Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 14
18 TÍMÍNN — Það fær enginn að vita þetta frá mér, sagði Helga. Henni datt í hug, að Eiríkur hefði á einhvern hátt gerzt brotlegur við lögin. Þegar hún var lítil, var þarna vondur maður — Jón Sturluson hét hann — og nafn hans lifði á vörum fólksins. Hann umhverfðist, þegar hann drakk áfengi. Einu sinni fór hann út á f jörðinn með öðrum sjó- manni. Þeir höfðu drykkjarföng með, og þegar báturinn sneri aftur, var Jón Sturluson við árarnar, en félagi hans lá ofan á veiðinni með norskan fiskahníf í hjartastað. Jón hló og söng og slóst við mennina, sem ætluðu áð taka hann. Hann komst undan og upp í f jöllin, og þar faldist hann vikum saman áður en hann var tekinn. Þetta var eina skiptið, sem Helga vissi um, að maður hafði neyðzt til að fela sig. Henni datt í hug, að Eiríkur hefði gert eitthvað af sér, enda þótt hún gæti ekki hugsað sér, hvað þaðgæti verið — og hún spurði einskis heldur — en hún var sannfærð um, að það gæti ekki verið neitt ódæði eins og Jón Sturluson hafði drýgt. Hún kenndi innilega í brjósti um Jónas, sem sat þarna svona hnípinn og fitlaði við veiðarfærin. Tárin stóðu í augum hennar, og hún gekk til hans og lagði höndina á öxl hans eins og til að hugga hann. Jónas hrökk við, og hann dró hana að sér. Hann var ekkert að hugsa um ást. Ögæfa Eiríks hvíldi svo þungt á honum, að aðrar hugsanir komust ekki að, en þó þrýsti hann henni fast að sér andartak. Hann hafði glatað Eiríki, og andartak fannst honum eins og drottinn hefði sent honum Helgu. Hún sýndi honum enga mótspyrnu, en þegar hann sleppti henni, gekk hún í burtu frá honum og tók að laga til. Meðan hún sýslaði við það, sagði hann henni f rá ferð- inni, sem hann ætlaði í daginn eftir. í vasanum var hann með brauðið, sem hann hafði keypt, og meðan hann talaði, tók hann það upp úr vasan- um og borðaði það utan við sig. • Þegar Helga hafði lokið störfum sínum, litaðist hún um. Þegjandi gekk hún út, en kom aftur að vörmu spori með litla olíueldavél, sem hún hafði fengið að láni hjá einhverjum nágrannanum. — Ég sagði, að okkar væri biluð, sagði hún, en um leið og ég er búin að hita kaf f ið, verð ég að skila henni, svo að þú verður að kaupa nýja í verzluninni. Hann hjálpaði henni við að kveikja á vélinni, og þegar ketillinn var kominn yfir, fór hún út til að kaupa kaffi, sykur og egg. Hún bar ekki fram neina spurningu varð- andi Eirík, og minntist ekki orði á þetta. Hún reyndi hins vegar að gera það, sem hún gat fyrir Jónas, og hún gleymdi ekki neinu. Hún minnti hann á, að hann vantaði teppi og sæng, og bauðst til að kaupa þetta fyrir hann. Síðan fór hún, en Jónas borðaði matinn, sem hún hafði framreitt, og drakk kaffið með. Hann tók þá ákvörðun, að það væri bezt að fara á sjó með Jóni. Það myndi eyða tímanum og minnka mögu- leikana á að hitta Svölu. Hann hafði lofað að segja henni þetta, og hann ætlaði líka að gera það, en hann ætlaði að fresta samtalinu þangað til hann væri að leggja af stað til Reykjavíkur. Þegar hann hafði lokið við morgunverðinn, gekk hann útog áleiðis niður í f jöru. Fyrsta manneskjan, sem hann mætti, var Svala. Hún hafði ekkert sofið. Hún var óróleg yfir f jarveru Eiríks, og hvernig hann hafði horfið á brott án þess að segja eitt einasta orð. Hún hafði enn ekki heyrt af orð- rómnum, sem gekk um plássið, að séra ólaf ur hefði hitt hann uppi í dalnum. Hún vissi það eitt, að Eiríkur var farinn í einhverjum viðskiptaerindum, og hafði ekki sagt henni frá því, að hann væri að fara. — Þú er snemma á fótum, sé ég, sagði hún. Mér datt í hug að líta á sjóinn, og ég hugsaði sem svo, að þá hitti ég kannski þig eða Eirík. Er hann ekki kominn til baka enn- þá? — Nei, hann er ekki kominn til baka, svaraði Jónas. Skelfing þess að þurfa að segja henni þetta hafði aldrei virzt honum skelf ilegri en einmitt nú, þegar hann stóð andspænis henni í sólskininu. Hann var algjör hug- leysingi. Það var nógur tími til að segja henni það, áður en skipið færi til Reykjavíkur, svoað hann sló því á f rest. Svala hikaði andartak, áður en hún tók aftur til máls. Svo sagði hún: — Hann sagði mér ekki, að hann væri að f ara og hann hef ur líklega ekki heldur sagt þér frá því? Manstu ekki, að þegar ég leit inn til þín í fyrradag, sagðir þú, að hann kæmi fljótt aftur. — Hann sendi mér skilaboð um, að hann væri í við- skiptaerindum, sagði Jónas. Hann hefur svo mikið að hugsa um í sambandi við nýja bátinn, sem hann er að fá frá Reykjavík. — Sendi hann boð til þín? — Já, svaraði Jónas, og fann til dýpstu fyrirlitningar gagnvart sjálfum sér. Svala sagði ekki fleira en hélt áfram leiðar sinnar. Jónas horfði á eftir henni og gekk síðan niður í f jöru, þar sem Jón var að gera klárt. Ungu stúlkunni var afar órótt innan brjósts. Úr því að Eiríkur hafði sent Jónasi skilaboð, af hverju hafði hún ekkert heyrt f rá honum? Hún var of stolt til að spyrja, en henni fannst hún sniðgengin. Það voru þó enn verri at- burðir á döfinni. Miðvikudagur 19. jlíni 1974 ill liiii Miðvikudagur 19. júni 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi.Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Gústav Mannerheim marskálkur.Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur flytur er- indi. Það er inngangur að þýðingu hans á köflum úr endurminningum Manner- heims, er verða eftir það lesnar sem siðdegissaga. 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Litli barnatiminn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Landslag og leiðir.Einar Þ. Guðjohnsen talar um leiðir úr Þórsmörk. 20.00 Samleikur I útvarpssal. Marilyn Gibson Secor og Guðrún Kristinsdóttir leika Sónötu i B-dúr fyrir fiðlu og pianó eftir Mozart. 20.20 Sumarvaka a. Snjóflóðið i Goðdal 12. desember 1948. Frásaga eftir Sigurð Rós- mundsson. Auðunn Bragi Sveinsson flytur. b. Tvö kvæði um Jökuldalsheiði. Höfundurinn, Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi, flytur. c. Hún hefur lifað eina öld af ellefuSéra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup talar um Ingu Jóhannes- dóttur i Grimsey. d. Ein- söngur.Svala Nielsen syng- ur lög eftir Sigurð Agústs- son, Eyþór Stefánsson, Emil Thoroddsen og Sigfús Einarsson, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 21.30 trtvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” eftir Francis Scott Fitzgerald.Þýðandinn, Atli Magnússon les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veður- fregnir. Bein lina. Tveir fulltrúar rauðsokkahreyf- ingarinnar, Helga Sigur- jónsdóttir og Lilja Ólafs- dóttir svara spurningum hlustenda. Stjórnendur þáttarins: Árni Gunnarsson og Vilhelm G. Kristinsson. 22.40 Nútimatónlist Halldór Haraldsson ræðir við Her- bert Hriberschek Agústs- son. Leikin verða 12 verk eftir hann. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. júni 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 í sókn og vörn (stjórn- málaumræður) ,Bein útsending úr sjónvarpssal. i umræðunum taka þátt tals- menn þeirra fimm stjórn- málaflokka, sem bjóða fram i öllum kjördæmum landsins við alþingiskosn- ingarnar 30. júni næstkom- andi. Hver um sig svarar spurningum, sem spyrj- endur, valdir af hinum fjórum umræddra flokka, leggja fyrir þá. Gert er ráð fyrir að talsmaður hvers flokks sitji fyrir svörum i 20 minútur. Umsjónarmaður þáttarins af sjónvarpsins hálfu er Eiður Guðnason. 22.20 Fleksnes Norskur gamanleikjaflokkur, byggður á leikritum eftir Ray Galton og Alan Simpson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Ég á réttinn Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.