þennan tima, hafði aldrei komið til hugar að véfengja hæfileika prófessors- ins? Hvernig er i raun og veru hægt að skýra þessa óskiljan- legu glámskyggni? Annað hvort er Vanja ekki sá gáfumaður, sem gefið er i skyn eða það var ekki prófessorinn, sem lék á hann heldur hefur hann sjálfur skapað sitt eigið sjálfsblekking- arviti. Vanja verða á ljót mistök, sem ekki er auðbætt fyrir. Þar sem honum er um megn að bera einn ábyrgð orða sinna og gjörða, gripur hann til þess ör- þrifaráðs að skella skuldinni á mág sinn. Sálarangist hans er engin uppgerð, en jafnskjótt og hann gerir prófessorinn að bióraböggli, hættir hann að vera innri manni sinum eða tilfinn- ingum trúr og miklar málin fyr- ir sér úr hófi fram. Vanja hafði imyndað sér i grandaleysi sinu, að prófessor- inn væri honum innilega þakk- látur fyrir allt, sem hann hafði fyrir hann gert. Vanþakklæti prófessorsins veldur honum ó- lýsanlegum vonbrigðum eins og eðlilegt er. Honum er að visu nokkur vorkunn, þar sem hann vissi ekki, að mágur hans hafði lagt alla sál sina i að þjóna hon- um. En það er ekki aðeins ætlun Tsékovs að lýsa vonsviknum heldur öllu heldur auðnuleysi manns, sem á einn sök á þvi að hafa eyðilagt lif sitt. Við þetta er vonsvikum Vanja ljáð meiri vidd og dýpt heldur en ef hann hefði aðeins verið féflettur af samvizkulausum loddara. 1 beinu framhaldi af þessu er rétt að geta þess, að i Serebryakov eru til ærlegar taugar þrátt fyr- ir singirni hans, vanþakklæti og sjálfsálit. Þvi fer fjarri að hann hafi fengið allar óskir sinar upp- fylltar. Hann hefur farið á mis við sitthvað eins og fleiri. 1 Vanja frænda eru engir sigur- vegarar aðeins skipbrotsmenn. Lifsviðhorf Vanja og Sonju breytast meðan leikurinn liður. t upphafi nærðist Vanja á sjálfs- blekkingum og lifslygi og Sonja lét sig dreyma um ást og lifs- hamingju. I leikslok er öll von slokknuð um betri daga og feg- urra lif. Þau eru komin á sama stig og Astrov læknir. Hann er alltaf samur við sig. Hann sér ekkert ljós i fjarska eins og hann orðar það sjálfur. Upp frá þessu er vinnan eina athvarf þeirra og sáluhjálp, og það er einmitt þetta, sem er mergurinn málsins i Vanja frænda. Hæfileg vinna er öllum holl, en af vinn- unni lifir maður ekki einni sam- an eða réttara sagt fyrir vinn- una vinnur maður ekki eina saman. I henni er ógjörningur að fá útrás fyrir allar dýpstu til- finningar og hræringar sálar sinnar. Andlegt samneyti við aðrar mannssálir er lika nauð- synlegt, já, lifsnauðsynlegt á öðrum sviðum, ef vel á að fara. Vinnan getur þvi aldrei orðið allra sálarmeina bót. Þessar þrjár fyrrnefndu leik- persónur skara ef til vill ekki fram úr öðrum, en þær búa samt yfir ýmsum fögrum mannlegum eiginleikum eins og t.d. hæfileikanum til að miðla öðrum ást og bliðu, samvinnu- vilja og löngun til að vinna hörð- um höndum öðrum til hagsbóta. Slikir menn eiga þúsundfalt betra skilið. Vanja frændi er lýtalaust verk, hvar sem á það er litið. Til marks um iistfengi verksins og snilldarbrögð nægir að benda á eitt stutt atriði i öðrum þætti, þegar Sonja gefur lækninum bita. Tilfinningarnar, sem bera hversdagsorð Sonju uppi, rista djúpt. Þótt yfirborðið sé lygnt, skynjum við eigi að siður þunga undiröldu i sálardjúpi Sonju. Andrúmsloftið er undarlega rafmagnað þrátt fyrir skiln- ingsleysi Astrovs og tilfinninga- doða. Enda þótt hann skilji ekki tilfinningar Sonju, þá gera á- horfendur það hins.vegar. Þeir eru ekki aðeins i vitorði með henni heldur einnig á hennar bandi. Astrov talar heimspeki- lega um lifið og tilveruna. Þeg- ar hann kveðst einskis vænta af llfinu, vera litt hrifinn af mann- fólkinu og hafa ekki elskað neinn eða neina i lengri tima og Sonja spyr: „Alls engan” — þá verða áhorfendur ósjálfrátt eins konar milligöngumenn, sem vita um leyndustu þanka Sonju langanir og vilja um fram allt koma þeim beinustu boðleið til Astrovs og fá hann til að skilja hvern hug hún ber til hans. En Miövikudagur 19. jíinf 1974 það er einmitt þetta getuleysi á- horfenda til að koma þessum skilaboðum áleiðis, sem ljær þessu snilldarlega atriði sinn sérkennilega tilfinningaþunga. Orð Tsékovs vefa svo næfur- þunnan vef, að auðvelt er að skynja hvað býr að baki þeirra. Hvert leikorð hefur sinn skugga, ef svo má að orði kveða. Það er þessi hófstillta og snilldarlega undirhygð eða undirhyggja, liggur mér við að segja, sem setur sitt persónulega mark eða blæ á það bezta, sem hann skrif- ar. Honum tekst að fá áhorfend- ur til að skynja þær hugsanir og tilfinningar, sem streyma niðri , fyrir og búa að orða baki. Enginn lýsir af jafnmiklum næmleika og listfengi tómleika þeim og einmanakennd, sem er svo mörgum manni hvumleið lifsfylgja eins og Tsékov. Eng- inn er jafnglöggskyggn á grýlur þær, sem imyndunin gerir sér úr óþægindum lifsins, þó að hann standi að visu ekki jafn- fætis Shakespeare og vonlaust sé að leita að jafn skærum og sterkum litum hjá honum eins og hjá stórskáldinu enska, má samt finna i þeirra stað einkar blæfagra pastelliti, sem búa yfir hugljúfum þokka og heillandi fegurð. Harvey Pitcher, sem hefur verið lektor i rússneskum bók- menntum við Háskóla Andrésar helga hafnar jafnt skoðun So- vétmanna á Tsékov sem frum- kvöðli eða kyndilbera rússnesku byltingarinnar sem skoðun Vesturlandabúa á honum sem háðfugli, sem kimir þurrlega að gráglettni lifsins. Að minu viti hefur lektorinn lög að mæla. Enda lætur Tsékov sig meira máli skipta sálarhræringar ná- inna ættingja og vina og inn- byrðis átök og tilfinningastrið heldur en þjóðfélagsleg umbrot og breytingar. Sýning Konunglega drama- tiska leikhússins á Vanja frænda einkennist af samstilltu átaki allra þátttakenda, næmleika og skilningi, sem ristir djúpt niður i kjarna sjálfs verskins. Hver hugur og hönd er hafin yfir hik og fálm, hálfvelgju og vomur. Þegar i upphafi rata þessir fág- uðu atvinnumenn á hárréttan tón eða leikbrag, sem þeir halda óbrengluðum leikinn á enda. Blæbrigði raddar og svips og hreyfingar handa og fóta eru i eins listilega farsælu samræmi og frekast verður á kosið. Hér þekkist hvorki of né van. Leikstjórinn, Gunnel Lind- blom, hefur sniðið Vanja frænda nýjan stakk, sem Tsékov hefði áreiðanlega kunnað að meta að verðleikum, hefði hann ennþá verið meðal vor. Hún á þúsund- falt lof skilið fyrir kjark, hugvit og útsjónarsemi. Rvik, 11. júni Halldór Þorsteinsson. Til sölu: Scania 65 L 66 I top standi. Til leigu: Tiu hektara tún I ölfusi. Óskast til kaups: Farmall Cub með sláttuvél. Sláttuvél fyrir Ferguson (aftan I tengd greiðuvél). Góður heyvagn. LANDBÚNAÐARÞJÓNUSTAN Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76 Sveitarstjóri Hólmavikurhreppur óskar að ráða sveitarstjóra. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist oddvita Hólmavikurhrepps, Hólmavik, fyrir 30. júni n.k. Hreppsnefnd. Hlaut 23 þús. Belgjafranka í Nató-styrk Einn tslendingur, Baldur Guð- laugsson, lögfræðingur, sem lauk nú i vor meistaraprófi i alþjóða- stjórmálum frá The Fletcher School of Law and Diplomacy i Massachusetts i Bandarikjunum, var meðal þeirra, er hlutu fræði- mannastyrki Atlantshafsbanda- lagsins við úthlutun fyrir háskólaárið 1974-’75. Hlaut hann styrk til að fjalla um helztu við- fangsefni og valkosti i utanrikis- stefnu tslands i nútið og framtið. Styrktimabilið er að jafnaði 2-4 mánuðir, og er upphæð hvers styrks 23.000 belgískir frankar á mánuði, eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar i gjaldeyri annars aðildarrikis, auk ferðakostnaðar. Styrkirnir eru veittir i þvi skyni að stuðla að námi og rannsóknum á ýmsum tilgreindum sviðum, er varða aðildarriki Atlantshafs- bandalagsins sérstaklega. Auglýsið í Tímanum Jarðýta óskast International jarðýta óskast til kaups, má þarfnast viðgerðar. Fleiri gerðir koma til greina. Simi 32101. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Ungir tónsmiðir Hinn 31. ágúst n.k. rennur út frestur til að skila tónverkum (raddskrám og/eða segulböndum) til flutnings á Tónlistar- hátið norrænna ungmenna (Ung Nordisk Musikfest) i Helsinki 1975. Verkum á að skila undir dulnefni, en nafn höfundar fylgi meö I lokuðu umslagi. Sendi höfundur fleiri en eitt verk, skalhann nota sama dulnefni. Tónskáldið skal vera yngra en 30 ára. UNH-nefndin á íslandi c/o Guðmundur Hafsteinsson, Lindarbraut 2 A, Sel- tjarnarnesi, simi 1-70-59.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.