Tíminn - 20.07.1974, Side 9

Tíminn - 20.07.1974, Side 9
Laugardagur 20. júll 1974. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Svar Framsóknar- flokksins Eins og kunnugt er hefur Geir Hallgrimsson snúið sér til þingflokkanna með beiðni um almenn- ar viðræður um efnahagsmál, i stað þess að leita eftir ákveðnum svörum frá þeim um það, hvort þeir séu tilbúnir til stjórnarsamstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Svar Framsóknarflokksins er skýrt og afdráttarlaust. Aðalatriði þess eru á þessa leið: Framsóknarflokkurinn getur fallizt á, að þing- • flokkurinn nefni menn í nefnd til þess að ræða við nefndir frá öðrum þingflokkum um efnahagsmál, en bendir jafnframt á, að slikar umræður hljóta að verða mjög almenns eðlis, þegar engar ákveðnar tillögur um lausn i efnahagsmálum eru lagðar til grundvallar, og er þvi hætt við að þær verði gagns- litlar. Er eðlilegra, að slikar viðræður færu fram undir forystu rikisstjórnar, er hún hefur verið mynduð. Jafnframt er rétt að minna á, að fyrir liggja ákveðnar tillögur i efnahagsmálum i frum- varpi rikisstjórnarinnar frá i vor, um viðnám gegn verðbólgu og aðrar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi i efnahagsmálum. Væri eðlilegt, að i um- ræðum um efnahagsmál tækju þingflokkar afstöðu til þeirra og kæmu fram með breytingar, sem þeir teldu æskilegar, og þá m.a. með hliðsjón af breytingum á aðstæðum, sem kunna að hafa átt sér stað frá i vor. Það skal skýrt tekið fram, að Framsóknarflokk- urinn skoðar þessar almennu viðræður um efna- hagsmál, sem stungið er upp á i bréfi yðar, á eng- an hátt sem stjórnarmyndunarviðræður, og meea þær ekki með neinu móti verða til þess að tefja tilraunir til myndunar rikisstjórnar. Framsóknarflokkurinn vill minna á, að for- manni Sjálfstæðisflokksins var 6. þ.m. falið að reyna að mynda rikisstjórn, er hefði þing- meirihluta á bak við sig. Framsóknarflokkurinn telur nauðsynlegt, að leitt sé i ljós án tafar, hvort formaður Sjálfstæðisflokksins hafi nokkra möguleika til sliks. Geti hann ekki bent á neina flokka, er hefja vilji við hann viðræður um mynd- un meirihlutastjórnar, er eðlilegt, að hann skýri forseta frá þvi, svo að unnt sé að gera aðrar ráð- stafanir. Það má að áliti Framsóknarflokksins alls eigi dragast, að þegar sé hafizt handa i alvöru um myndun rikisstjórnar, er hafi nægan þingstuðning, og hafi forystu um nauðsynlegar aðgerðir i efna- hagsmálum, en bráðabirgðalögin um timabundn- ar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu falla úr gildi 31. ágúst n.k. Þetta eru aðalatriðin i svari Framsóknarflokks- ins. Þegar þetta er ritað, er ekki ljóst, hver við- brögð Geirs Hallgrimssonar verða við svörum þeim, sem hann hefur fengið frá flokkunum varð- andi áðurnefnda fyrirspurn hans um efnahagsvið- ræður Bregðist Geir rétt við ber honum að ganga sem fyrst úr skugga um það, hvort hann veldur þvi verkefni, sem forsetinn hefur falið honum, en það er að hafa forustu um myndun meirihlutastjórnar. Ástandið i efnahagsmálunum er nú þannig, að mikil þörf er á að stjórnarmyndun dragist ekki á langinn, ef hægt er að komast hjá þvi. Alþingi var rofið og efnt til nýrra kosninga i trausti þess, að meiri samstaða gæti náðst eftir þær. Þvi má ekki dragast, að gengið sé rösklega til verks. Hér má ekki neinn leikaraskapur eiga sér stað. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Samspil loannidesar og Sampsons á Kýpur Gríska stjórnin skipulagði byltinguna ÞAÐ er ótvirætt, aB einræöisstjórn herforingjanna i Grikklandi hefur gefið fyrir- mælin um stjórnbyltinguna á Kýpur, þótt hún neiti þvi og þykist geta bent á, að hún hafi þar hvergi komið nærri. Það er nýtt dæmi um starfshætti þeirrar stjórnar, sem kom til valda i Grikklandi, þegar her- foringjarnir steyptu fyrri her- foringjastjórninni af stóli á siðast liðnu hausti. Fyrri her- foringjastjórnin kom til valda i april 1967, og var George Papadopoulos aðalleiðtogi hennar og raunverulegur einræðisherra landsins. Hann lét mikið á sér bera og barði alla andstöðu niður með harðri hendi. Vegna áhrifa frá Atlantshafsbandalaginu hugðist hann þó færa stjórnar- farið aftur i lýðræðislegri átt, en þær fyrirætlanir samrýmdust ekki kokka- bókum Dimitrios Ioannides, sem hafði byggt upp öflugt og leynilegt valdakerfi i stjórnar- tið Papadopoulosar. Hann lét þvi steypa Papadopoulosi af stóli. Formlega tók hann þó ekki völdin sjálfur, heldur valdi forseta og forsætisráð- herra og aðra slika valda- menn úr hópi samstarfs- manna sinna. En flest bendir til þess, að þeir séu aðeins leikbrúður Ioannidesar. Það er hann, sem stjórnar, þótt hann komi nær aldrei fram opjnberlega og haldi sig oftast að tjaldabaki. Þess vegna er nú haft á orði I Grikklandi, að það sé ekki lengur stjórnar- andstaöan, sem starfi neðan- jaröar, heldur engu siður sjálf rikisstjórnin. ÞRATT fyrir itrustu tilraunir heimsblaðanna til að afla glöggra upplýsinga um Ioannides, eru þau næsta sagnafá um hann. Þau vita þó þaö, aö hann er 53 ára gamall og piparsveinn, sem lengstum hefur búið i herbúðum og gerir það enn. Hann hefur jafnan þótt hlédrægur, en þykir þó viðfeldinn i umgengni. Hann er meðalmaður á hæö, þrek- vaxinn og orðinn þunnhærður. Ekkert bar sérstaklega á honum innan hersins, þar til Papadopoulos brauzt til valda, en Ioannides studdi hann og fékk það launað á þann hátt, að hann var skipaður yfir- maður herlögreglunnar, sem er eins konar leynilögregla rikisins. Ioannides hefur byggt hana upp að nýju og gert hana miklu fjölmennari og öflugri en áður. Ahrif hennar og völd hafa aukizt i samræmi við það. Papadopou- losi þótti orðið nóg um og bauð Ioannidesi ábyrgðarmiklar ráðherrastöður, en hann afþakkaði. Eftir að Papa- dopoulosi var vikið frá, hefur Ioannides átt kost á að verða forseti og forsætisráðherra og vera jafnt i orði sem á borði æðsti maður landsins. En hann hefur kosið að vinna áfram i kyrrþey að tjaldabaki og stjórna herlögreglunni. Hann gerir sér þess fulla grein, að það er i reynd mesta valdastaða landsins. Þótt fréttamönnum reynist erfitt aö skyggnast á bak við tjöldin i Grikklandi, þykir fullvist, að þar ráði Ioannides mestu eða öllu. ÞANNIG ER Ioannides tal- inn hafa stjórnað þvi, að Grikkir hafa hafið oliuleit á Eyjahafi á svæði, sem er mikið þrætuepli Grikkja og Tyrkja. Þetta hefur mælzt vel fyrir meðal Grikkja, þótt þvi Sampson hafi fylgt auknar viösjár milli þeirra og Tyrkja. Ioannides hefur reynt að nota þetta til að styrkja stjórnina heima fyrir. A sama hátt hefur ætlun hans veriö að nota Kýpurmálið. Þaö hefur lengi verið metnaðarmál Grikkja að innlima Kýpur i Grikkland, og það er einnig ósk meirihluta ibúanna á Kýpur. Þeir eru alls 650 þúsund, og eru 80% griskrar ættar en 18% tyrkn- eskrar. Eftir heimsstyrjöldina siöari reis upp á Kýpur mikil sameiningarhreyfing, Enosis, sem þeir Makarios erkibiskup og Grivas ofursti veittu forustu. Vegna mótspyrnu Tyrkja varö þó ekki af sam- einingu, heldur var Kýpur gerð að sjálfstæðu riki undir forustu Makariosar, sem hef- ur notið mikillar lýðhylli. Hann hefur jafnan sagt, að enn vaki fyrir honum að sam- eina Kýpur Grikklandi, þegar það veröi hægt með friðsam- legum hætti. Eigi að siður leit Grivas á Makarios sem svik- ara, og það hafa fylgismenn hans gert. Þegar Kýpur varð sjálfstæö, þótti nauðsynlegt að koma þar upp sérstöku þjóð- varnarliði, sem i eru um 6000 manns, og fengu griskir valdamenn þvi framgengt, að það yrði jafnan undir stjórn 650 liösforingja frá Grikk- landi. Makarios hefur af þessum ástæðum jafnan haft illan bifur á þjóðvarnarliðinu, og reyndi um skeið að efla sér- staka lögreglu, en Grikkir skárust þá i leikinn og hindruðu það. Eftir stjórnar- byltinguna i Grikklandi á siðast liönum vetri telur Makarios sig hafa séð þess greinileg merki, að hinir grisku stjórnendur þjóð- varnarliðsins hugsuðu sér til hreyfings. Hann bar þvi fram þá kröfu við grisku stjórnina hinn 7. þessa mánaðar, að hún kallaði hina 650 liðsforingja heim. Ioannides brást þannig við, að hann lézt vilja semja um málið, og opinberlega var tilkynnt, að yfirmaður þjóð- varnarliðsins, sem er griskur herforingi, væri farinn til Aþenu til viðræðna viö stjórn- ina þar. Það þykir nú fullvist, að hann hafi aldrei farið til Aþenu, heldur verið kyrr á Kýpur og skipulagt bylt- inguna, sem var framkvæmd um siðustu helgi, eða réttri viku eftir að Makarios hafði krafizt heimkvaðningar grisku liðsforingjanna. ÞESSU mótmælir hins vegar griska stjórnin, sem kveðst telja byltinguna verk heimamanna sjálfra sem þeir hafi gert með aöstoð þjóð- varnarliðsins. Byltingin hafi verið skipulögð og undirbúin af eftirmanni Grivasar, Nikos Giorgiades Sampson, en hann hefur nú verið útnefndur for- seti Kýpur af yfirmönnum þjóðvarnarliðsins. Sampson þessi er fæddur 1. desember 1935, kominn af bændaættum. Hann hætti gagnfræðaskóla- námi til þess að geta starfað i skæruliöasamtökunum, sem Grivas skipulagði á Kýpur til þess að berjast gegn Bretum þar. Sampson var oröinn for- ingi i skæruliðasamtökunum, áður en hann náði tvitugs aldri, og er hann talinn hafa orðið mörgum brezkum her- mönnum og að minnsta kosti einum brezkum blaðamanni að bana. Bretum tókst að handsama hann, og hann var dæmdur til hengingar árið 1967, en var siðar náðaður, vegna þess aö hann haföi verið beittur pyndingum til þess að játa á sig sakir. Hann var þá fluttur til Bretlands og haföur þar i fangelsi i þrjú ár. Bretar létu hann lausan, þegar Kýpur fékk sjálfstæði, og hélt hann þá strax heimleiðis. Eftir heimkomuna snerist Sampson fljótt gegn Makariosi, sem hann taldi hafa svikið sam- einingarstefnuna. Hann hóf siðan blaðaútgáfu, og hefur undanfarið gefiö út tvö blöö, sem berjast fyrir sameiningu við Grikkland. Arið 1969 stofn- aði hann stjórnmálaflokk, sem beitti sér fyrir sameiningu við Grikkland. Flokkurinn beið mikinn ósigur í þingkosn- ingum 1970, en Sampson náði þó kosningu og hefur átt sæti á þingi siðan. Þegar Grivas ofursti var jarðaöur 30. janúar siðast liðinn, flutti Sampson aðalræðuna og sór þar að vinna að sameiningu Kýpur og Grikklands. Vafalitið hefur að undan- förnu veriö samspil milli þeirra Ioannidesar og Samp- sons. Óneitanlega tefla þeir djarft, þar sem bylting getur vel leitt til styrjaldar við Tyrki, sem telja sig verða að gæta réttar tyrkneska minni- hlutans á Kýpur og aldrei munu fallast á innlimun eyjarinnar i Grikkland. Þá væri það alvarlegt áfall fyrir Nato, ef byltingin á Kýpur heppnaðist, þvi að hún bæri þess merki, að Natorikin beygðu sig fyrir grisku einræðisstjórninni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.