Tíminn - 19.06.1974, Síða 13

Tíminn - 19.06.1974, Síða 13
Míðvikúdagur 19. lönr Í9T4' TÍMÍflfsí 7‘ ÍSi* 2Z \ HINN 18. júní 1924 — fyrir réttum 50 árum — tók Kaffibrennsla 0. Johnson & Kaaber til starfa og leysti þar með af hólmi eitthvert algengasta heimilistæki þeirra daga — litlu kaffikvörnina, sem til var á svo að segja hverju heimili í landinu. Þá þegar náði RÍÓ-kaffið frá kaffi- brennslu okkar slíkum vinsældum, að sá hópur hefur jafnt og þétt farið vaxandi, sem aldrei hefur viljað annað en Kaaber-kaffi. Þessi kaffibrennsla fullnægði eftirspurninni um tíma, en þó fór svo eftir aðeins 12 ár, að hún varð að fá nýtt húsnæði og var hún þá flutt í Höfðahverfi. Árið 1952 kom verksmiðjan í Sætúni svo til sögunnar. Hún starfaði þar í 15 ár, en þá var hún flutt í nýtt húsnæði við Tunguháls í Árbæjar- hverfi. Nýja kaffibrennslan þar fullnægir nú kaffiþörf meira en helmings landsmanna, enda stærsta kaffibrennsla landsins og með fullkomnasta vélakost. Hún tryggir nú íslendingum 400,000 bolla af Ijúffengu kaffi á degi hverjum. Þessi kaffibrennsla hefur líka gert okkur kleift að fjölga þeim tegundum, sem kaffivinir geta gætt sér á, því að fyrir utan vinsælustu tegundina — RÍÓ í bláröndóttu pokunum — höfum við nú einnig á boðstólum SANTOS, MOKKA og JAVA-blöndur, en allar þær tegundir standast samjöfnuð við það bezta, sem á boðstólum er hvarvetna af þessu tagi, enda hráefni allra tegunda 1. flokks. Vinsældir Kaaber-kaffis koma bezt fram. í því, að þess er neytt, hvort sem er í dagsins önn — heima eða heiman — og á hátíðastundum. Látið keiminn af Kaaber kaffi breyta hversdagsins önn í hátíðarstund. 400.000 bollar af kaffi á dag 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.