Tíminn - 21.08.1974, Page 8
TÍMINN
Mi&vikudagur 21. ágúst 1974.
Miðvikudagur .21. ágúst 1974;
TÍMINN
Dr. Richard Beck og kona hans, frú Margrét
Brandason, fóru vestur um haf sunnudaginn
18. ágúst siðast liðinn, eftir tiu vikna dvöl hér
heima. Þau ferðuðust viða um land, eins og
fram kemur i þessu viðtali, og fylgdust af
lifandi áhuga með þvi sem fram fór á ættlandi
þeirra á þessu minnisstæða sumri.
Við brottförina báðu þau Timann að skila
innilegum kveðjum og þökkum til allra, sem
greiddu götu þeirra á meðan þau dvöldust hér.
Það hefur allt lagzt á eitt að gera okkur ferðina
ógleymanlega, jafnt veðurfarið sem viðtökur
fólks, sögðu þau.
Timinn kemur hér með kveðjum þeirra og
þakklæti til skila, um leið og hann leyfir sér að
þakka þeim komuna hingað og óska þeim
góðrar heimkomu.
„ÞETTA LAND,
SEM ER
ÆTTJÖRÐ
OKKAR..."
Rætt við dr. Richard Beck, prófessor
B—M——MBMBngjBWMI
Dr. Richard Beck og kona hans, frú Margrét Brandsson.
EINS OG MÖNNUM ER
KUNNUGT, hefur dr. Richard
Beck dvalizt hér á landi i sumar,
einn af mörgum Vestur-íslend-
ingum, sem sóttu okkur heim i til-
efni af ellefu alda byggð i
landinu. Hann var svo vinsam-
legur að lita inn hér á blaðinu
skömmu áður en hann fór af landi
burt, og svara nokkrum
spurningum.
— Mig langar þá að spyrja þig
fyrst, Richard: Hvernig finnst
þér þessi ferð hingað heim hafa
verið, þegar þú litur yfir hana i
heild?
— Ég get sagt — og mæli þar
fyrir munn okkar beggja, hjón-
anna — að það hefur verið alveg
ógleymanlegt, að hafa átt þetta-
sólbjarta sumar hér heima á ætt-
jörðinni. Reyndar mætti hið sama
segja um allar ferðir okkar hjóna
hingað, en þetta er niunda ferð
min til ættjarðarinnar, siðan ég
fluttist vestur um haf sumarið
1921.
Margrét
Brandsson
— Hefur kona þin ekki komið
hingað jafnoft og þú?
— Þetta er i sjötta skiptið sem
Margrét kona mln kemur hingað,
og það er i sjálfu sér miklu meira
afrek, en þó að ég hafi komið
hingað niu sinnum.
Margrét er fædd vestur á
Vancouvereyju i Victoriuborg i
British Columbia og ólst þar upp.
Hún er hvorki minni né verri Is-
lendingur en ég, þótthún hafi ekki
fæðzt hér og alizt upp, gengið i
ménntaskóla og tekið stúdents-
próf hér á landi eins og ég.
— Viltu ekki segja okkur eitt-
hvaö um hana?
— Jú, með ánægju. Hún er
dóttir Einars Brandssonar frá
Reynishjáleigu i Mýrdal og
Sigriðar Einarsdóttur frá Hvoli I
sömu sveit. Einar og Sigriður
fluttust til Norður-Dakota árið
1886 og þaöan til Victoriu 1887, i
hópi fyrstu Islendinganna, sem
settust að þar I borg. Þar áttu þau
sfðan heima til æviloka.
Einar Brandsson var vel met-
inn borgari i Victoriu um meira
en þrjátlu ára skeið, og meöal
annars umsjónarmaður frægasta
grafreit þar I borg, sem viö-
kunnur er fyrir fegurð sina.
Margrét hlaut undirbúnings-
menntun sina I gagnfræðaskóla I
Victoriu, en stundaði siðar nám i
St. Ann’s Academy, einnig i
Viktóriu, og kenndi þar siðan um
tima. Hún fluttist til Bandarikj-
anna 1927 og hélt áfram námi sinu
á hinum viðkunna háskóla i
Berkeley i Californíu og hlaut þar
menntastigið BA I bókmenntum
og visindum. Hún tók einnig BAE
próf I listum og kennslufræðum
frá listaháskólanum i San
Fransisco. Hún kenndi siðan um
tuttugu og fimm ára skeið i gagn-
fræðaskfilum i San Fransisco,
þangað til við giftumst, sumarið
1961, en þá fluttist hún með mér
til Grand Forks i Norður Dakota,
þar sem ég hafði um langt skeið
veriö háskólakennari i Norður-
landamálum og bókmenntum.
Þar áttum við svo heima, þangaö
til vorið 1967, er ég lét af störfum
fyrir aldurs sakir, sjötugur að
aldri. Slðan höfum viö átt heima i
Viktoriu.
Þá ferðaðist hún um
öræfi tslands og —
sótti háskóla-
fyrirlestra
Margrét var lengi ritari
Islendingafélagsins i Norður-
Kalifórniu og einnig um tima
forseti Leifs Eirikssonar félags-
ins I San Fransisco.
— Hafði hún ekki komið hingað,
fyrr en þið fóruð að koma hingað
saman?
— Jú. Hún kom til íslands árið
1953 og dvaldist þá hér meira en
árlangt, en fór til Englands og
viðar með ferðamannahóp héðan,
auk þess sem hún ferðaðist um
öræfi Islands. Þessa íslandsferð
fór Margrét algerlega af eigin
hvötum I þeim tilgangi að
kynnast landi og þjóð, og notaði
til þess ársfri frá kennslustörfum
sinum Og hún er mér fremri að
þvi leyti, — eins og reyndar um
marg annað — að hún hefur sótt
fyrirlestra i Háskóla íslands, en
það hef ég ekki gert, þótt ég hafi
vitanlega setið viö fótskör
islenzkra lærdómsmanna, sem
flestir hafa, óbeinlinis, verið
kennarar minir.
Eins o* ég gat um áður, þá
giftumst við Margrét sumarið
1961. Einmitt þetta sumar vildi
svo til, að okkur var boðið að
koma hingað -til lands þá um
haustið i tilefni af fimmtiu ára
afmæli Háskóla Islands, hvað við
auövitað þágum með þökkum.
— Var það ekki þá, sem þú
varst sæmdur heiðursdoktors-
nafnbót við Háskóla íslands?
— Jú, það er rétt. En þótt
mér þætti afar vænt um þá
viöurkenningu, þá eru samt aðrir
hlutir mér minnisstæðari frá
þeirri ferð. Þetta var brúökaups-
ferð okkar hjónanna, og ánægju-
legri gat hún varla verið. Sá
islenzkur maður, sem búsettur
hefur verið erlendis meginhluta
ævi sinnar, getur ekki hlotið neitt
ánægjulegra en ferð til íslands,
jafnvel þótt stutt sé, eins og þessi
hlaut að verða, sökum starfa
minna.
Þessi háskólahátið var ekki
aðeins sögulegur viðburður, þar
sem verið var að minnast hálfrar
aldar afmælis Háskóla íslands,
Hún var óvenjulega virðuleg og
glæsileg samkoma, þar sem
margir erlendir gestir voru,
háskólakennarar frá ýmsum
löndum, bæði frá Evrópu og
Ameriku.
Á Eiðum og
i Atlavík
— En svo við vikjum að þeirri
ferð ykkar, sem nú stendur yfir:
Hvað eruð þið búin að fara vitt
um landið i sumar?
— Viö höfum farið viða. Ferðir
okkar um landið hófust með þvi,
að við flugum austur að Egils-
stöðum I júlibyrjun til þess að
heimsækja æskustöðvar minar á
Austurlandi, en þær eru einkum i
Reyðarfirði og Eskifirði. Eins. og
margir vita, þá eru Beck-arnir
upprunalega af Austurlandi, þótt
nú séu þeir deifðir viða, og meðal
annars margir hér i Reykjavik.
Ferðin austur var þannig fyrst
og fremst til þess farin að heilsa
upp á ættmenn mina og og vini
þar eystra, en auk þess hafði
þjóöhátiðarnefnd Múlaþings
boðið okkur hjónunum að vera
gestir á sameiginlegri þjóðhátið
Múlasýslnanna beggja á Eiðum,
þar sem ég var beðinn að flytja
ávarp.
Hátiðn á Eiðum heppnaðist i
alla staðihiðbezta. Austfirðingar
voru svo heppnir með veðrið, að
þeirfengu ágættveður itvo daga,
þótt rigning væri bæði fyrir og
eftir hátiðina, en annars var
veðurfarið I heild ágætt þann
tima sem ég var á Austurlandi.
— Gafst ykkur ekki tækifæri til
þess að ferðast dálitið um fyrir
austan?
— Jú, við fórum meðal annars
upp I Hallormstað, þar sem
frændi minn ágætur Hrafn Svein-
bjarnason, bauö okkur til sin. Viö
skoðuðm Hallormsstaðarskóg, og
áttum einnig indæla stund i Atla-
vik. Þegar við komum niður að
Lagarfljótinnu, rifjuðust upp
fyrir mér gamlar minningar,
þegar ég kom þar á unglings-
árum, ásamt öðru ungu fólki,
riðandi neðan af Fjörðum Og allt i
einu vissi ég ekki fyrr en ég var
farinn að fleyta kerlingar á fljót-
inu, og þessi visa varð til — ef
visu skál kalla:
Fleytti ég kerlingar á
fljóti Lagar,
aftur varö þar æskugia&ur,
gleymdi aö ég er gamall maöur.
aftur varð þar æskuglaður,
gleymdi að ég er gamall maður
Hrafn Sveinbjarnarson fór með
okkur I gróðrarstöðina, þar sem
Sigurður Blöndal tók við okkur og
sýndi okkur suma merkustu
reitina I Hallormstaðarskógi — og
þarf ég sizt að lýsa þvi fyrir ykkur
hér heima, hversu merkilegt það
starf er, sem þar er og hefur verið
unnið
Mér þótt sérlega vænt um að
koma I Hallormstaðarskóg. þvi
að svo vill til, að ég hef notið
þeirrar tiltrúar að vera formaður
I milliþinganefnd Þjóðræknis-
félags Islendinga i Vesturheimi,
ásamt tveim konum. Við, þessi
þrjú, höfum verið að afla litils
háttar fjárframlaga meðal
Vestur-íslendinga til eflingar
skógræktá íslandi. Og þó að þess-
ar upphæðir hafi ekki verið háar,
þá sýna þær þó, að til er fólk
vestur i Ameriku, sem hefur
áhuga á þessum málum og vill
leggja þeim lið
Á Akureyri var margs
að minnast
Frá Egilsstöðum lá leið okkar
norður á Akureyri. Þar hitti ég
fornvin minn, Ármann Dal-
mannsson, sem eitt sinn réri með
mér til fiskjar austur i Breiöuvik.
Viö skoðuðum Kjarnaskóg, en
Armann hefur helgað skóg-
ræktinni krafta sina, eins og
kunnugir vita
Á Akureyri nutum við gistivin-
áttu Góðtemplara þar, og deild
Þjóðrækisfélagsins i bænum, sem
reyndar heitir Vinafélag Vestur-
Islendinga, og ber það nafn með
rentu, hélt okkur samsæti undir
forystu Árna Bjarnasonar, for-
manns félagsins og annarra
ágætismanna. Á Akureyri heim-
sóttum við marga fleiri vini, sem
verðugt væri upp að telja, en ein-
hvers staðar verður að láta
staðar numið. Og gott var að
koma til Akureyrar og margs að
minnast, þvi að svo vill til, að
Gagnfræðaskólinn þar var 'ein-
mitt fyrsti skólinn sem ég út-
skrifaðistTrá um ævina. Ég kom
þangað með þann undirbúning,
sem ég hafði hlotið hjá Sigurði
Vigfússyni, móðurbróður minum,
en hann stjórnaði unglingaskóla á
Eskifirði. A Akureyri lauk ég svo
námi utan skóla vorið 1918
— Svo hefur þú auðvitað tekið
stúdentspróf hér i
Reykjavik?
— Já, um annað var ekki að
ræða þá. Ég settist i fjórða bekk
hér haustið 1918 og sat þar næsta
vetur, en las fimmta og sjötta
bekk saman utan skóla, eins og
margir af minum skólabræðrum
gerðu, og tók stúdentspróf vorið
1920.
— Þú minntist á skólabræður
þina. Hverjir voru með þér i
skóla?
—- Það er .ekki alveg vist að ég
muni eftir þeim öllum, svona á
stundinni, og þá er verr farið en
heima setið, þvi engum þeirra vil
ég gleyma, Þetta voru allt ágætir
drengir og góðir félagar Jú, ðg
get nefnt Hermann Jónss. fyrr-
verandi forsætissáðherra, dr.
Kristin Guömundsson fyrrv.
utanrikisráðherra dr. Þórð
Eyjólfsson, fyrrv. forseta Hæsta-
réttar, Stefán Pétursson, fyrrv.
skjalavörð, séra Þorstein
Jóhannesson, prófast i Vatnsfirði,
Sveinbjörn Sigurjónsson, skóla-
stj. Björn Kristjánsson stórkaup-
mann og Ólaf Ólafsson lækni i
Hafnarfiröi
Hér held ég að ég hafi talið upp
þá skólabræður mina, sem
kunnastir hafa orðið og enn eru á
lífi, að þvi er ég bezt veit. Ég hef
ekki talið þá sem látnir eru,og
vera má, að ég hafi gleymt ein-
hverjum, en sé svo, bið ég menn
að virða það á betri veg, þvi aö
vissulega er mér hlýtt til allra
skólasystkina minna, og -ekki
siöur þeirra sem tinzt hafa úr
hópnum yfir móðuna miklu
Mýrdalur, öræfi,
Borgarfjörður Þing-
vellir.
Þegar dvöl okkar á Akureyri
var á enda nú I sumar, lá leiðin
aftur hingað suöur á bóginn. Frá
Reykjavik fórum við austur I
Mýrdal til þess að heimsækja
hina mörgu ættingja Margrétar
konu minnar, sem þar eru. A
meðan við dvöldumst I Mýr-
dalnum urðum við fyrir þvi
happi, fyrir tilstuðlan eins af
frændum Margrétar þar, að
verða við brúarvigsluna á
Skeiðará, þegar hringvegurinn
var formlega opnaður. Við
höfðum aldrei fyrr komið austur i
öræfi, og það var hreinasta opin-
berun að ferðast um þá sveit. Þar
var Kjartan Kjartansson, bróðir
Einars i Þórisholti, sem ók okkur
um öræfin og sýndi okkur sanda
og jökla og þann undurfagra
fjallahring, sem þar er, og auk
allrar náttúrufegurðarinnar sem
fyrir augun bar, komum við i
hvorki meira né minna en þrjú
viðkunn guðshús. Ég á hér við
bænhúsið á Núpstaö, kapelluna
á Kirkjubæjarklaustri og torf-
kirkjuna á Hofi I öræfum. Um öll
þessi guðshús mætti margt segja,
en ég sleppi þvi hér. enda ekki
nauösynlegt.
— Fleiri hátíðir munuð þið hafa
komið á, en þær sem nú hafa
verið taldar?
— Já, Leið okkar hefur legið
vfða. Við vorum á þingi hinna er-
lendu fræðimanna i Norður-
landabókmenntum, sem haldið
var hér á landi i sumar. Áður
höfðuin við verið á hliðstæðu
þingi i Sviþjóð 1966 og eignuðumst
þar ýmsa kunningja sem við
hittum svo aftur hér núna. 1 sam-
bandi við þetta þing var farin
ferð upp i Borgarfjörð, og mun
hún áreiðanlega geymast okkur i
minni það sem við eigum eftir
ólifað. Veður var framúr-
skarandi gott og viötökur fólks-
ins I samræmi við það. A heim-
leiðinni var farið um Uxahryggi
og til Þingvalla og hafði ég aldrei
fyrr farið þá leið, þó að oft sé ég
búinn að ferðast um Borgarfjörð
Á Þingvöllum var stanzað og sezt
að veglegri veizlu i Valhöll á
vegum menntamálaráðuneytis-
Næst er að minnast á þjóðhá-
tiðina á sjálfum Þingvöllum. Rik-
isstjórn tslands sýndi okkur hjón-
unum þann sóma að bjóða okkur
til þessarar hátiðar, og þar sem
við vorum gestir rikisstjórnar-
innar, varð okkur auðveldara að
komast til Þingvalla, en ella hefði
orðið, og að taka þátt i hátiðinni
sjálfri. Ég fullyrði, að þessi hátið
var tslendingum til hins mesta
sóma. Hún fór virðulega fram,
dagskráin var fjölbr. og vönd-
uð og öll var hátiðin með slikum
menningarbrag, að samboðið var
helgistað eins og Þingvöllum og
sjálfu tilefni hátiðahaldanna. Við
hjónin erum innilega þakklát
þeim, sem stuðluðu að þvi að við
gátum verið viðstödd þessi
hátiðahöld, og að við skyldum
iega kost á þvi að hlusta i
Þrymskviðu i Þjóðleikhúsinu
kvöldið eftir Þingvallahátiðina.
Það mun mér seint úr minni liða
þótt ég sé ekki neinn sérfræðingur
á þvi sviði. Margrét kona min,
sem er nákunnug slikum hlutum,
og hefur mikið fylgzt með tónlist-
arlifi I San Fransisco, lauk hinu
mesta lofsorði á Þrymskviðu, og
er áreiöanlega ekki ein um að
hafa hrifizt af þessu verki.
Hetjulund
Vestmannaeyinga
— Hver var svo endahnúturinn
— ef ég má orða það svo — á þeim
hátiðahöldum, sem þið tókuð þátt
i hér heima?
— Það var þjóðhátiðin i Vest-
mannaeyjum. Vissulega hafði
það alltaf verið ætlun okkar að
komast út i Eyjar á meðan við
værum hér til þess að sjá með eig
in augum afleiðingar náttúru-
hamfaranna, sem þar hafa
geisað. En svo sýndi bæjarstjórn
Vestmannaeyja okkur þann sóma
að bjóða okkur á þjóðhátiðina, og
jafnframt var til þess mælzt, að
ég flytti þar ræðu. Að sjálfsögðu
þágum við þetta boð með þökkum
og flugum til Vestmannaeyja 8.
ágúst, daginn fyrir hátiðina, og
dvöldumst þar á meðan hátiðin
stóð, en komum til Reykjavíkur
11. ágúst.
Sá maður, er annaðist okkur á
meöan við dvöldumst i Vest-
mannaeyjum var Haraldur
Guðnason bókavörður. Sonur
hans, Áki, ók með okkur fram og
aftur um Heimaey og út á
hrauniö, svo okkur gafst ágætt
tækifæri til þess að virða fyrir
okkur þau undur, sem þarna hafa
orðiö. Það er átakanlegt að sjá
hús, sem standa hálf upp úr
hrauni og ösku, og við slika sjón
skilst manni fyrst, hversu hetju-
leg sú barátta var, sem hér var
háð vikum og mánuðum saman.
Og heillandi er að virða fyrir sér
það uppbyggingarstarf, sem þar
hefur farið fram og enn er ekkert
lát á. Það fólk, sem þannig bregzt
viö stóráföllum, á sannarlega
skilið að hljóta rikuleg laun erfið-
is sins. Bjartsýni, hetjulund og
framtiðartrú Vestmannaeyinga
mætti verða mörgum til
fyrirmyndar.
Að vera íslendingur,
einmitt núna
— Nú langar mig að spyrja þig
spurningar, sem þér finnst ef til
vill erfitt að svara: Ertu ánægður
með aö hafa lifaö á þessari öld,
með öllum hennar göllum, eða
hefðir þú viljað vera uppi á ein-
hverjum öðrum tima?
— Ég viðurkenni, að spurningin
er dálitið erfið, og vist hefur
okkar timi sina galla, þó ekki*
væri nema hraðann og hávaöann.
En I minum huga er ekki nokkur
minnsti vafi á þvi, að ég tel það
mikla gæfu að hafa fengið að lifa
núna, og einmitt að hafa verið ís-
lendingur á þessari öld.
Vissulega hef ég oftast horft á
islenzkt þjóðlif úr nokkurri
fjarlægð, þvi að ég hef mestan
hluta ævinnar verið búsettur
erlendis. Þó hef ég, eins og ég gat
um áður, komið niu sinnum
hingað heim, eftir að ég fluttist
vestur' auk þess að ég var orðinn
fulltiða maður, kominn yfir tvi-
tugt, þegar ég fór héðan.
Ég minnist þess, þegar ég var
litill drengur heima I Litlu-
Breiðuvik, að þá heyrði ég oft
talað um heimastjórnina, og þaö
oft af talsverðum hita. Auðvitað
var ég of ungur til þess að geta
lagt sjálfstætt mat á það sem
veriö var aö tala um, en eimurinn
af þessum umræðum,loðir mér
enn I eyrum. Næsta snerting min
við stóratburði tslandssögunnar
var, þegar ég stóö ásamt skóla-
bræðrum mínum — og systrum
fyrir framan stjórnarráðshúsið
hér I Reykjavik fyrsta dag
desembermánaðar 1918 og sá
Islenzka fánann dreginn að húni
og heyrði þvi lýst yfir, að tsland
væri frjálst og fullvalda riki. Sú
stund held ég að geti ekki gleymzt
neinum, sem þar var staddur.
Arið 1930 kom ég hingaö heim
og var viðstaddur alþingishá-
tiðina á Þingvöllum, sem fór
fram með miklum virðuleika og
var þjóðinni til sóma á allan hátt.
Ég var stoltur og hrifinn af þvi að
vera sonur tslands, sem átti sér
elzta starfandi þjóðþing i heimin-
um.
Slðan liðu fjórtán ár. Þá bar ég
gæfu til þess að vera fulltrúi
Vestur-Islendinga og gestur rikis-
stjórnarinnar við stofnun hins
islenzka lýðveldis 17. júni 1944.
Þetta ár ferðaðist ég mikið um
tsland og hélt ræður á mörgum
stöðum. Hafi einhverjar þeirra
tekizt þolanlega, þá var það
miklu fremur þjóðinni að þakka
en mér. Þvi að ég fann til min
streyma fögnuð og hrifningu
fólksins, hvar sem ég kom. Það
var vor i þjóðlifinu, og sá vorblær
lék um mig allan timann sem ég
var hér þá. Það er þá ei hægt að
halda sæmilegar ræður, ef ekki i
sliku andrúmslofti. Það var að
vlsu rigning á Þingvöllurri júni
1944 en henni sló ekki inn, til þess
var fögnuður fólksins of mikill.
Með djúpum söknuði
— Nú hefur þú verið gestur hér
á tiu, tuttugu, tuttugu og fimm og
þrjátiu ára afmæli lýðveldisins.
Hverja þessara hátiða finnst þér
bera hæst?
— Það er erfitt að gera hér upp
á milli, en þó má vera, að tuttugu
og fimm ára afmælið beri einna
hæst, enda ekki óeðlilegt, þar sem
um aldarfjórðungsafmæli var að
ræða. Sjálf stofnun lýðveldisins
ris eins og bjartur tindur i
sögunni, og afmælishátiðirnar,
sem siðan hafa verið haldnar,
bera glöggt vitni um skilning
ráðamanna og þjóðarinnar sjálfr-
ar á þvi, hve stórmerkur áfangi
lýðveldisstofnunin var I sögu
þjóðarinnar.
Þjóðhátiðin núna var að visu
haldin i minningu um ellefu alda
byggð i landinu, fremur en til
þess að minnast þrjátiu ára af-
mælis lýðveldisins, þótt þetta
tvennt bæri upp á sama árið. Ég
veit ekki betur en öllum beri
saman um það, að þessi há-
tiðahöld hafi hvarvetna tekizt
með miklum ágætum og verið
þjóðinni til sóma i hvívetna. Og
við, sem áttum þvi láni að fagna
að fá að lifa þessa daga, munum
aldrei gleyma þeim.
— Nú munt þú innan skamms
stiga upp i flugvél og fljúga héðan
vestur um haf. Hvað mun þér
verða efst i huga, þegar flugvélin
lyftir sér til lofts og þú sérð landið
breiöa úr sér fyrir neðan þig?
— Okkur hjónunum verður
áreiöanlega báðum efst i huga
hjartanleg og djúp þökk fyrir þær
ástúðlegu viðtökur, sem við
höfum átt að fagna af allra hálfu
hér á landi. Vissulega verður það
með djúpum söknuði, sem við
sjáum landið hverfa, þetta land,
sem er ættjörð okkar beggja, og
þjóðin, sem byggir það, okkar
þióð. Við erum alltaf að fara að
heiman —heim. — VS.