Tíminn - 11.08.1974, Síða 5

Tíminn - 11.08.1974, Síða 5
Sunnudagur 11. ágúst 1974 TÍMINN 5 Loksins, loksins! Nýjasta kvikmynd Peters Sellers, ,,The Optimists of the nine Elms,” var frumsýnd i Lundúnum nýlega. Að sýningu lokinni var Sellers grátinær, en nú var það ekki vegna trúlof- unar eða hjónabands, sem farið hafði út um þúfur, né vegna þess að myndin hans væri misheppnuð, eins og oftast hefur gerzt siðustu árin. Nei, það var nú eitthvað annað. Frumsýningargestirnir risu nefnilega úr sætumsinum með gifurlegum fagnaðarlátum og glymjandi lófataki, sem engan enda virtist ætla að taka. Peter Sellers hóf feril sinn fyrir tuttugu árum, og lengi framan af gekk allt eins og i lygasögu. — Það var eins og ekkert gæti misheppnazt segir hann sjálfur, en siðustu árin hefur allt gengið á afturfótunum hjá mér. Ef til vill er þessi siðasti sigur hans þó upphafið að nýjum velgengnisdögum. ★ v!vMvav.,> /ÍXvlv.'v’.v; mmwpm i I Annaðhvort eða... Atvinnulaus og berklaveikur maður i enska bænum Abington var i vanda staddur. Þetta var hinn 49 ára gamli Frank Andr- ews, og það eina, sem hann átti, voru nokkrir shillingar. Hann gat ekki gert upp við sig lengi vel, hvort hann ætti að kaupa sér mat, og kannski skó, sem hann sárlega þarfnaðist, fyrir afganginn af peningum sinum, eða fara á veðhlaupabrautina og freista gæfunnar. Hann valdi siðari kostinn. Og viti menn, skyndilega var hann orðinn fimmtiu þúsund pundum rikari. Andrew veðjaði eftir hinni svo- kölluðu V-6aðferð, og allir hest- arnir, sem hann veðjaði á, hlutu stóra vinninga. Já, sumir eru heppnir. Ennfjölgar börnum íranskeisara Fundarlaun í sérflokki Stór hópur manna mætti með ýmsar tegundir af hundum I bandi sem svari við tilboði konu nokkurrar i Köln i Þýzkalandi, sem sagðist vera fús til að eyða nótt með þeim, sem fyndi terri- er-hund hennar „Monki”. Blað- ið sem birti söguna, sagði frá, að mennirnir, sem mættu meö alls konar hundategundir, hefðu þó ekki komið með þann rétta „Monki”. Bakari nokkur, sem hélt þvi fram, að þrettán ára gamall sonur hans hefði fundiö „Monki”, spurði, hvort sonur- inn mætti taka á móti fundar- laununum, eða hvort hann ætti kannski sjálfur að gera það? Þrir menn i félagi sögðust allir hafa fundið hundinn um leiö, og vildu allir fá að deila fundar- laununum með sér. Konan, sem bauð þessi sérstöku fundarlaun, er gift og er móðir. Sagði hún, að börnin væru óhugganleg sið- an „Monki” týr.dist. og að maö- ur hennar hefði samþykkt fuiiu- arlaunin, sem hún bauð, heldur en að eyðileggja heimilislifið og hjónabandið, þvi eðlilegt fjöl- skyldulif væri ekki hjá þeim án „Monki” Þrátt fyrir þessi ,,aö- gengilegu” fundarlaun, hefur „Monki” ekki enn fundist. Gilda Azad, fjórða kona Reza Pahlavi Iranskeisara, gengur nú með annað barn þeirra. Fyrir eiga þau soninn Darioush, sem er ekki nema átta mánaða. Gilda, sem er tvitug að aldri, býr við algjöra einangrun. Hún kemur aldrei fram opinberlega, vegna þess að keisarinn leyfir það ekki. Sjálf vill hún vitanlega gjarna vera frjálsari, en hinn ráðriki eiginmaður hennar veit- ir engar undanþágur. Hún fær ekki einu sinni að hitta nánustu vini sina. Sem stendur er hún i geymslu i sumarhúsi keisarans i Sviss. Þangað sendi hann hana til þess að njóta fjallaloftsins, þvi að hann taldi, aö sumarhit- inn i íran væri hættulegur heilsu hennar. Hvernig ætli allar hinar vanfæru konurnar i íran fari að? Sjálf vildi Gilda miklu heldur vera heima i tran meðal ættingja sinna og vina, en orð keisarans eru henni lög, og þvi situr hún nú ein og yfirgefin i sviss- neska fjalla „kofanum,” sem sést á meöfylgjandi mynd, og biður þess að timinn liði. Hin myndin er eina af örfáum, sem til eru af þessari fallegu, einmana stúlku. i< * < Wý ' i^ - ^9 d ' ■ '/'' : < ' V 'í >,«j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.