Tíminn - 19.06.1974, Page 16

Tíminn - 19.06.1974, Page 16
20 TÍMINN MiOvikudagur 19. júni 1974 Hafið þið islenzkir fjölmiðlar þetta spakmæli i huga, þegar þið fjallið um vandasöm og viðkvæm mál Bandarikjamanna og Rússa og kyrjið herópið gegn þeim? Eru Watergatemálið og Solzh- enitsyn — þótt ólik séu — ekki inn- anrikismál þessara þjóða? Ef meginreglan er, að ekki skuli hlutast til um innanrikismál annarra þjóða, er svo algjör eins og þið teljið, þegar um er að ræða ihlutun annarra rikja um islenzk innanrikismál, skiptir það þá máli, hvort stjórnarfar þess eða hins rikisins brýtur i bága v'ð sið- ferðiskröfur annarra rikja? Eru það ekki samt alfriðuð innan- rikismál þess rikis, er i hlut á? Hvað um ritfrelsi og málfrelsi, sem þið teljið fyrsta boðorð mannréttinda? Verður það að vikja, þegar i hlut á þessi „annarra-þjóða” innanrikis- málafriðun? Rekst hér ekki eitt á annars horn? Er ekki oft mjótt á milli innan- rikismála og mála, er fléttast kunna i þau og koma öðrum þjóð- um við og þannig gagnrýnishæf i valdi hins „frjálsa orðs” og gagn- kvæmur réttur að viðhafa? Getið þið auðveldlega sett ykk- ur fyrir sjónir þau innanrikis- vandamál, sem stórþjóðirnar verða að takast á við, svo sem kynþáttamálin og þjóðernismál- in, sv^ þið séuð vissir um, að mat ykka. sé rétt, en ekki blandað persónulegum tilfinningum og stjórnmálaskoðunum? Er ekki full aðgát i umgengni við aðrar þjóðir nauðsyn? Væri ekki ráð að sniða gagn- rýninni á stjórnmálum þjóða ekki viðari stakk en þann, er almenn umgengnishefð leyfir, og þannig með góðu fordæmi eiga hlut i, að fjölmiðlunarstarfsemi heimsins komist á viturlegra og menningarlegra stig en nú er? Hefur mannréttindaskrá Sam- einuðu þjóðanna ekkert til þess- ara mála að leggja? Hvað felst i orðunum áhrif á innanrikismál? Er það ekki viðleitni til að hafa áhrif að margendurtaka gagnrýni á stjórnarfar, löggjöf og fram- kvæmd laga eins eða annars rikis? Eru ekki þrotlausar endur- tekningar á „fréttum” um mál- efni forseta Bandarikjanna við- leitni til að hafa áhrif á al- menningsálitið og þannig seilast til ihlutunar um innanrikismál 'þessa rikis? Eru „dýfur” ykkar „niður” i innanrikisþras ýmissa þjóða það, sem þið óskið islenzkum stjórn- málum til handa i erlendum fjöl- miðlum? Getur ekki sama fréttin marg- endurtekin flokkast undir áróð- ur? Var kvikmyndin um Nixon i sjónvarpinu nýlega sönn „túlk- un” i anda höfundarins ameriska, eða var hún „misskilin”? Orkar tvimælis, að Watergate- málið er innanrikismál Bandarikjanna? Getur dulizt, að Solzhenitsyn- málið er innanrikismál Rúss- lands, þar eð það byggist á banni valdhafanna á útgáfu verka hans i Rússlandi, en þeir sömu vald- hafar láta afskiptalaust, jafnvel hjálpa honum til að koma þeim á framfæri erlendis, með þvi að gjöra hann — með verk sin — að eins konar útflut'ningsvöru? Ef bæði þessi mál eru innan- rikismál og opinská gagnrýni ykkar ekki i „vari” neinna alþjóðasamþykkta og meint sem aðvörun gégn endurtekningum, hafið þið þó ekki samt gjörst sekir um það, sem þið virðist telja stærsta brot allra brota i sam- skiptum þjóða, það að ein þjóð blandi sér i innanrikismál ann- arrar þjóðar? Erfurða að manni komi á óvart þetta nýja mat á refsingum, að það sé miklu ómannúðlegri og þyngri refsing að segja manni að „fara utan”, reka mann úr landi — með skotsilfur nóg” út i þann heim, hvar frelsið og réttlætið drýpur af hverju strái og beðið er með faðminn opinn eftir hetjunni góðu, heldur en hengja hann i heimahúsum, en svona glatt hafa ljós vitsmunanna og réttlætisins logað siðan Solzhenitsyn fór að heiman — var rekinn úr landi. Vitið þið, að ummæli ykkar um þessi mál kalla á ákveðna af- stöðu þessara þjóða gagnvart is- lenzku þjóðinni og að þær eiga að- 1 i v I í & I ■■ BBB .iV'-i-Ox'vSSx: : f ■ SSÍvS: eins um það tvennt að velja að taka ekkert mark á henni eða telja hana sér óvinveitta? Vittuð þið ekki Bandarikja- stjórn fyrir auknar hernaðarað- gerðir i Víetnam i desember 1972, gerði ekki Palme forsætisráð- herra Svia það lika, þótt væri hann hógværari? Þagði ekki Bandarikjastjórn þunnu hljóði við ádeilu ykkar, þótt ráðherra ætti þar einnig hlut i, þótt ekki væri hann forsætisráð- herra en kallaði sendiherra sinn heim frá Sviþjóð i mótmæla- skyni? Af hverju stjórnuðust þessi óliku viðbrögð Bandarikjastjórn- ar gagnvart þessum tveimur þjóðum fyrir sama verknaðinn? Er það ekki vilji islenzku þjóð- arinnar áð eiga vinsamleg skipti við allar þjóðir? Þjónar þessi framkoma þeirri ósk hennar og hagsmunum? Skipar þetta is- lenzku þjóðinni virðulegan sess meðal þjóða heimsins? Hafið þið umboð hennar til að kveðja þannig dyra á heimilum vinveittra þjóða? Hve stóran skammt þolið þið, þegar um er að ræða ihlutun ann- • arra þjóða um islenzk málefni eða að álit Islands biði hnekki að ykkar mati, þegar aðrir en þið eigið hlut að? Hvernig tókuð þið athugasemd- um Norðmanna um herstöðina á Miðnesheiði? Hvernig viðtökur fékk það hjá ykkur, þegar háttsettur embættismaður rússneskur leit- aði á fund islenzks ráðherra og lét á sér skilja, að það myndi mælast vel fyrir, ef islenzka þjóðin sýndi hófsemi i gagnrýni á viðkvæmu innanrikismáli þjóðar hans? Skiptir það ekki máli, hvernig vegið er að ranglætinu? Má handahóf og tilfinningaofsi ráða? Er það ekki þess vert að hafa i huga, að illu verður ekki útrýmt með illu, fremur en myrkri verð- ur eytt með meira myrkri? Verð- ur ekki jákvætt mótvægi lausnin? Ykkur sem allir segist vilja herstöðvalaust ísland, greinir að- eins á um tlmann. Teljið þið það þjóna þeirri hugsjón, að ala á sundurlyndi með þeim, sem einmitt eiga stærstan hlutinn að tilvist herstöðvanna? Myndi ekki fullkomin samvinna þessara aðila orka meira um afnám þeirra? Væri ekki vitur- legra að leggja lóð á þær vogar- skálar I stað þess gagnstæða? Er það ekki kátbroslegt, að meðanleiðtogarBandarikjannaog Sovétrikjanna vinna i bróðerni að þvi að „þiða” sambúðina milli þessara stórvelda og sjálfur Brésneff hefur sagt, að sóknin gegn Nixon heima fyrir sé einmitt vegna þessarar viðleitni hans, að litlu, saklausu „dúfun- um” okkar islenzku skuli ekki finnast það klæða sig betur að flögra um axlir ritarans og for- setans en „fiðra” sig upp með haukum? Þið, sem setjið heimsmet i innanrikisdeilum, eigið þið ekki að vita, að þann hátt má ekki á hafa, þegar I hlut eiga aðrar þjóð- ir, þótt stjórnarfar þeirra finni ekki náð fyrir augum ykkar? Hvernig myndi heimurinn lita út, ef þið, sem svona beitið fjöl- miðlunartækjunum, hefðuð i fór- um ykkar atómsprengjur, eld- flaugar og völdin i Hvita húsinu og Kreml? Hvi ekki að gagnrýna hóflega með ofurlitlu ivafi af velviija, leiðbeiningum og ást? Hverju þjónar þessi mikli áróð- ur gegn þessum forusturikjum heimsmálanna, sem allt mann- kyn getur fyrr en varir átt lif sitt að launa — eða tapa, ef þau standa ekki saman. Hefur gleymzt, að þessar þjóðir „sneru bökum saman” til að bjarga mannkyni öllu frá valdi verra þeirra eigin — hverju þó er ábótavant? Hver getur verið viss 'um það nú, að svipuð heimsstaða komi ekki upp aftur og það i stærri mæli? Hver getur sagt um, að Indverjar, Pakistanir og Japanir fari ekki að „rækta” kjarnorkuvopn , eins og Frakkar og Kinverjar, þrátt fyrir bann á framleiðslu þeirra, og hverjir verða á hverjum tima vinir hverra? Standa ekki Bandarikin og Rússland, þjóðir þeirra og menning okkur nær en Japanir, Indverjar og Kinverjar — þótt forn menning þeirra sé sjóður, sem þakka ber? Vildum við skipta á sambýlisfólki? Gæti ekki sá möguleiki i tafli heimsmálanna komið upp, að Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið, — hverra hugtök og heiti blaka ekki rómantiskum vængjum Þor- steins: „Árdagssól og aftann þar eiga stóla saman”, — þyrftu i annað sinn, „að eiga stóla saman” eins og i siðustu heims- styrjöld, og þá jafnvel i hærra veldi, en rómantlk Þorsteins, þegar sköpunarundur fram- vindunnar gjörir innri rök and- stæðnanna að valdi, sem sker úr um lif eða dauða á jörðunni? Getur þá ekki verið, að sá sé kosturinn vænstur, að fárast ekki um þann hátt mála, sem búið hef- ur íslandi þá kvöð, að þola nokkra samvist með þessum aðilum, svo sem NATO-,,stól” á Miðnesheiði? Myndi ekki það viðhorf til heims- málanna fremur horfa til friðar en ófriðar, og vera i samræmi við að flana ekki að neinu, en fara að öllu með gát? Sizt mætti þó það henda, að mannkynssagan greindi frá, að litil þjóð við yzta haf hefði skorizt úr leik og orðið það draugapeð, er sköpum renndi á yztu nöf i ör- lagarikasta tafli, er mannkynið hefði háð fyrir lifi sinu á þessari jörð. Ég bið rómantikina afsökunar, en heilinn ræður hér enn, hjartað ræður seinna. Meðan mennirnir óttast svo mjög hver annan, að hvað lítið bæjarfélag sem er hefur lögreglu til öryggis, er þá að undra þótt stærri einingar heimsbyggðar- innar, þjóðirnar, þurfi á sinni lög- gæzlu að halda? Hér er grundvallartilefnið það sama, aðeins nafnið herstöðvar i stað lögreglustöðva. Báðar gjöra vald sitt og tilgang gildandi, þeg- ar öryggi einhverra er ógnað, og einingarnar stækka, þegar þjóðir standa saman um herstöðvarnar (löggæzluna). Þannig er þessi hlið sambýlis þjóðanna byggð upp, með löggæzlu-,,verum” um alla jörðina. Spurningin er aðeins þetta: Hver á að vernda hvern og fyrir hverjum? Að ein þjóð eða riki geti vænzt þeirra forréttinda, að þurfa ekki að hugsa fyrir sliku öryggi eða taka þátt i þvi með öðrum, getur aðeins gjörzt með þvi, að sú þjóð leggi fram þann hlut, er mann- kyni öllu yrði tileinkaður, og hafi skilyrði til að geta það. Þann hlut hef ég ætlað islenzku þjóðinni, eins og siðar skal vikið að nánar i þessari grein. Grein II. Þegar tekin eru mið af heims- málunum, blasa við hrikalegir at- burðir, sem geta hlaðizt upp, þar til litil kveikja, litið peð I tafli stórveldanna skipta sköpum og friður rofnar um alla jörð. Þið stillið atburðunum upp i andstæður, i stað þess að lita á málin I heild. Þið sláið eign ykkar hver á sinn aðila og hefjið sjálfir striðið. Það er of mikil fyrirhöfn að leita orsaka, afleiðinga og úr- lausna og gefa báðum rétt að vissu marki. Þið smeygið af ykk- ur vandanum, — þið „takið upp léttara tal”, hvar hæst ber Water- gate-Solzhenitsyn-cockteilinn og herstöðina á Miðnesheiði, hvað allt hefur orðið ykkar sá pólitiski svaladrykkur, sem þið hafið dval- ið við mánuðum og árum of lengi. Miklir þjóðlegir viðburðir, svo sem i hönd farandi hátið, orka alltaf örvandi á allar fram- kvæmdir. Rökrétt væri þvi, að höfuðborgin græna og rikið allt gerði ykkur viðfeðmari „leik- vang” en nokkru sinni fyrr — svo björtu ljósin fengju betur skinið. Með réttu gætuð þið bent á, að hann þyrfti ekki að verða dýr, þvi „geimin” myndu ekki stiga hátt, svo alveg mætti t.d. spara girðinguna um hann, engin hætta heldur á, að „krakkarnir stykkju” að heiman, þeir eru ekki með draumóra skáldsins: „Út vil ég, svo langt, langt, langt.” Nei, þið dunduðuð bara rólegir við sandkassana ykkar Watergat- ið og réttarfarið rússneska og unduð glaðir hver við sitt. „Ekkert nýtt frá —- ekkert að gerast á Vesturvigstöðvunum.” Hér hefur það hent, sem oft vill verða, að saklausir gjalda sekra. Gagnrýnin, sem i eðli sinu er einn af höfuðþáttum heilbrigðrar — þróunar þjóðfélagsmála og heimsmála, ef viturlega er beitt, fær þá meðferð i framan- greindum spurningum sem væri hún boðflenna i samskiptum manna. En henni eru þeir mögu- leikar búnir að geta orðið isköld og eldheit, beittari en sverð, mild sem vorblær og miskunnarlaus sem náttúruöflin sjálf. En vart verður framangreind gagnrýni fjölmiðlanna hér flokkuð undir neitt af þessu. Hún býr ekki yfir neinum raunverulegum tilgangi, þar af leiðandi ekki neinum jákvæðum árangri, langtum fremur neikvæðum, eins og bent hefur verið á. Þetta er kannski velviljuð en vanhugsuð viðleitni til að gera illt skárra, en hlýtur að misheppnast, þvi grundvöllur- inn er ekki til og „bróðir að baki” enginn, og er þá komið að þeim kjarna, er framanritaðar spurningar og hugleiðingar eiga rót sina i, en það er þörfin fyrir það föðurhús, sem mannkynið i vanda sinum gæti leitað til. Það þarf heinismiðstöð grund- vallaða á siðgæði og andlegum visindum, setna umbjóðendum mannkynsins alls, án tillits til kynþátta, stjórnmála og trúar- bragða, til að næta óréttlætinu, sem þjáir hein.inn i dag. Heiminn vantar stofnun, þar sem óttanum /rði eytt, sem er sá „jarðvegur” eðli mannanna, er 90% styrja da, heimsglæpa- manna og rr innréttindabrotanna vex úr. Hor m þarf að breyta til jákvæðs li' viðhorfs með örugg- ari og rutlátari heimsstjórn. Eyðing ót'ans er eina raunhæfa afvopni'";:i. Það má ekki „kylfa ráða kasti” um það, hvort upp kemst eða ekki um mannréttindabrotin og jafn- vel þjóðamorð. Það er til of mikils ætlazt, að einstaklingar þeirra þjóða, er liða undir oki harð- stjórnar sinna eigin stjórna, — þeirra sé að kæra út i bláinn i form bóka eða bréfa, vitandi urn þá jttu, að verða dæmdir böðlar sinnar eigin þjóðar, hvað þeir vel gætu orðið réðu uppljóstranir þeirra örlagariku afhroði i heimi á helgöngu óttans. Hér þarf annað og meira að koma til. Fjölmiðlunaróskapnað- ur heimsins mengaður þröngum hagsmunasjónarmiðum allt of margra eininga er sú martröð heimsmálanna, sem eykur glund- roðann, ófriðinn og örbirgðina. FJÖLMIÐLUNARMIÐSTÖÐ, sem mælir fyrir mannkyn allt, er sú stofnun, sem heiminn vantar. Það framtak, sem sker úr um eðlilega þróun mannkynsins, er, að sú vitund um réttlæti og sið-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.