Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.06.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 19. júni 1974 Ávarp forseta íslands á Austurvelli 17. júní 1974 Góðir áheyrendur, Enn einu sinni söfnumst vér saman hér á Austurvelli i miöri höfuðborg landsins, við styttu Jóns Sigurðssonar forseta, i góðr- ar minningar skyni á þjóðhá- tiðardegi. Hvergi gæti minnis- merki vors mesta manns verið betur i sveit sett, með Alþingis- húsið fram undan, þar sem lög- gjafarþing þjóðarinnar situr og fulltrúar fólksins ráða þeim ráð- um, sem mestum sköpum skipta i sögulegri framvindu þjóðarinn- ar, en að baki eru tákn landsins sjálfs, fjörður og fjall og þar meö allt megin þess lands sem i senn var aflgjafi Jóns Sigurðssonar og skjólstæðingur hans. Til annarrar handar eru svo fornar tóftir hins fyrsta og frægasta landnáms- manns, þess sem hóf landið úr auön og gerði að mannabústað, en til hinnar hið gamla hús, þar sem endurreist alþingi var háð alla tið Jóns Sigurðssonar þar sem hann kom fram fyrir þjóð sina sem leiötogi hennar, hinn nýi land- námsmaður.sem svo má réttilega kalla, þvi að hann sá fyrir sér og sýndi öðrum framtið þjóðarinnar i nýju landi og betra en menn höfðu áður séð. Vér höfum á þessari fögru morgunstundu lagt minninga- sveig frá islenzku þjóðinni að minnismerki Jóns Sigurðssonar. Með þeirri einföldu athöfn viljum vér ár hvert láta i ljós virðingu fyrir hetjulegu starfi hans i þágu þess málstaðar að islenzka þjóðin mætti risa úr niðurlægingu, heimta landsréttindi sin forn og njóta landsins óhindruð af öðrum eftir þvi sem henni entist vit og gifta til. Jón Sigurðsson lét berast fyrir fylkingarbrjóst i baráttu tslend- Alvarlegt slys við Laugardals- höllina — á 17. júní Gsal-Rvik. — Mjög alvarlegt slys varð á þjóðhátiðardaginn klukkan átján, á veginum, sem liggur aö LaugardalshöIIinni. Þar hljóp drengur fyrir bil, rétt í þann mund er dagskrá hátiöar- haldanna var að ljúka, og slasaðist hann alvarlega. Að sögn ökumanns bif- reiðarinnar, ók hann á jafnri en hægri ferð vestur götuna. Þá hafði drengurinn allt I einu skotizt út á milli tveggja bifreiöa og hann lent fyrir bilnum. Sagöi ökumað- urinn, aö hann hefði ekki getað komið i veg fyrir slysið. Drengurinn skaddaðist mjög mikið á höfði og var fluttur á Borgarspitalann. Hjá spitalanum fengum við þær upplýsingar i gærkvöldi, að liðan drengsins væri eftir atvikum góð og hann væri ekki lengur talinn i lifshættu. @2000 milljónir árið.en lækkuðu hins vegar i 11% árið 1970. Þetta sýnir þvi, að greiðslu- byrðarnar eru svipaðar nú og verið hefur allt frá 1970, en lægst- ar voru þær á siðasta ári, tæp 10% en yfirleitt á bilinu 10-11% svo að hér er heldur ekkert nýtt á ferð- inni. 1 öðru lagi vil ég geta þess, að innlánsaukning innlánsstofnana hafði vaxið um 2 milljarða og 700 milljónir til maíloka, og er það 1 milljarð lægri upphæð en hún óx um á slðasta ári, en aftur hærri inga fyrir sjálfsforræði þritugur að aldri, en fullþroskaður og sannfærður um þá stefnu sem stýrtskyldi eftir. Hann segir svo i hinni fyrstu grein sinni um Al- þing: „Veraldarsagan ber ljóst vitni þess, að hverri þjóð hefur þá vegnað bezt þegar hún hefur sjálf hugsað um stjórn sina og sem flestir kraftar hafa verið á hrær- ingu”. Þessi meginhugsun um sjálfs- stjórn lá að baki öllu starfi hans. Þvi meira sjálfsforræði, þvi betra fyrir landið. Fyrir forustu hans, vitsmuni, lærdóm og þrek mót- uðust hugmyndir og miðaði á- fram, unz þeim mesta áfnga var náð, sem Jóni Sigurðssyni auðn- aðist að lifa, stjórnarskránni frá 1874. Sá sigur á nú aldarafmæli. Hann var verk Jóns Sigurðsson- ar, fyrst og fremst. Vér spyrjum: Hefur jafnfámenn þjóð nokkurn tima átt jafnstórbrotinn foringja? Vér stofnuðum lýðveldi á ís- landi hinn 17. júni 1944. Aðdrag- andi þeirra tiðinda var langur, eins og vænta má. Það getur verið skemmtileg og jafnvel fróðleg umræða að spá i hvernig allt hefði farið, ef sá aðdragandi hefði á einhvern hátt verið annar en hann var. Spyrja má hvar vér værum nú, ef Jón Sigurðsson hefði orðið prestur á Rafnseyri. Sambæri- legra spurninga er oft spurt, en þeim getur enginn svarað full- komlega, og þvi ef til vill eins gott að láta óspurt. En eins og 1. des 1918 fól i sér fyrirheitið um 17. júni 1944, þannig bar þrotlaus barátta á 19. öld i sér fyrirheit þess sem rættist á þessari öld. Sannarlega var lýðveldisstofnun- in fyrir 30 árum árangur af bar- áttu Jóns Sigurðssonar og óhugs- andi án hennar. En það ber ekki fjárhæð en vöxtur hennar var 1972. Útlánaaukningin er einnig meiri á þessu ári en á s.l. ári, sem stafar af auknum innflutningi og auknum vörubirgðum”, sagði fjármálaráðherra að lokum. Samkvæmt þessum upplýsing- um hefur gjaldeyrisstaðan raun- verulega batnað um 2 milljarða frá áramótum, hvað sem öllum reikningskúnstum Mbl. liður. O AAbl. reynir Halldór sagði m.a.: „Otlána- áform Húsnæðismálastofnunar- innar voru áætluð 2570 milljónir en eigin tekjur sjóðsins og reglu- bundin lánsfjáröflun gefa sjóðn- um milli 1800 og 1850 milljónir i tekjur.Eins og kunnugt er, fær byggingasjóðurinn auknar tekj- ur með lagabreytingu;. sem gerð var s.l. vetur, með þvi að hækka launaskattinn um l%,sem rennur til sjóðsins. Enn fremur var gerð- ur samningur við lifeyrissjóðina um að þeir lánuðu 20% af ráð- stöfunarfé sinu til byggingasjóðs- ins og framkvæmdasjóðs rikisins. Frá þessum málum hafði verið gengið svo, að Húsnæðismála- stofnunin hefði getað verið búin að veita þessum lánum viðtöku, ef stórn Húsnæðismálastofnunar- innar hefði ekki talið, að þörf væri á að endurnýja úthlutunarreglur, áður en til lántökunnar kæmi. Eftir þvi, sem ég veit bezt, verður gengið frá þeirri reglugerö annað hvort i dag eða á morgun. Ég dreg i efa, að Húsnæðis- málastofnunin hafi i annan tima verið betur á vegi stödd á þessum tima árs. Auðvitað vita ritstjórar Mbl. vel um þetta, en það eru kosningar i nánd og einhver skjálfti i þeim. Hins vegar verð ég aö segja það, að mér finnst skrif af þessu tagi óviðeigandi, þar sem tilgangur þeirra er einungis sá að skapa óþarfa ótta meðal fólks, sem bíður eftir þessum lán- um og fær þau innan skamms.” allt upp á sama daginn og sizt af öllu i harðsnúinni landsréttinda- baráttu eins og þeirri.sem hann var I fararbroddi fyrir. Hann komst ótrúlega langt á sinni ævi tið og lifði það að verða kallaður frelsishetja, en þó liðu enn 65 ár frá andláti hans þangað til með öllu voru leyst þau fornu bönd sem lögð voru á þjóðina og hann átti mestan þátt i að leysa. Þetta minnir á að fleirum ber heiður en Jóni Sigurðssyni einum. Þegar vér fögnum þjóðhátiðardegi og minnumst Jóns Sigurðssonar, ber oss einnig að minnast þeirra mörgu sem við hlið hans stóðu og veittu honum brautargengi, svo og hinna sem við merki hans tóku og héldu þvi á loft hver á fætur öðrum, þangað til vér komumst i þann áfangastað, sem 17. júni 1944 markar. Islenzka lýðveldið er 30 ára i dag. Ekki er það langur timi i sögu þjóðar. Þó eru hér orðin mikil umskipti á marga grein. Sú þjóð sem lýðveldið stofnaði, var 126 þúsund sálir, ef hvert manns- barn er talið. Margir þeirra eru nú horfnir af sviðinu. En þeir Is- lendingar.sem nú eru i landinu og fæðzt hafa eftir lýðveldisstofnun, eru að heita má nákvæmlega jafnmargir og allir þeir voru,sem lýðveldið stofnuðu. Þess er sann- arlega ekki langt að biða að börn lýðveldisins taki hér við allri for- ustu, svo sem nærri má geta og sjálfsagt er. Það er gagnrýnin kynslóð og segir meiningu sina fullum hálsi, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk, eins og Einar kvað. En hvað sem sagt er og dæmt kann að verða, munu komandi timar ekki breyta um skoðun á Jóni Sigurðssyni, stjórn- málalegri hugsun hans, né heldur stefnumörkun þjóðarinnar i sjálf- stæöismálum og endanlegu marki með stofnun lýðveldis. Þetta eru mál, sem allir Islendingar, ungir og gamlir, eru sammála um. Það hafa þessi 30 ár nógsamlega sýnt og sannað og i þeirri vissu höldum vér nú þjóðhátið. Sjálfir viljum vér njóta landsins og gæða þess, sjálfir hljótum vér að sigra erfið- leikana þegar þeir steðja að. Eða með öðrum orðum: Vér viljum jafnt taka vanda þess sem veg- semd að vera sjálfstæð þjóð, þjóð sem ber ábyrgð á sjálfri sér. í dag er þjóðhátiðardagur. Slik- ir dagar hafa hver sitt yfirbragð i minningunni, hver á sinn hátt. Þess er skemmst að minnast, að þegar vér héldum þjóðhátið sið- astliðið ár voru útlend herskip hér við landið til þess að bægja is- lenzkum varðskipum frá að gegna skyldustörfum sinum á is- lenzkum miðum. Þetta setti svip sinn á þann dag. Góðu heilli hafa þau mál siðan skipazt á annan og betri veg. Á þessu ári, sem i senn er 30 ára afmæli lýðveldisins og 1100 ára byggðarafmæli landsins, stendur svo á, að þjóðhátiðardag- urinn er innilyktur milli tvennra stórkosninga. Enginn veit hvern- ig ástatt kann að verða á næsta þjóðhátiðardegi. Hitt vitum vér fyrir vist að hann kemur og hann skal verða hátiðlegur haldinn, hvað sem öðru liður. Það er ein- mitt i þessu sem gildi slikra daga liggur að verulegu leyti. Þeir eru fastir punktar, föst viðmiðun, ó- háö dægurmálum þjóðfélagsins, sameign allra. Þeir eru einingar- tákn, sem ætið er gott að á sig skuli minna, en ef til vill ekki sizt þegar nokkur spenna er i lofti svo sem verða vill um kosningar. Slikt er þó reyndar ekkert annað en sjálfsagt og nauðsynlegt lifs- mark i lýðfrjálsu landi, og mun i engu spilla gleði þjóðhátiðar- dagsins, nema siður væri. Jón Sigurðsson var sjálfur mikill málafylgjumaður og kiptti sér ekki upp við skörp orðaskipti, þegar svo bar undir. Ég hef helg- að honum þessi ávarpsorð min i dag, og þvi skal nú ljúka með þeim orðum, sem hann skrifaði ungur um drengilegan málflutn- ing i stjórnmálum: „Þegar hver mótmælir öðrum með greind og góðum rökum og stillingu, og hvorugir vilja ráða meiru en sannleikurinn sjálfur ryður til rúms, og auðsénn er hvorutveggja tilgangur, að verða ailri þjóðinni til svo mikils gagns scm auðið má verða, enda leggi hvorugur öðrum það til að raunarlausu, sem ekkisómir ráð- vöndum manni, þá má slik keppni aldrei verða til annars en góðs fyrir fósturjörðina og inar kom- andi kynslóðir þvi drengileg mót- mæli skynsamra manna og góðra eru fremsta meðal til að festa, styrkja og skerpa meiningar þcirra manna, sem nokkuð and- legt þrek er i”. Þjóðhátiðardagurinn er tákn þjóðlegrar eindrægni, þrátt fyrir það að i odda skerst i glimunni við vandamál hverrar tiðar, stór og smá. Slikt einingartákn sómir sér vel milli tvennra kosninga sem þjóðin gengur að frjáls og að full- um lögum. Ég óska yður öllum, sem mál mjtt heyrið,gleðilegrar hátiðar og læt þá von i ljós að þjóðhátiðar- haldið á þritugsafmæli hins is- lenzka lýðveldis megi verða hverjum og einum til gleði og á- vinnings en landi og þjóð til sóma. ÞJÓÐHÁTÍÐARHÖLDIN FÓRU ALLS STAÐAR FRAM MEÐ MIKLUM ÁGÆTUM Gsal-Reykjavik — Hátiðarhöldin á sautjánda júni fóru alls staðar fram með ágæt- um, þótt veður spillti þar nokkru um á ýmsum stöðum á landinu, sér- staklega á vestanverðu Norðurlandi, þar sem þurfti að flytja úti- skemmtanir i húsaskjól. Þar var gola og kaldi og viða ekki nema 4-5 stiga hiti. t Reykjavlk fóru hátíðarhöldin frani meö meiri glæsibrag en oft- ast áður og mjög mikill fólksfjöldi tók þátt I þeim dagskrárliðum, sem þjóöhátiðarnefnd haföi á @ Afmæli verður i Grimsey þann dag. 80-90 manns eru nú i Grimsey, og búast má við, að á fimmtudag verði þar jafnvel yfir 200 manns. Inga er ættstór og einn veturinn ekki alls fyrir löngu var hún amma allra skólabarna i Grims- ey. Svo er þó ekki nú, en eflaust er hún amma eða langamma ein- hverra skólabarnanna i eynni, sem nú eru 12 talsins, og flest munu þau vera skyld henni. boðstólum, — enda veður fagurt hér viö Faxaflo'ann. Már Gunnarsson formaður þjóðhátiarnefndar setti hátiðina á Austurvelli kl. tiu fjörutiu og forseti íslands lagði blómsveig frá Islenzku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar. Þá flutti forsetinn ávarp. Skrúðgöngurnar voru mjög fjölmennar og á barna- skemmtuninni á Lækjartorgi var gifurlegur f jöldi af fólki, sem naut skemmtunarinnar i veður- bliðunni. 1 Laugardalnum var mikið um að vera siðdegis og streymdi fólk þangað þúsundum saman. Þar bar hæst knattspyrnukeppni milli borgarstjórnar og embættis- manna borgarinnar, en henni lauk eftir skemmtilega og jafna viöureign, ineð jafntefli, og skoruðu bæði liðin tvö mörk. Kvöldskemmtanir fóru fram á sex stöðum i borginni og dansað var til miðnættis. Siðari hluta kvölds var tekið að kólna i veðri og rigndi nokkuð. Eigi að siður var margt fólk saman komið við dansstaðina og ölvun ekki mjög áberandi. Timinn náði i gær tali af Óskari Ólasyni, yfirlögregluþjóni, og sagði hann að hátiðarhöldin hefðu verið óvenju fjölsótt. — Löggæzlulega séð, var dagur- inn mjög erfiður, sagði Óskar. Fjöldinn streymdi strax frá barnaskemmtuninni á Lækjar- torgi inn i Laugardal og við vor- um ekki tilbúnir til að taka á móti öllum þessum mannfjölda, — þótt það bjargaðist blessunarlega. Sagði Óskar, að umferðin hefði einnig verið mjög mikil, eins og á verstu umferðardögunum. Þó hefði verið þægilegt og gott að eiga við ökumenn, enda þótt um- feröin hefði ekki verið mjög greið. — Það var mjög mikil hreyfing á fólkinu allan daginn og umferðin var mjög torsótt, einkum i kring- um aðalhátiðarsvæðin. Um fjöldann i Laugardalnum vildi óskar ekki slá neinu föstu, en taldi að milli 15-16 þúsund hefðu verið þar, þegar mest var. — Skemmtanahaldið um kvöldið var nokkuð gott, en umf.tregða I kringum dansstaðina, vegna þess að margir komu eingöngu til að sitja i bilunum og fylgjast með. Sagði Óskar, að ölvun hefði ver- ið nokkur, sérstaklega við Austurbæjarbarnaskólann. Það virðist mælast mjög vel fyrir að dreifa dansstöðunum, sagði Óskar. Það gefur fleira fólki kost á að njóta kvöldsins, — sér- staklega fullorðnu fólki. Að lokum sagði Óskar, að fyrir lögregluþjóna hefði þetta verið langur og strangur vinnudagur, og margir þurft að vinna fimmtán til sextán tima. Á Akureyri var veðrið heldur leiðinlegt, norðan gola og rigning. Að sögn lögreglunnar fóru hátiðarhöldin þokkalega fram, en einkenndust af fámenni vegna veðurs. Á Akranesi voru hátiðarhöld með minna móti. Þar var bjart og rigningarlaust. „Hér fór allt fram með sérstökum ágætum og ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.