Tíminn - 20.07.1974, Side 19
Laugardagur 20. júll 1974.
TÍMINN
19
Anna Erslev:
FANGI KONUNGSINS.
(Saga frá dögum Loð-
viks XI. Frakkakon-
ungs).
Sigriður Ingimarsdóttir
þýddi.
Hann mælti samt ekki
orð frá vörum, braut
innsiglið á bréfinu og leit
yfir það i kyrrþey. Að
lestrinum loknum varð
hann hugsi. Georg
mændi á hann. — Þá leit
ábótinn upp og tók aftur
til máls:
„Bréfið hefur aðeins
fáar linur að geyma, en
þær nægja. Þar stendur
skrifað.” Og nú las hann
upphátt: „Æruverðugi
faðir! Þér getið treyst
orðum bréfberans full-
komlega. Hann mun
segja yður allt það sem
nauðsynlegt er i þessu
sambandi. Ég bið yður
að greiða honum 50 dúk-
ata i ómakslaun. —•
Bonifacius, ábóti i
Remýklaustri.
Ábótinn leit upp og
horfði á ungu mennina.
Það kom glampi i augu
Bertholds, þegar minnzt
var á ómakslaunin og
hann sleikti út um eins
og köttur, sem kemst i
rjómatrog.
„Hvað segir þú um
þetta bréf, vinur minn?”
spurði klerkur og sneri
sér að Berthold.
„Ég segi ekki annað
en það, að þetta stendur
heima. Nú þurfið þér
ekki að gera annað en
það, sem bréfið fyrir-
skipar, það er að segja,
ef þér viljið. Ferðin
hingað hefur verið löng
og ströng og er sannar-
lega launa verð,” sagði
Berthold ófeiminn.
Ábótinn kinkaði kolli
og sneri sér að Georg,
sem flýtti sér að segja:
„Heyrið mig, góði fað-
ir! Þetta er ekki mitt
bréf! Ég veit ekki, hvar
Vogaskóli
skólinn hefur búið við, þrengsli og
ófullnægjandi húsnæði lengst af.
En nú virðist þetta eiga að halda
áfram. Til að koma skipulags-
breytingunni á þarf að stækka
skólarýmið, svo að ekkert lát
verður á byggingaframkvæmd-
um.”
Aö lokum vék Kristján Bene-
diktsson að leiðum, sem nær hefði
verið að fara I þessum efnum, og
sagði:
„Þvl hefur verið haldið fram,
að hér sé um að ræða ráðstöfun á
aukahúsnæði. Þetta er alls ekki
rétt. Það er verið að taka húsnæði
af skyldunámsnemendum, svo að
hér er gengið miklu lengra. Hér
hefði verið miklu eðlilegra að
taka annan skóla — Langholts-
skólann, þótt það hafi sina ann-
marka, en hann er þó miðsvæðis.
En það er þó skárra að taka hann
til sllkra nota. Ég furða mig á þvl,
aö þetta skuli hafa verið sam-
þykkt, að gengið skuli að skilmál-
um, sem eru algerlega óaögengi-
' legir.”
© Lopinn
viljum vér taka fram eftirfar-
andi:
Alafoss h/f hefur heimild frá
„International Wool Secretariat”
til notkunar á alþjóðlega ullar-
merkinu. Heimild þessi felur
jafnframt I sér að „International
Wool Secretariat” fylgist mjög
náið með framleiðslu vorri, bæði
hráefnum og fullunnum vörum,
þannig að framleiðslan samsvari
ávallt ströngustu gæðakröfum,
sem „International Wool
Secretariat” gerir til fram-
leiðanda.
Alfafoss h/f hefur haft heimild
til notkunar á alþjóðlega ullar-
merkinu siðan á árinu 1970 og
verið undir hinu stranga gæða-
eftirliti „International Wool
Secretariat” frá sama tlma.
Hafa framleiðsluvörur okkar
ávallt staöist Itrustu
gæöaprófanir þessa aðila.”
Ekki er að efa, að þessi yfir-
lýsing frá Alafossi fær
staðfestingu I skýrslu
Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins, og ennfremur kemst
það væntanlega á hreint, hvort
grunurinn um óekta lopann hefur
að einhverju leyti verið á rökum
reistur. Þessar upplýsingar verða
hins vegar að biða, þangað til
ráðuneytið sér sér fært að gera
skýrsluna opinbera.
© Bílar
þar á Ford og Chevrolet bif-
reiðum.
Fluttar hafa verið inn 333
nýjar vörubifreiðar, þar af
eru þó 66 einhvað notaðar.
Kemur sá innflutningur á
móti 158 vörubifreiðum I
fyrra. Þar ber töluvert á svo-
nefndum Pickup gerðum alls
konar, en þegar kemur yfir I
þyngri bifreiðar, eru
Mercedes-Benz, Scania og
Volvo hvað hæstir. Þá hafa
verið fluttar inn 21 steypubif-
reiö og 9 kranabifreiðar.
Alls hefur bifreiða-
innflutningur landsmanna
þessa fyrstu 6 mánuöi ársins
numið 7356 bifreiðum, en á
sama tima I fyrra voru flutt-
ar til landsins 3.451 bifreiö.
Er þarna um rúmlega
helmingsmun að ræða.
Fyrstir d
morgnana
Tóku þeir til við aö lumbra á vest-
firzkum sjómanni, og er
lögreglan skarst I leikinn, snérust
þeir gegn henni með barsmiðum.
Fyrir þá fólskulegu árás var
Taylor dæmdur I fangelsi, en var
náðaður I „mannúðarskyni” til
þess að hann gæti verið heima hjá
fjölskyldu sinni um jólin.
1 marz, sama ár var hann
tekinn að ólöglegum veiöum á
Hulltogaranum Othello út af
Reykjanesi. Náðist hann þá furðu
fljótt og var færður til Reykja-
víkur, þrátt fyrir herskipin, sem
þá fylgdu togurum við veiðar hér
við land. Ekki gekk eins vel að
hafa hendur I hári hans, er hann
fékkst enn á ný við ólöglegar
veiðar á Hulltogaranum James
Barry út af Stiga 14. nóvember
1963. Þá hjó hann á togvíra og
sigldi hvað af tók til hafs.
Gaf hann sig þó, eftir að skotið
hafði verið að honum lausum
skotum.
Laust eftir kl. ' 19 I gærkvöldi
var enn unnið að viðgerð á
Forrester, en búist var við að
heimsigling gæti hafizt þá og
þegar. Talið var llklegt, að fariö
yrði með togarann til Seyðis-
fjaröar.
o Rannsókn
„Með hliðsjón af skýrslu endur-
skoðunardeildar um athuganir á
rekstri Ahaldahússins, samþykk-
ir borgarráö að fara þess á leit við
sakadómara, að fram verði látin
fara opinber rannsókn á fjárreið-
um og starfsemi fyrirtækisins.
Rannsóknin taki til a.m.k. 10
ára timabils.”
Tillaga þessi var felld með 3 at-
kvæðum gegn 2, en tillaga Sjálf-
stæðismanna samþykkt með
sama atkvæðafjölda.
Þegar málið kom til kasta
borgarstjórnar, sem einnig hélt
fund I fyrrakvöld, geröist það, að
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
Björgvin Guömundsson, lýsti yfir
stuðningi við tillögu Kristjáns og
Sigurjóns, en við atkvæðagreiðslu
stóðu Sjálfstæðismenn saman um
að samþykkja tillögu sína, þá er
að undan getur og hlaut hún 9 at-
kvæði, en aðrir borgarfulltrúar
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
í gær, föstudaginn 19. júlí, gerð-
ist það siðan, að borgarfulltrú-
arnir Kristján Benediktsson og
Sigurjón Pétursson rituðu yfir-
sakadómaranum I Reykjavlk eft-
irfarandi bréf:
„Endurskoðunardeild Reykja-
vlkurborgar hefur nú I nokkra
mánuði unnið að rannsókn á f jár-
reiöum Ahaldahúss Reykjavíkur-
borgar. Hjálögð skýrsla er árang-
ur þeirrar rannsóknar og hefur nú
veriö rædd I borgarráði nokkrum
sinnum, þar sem ekki hefur náðst
samstaða I borgarráði um að
óska opinberrar rannsóknar á
fjárreiðum fyrirtækisins og
meintum brotum forstjóra þess,
þá viljum við undirritaðir með
bréfi þessu krefjast þess að sllk
rannsókn verði framkvæmd.
Kröfu okkar styðjum við meö
eftirfarandi:
1. Hjálagðri skýrslu stjórnar end-
urskoöunardeildar þar sem
ýmis atriði eru ekki að fullu
leidd I ljós og bendum við þar
sérstakl á liði 1,2,4,6,9.10,‘11,13
og 17. En þar stangast fram-
burður aöila á I veigamiklum
atriöum.
Auk þess teljum við skýringar
viö ýmsa aðra liði ófullnægj-
andi.
2. Undirritaður Sigurjón Péturs-
son, hefur, eftir að skýrslan var
lögö fram, haft tal af ýmsum
núverandi og fyrrverandi
starfsmönnum Áhaldahússins.
M.a. með hliðsjón af þeim við-
tölum teljum við nauðsynlegt
að rannsókn á meintu misferli
hjá fyrirtækinu nái lengra aftur
I tlmann en rannsókn endur-
skoöunar gerir, en hún miðast
við tæp tvö ár, að sögn borgar-
endurskoðanda.
Sigurjón er að sjálfsögðu reiðu-
búinn að benda á vitni þau, er
hann hefur haft tal af, og gera
rannsóknardómara grein fyrir
þeim atriöum er þeir upplýstu
hann um.
Af þeim fullyrðingum og grun-
semdum, sem fram hafa komið
um málið hjá núverandi og fyrr-
verandi starfsmönnum, teljum
við rlka ástæðu til að rannsaka
fjárreiöur fyrirtækisins og for-
stjóra þess allt frá þeim tlma er
hann hóf störf við fyrirtækið.”
Ii—
||
yii
8 BUffll
r'
Frá happdrætti
Framsóknarflokksins
Útdráttur hefur farið fram, og eru vinningsnúmer innsigluð um
sinn á skrifstofu borgarfógeta, þar sem enn eiga ýmsir eftir að
gera skil.
Tekið er á móti greiðslum á skrifstofu happdrættisins að
Rauðarárstlg 18, og á afgreiðslu Tlmans I Aöalstræti 7 á skrif-
stofutíma og hjá umboðsmönnum um land allt.
Kópavogur — Happdrætti
Framsóknarflokksins
Þeir, sem fengið hafa senda happdrættismiða, eru vinsamlega
beðnir að gera skil I þessari viku að Neðstutröð 4, kl. 17 til 19 eða 1
Pósthólf 102. Fulltrúaráðið.
Frá skrifstofu
Framsóknarflokksins
Flokksskrifstofan er flutt að Rauðarárstig 18.
^____________Skrifstofa Framsóknarflokksins.^,
© Þetta voru allt
Gimli fyrir það, að þar kemur
eiginlega aldrei þoka.
Hvort að hún var þarna, réðum
við ekkert við en það fengu gróf-
lega margir fæturna undir sig
fyrir það, að atvinnan var svo
mikil þar, að þeir gátu verið
bændur á kvöldin og vinnumenn
að degi til.
Þú ert varafógeti Manitoba-
fylkisins. Hvernig reiðir ís-
lendingum af I samskiptum sin-
um við lögin?
Vell, það er nú það, sem ég er
alltaf voða hreykinn af, að við höf
um nú lítil afskipti af þeim, það er
ekki nema einstaka. Þeir hafa
verið fjarskalega duglegir að
koma sér áfram og margir hverj-
ir eru í háum stöðum, bæði I
viðskiptum og hjá stjórninni.
Mesti gallinn og kannski aðal-
gallinn við Islendinga hefur þó
verið sá, að þeir eiga afskaplega
gott með að sameinast við aðra
menn. Og þeir vita það. Við höf-
um menn, sem hafa brotist hátt i
mannfélaginu og allar bækur
sýna það og við höfum aðrar, sem
t.d. hafa farið norður l óbyggðir
og sext aö með Indiá’num, og
þeir eru orðnir alveg eins eftir 6
mánuði. Þeir vita, að þeir geta
þetta og reyna þess vegna alltaf
eitthvað nýtt.
Þaö er mikil áherzla lögð á að
varöveita Islenzkuna i byggðar-
lögum Nýja Islands nú, en áður
hefur verið gert og sá. Ahuginn er
mikill hjá ungviðinu. Ég hef ung-
viöi á þessari ferð núna, og þetta
er alveg það bezta sem við getum
haft, af þvi að þeir sá fræinu. Og
þó fólk sé orðið 60 ára og kemur
heim nú þá hefur þú það I Islenzk-
um félagsskap, þegar það kemur
út aftur.
Dóttir okkar hefur verið að fara
á kvöldin að læra islenzku og þar
er fólk á öllum aldri.
— Nú verður mikil hátíð hjá
ykkur næsta ár, þegar þið minnist
100 ára afmælis byggðar ís-
lendinga I Vesturheimi. Hefur
vaknað áhugi hjá okkur hinum að
koma þangað?
Vell, — ég skal segja þér, að við
erum búnir að vera hér á fundum
og erum að koma þvi I kring, að
þangaö verði farnar hópferðir
næsta sumar. Ef ekki hópar, þá
geta aðrir komið af sjálfs sins
krafti og við tökum á móti þeim.
Það geta þeir verið vissir um.
Samskiptin eru komin á það stig,
að nauðsynlegt er að fleiri leggi
leið slna til Vesturheims, ég veit,
að margir hafa áhuga á þvi, en
hafa af einhverjum ástæðum ekki
komiö þvl I verk ennþá.
En eins og ég segi — við tökum
á móti öllum, sem þangaö vilja
koma aftur að ári.
O Borgarlæknir
með hliðsjón af auknum
menntunarkröfum, sem gerðar
eru til lækna og annarra stétta,
tel ég mjög óliklegt, aö löggjafinn
dragi úr ofannefndum kröfum til
héraðslækna. Við umræðu á
Alþingi gerði heldur enginn þing-
manna athugasemd við
menntunarkröfu héraðslækna.
Gildistöku þessa kafla laganna
var frestað vegna ágreinings um
staðsetningu héraöslækna, eins
og þeir er til þekkja vita bezt.”
o Sojus
rannsókn og var heilsa þeirra i
bezta lagi. Geimfararnir höfðu
lokið öllum tæknilegum, læknis-
fræðilegum og vlsindalegum
rannsóknum, sem höfðu verið
skipulagðar áður en þeir héldu
upp i ferðina. Þeir fluttu öll tæki
sin frá Saljut 3. yfir I Sojus 14. á
fimmtudag, en Sojus 14. lenti
nálægt bænum Dzhezkazgan I
Kazakhstan.
ÁLFNAÐ ER VERK
ÞÁ HAFIÐ ER
^ SAMVINNUBANKINN
Einbýlishús
á Selfossi
Gott einbýlishús til
sölu á Selfossi. Stór og
falleg lóð. Laust nú
þegar.
rr
FASTEIGNA & BÁTASALA |
SUÐURLANDS
SÍMI 99-4290
VEITINGASALA
í skúAholh
i nýju og glæsilegu
húsnæði Lýðháskólans
OPIÐ ALLA DAGA
ALLAN DAGINN