Tíminn - 20.07.1974, Side 5

Tíminn - 20.07.1974, Side 5
Laugardagur 20. ]úU 1974. TÍMINN 5 Kungalv- skólinn í heimsókn FB-Reykjavlk Allstór hópur manna er nú tekinn til við að - koma upp sýningunni Þróun ’74, sem opnuð verður i Laugardals- höllinni 25. júli næst komandi. Sýningunni er aðallega ætlað að sýna þróunina, sem orðið hefur hér á landi frá 1874 og til þessa dags. Framkvæmdastjóri sýn ingarinnar er Agnar Guðnason - ráðunautur. A sýningunni verða átta deildir sem verða tileinkaðar stjórnar- ráðinu, Reykjavik, menntamál- um, samgöngum, verzlun, sjávarútvegi, iðnaði og land- búnaði. Tvær þessara deilda munu hafa sýningu utan húss auk þess, sem sýnt verður innan dyra Laugardalshallarinnar, en það eru landbúnaðardeildin og sam- göngudeildin. Deildirnar verða að sjálfsögu mjög margbreytilegar, en til dæmis má nefna, það sem verið var að setja upp, er blaðamaður og ljósmyndari Timans litu inn I Laugardalshöllina. Þar var búið að koma upp gamalli krambúð i verzlunardeildmni, en þó átti eftir að koma fyrir vörum i hillunum. í sjávarútvegsdeild var verið að reisa þurrkhjall, og i land- búnaðardeildinni hafði verið •komið fyrir sveitaoæ, sem veröur eins og miðpunktur sýningarinnar I heild. 1 landbúnaðardeildinni verður ekkig vikurfjall ur ekta Heklu- vikri — og úr fjallinu rennur lækur, sem siðan mun renna út fyrir húshliðina, og þar i tjörn, sem ætlunin er að hafa i silunga- seiði og laxa. í vikrinum verður sýnt starf landgræðslunnar, og uppgræðslu- starf i landinu. í samgöngudeildinni var veriö aö koma fyrir gömlum myndum, sem sýndu samgöngutæki fyrr á árum. . í útideild sam- Fremst á myndinni er sveitabærinn, en á sviðinu hjá honum verða kvöldvökur á hverju kvöidi og ýmislegt fleira tii skemmtunar og fróðleiks fyrir sýningargesti. Þróun '74 opnuð í Laugardalshöllinni 25. júlí: Til landsinser væntanlegur hópur norræns fólks, alls um 120 manns, sem fara mun til Stóru- Tjarna til þinghalds. Er hér um að ræða Nemendasamband lýð- háskólans i Kungálv i Sviþjóð, sem margir íslendingar hafa sótt gegnum árin. Eftir þinghaldið mun hópurinn fara suður hring- veginn til Reykjavikur og áform- að er, að hluti hans verði við hátiöarhöldin á Þingvöllum 28. júli. Fararstjóri er Magnús Gisla- son, rektor skólans i Kungálv. Prestvígsla í Skólholti á sunnudag 1 SAMBANDI við Skálholtshátið- ina á sunnudaginn fer fram prestsvigsla i Skálholtskirkju. Biskup íslands vigir cand. theol. Hörö Asbjörnsson til Bergþórs- hvolsprestakalls og cand. theol. Sigfinn Þorleifsson til Stóra- Núpsprestakalls. Athöfnin hfest kl. 10,30 árdegis. Vlgsluvottar verða: Sr. Eirlkur Eiriksson prófastur, sr. Sigurður Haukdal, sr. Sveinbjörn Svein- björnsson og sr. Valgeir Astráðs- son. Altarisþjónustu annast sr. Guðmundur Ó. Ólafsson. Skál- holtskórinn syngur undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Sigfinnur Þorleifsson prédikar. Leiðrétting I BLAÐINU á sunnudag var sagt frá fyrirhugaðri byggingu heimilis fyrir vangefna á Austur- landi. 1 fréttinni misritaðist, að vangefnir á Austurlandi væru 1100-1200. Þetta átti að vera tala félagsmanna I Styrktarfélagi vangefinna á Austurlandi, tala vangefinna er hins vegar miklum mun lægri, en hún hefur einhvern vegin glatazt úr fréttinni. Athugasemd göngumálanna verður svo gömul flugvél og gömul landbúnaðar- tæki verða einnig til sýnis utan dyra. Töluvert verður um skemmti- atriði á sýningunni. Kvöldvökur verða á hverju kvöldi, og þar verða m.a. fluttar átta héraðs- vökur, sem eru úrval efnis, sem hefur verið til skemmtunar á héraðshátíðum átta héraða I sumar. Þá verða kvikmynda- sýningar tvisvar á dag, og þá m.a. sýnd Reykjavikurmynd, Hringvegarmynd og kvikmyndir, sem hinir ýmsu atvinnuvegir hafa látið gera, og eiga i fórum sinum. A sýningunni verður hlutavelta. Tólfti hver miði, sem fólk kaupir I hlutaveltunni verður vinningur, en hinir 11 verða happdrættis- miðar, og verður siðan dregið um myndarlegan vinning I lok sýningarinnar, en að sögn Agnars Guðnasonar var á fimmtudaginn ekki búið að taka endanlega ákvörðun um hver happdrættis- vinningurinn verður. Vinningar á hlutaveltunni verða mjög marg- vlslegir, og sagði Agnar að fyrstu vinningarnir, sem sýningunni hefðu borizt, hefðu verið heyrnar- hlifar frá Sturlaugi Jónssyni. Þróun ’74 verður opnuð eins og fyrr segir 25. júli og stendur sýningin fram til 11. ágúst. Verður þetta stór liður i þjóðhátiðinni, og má segja, að vart hafi menn tekið þátt i þjóðhátiðarhaldifyrr en þeir hafa séð þessa sýningu, sem á að verða mjög umfangsmikil og greinar- góð. Sýningarráð skipa þessir fulltrúar: Jónas Jónsson, Aðal- steinn Guðjónsson, Helgi Elias- son, Brynjólfur Ingólfsson, Hilmar Fenger, Guðmundur Ingi- marsson, Björn Guðmundsson og Agnar Guðnason. Vikurfjall -krambúð fiskh jallur og bær — verður meðal þess, sem sjá má á sýningunni MISHERMT var i frétt blaðsins um áreksturinn á Amtmannsstig, hversu margt fólk hefði verið I bilunum. Hið rétta er, að i ópeln- um var aðeins ökumaðurinn, en i Skódanum voru þrjár ungar stúlkur. Fólkið fékk að fara heim af Slysavarðstofunni i gær. 13 hafnfirzkir listamenn sýna verk sin I Iðnskólahúsinu við Reykjavikurveg dagana 20. júif til 1. ágúst. Er sýningin liður I þjóðhátiðarhöldum Hafnfirðinga. Hafnarfjörður hefur löngum veriö aðseturstaður málara og hafa margir gert garðinn frægan, eins og t.d. Gunnlaugur Scheving, Eirlkur Smith, Sveinn Björnsson og Pétur Friðrik. A sýningunni eru einnig verk eftir Glsla Jónsson, sem Iézt árið 1944. Hann málaði aðallega landslagsmyndir, en hélt tiltöluiegafiar sýningar, svo að verk hans mega teljast til merkilegri verka á sýningunni, enda stinga þau mjög I stúf við önnur þar, hvað aðferð og efnisval snert- ir. Hér er Eirfkur Smith I klassiskri uppstiliingu við eitt verka sinna, Fólk og haf, grlðarstór þriskipt mynd. Er ástæða tii þess að hvetja fóik tii þess aö sjá þessa sýningu. Hér er verið að koma upp myndum á veggi I delldinni um sam- göngumál. (Timamyndir Rókbert) Misritun hefur oröið I grein um heimilislækna i Reykjavik, sem birtist I blaðinu hinn 19. júli. Þar stendur á einum stað I greinar- gerð landlæknis: I stöðinni er aðeins ein aðgerðarstofa fyrir átta lækna og engin skrifstofa.. Hér á ekki að standa skrifstofa heldur skiptistofa. Leiðréttist þetta hér með. — HHJ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.