Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 19. júni 1974 TÍMINN 21 gæði, sem blundað hefir með kynslóðunum frá örófi aldanna og rumskað, — jafnvel oft risið hátt i dulspeki, trúarbrögðum og heimspeki, verði búin skilyrði til að vaxa að vizku og mætti til að leiða mannkynið út úr ógöngun- um til farsælla lifs, en þeim möguleika yrði bezt fyrir séð með þeirri stofnun, sem hér hefur verið nefnd HEIMSMIÐSTÖÐ SIÐGÆÐIS OG ANDLEGRA VIS- INDA, hverrar föðurland yrði það eitt þar sem heimsbyggðin er öll og hverrar þegnar mannkyn allt. Slik FORSJÁ þjóðanna yrði þvi vaxin að greina, hvaðan stæðu breiðustu spjótin ranglætis og hermdarverka, sem yrði að sliðra eða sveigja frá dauðanum til lifs- ins. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, sem hafa bjargað heiminum frá vonlausu öngþveiti, hafa þó ekki náð lengra en geta aðeins orðið „deild” i miklu gagngerðara heimsskipulagi, sem þróunin á jörðunni, hrópar nú á ákafar en nokkru sinni fyrr. Ef mannkynið á ekki að verða skipreika á svo ört vaxandi koll- steypum framvindunnar miklu, þá er úrkostur þess sá einn að grundvalla heimsstjórnina á há- þróaðri heimspeki, siðgæði og andlegum sem efnislegum visind- um. Fyrir 12 árum eða 1962 sendi ég Alþingi Islendinga, sérprentaða ritgerð, er ég nefndi SAMEINAÐ MANNKYN, þar sem ég lagði til, að islenzka þjóðin hefði forustu um þá þróun, er að framan grein- ir. Þar segi ég meðal annars um grundvöll HABORGAR AND- LEGRAR MENNINGAR: ....„Skilyrðin fyrir að reist yrði slik stofnun eru að þjóðin samein- ist um aö leggja allan sinn þunga á vogarskálar friðarins og reyni að sætta þau striðandi öfl, er frið- inum ógna. Sú eining krefst eftirfarandi skilyrða: Að eyða með þjóðinni öllu þvi, er telja mætti ofstækis- fulla þjóðernishyggju. Uppræta allan áróður með eða móti einstökum rikjum, svo og með eða móti heimskommúnisma eða herstöðvum, —sem hvorugt hefur tilgang lengur er þar til samræm- ing hinna mismunandi sjónar- miða hefur tekizt — og verjast öllu þvi, er teljast mætti ásælni erlendra rikja til beinna yfirráða yfir landi og þjóð, ekki vegna venjulegra þjóarhagsmuna einna né til að sýna andúð á hlutaðeig- andi rikjum eða stjórnskipulagi þeirra^ heldur til að ná þeirri jafnvægisstöðu, sem nauðsynleg er þeim, er koma eiga á sættum milli striðandi aðila. Lýsa yfir al- gjörri fordæmingu á styrjöldum, mannvigum og morðum, undir hvaða kringumstæðum og i hvaða tilgangi sem þau eru framin, og gjörast miöstöð allra þjóðasnill- inga i visindum og andlegri menningu i þjónustu friðar, til út- rýmingar hungri og sjúkdómum og til að efla andlega og likam- lega mannrækt. Þetta er sá siðferðis- og hugsjónagrundvöllur, sem HA BORG ANDLEGRAR MENNINGAR yrði að hvila á. Þar sem ég nú stend á „KAMBABRON” islenzkra, heimsmála þá er sjóndeildar- hringurinn þrengri, en sá er ég ætlaði Islenzku þjóðinni i nefndu erindi minu SAMEINAÐ MANN- KYN. Þegar frá er skilið mikilvægt framla^ íslands i hafréttarmál- um blasir við þetta uppblásna pólitiska láglendi, og örnefnin tvö, Watergate og Solzhenitsyn, umlukt þvi andrúmslofti, sem fjölmiðlunin góða hefur búið hlut- aðeigandi þjóðum, — imynd þess framlags, sem frá Islandi hefur borizt til sátta og bætts sambýlis þessara stórvelda. ÍSLENZKA ÞJÓÐIN stendur nú andspænis stærri ákvörðun en hún gjörir sér grein fyrir, og vegna hefðbundins vana má vænta þess, að hún tengi hana of mörgum aðilum i stað þess að miða hana við heiminn allan, og þar af leiðandi yrði henni ekki ljóst, hvort hugsjóninni friður i heimiyrði hagstæð eða óhagstæð burtvisun varnarliðsins eða her- stöðvarinnar, eins og það er kall- að I daglegu tali, en ég hef kosið i þessari grein nöfnin NATÓ- STÓLL eða GÆZLUVER. Þjóðin verður að taka úrslita- Lántaka Reykjavíkurborgar: NÍU MILLJÓNIR BANDARÍKJADALA BORGARSTJÓRINN i Reykjavik undirritaði i dag i New York f.h. Reykjavikurborgar og Hitaveitu Reykjavikur lánssamning að fjárhæð 9.000.000 dollara. Lán þetta var boðið út á banda- riskum fjármagnsmarkaði meðal valinna aðila að fengnu samþykki Seðlabanka tslands og viðskipta- ráðuneytisins. Lánið er án rikisábyrgðar. Lánveitendur eru Etna Life Insurance Company, The Western Saving Fund Society of Philadelphia og Business Men’s Assurance Company of America. Við lántökuna naut Reykjavikurborg aðstoðar Landsbanka ÍSlands, Smith Barney & Co„ New York og Citi- corp, London, sem er dótturfyrir- Bæjarstjórn tæki First National CITYBANK New York. Lánið er til 15 ára og af- borgunarlaust-fyrstu 3 árin, en hraða má afborgunum ef Reykja- vikurborg óskar. Vextir eru 9.5%. Fyrri hluti lánsins $ 5.000.000 verður hafinn á þessu ári, en siðari hluti á næsta ári. Lán þetta er tekið vegna hita- veituframkvæmda i Reykjavik, Kópavogi, Garðahreppi og Hafn- arfirði. Engan í útlegð til Ástralíu x-B Þrír hestar töpuðust undan V-Eyjafjöllum. Hafa sennilega haldið i vestur-átt (en er þó óvitað) saman eða einstakir. 1. Jarp-blesóttur, glaseygöur á öðru auga meö stutt ljótt, tagl. 2. Brúnn, stór með mjög litla stjörnu. 3. Jarpur, snyrtilegra klipptur, hástigur. Upplýsingar i sima 1-38-51. Skrifstofustarf Óskum að ráða strax skrifstofustúlku, vana vélritun, til starfa á skrifstofu fé- lagsins, Fornhaga 8. Upplýsingar i sima 2-72-77. Barnavinafélagið Sumargjöf. Keflavíkur: aðilar í meirihluta BH-Reykjavik. — Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Kefla- vikur tilkynntu Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn, að þeir myndu halda áfram þvi sam- starfi, er þeir höfðu siðasta kjör- timabil, og vinna á grundvelli málefnasamnings á sama hátt og þá var gerður. Gafst samstarf þetta Keflvikingum mjög vel, og var siðasta kjörtimabil hið blóm- legasta i sögu bæjarins. Bæjar- stjóri var endurkjörinn Jóhann Einvarðsson. ákvörðun um það nú, hvort hún vill leyfa þessu gæzluveri NATO búsetu áfram eða hún telur frið- inn I heiminum bezt tryggðan af sinni hálfu með þvi að rýma nú þann stað, hvar stöðin áður var og Miðnesheiöi heitir, og friða til sauðbeitar aðeins. Hve harkalegt sem það þó er, verður ekki þeirri staðreynd neit- að, að heimurinn er verndaður með vopnum. HEIMSFRIÐURINN þarfnast herstöðvanna enn, annað er ó- raunhæf óskhyggja. Þær bliva, þar til óttanum er eytt — með FRIÐI. NATOSTÓLL á Miðnesheiði þjónar þvi takmarki. Ég tek mér leyfi að vekja athygli á sérprentaðri ritgerð frá 1972, er ég sendi Alþingi Is- lendinga i april/maí 1973 og nefndi HEIMSMALIN OG IS- LAND. Fæst hjá Eymundsson, i ísafold og hjá Lárusi Blöndal. Jóhann M. Kristjánsson. 10. apríl 1974. Fró Félagi Nýalssinns Almennur fræöslu- og miðilsfundur verður haldinn i stjörnusambandsstööinni að Alfhóls- vegi 121,1 Kópavogi, i kvöld 19.júni kl. 21.00. Erindi: Sambönd viö framliðna vini. Miðilsfundur. Miðill: Sigriður Guömundsdóttir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórn Félags Nýalssinna. Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBiLA, JEPPA- OG VORUBiLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ MÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. j ARMDIA7*3050I&84844 Boimmar býður 5 gerðir vasa-rafreikna: EIN ÞEIRRA HLÝTUR AD HENTA YÐUR! MX20 + — x -4-, fIjótandi komma, sjálfvirkur konstant, keðjureikningur, 8 skýrir stafir, algebru locaritmi, innbyggð hlíf yfir leturborð. MX50 -j----x -f-, fljótandi komma, sjálfvirkur konstant, keðjureikningur, 8 skýrir stafir, algebraic logic, prósentulykill, spennubreytir, bólstruð leðurtaska. MX75 + — x -f-, fljótandi komma, sjálfvirkur konstant, keðjureikningur, 8 stórir stafir, algebraic logic, prósentulykill, mynni, spennubreytir, bólstruð leður- taska. MX80 H----x -f-, fljótandi komma, keðjureikningur, algebraic logic, prósentulykill, sérbyggður konstant, 10 stórir stafir, plús og mínusútkoma, spennubréytir, bóistruð leðurtaska. MX100 visindavél með hornaföllum, logaritma, gráðum, bogum. Því ekki að líta inn og skoða úrvalið Mest seldi vasa-rafreiknir í USA ÞOR HF REYKJAVÍK SKÓLAVORDUSTÍG 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.