Tíminn - 20.07.1974, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Laugardagur 20. jttll 1974.
„Þetta voru allt
tómir kapitalistar,
en óttu samt
engan kapital"
— Rætt við Stefán Stefánsson frá Gimli
og Ólafíu konu hans
Auk alls þessa er Stefán svo fararstjóri um 200 manna hóps frá byggö-
unum viö Winnipegvatn, sem hingaö komu til þess aö vera viö þjóöhá-
tiöarhöld á ættlandinu. Hefur hann haft aö oröi, aö þau hjónin veröi
senniiega aö veröa eftir til þess aö fá tækifær til þess aö skoöa þá staöi,
sem þau ætluöu sér i upphafi.
H.P.—Rvik — Ég held, aö viðhorf
okkar hinna, sem eftir urðum(til
Vestur-Islendinga, hafi allt fram
á sföustu ár verið töluvert
blandin. Satt að segja eru þeir
ennþá þó nokkrir, sem álita, aö
fólk þetta, eöa réttara sagt for-
feöur þeirra, hafi flúið landiö
góöa á neyöarstundu og siglt til
Amerfku og Kanada, þar sem
mjólk og hunang átti aö drjúpa af
hverju strái og allir yröu stór-
efnaöir á skömmum tlma. Af og
til gegnum árin hafa svo birtzt
myndir af afkomendum þessa
fólks i dagblöðum og þá gjarna
gert að þvi góðlátlegt grin, þar
sem þaö stendur I rigningunni I
Keflavlk meö myndavélina um
hálsinn og skælbrosir I þokunni,
alsælt að lita Islenzka náttúru
augum i fyrsta eða annað sinn.
Ferðin til landsins handan
Atlantsála og mjólkin og
hunangið komu ekki af sjálfu sér
og það hafa Vestur-tslendingar
fengið að sannreyna fyrir löngu.
Hér var á timum landflóttans
hart I ári og ég held, að þeir séu
verulega fáir, sem ennþá bera
nokkurn kala til Vestur-Islend-
inga. Þvert á móti hafa sam-
skiptin aukizt, skipst hefur verið
á gagnkvæmum heimsóknum, þó
heldur hafi Vestur-lslendingarnir
verið duglegri að heimsækja
okkur og margs konar
menningarleg samskipti hafa átt
sér stað.
I tilefni 1100 ára afmælisins
hafa hópar þeirra heimsótt ætt-
land sitt, margir hverjir I fyrsta
sinn, og áhugi þeirra og ánægja
hefur satt að segja smitað út frá
sér meöal heimamanna, sem
heldur voru orönir leiöir á þessu
öllu saman og áformuðu heldur
að fara til Mallorku, en að hanga i
mlgandi rigningu á Þingvöllum
undir ræðuhöldum og ávörpum,
reiptogi og kórsöng.
Stefán Stefánsson, er farar-
stjóri hópsins frá Winnipeg og
Gimli, aöstoðarfógeti Manitoba-
fylkis og frændi minn, sem
kannski verður ekki talið honum
til tekna. Ólafia, kona hans, er ein
af betri konum I heimi og mikil
húsmóðir.
Þau hjónin gat ég loksins króað
af hér i Reykjavlk fyrir skömmu,
þau voru á leiðinni norður i land
og Stefán hafði I svo miklu að
snúast, aö hann hafði á orði, aö
hann yrði að koma aftur núna I
haust, eða hreinlega verða eftir,
þegar aðrir færu, til þess að sjá og
skoða þá staöi, er þau hefðu ætlað
sér I byrjun. Þau eru bæði fædd i
Gimli, eiga þar fimm uppkomin
börn og allt annað skyldfólk sitt.
Stefán er einn aðalhvatamaður
að stofnun byggðasafns fyrir
Islendingabyggðirnar við Winni-
pegvatn og þvl bað ég hann að
segja mér fyrst um frumbyggja
þessa svæðis. íslendingana, sem
þarna komu áriö 1875:
(Ef fólki finnst Stefán frændi
minn tala eitthvað skrýtna
Islenzku, þá er það af þvl, „að ég
tala vestur-Islenzku, en þið hin
talið Islenzku” eins og hann orðar
það. Hann byrjaði ekki að tala
íslenzku fyrr en hann var um -
þrltugt og þetta samtal var fyrst
hljóðritaö á segulband).
— Vell, ég skal segja þér, að
saga þessara flutninga er miklu
lengri. Fólkið hafði komiö sér
fyrir bæði I Winnipeg og I Ontario,
þar sem t.d. fólk konu minnar er
frá. Það var nefnilega búið að
eigna sér stað I Ontario og þurfti
svo að flytja allt saman, þegar
það frétti af hópnum, sem ætlaði
til staðar við Islendingafljótið.
Það seldi nefnilega allt, sem það
átti til þess að komast meö, og
þar I voru kýr. Þetta varö það að
selja á hálfviröi.
— Þegar það var siðan búið að
eigna sér það, sem þaö hélt aö
þaö þyrfti fyrir veturinn, þá var
lagt af stað ofan ána í þessum
döllum, sem þeir voru I. Þeir áttu
voða erfitt að komast ofan ána
fyrir það að það var lágt I henni —
vindstaðan hafði staðið svo lengi
að sunnan, að þeir áttu bágt með
að stjaka þessu út— það festist I
bökkunum og I eitt sinn þá brotn-
aði nú einn þessi kassi og þá urðu
þeir að troða rúmfötum I til þess
að geta haldiö áfram.
Svo þegar þeir komu nú út I
sjálft Winnipegvatn þá byrjaði
hann að blása af norðan, eða var
að breyta til. Þá var nefnilega að
hækka I vatninu og það var að
koma bylur.
Þeir voru dregnir á þessu skipi,
sem tilheyrði Hudson Bay og
þegar þeir voru komnir fyrir utan
Williow tangann, þá vildi kaf-
teinninn ekki fara lengra — hann
vildi helzt snúa við — en þeir
vildu halda áfram norður að
Islendingafljótinu. Það var rætt
um þetta á sjálfum bátnum og þá
var þessi John Taylor þar og hann
var nefnil. sendur vestur til þess
aö tala fyrir þeim af Sambands-
stjórninni. Hann fór bara yfir i
þennan bát, sem var kallaöur
Yorkboat, en hinir voru bara
höggnir lausir. Þeir hröktu þarna
suður en þeir gátu spaðað sig inn
af þvl að þeir höfðu nefnilega árar
I þessum döllum. Þeir fóru upp I
álinn, sem er fyrir sunnan
tangann og þar vestur I tjörnina
og þar voru þeir I logni, þ.e.a.s.,
þeir voru ekki nefnilega I vit-
lausum sjó.
Þegar þeir komu á mitt rifið,
þar sem er eiginlega ekkert nema
steinnsandkambur, þá var þar
þessi eini stóri hviti steinn^hann
var þar á þessum bletti og þar
lentu þeir upp I myrkrinu.
Það er þar, sem Jón Ólafur
Jóhannsson fæddist um nóttina. I
þessu tjaldi, sem þeir ráku upp
utan um staura, sem þeir fundu I
fjörunni. Alltaf magnaðist veðrið
og rétt eftir miðnætti þá fæddist
hann og það voru margir I hópn-
um sem ekki einu sinni vissu að
hann var að fæðast. Svo snjóaði
inn á konuna.
Þarna hefur svo verið reistur
minnisvarði um fyrsta íslend-
inginn, sem þarna fæddist. En
minnisvarðinn er ekki rétt
merktur. Á minnisvarðanum er
það tiltekið, að hann hafi fæðst 9.
nóvember, sem er vitleysa. Það
er til frásögn af þessu, sem við
Karóllna Gunnarsson skrifuðum
— það eru nefnilega svo margir
lifandi af mönnum, sem voru
skólabræður hans og nágrannar
og allt eftir þessum sem aö nefni-
lega eru afskaplega arrl út af
þessu, aö þetta skuli vera þarna á
þessu bjargi.
En enginn eiginlega veit,
hvurnin að stendur á því að hann
tókupp þennan afmælisdag. I bók
Thorstlnu Jackson, dóttur hans,
kemur það út, að hann hafi veriö
fæddur þennan 9. nóvember. Ég
nefnilega hef aldrei getað komist
að þessu til þess að geta verið
alveg 100% viss um það — en
Bergþóra, nefnilega amma Jóns,
móðir Sigrlðar, sem fæddi fyrsta
barnið, hún var I hópnum og
maður hennar Jón aö nafni. Hann
var fyrsta dauösfallið, þessi Jón
og hann mun ég halda aö sé
grafinn i grafreitnum, sem við
erum að reyna að varðveita
þarna á Gimli. Hann dó um
veturinn rétt eftir nýárið. En
þessi Bergþóra, hennar amma
var nefnilega 9. nóvember og eftir
þvi, sem mér hefur kynnst hafa
þarna orði dagabrengl. Sennilega
mun Jón vera fæddur 22.október
og hafa þvi landnemarnir verið
nokkru fyrr á feröinni, en gert
hefur verið ráð fyrir I heimildum.
Næsta dag fluttu þeir sig svo
Fáar myndir hafa birzt af hinum eiginlega Gimlibæ. Hann er við Winnipeg-vatn, Ibúar eru um 30 þús. og fer þeim fjölgandi. Bæjarráðið hefur
tekið viö stórri herstöð, sem þarna var reist á strlðsárunum og leigirhana til ýmissa iðnaðarfyrirtækja. Viö sjáum yfir höfnina og fremst á
myndinni er hús byggðasafnsins.