Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 20
GBÐI fyrir yóúun nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS SIS-FOMJll SUNDAHÖFN Meginstoðir velmegunarinnar í landinu: Þrek og áræði fólksins - stuóningur stjórnarvalda Þessi mynd talar ótvlræðu máli um samstarf fólksins og stjórnarvaldanna sfðustu þrjii árin: Landhelg- in var færð út, fiskimiðin og yfirráðin yfir fiskstofnunum helguð tslendingum, fiskiskipaflotinn endur- nýjaður á myndarlegri hátt en nokkru sinni fyrr, og alls staðar er önn og starf, einnig þar sem áður var sifeiit atvinnuleysi. Afmælisveizla í Grímsey á fimmtudag: SKIP MEÐ 70-80 MANNS í HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI GJ—Grimsey—SJ—Reykjavik. Á fimmtudaginn verður mikil af- mælisveizla i Grimsey, sem þátt munu taka i allir Grimseyingar og um hundrað manns frá megin- landinu. Elzti Grimseyingurinn, Inga Jóhannesdóttir, verður hundrað ára þann dag, þann 20. júni. Inga er blind orðin, en að öðru leyti ern. Dagurinn verður sannkallaöur hátiöisdagur i eynni, og leggst öll vinna niður a.m.k. siðdegis. Fyrir hádegi verður afmælis- messa i kirkjunni og verða þar þrir prestar. Þeir eru sr. Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup, sr. Friðrik Friðriksson fyrrum prestur á Húsavik og sr. Björn Jónsson núverandi sóknarprestur á Húsavik. Inga Jóhannesdóttir er trúuð kona og kirkjurækin og þótti þvi vel við hæfi aö hafa guðs- þjónustu á afmælisdegi hennar. Um miðjan daginn verður siðan veizla i félagsheimilinu, sem Grimseyjarhreppur heldur. í tilefni afmælisins mun hafa verið safnað fé til kaupa á pianói i félagsheimiliðog til kaupa á fleiri gripum. t gær var okkur tjáð, að niðjar Ingu væri þegar farnir að tinast til Grimseyjar að vitja um hana á afmælinu, og á fimmtudagsmorg- un kemur skip með 70-80 manns, flest niðja hennar og maka þeirra, svo óvenju fjölmennt Frh. á bls. 6 Hver vill taka þd áhættu að rjúfa þetta samstarf og hreppa „viðreisn"? JH-Reykjavik. — Enginn maður getur borið á móti þvi með nokkr- um sanni, að fiskimannabæirnir og útgerðarstaðirnir eru megin- stoðir og burðarásar þjóðfélags- ins. Við störf fólksins þar, bæði á sjó og landi, verður til obbinn af þeim milljörðum, sem fylia gjaldeyrissjóði islendinga, og án þeirra lækkaði fljótt risið á öllum öðrum þáttum þjóðlifsins. Þetta hefur núverandi rikisstjórn skilið til hlitar og hagað sér sam- kvæmt þvi, og þegar ekki hefur staðið á skilningi og stuðningi stjórnarvalda, hefur þrek og dug- ur fólksins samstundis birzt i meiri verðmætaöflun en nokkru sinni og stórfelldum framkvæmd- um um land allt. t tið ,,viðreisnar”-stjórnarinn- ar var „hóflegt atvinnuleysi” eitt af undirstöðuboðorðunum i stjórnlistinni. Allan þann tima, er hún sat að völdum, var ekki svo mikið sem við þvi hreyft i orði, hvað þá að eitthvað væri aðhafzt, til þess að færa út lendhelgina og tryggja það, að landsmenn nyti fiskstofnanna á miðunum og hefðu vald á þvi, að þeim væri ekki eytt. Ekkert var hirt um að endurnýja fiskiskipaflotann, og ekkert var gert af hálfu stjórnar- valda til þess, að frystihúsunum og vinnslustöðvunum yrði komið i það horf, sem erlendir viðskipta- vinir okkar kefjast. Afleiðingin varð kyrrstaða, deyfð og von- leysi. Heill áratugur glataðist bæjum og byggðum, og viða var ekki aðeins eðlileg þróun heft, heldur varð sums staðar megn afturför. Álagahamnum svipt burt Með tilkomu vinstri stjórnar- innar var hjólinu snúið við, eins og hver einasti maður veit og sér. Landhelgin var færð út, þótt við ramman reip væri að draga eftir afsalssamninga þá, sem „við- reisnar”-stjórnin gerði við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961. Hafin var stórfelld endurnýjun flotans með kaupum á nýjum og hentug- um fiskiskipum og ráðizt i nauð- synlegar endurbætur á vinnslu- stöðvunum. Jafnskjótt og fólkinu stóð til boða liðveizla og fyrirgreiðsla stjórnarvalda hófst blómaskeiðið, atvinnubyltingin mikla, dugur manna fékk notið sin og allir fengu nóg að starfa. Nýhýsi þjóta upp eða eru i undirbúningi i þorp- um og kauptúnum, þar sem skóflu hafði tæpast verið stungið i jörðu öll ,,viðreisnar”-árin, og götur hafa verið malbikaðar eða þaktar oliumöl og hafnir stórlega bættar. Dulmál „viðreisnar”- flokkanna nú Þegar bjartsýnin tók völdin i hugum fólksins, heyrðist helzt úr herbúðum gömlu „viðreisnar”- flokkanna i Reykjavik, fjas um það, að allt of mikið væri keypt af fiskiskipum og engin hemja á þvi, I hve mikið væri ráðizt. Þegar skotið var á brezka togarann Everton ruku ,,viðreisnar”-for- ingjarnir, sem sváfu á land- helgismálinu á annan áratug, upp til handa og fóta og fordæmdu þetta, og nú snýst boðskapur þeirra um eitthvað, sem á dular- fullu máli — sjónvarpsmáli — heitir „samræmdar heildarað- gerðir i efnahagsmálum”, en er i reynd, þegar réttum dulmálslykli er beitt, hið sama og „hóflegt at- vinnuleysi” á ,,viðreisnar”-árun- um. Eigum við að hætta á breytingu? Ótvirætt er og óumdeilanlegt, að fólkið i landinu hefur lyft grettistaki á siðu^tu árum með tilstyrk og fyrirgreiðslu núver- andi stjórnarvalda og allt fengið nýtt yfirbragð. Til samanburðar eru svo ,,viðreisnar”-árin, sem öllum eiga enn að vera i fersku minni. Hvernig eru svo rökstudd- ar ályktanir þeirra, sem kunna að vilja fela ,,viðreisnar”-flokkun- um forsjá lands og þjóðar á ný, fórna þvi, sem við höfum og þekkjum, og kjósa það, sem leyn- ist á bak við dularfull orð eins og „samræmdar heildaraðgerðir”, einkum þegar litið er til þeirra lýsinga, sem birzt hafa i Morgun- blaðinu i efnahagsmálum siðustu daga, og geta varla átt öðru að þjóna en réttlæta fyrirfram harkalega kjaraskerðingu, ef völdin falla honum i hendur. Rannsakdr tjón af völdum vargfugls SJ-Reykjavik. Töluverð brögð eru að þvi að bændur kvarta undan tjóni á búpeningi af völdum hrafns og svartbaks, m.a. munu kvartanir hafa borizt úr Holtunum. Menntamála- ráðuneytið hefur þvi ráðið Arna Heimi Jónsson lif- fræðing til að fara um landið i sumar um þriggja mánaða skeið til þess að safna upp- lýsingum um tjón af völdum þessara fugla og gefa ráðu- neytinu skýrslu um þau, svo og að gera tilraunir til fækkunar þessum fuglateg- undum. Mátti fólkið ekki flýia land? Hagsæld í heimabyggð x-B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.