Tíminn - 26.09.1974, Page 5

Tíminn - 26.09.1974, Page 5
Fimmtudagur 26. september 1974. TÍMINN 5 Electrolux Kvennaskólinn í Reykjavík W'r: V Sendiferðabifreið meö benzin-eöa dieselvél hundrað óra KVENNASKÓLINN I Reykjavik verður 100 ára þriðjudaginn 1. október næstkomandi. Kvenna- skólinn er elzti starfandi gagn- fræðaskóii á isiandi og var fyrst- ur I mikilli hreyfingu i Islenzkum skólamálum, sem hófst með þjóð- hátiðarárinu 1874 og stjórnar- skrárbreytingunni það ár. Stofnandi skólans var frú Þóra Melsteð og maður hennar Páll Melsted. Unnu þau hjón i mörg ár að þvi að koma honum á fót, en mættu miklu fálæti íslendinga. Það var ekki fyrr en safnað hafði verið fé i Danmörku að skólinn komst á legg. Fyrstu árin var skólinn til húsa I ibúðarhúsi Páls og Þóru við Austurvöll, en innan fárra ára höfðu þau hjónin byggt yfir hann nýtt hús á sama stað og stendur það hús enn við hliö Landssima- hússins. (Sigtún eða Sjálfstæðis- hús). Þegar frú Þóra lét af skóla- stjórn hafði nemendafjöldinn fjórfaldazt og auk fjögurra bekkja starfaði sérstök vefnaðar- deild og önnur deild fyrir hús- stjórnarkennslu. Frú Þóra stýrði skólanum i 32 ár, en auk hennar hafa 3 konur veitt skólanum forstöðu, þær Ingibjörg H. Bjarnason, Ragn- heiður Jónsdóttir og dr. Guðrún P. Helgadóttir. Mestu umskiptin I sögu skólans urðu áriö 1909, þegar hann fluttist i húsið við Frikirkjuveg 9, en þá hafði frk. Ingibjörg H. Bjarnason tekið við skólastjórn. Þetta hús er ennþá einu húsakynni Kvenna- skólans. Þann vetur komst nemendafjöldinn i fyrsta sinn yfir 100, og bjuggu margar náms- meyjanna i skólahúsinu. I 73 ár var skólinn einkaskóli styrktur af riki og bæ, en árið 1947, i skólastjóratið frk. Ragn- heiðar Jónsdóttur varð skólinn rikisskóli, og gilda um hann al- mennar reglur um gagnfræða- skóla með nokkrum undantekn- ingum. Skólinn hefur m.a. skóla- nefnd, og er núverandi formaður hennar frú Sigriður Briem Thor- steinsson. I skólanum eru nú yfir 200 stúlkur, og hafa alls á fimmta þúsund nemendur setið i honum. Siðan á styrjaldarárunum siðari hefur aldrei verið unnt að taka við nema hluta þeirra nemenda,sem um skólann hafa sótt. Það er hafið yfir efa, að þessi mikla aðsókn er lifakkeri skólans og ræktarsemi nemenda hans ungra og gamalla gerir honum nú kleift að minnast þessara tima- móta. Hinn 1. okt. næstkomandi, dag- inn sem skólinn var fyrst settur fyrir 100 árum, verður sérstök setningarathöfn i Dómkirkjunni, og hefst hún kl. 2. Allir velunnar- ar skólans og nemendur hans eldri og yngri eru velkomnir til þessarar athafnar. Á eftir býður menntamálaráðherra afmælisár- göngum skólans og nokkrum öðr- um gestum til kaffidrykkju i ráð- herrabústaðnum við Tjarnar- götu. Klukkan 15.30—22.00 þennan af- mælisdag býður skólinn öllum, sem hug hafa á, að koma I skóla- húsið og skoða sýningu á þáttum úr starfihans og gefa þannig fólki kost á að koma I skólahúsið og rifja upp gamla daga. Sýning þessi verður einnig öllum opin miðvikudaginn 2. okt. kl. 14-22 og fimmtudaginn 3. okt kl. 14-19. A sýningunni verður seldur minnis- peningur, sem nemendasamband kvennaskolans hefur látið gera. Langmest vinna hefur hins veg- ar verið lögð i að huga að fortið skólans og nemendum hans með það I huga að gefa út bók, sem verö sé svo ágætum ferli, sem skólinn hefur átt. Bókin, sem Al- menna bókafélagið mun gefa út eftir nokkrar vikur, mun geyma nöfn allra þeirra sem setið hafa i bekkjum skólans, mikinn fjölda mynda af nemendum hans frá fyrstu tið til þessa dags, ævisögu frú Þóru Melsteð og greinar um aðra skólastjóra ásamt yfirliti um sögu skólans. Alþingi, Reykjavikurborg, og nemendasamband kvennaskól- ans hafa veitt styrk til allrar þessarar vinnu, en fjöldi manns hefur að auki lagt smátt og stórt að mörkum til þessa verks. Má telja vist að skólasögu Is- lendinga sé nokkur fengur i þessu verki, en auk þess verður bókin uppsláttarrit um mikinn fjölda is- lenzkra kvenna og er þá ógetið kennara- og skólanefndatals sem I bókinni verður. Skólanefnd og skólastjóri Kvennaskólans i Reykjavik hafa haft forgöngu um samningu þessa verks og vilja þannig halda á lofti þessum þætti islenzks skóla- starfs. 108 In. LENGD MILLI HJÓLA in. mm A Lengd milli hjóla 106 2692 B Heildarlengd 169.5 4305 C Full hœ5 76.2 1935 D Breidd m/speglum 88.0 2235 E Breidd án spegla 79.4 2017 F Lengd f. f. öxul 24.3 616 G Breidd afturdyra 50.2 1275 H Hœð afturdyra 48.7 1237 J GólfhaeS 21.4 543 M HæS framdyra N Breidd framdyra P Hleðsluhæð R Hleðslubreidd S Hleðslulengd T Breidd m. hjóla U Sporvldd V Minnsta hæð undir öxul ln.' 55.3 32.4 52.7 64.0 92.8 50.0 64.8 6.5 mm 1405 823 1337 1623 2356 1270 1646 165 CF900 Þungi m/hlassi Eiginþyngd Mesti hlassþungi Hleðslurými CF1100 Þungi m/hlassl Eiginþyngd Mesti hlassþungi Hleðslurými Benzin Dieael Lb. Kg. Lb. Kg. 4928 2235 4928 2235 2378 1020 2219 1006 2550 1215 2709 1229 5-7 m" 5-7 ms 5510 2499 5510 2499 2646 1200 2782 1262 2864 1299 2728 1237 5-7 m* 5-7 m3 FRAMDYR OG HLIÐARDYR 128 In. LENGD MILLI HJÓLA ln. mm A Lengd milli hjóla 128 3200 B Heildarlengd 189.5 4813 C Full hæö 82.5 2096 D Breidd m/speglum 88.0 2235 E Breldd ón spegla 81.0 2057 F Lengd f. f. öxul 24.3 616 G Breidd afturdyra 50.2 1275 H Hæð afturdyra 48.7 1237 J Gólfhæð 22.3 566 K Hæð hliðardyra 58.3 1480 . Breidd hliðardyra A Hæð framdyra I Breidd framdyra • Hleðsluhæð I Hleðslubreidd > Hleðslulengd Breldd milli hjóla I Sporvfdd In. 35.8 55.3 32.4 58.3 64.0 112.8 42.4 64.8 908 1405 823 1480 1626 2864 1077 1648 V Minnsta hæð undir öxul 6.0 152 Banzin Lb. Kg. 6227 2824 2660 1342 3267 1482 7-6 m ‘ Lb. Kg. 6227 2824 3207 1454 3020 1370 7-6 m» CF175C Þungi m/hlassi Eiginþyngd Mestl hlassþungi Hleðslurými 7437 3373 7437 3373 3123 1417 3382 1534 4314 1956 4055 1839 7-6 m:i 7-6 m* .-'RAMDYR OG HLIÐARDYP “rubifreida stjórar SOLUM; Afturmunstur Frammunstur Snjómunstur BARÐINNHF. ARMULA7 V30501 &84S44

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.