Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 19. júni 1974 ' 4 V J / ✓ l-'tm i og svo er það brúðkaupið Undanfarið hafa brúðar- gjafirnar streymt til Christinu Sviaprinsessu, en hún ætlar að gifta sig 15. júni. Fyrsta gjöfin barst frá Þjóðminjasafninu sænska.sem sendi henni gamalt borð, og hún þakkaði kærlega fyrir sig, eins og kurteisri prinsessu ber að gera. Beylon heitir annars höllin, þar sem prinsessan og Tosse eiginmaður hennar ætla að búa i fram- tiðinni. Hér sést prinsessan taka við einni brúðargjöfinni. * Það er ekki hægt að kaupa Ulriku Eftirsóttasta iþróttakona i Sviþjóð um þessar mundir er hin 19 ára gamla Ulrika Knape. Fjölmörg iþróttafélög hafa boðið i hana, ef hún vildi koma til þeirra, en það vill hún alls ekki. Hún óttast ekkert meira en verða álitin atvinnu- kona, en það má ekki verða, þvi hún er staðráðin i þvi að ná i gullverðlaun á ólympiuleikun- um I Montreal eftir tvö ár. Ulrika er sannarlega lipur og ætti-aðná langt i sinni grein, eins og sjá má hér á myndinni. Eru Yoko og John skilin? Það er fullyrt, að Yoko Ono og John Lennon séu að slita hjóna- bandi sinu, — en hvorki Yoko eða John vilja gefa blaðamönn- um neinar upplýsingar, eða .staðfesta fréttina, en þau neita henni ekki heldur. John virðist una sér hið bezta i Los Angeles, og sést þar á mannamótum með einkaritara sinum, sem heitir May Pang og er austurlenzk eins og Yoko eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hins vegar þeytist Yoko Ono um New York með gítarleikara, David Spi- noza að nafni. Spinoza þessi er að hjálpa Yoko við útgáfu nýrr- ar hljómplötu, eða öllu heldur útgáfu á heilu albúmi af beztu lögum hennar. — Við höfum unnið að þessari útgáfu i meira en niu mánuði, segir Spinoza, og nú hlýtur þetta að fara að ganga. Sagt er, að sum lögin 'hennar séu vægast sagt skrýtin, — en hvað um það — liklegast ganga plöturnar út eins og heit- ar lummur! — Þetta er ekki, mitt borð! — Hugsaöu þér mamma. . ettir einn tlma verð ég orðin forstjóra- frú... hvað heitir hann nú aftur.... DENNI DÆMALAUSI Má Maria fara i hestahring? Nú, meintirðu þetta?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.