Tíminn - 20.07.1974, Side 7
Laugardagur 20. jiili 1974.
TÍMINN
7
um set og settust að i vikinni, þar
sem nú er Gimli.
— Hvað um fyrstu búskaparár
þess fólks, — nú virðist mér eins
og það hefði ekki haft neitt milli
handanna til búskapar — ekki
einu sinni kýr. Tóku indiánarnir
við þeim?
— Nei, það voru engir indiánar
þarna þá, þeir komu seinna.
Strax um morguninn fóru þeir þvi
að bera sinn farangur inn I vikina
og koma sér fyrir. Nú var ekki
lengur til þess að tala um það,
þeir voru ekki lendur að fara inn
að Islendingafljóti. Þetta svæðið
hafði verið kannað fyrr, nefnilega
af Sigtryggi Jónassyni og öðrum
mönnum, sem stjórnin hafði sent,
en tilfellið var, að það var voða-
lega erfitt fyrir þá að komast
norður i vikina, fyrir það að þaö
var svo hátt I vatninu — trén og
bálkarnir lágu út I vatnið á
ströndinni.
— Urðu þeir þá að læra allt
sjálfir — kornrækt og annað, sem
viðkom nýjum búskaparháttum?
— Nei, það var nú ekki svo
mikið um slikt fyrsta árið. Þeir
þurftu auövitað að læra það.
Og þó, skýtur ólafía inn i —
Einn haföi komið sér upp svo-
litlum blett með korni I og þá
voru keyptar kýr i Winnipeg þá
um sumariþ. Þetta var rekið
oneftir náttúrlega og þær þurftu
allar endilega að troða i gegnum
þennan blett, sem hann hafði
þarna korn I og eyðilögðu það.
— Þeir höfðu nefnilega verst
fyrsta árið. Þeir keyptu t.d. allir
saman gúmmastigvél, sem er
versti skófatnaður sem hægt er að
brúka I Nýja Islandi að vetri til,
fyrir það, að hann er í fyrsta lagi
afskaplega kaldur og annað til —
hann nefilega nagar hælinn úr
öllum sokkum.
— Þeir komu með mat með sér
frá Winnipeg, t.d. frosnar
kartöflur og sykur og hveiti. Rikið
gaf þeim svo eitthvað smálán.
Þegar þeir byrjuðu um haustiö
að reka upp þessa bálkakofa, þá
var nefnilega hugmyndin hjá
þessum John Taylor, að aðferðin
við þetta væri, að þeir byggju
fyrst fyrir Jón, og svo fyrir Pétur
og svo fyrir Björn o.s.frv. En
þetta vann ekki við Islendingana.
Þetta tók nærri þvi tvo mánuði,
áður en einhver kom þessu fyrir
honum, ég held það hafi nú verið
Friðjón Friöriksson, sem aö sagði
honum, aö þeir yrðu að gera að
þessu öðru visi.
Hann yrði nefnilega að sleppa
Pétri og Páli, ef þeir væru
bræður, eða vinir og gefa þeim
jörð og leyfa þeim að byggja
sjálfum. Þeir voru nefnilega eins
og við segjum vestra, ekta
kapitalistar, þó þeir hefðu öngvan
kapital.
Þeir voru á landi, sem var
ómælt, en það voru menn i hópn-
um, sem kunnu nóg af mælingu,
til þess að þeir fóru suður fyrir
þrjár mflur, fundu mælingar-
hælana og mældu út allt Gimli-
svæðið I leysingunum um vorið.
Sambandsstjórnin hafði lofað
mælingarmönnum, af þvi að Is-
lendingarnir voru i risörvi, alveg
eins og Indiánarnir. En á þessum
tima náði fylkið ekki svona langt.
Þessar mælingar hafa haldið
sér og strætin á Gimli eru 100 fet.
Þeir voru búnir að sjá við stræti I
borginni, sjáðu, I Winnipeg og
viðvellið var svo mikið, að þeir
sáu að það var engin þörf á að
vera þröngt.
Þegar að þeir voru búnir að
koma upp mörgum kofum, troða I
þetta leir og nefnilega nógum
mosa, þá var fólkinu hrúgað I
þetta og þetta voru kannski tvær
eöa þrjár fjölskyldur I hvurjum.
Um jólin var haldin svolítil
jólaveizla og þá var raðaö upp á
isinn einhverju af tré og spýtum
og svo var kveikt I öllu saman.
Enginn þeirra kunni að fiska upp
um Is og þeir vissu þá, að það
mundi verða hörmung að ná ein-
hverju ætilegu. Það voru ein-
hverjar netadruslur sem var
komið með og þeir settu þær ofan
I Isinn, en þær flutu svo hátt, að
þær frusu I hann. Það var
kominn janúar 18. þegar þeir
náðu I einhvern fysk upp úr
vatninu, en þá hafði þessi John
Taylor boðiö 5 dollara fyrir fyrsta
fiskinn i verðlaun.
Við höldum, að það
hafi verið Gullauga, Lake
Winnipeg Goldfish. Þegar þeir
svo loksins komust upp á lagið
með að fiska held ég að
leysingarnar hafi verið að koma.
Það voru afskaplega margir, sem
urðu fyrir veikindum, af þvi að þá
vantaði nefnilega vitamín C. Það
hafði heldur ekki mjólk fyrsta
veturinn — þeim höfðu verið lofað
kúm. Þessar kýr voru ekki
snemmbærar, sem þeir svo
loksins fengu, og það var búið að
Hér standa þau hjónin, ólafla og Stefán fyrir fram eitt-kanadisku húsunum, sem Vestur-islendingar
gáfu til Vestmannaeyja söfnunarinnar. Stefán var einn af aðalhvatamönnum i þeirri söfnun vestanhafs
og sá um, að fyrstu húsin voru flutt hingað með flugvélum kanadiska flughersins.
reka þetta alla leið sunnan frá
Minnisota og það var búið að reka
úr þeim alla mjólk, þegar það
kom norður. En samt sem áöur
báru sumar, og allt eftir þessu og
þetta var auðvitað voða, voða
hjálp.
Seinna fóru þeir að sjá við
vatninu, en það voru afarmargir
sem að flúðu upp i borgina aftur
til þess að vinna út og hafa fyrir
sig svoleiðis. Konurnar voru með
orfin og ljáinn fyrsta sumarið.
Þegar bólan geis, þá var ekki
nema einstaka heimili, sem ekki
varö fyrir henni. Þessi Jón óiafur
Jónsson, hann fékk bóluveikina
og hann var allur útskorinn eftir
hana. Það versta við bóluna, var
þó það, að þeir voru allir settir I
einangrun og fengu ekki læknis-
hjálp fyrr en eftir dúk og disk.
Seinna, er bólan var i rénum,
fengu þeir ekki heldur að fara og
leita sér að vinnu. Fyrsta
giftingin á Nýja-lslandi fór
þannig fram undir þessum kring-
umstæðum. Brúðhjónin máttu
ganga út að landamærum
einangrunarsvæðisins og þar stóð
Indiánaprestur hinu megin og
gifti þau. Seinna fluttu þessi hjón
frá Gimli.
Svo smáskánaði þetta, þeir
lærðu að fiska og þeir lærðu að
veiöa. Þeim var alltaf illa við að
éta rabbíta, eða kanínur, eins og
þið kalliö þá — þeim þótti þeir
vera svo likir köttum.
Svo eftir að þeir voru búnir aö
vera þarna i, 5 ár þá kom fyrsta
flóöið I ’80 og þá flutti fólk töluvert
I aðrar isl. nýlendur, niður
til Norður-Dakota og til Þing-
vallanýlendnanna ivestur. Þegar
svona þynntist út, þá voru aðrir
eftir og þeir voru svona eins og
Vestmannaeyjingar — það var
bara ekki nokkur hlutur sem gat
fært þá. Þeir lifðu flóðið og höfðu
betur af þvi, vegna þess að þeir
gátu valið sér út aðrar eignir og
stækkuðu mikið um sig.
Eftir ’85 komu íslendingar I
stórum hópum til Kanada og þá
fóru þeir að færa sig norður að
Manitobavatni. Það var þar, sem
hann bjó þessi Helgi Einarsson og
ég sá bókina hans núna vestur i
Stykkishólmi. Það var
maðurinn sem alltaf var við
verslun, gekk um og seldi fisk og
annað á strætum niðri i Banda-
rikjunum, flutti á uxum suður að
landamærum og að þeim stöðum,
þar sem voru járnbrautir. Hann
eignaðist fjóra syni með konu
sinni, sem var Indiáni, en hann
giftist henni ekki fyrr en hún lá
fyrir dauðanum af tæringu. Svo
hún dó gift. Þessi bók er hér og
hana ætti fólk að lesa.
— En þegar við vorum að vaxa
upp, þá náttúrlega var þessi
saga öll löngu liðin.
— Hvernig var að alast upp
þarna?
— ó, það var allt i lagi, það var
ekki nokkur hlutur að þvi. Það
var fátækt, en öllum leið vel.
Gimli var nánast alveg Islenzkur
bær, en t.d. var þó aldrei töluð is-
lenzkaá Gimliskólanum. Það var
eitt, sem var alveg útilokað nema
vina á milli. Þú lærðir öngva is-
lenzku þar. Kennararnir voru
nefnilega ekki Islenzkir. Yfir-
skólakennarinn var þó Ólafur
Meland, en kennarar voru enskir.
Fólk af úkrainiskum uppruna bjó
alls staðar i kring um okkur, þar
sem við bjuggum norður i landi
fyrir mörg ár, en strax og þú
komst inn i bæinn, þá iðaöi allt i
íslendingum.
Bæjarráðið var svoleiðis allt
saman Islendingar. Afi heitinn á
Gimli hann var vegastjóri.
Heilmikill fauti, og ef að þeir gátu
ekki mokað nógu hart, þá mokaði
hann.
Þarna á Gimli — fólk stundar
þarna sömu atvinnugreinar og
gert var áður fyrr?
— Vell — þegar ég man fyrst
eftir, þá var það náttúrlega
fiskiriið, sem að flestir þeirra
bjuggu við, annað hvort beinlínis
eöa óbeinlinis. í kringum bæinn
voru svo landbúnaðarjaröir.
Úkrainufólkið var oftast vinnu-
fólk, — voru flestir eignalitlir, en
þeir snertu aldrei fiskinn. Þeir
voru hræddir að fara út á vatn.
Þeir þorðu ekki út á is. Viö réð
um menn til Isuþptöku og einn
gekkst inn á að koma með hestmn
sinn, en svo kom konan hans að
sjá þetta, og þegar hún sá vatniö
þá var það búið. Hún bara rak
hann heim. En þeir unnu við
skógarhögg. Þeir voru alltaf I
skógarhöggi. Þeir komu með
þann eldivið, sem þurfti i bæinn.
Þetta var afarbillegt hjá þeim, ég
man, þegar þeir voru að fá dollar
fyrir korfið — það voru nokkrar
spýtur i þvi.
í kreppunni höfðum við vél,
benzinvél, sem við höfðum aftan I
tveim hrossum og runnum um
bæinn til þess að saga fyrir fólk.
Það gekk nú ýmsu á mis að fá
þetta borgað og oft létum við það
lika eiga sig að vera að fá borgað
hjá mönnum, sem höfðu kannski
fullt hús af börnum.
Það var ekki fyrr en undir 1930
að búskapur fór að verða al-
mennur. 1 striöinu kom svo mikil
vinna og mikið af fólki af öörum
uppruna settist að á Gimli. Þá
misstum við mikið þann íslenzka
svip, sem hafði verið yfir bænum.
Þá gat maður gengið eftir
strætinu og þú þekktir ekki fólkið.
Flugstöðin, sem þarna var reist,
var ein sú stærsta I Vestur-
Kanada. Hún var nefnilega á
Framhald á bls. 19
Minnisvarðinn i Willow-point er talinn rangt merktur. Þar á að standa
að Jón ólafur hafi fæðzt fyrstu komunótt tslendinganna, þann 22. októ-
ber 1875.
Tímamyndir: G.E
Stefán er varafógeti Manitópfylkis og er hér I heimsókn hjá lögreglu-
stjóranum I Reykjavik, Sigurjóni Sigurössyni.