Tíminn - 26.09.1974, Síða 12

Tíminn - 26.09.1974, Síða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 26. september 1974. inu fyrir köldum hafvindunum, voru nefndir Norður- skógur og Suðurskógur. Katrín var óstjórnlega forvitin og horfði full eftir- væntingar á allt, sem fyrir augun bar. Hún virti vandlega f yrir sér hvern stein og runna við veginn. Hún var þögul, og nú lét hún, í fyrsta skipti, orðaflaum Jó- hanns sem vind um eyrun þjóta. Þegar hann gat ekki komið neinu samtali af stað, byrjaði hann að syngja gamlar sjómannavísur. Hann vaggaði í spori eftir hljómfalli lagsins og vingsaði fataböggli Katrínar í hendi sér af fullkomnu áhyggjuleysi. Þorpið sást nú brátt greinilegar. Húsin stóðu á strjál- ingi beggja megin vegarins. Brautin var á borð við góðan sýsluveg, en þó var hún helzt til m jó, fannst Katrínu. „Já, þá erum við komin til Vesturbæjar", hrópaði Jó- hann allt í einu og hélt svo áf ram að syngja. Katrín sá fáein fornfáleg, rauðmáluð bændabýli niðri í dalverpinu milli trjáa og runna. Uppi undir ásnum, sem lokaði dalverpinu, skein á hvítar, nýlegar byggingar. Katrínu fannst hjartað i sér stöðvast. Hvar skyldi heimilið hennar vera? Til vinstri handar við veginn var fallegt, tveggja hæða hús með stórum svölum. Það var ekki hvítt, heldur gult. En Jóhann hélt áf ram, svo að ekki var það þetta. Þarna var reisulegt, grátt hús og stór skrúðgarður umhverfis. Ef til vill var þetta heimili hennar. Jóhann benti á húsið, og hún varð rjóð í andliti. En hann mælti: „Þarna býr Norðkvist kapteinn, konungur eyjarinnar. Hann á stærsta búiðog verzlunina og sæg af skipum. Það er nú karl í krapinu, skaltu vita, margfaldur milljóna- mæringur. Það er hann, sem gerir „Fríðu" okkar út. Ég er viss um, að hann er ríkasti útgerðarmaðurinn á öllu Finnlancti." Hann rétti úr sér af talsverðu stærilæti og var sýnilega allhreykinn af þessum manni. En Katrín hélt áfram að spyrja sjálfa sig. Athygli hennar hafði nú beinzt að hvítu húsi sunnan við veginn. Og nú benti Jóhann á það og mælti glaðlega: „Þarna býr Svensson kapteinn, annar stórbóndinn frá og nízkasti maðurinn í allri sókninni". „Svo-o", svaraði Katrin. Langt upp í ásnum, fast við dokkan barrskóginn, var fallegt, Ijósgrænt hús með reisn í hverri línu. Þarna er það, hugsaði Katrín, ég vil, að það sé þetta. Það var svo Ijóst, að það mátti nær kallast hvitt, og það voru svalir á því. Hún þorði ekki að spyrja hann beinlínis og sagði þess vegna: „Líttu á Jóhann! Þarna er fallegt hús". „Já, þetta er fallegt hús", svaraði hann og dró enga dul á það, að hann væri henni samþykkur. „Og þetta er líka f ínt hús. Þarna býr Engman kapteinn. Hann á samt enga jörð, en ógrynni af peningum. Hann er sá f írugasti andskotans karl, sem stigið hefur fæti á skipsf jöl". „Svo-o", sagði Katrín. „Hver býr í bóndabænum þarna, þessum fallega þarna, sem bláa hliðið er? Hann er svo líkur bæjunum heima". „Þar býr Kalli Seffer". Og svo bætti hann við, og radd- hreimurinn gaf til kynna, að hann væri að segja frá ein- hverri mikils háttar hetjudáð: „Seffers-fólkið er argasta og hvinnskasta hyskið í allri sókninni. Og það er svo lúsugt, að öll þau kynstur af kvikfénaði kæmust ekki fyrir heima hjá þér". „O, Jesús minn!" hrópaði Katrín. „Og hvar eru svo engin?" spurði hún svo. „Engin? Viðerum nú eiginlega komin framhjá þeim". „Þessir skikar, sem við sáum áðan, eru það engin hérna? Hvers vegna er þeim skipt svona sundur með öllum þessum girðingum?" „O, það er nú nauðsynlegt. Hver bóndi á dálítinn engi- teig að austan verðu, akurrein að vestan, beitiland norður frá og annað engi að sunnan. Hér eru nógir skógar, svo að ekki þarf að spara girðingarnar". „Nú-já", svaraði Katrín. Henni fannst jörðin dragast saman í kringum sig og verða svo þröngt um sig. Fast við veginn var lítið hús með rauðu þaki og hvítum stafni. Umhverf is það var of urlitill garður, og Katrín sá ekki betur en öðru megin við það væru ýmis konar káljurtir í beði. Fyrir framan það voru litauðgar sól- fylgjur og gullfíflar. Létt gluggatjöldin, sem slóust til í golunni, voru fyrir litlum gluggunum, og milli þeirra glitti í blómgaðar pelagóníur. Við girðinguna, sem máluð var rauð og hvít, voru fimm stór og laufrík tré, sem teygðu greinar sínar út yfir þjóðveginn. Katrín nam staðar og starði undrandi á þessi tré. Eplatré", hvíslaði hún loks. „Já, alveg rétt", svaraði Jóhann. „Þetta á maddam- an, sem fólkið kallar svo. Hér býr gamla prestsekkjan sem sé. Það eru góð, eplin hennar, skaltu aldeilis vita. Sjáðu! Þarna situr hún sjálf, maddaman, og er að kenna Elvíru Eiríksdóttur að skrifa. Það eru margar merkar bændaættir hér. Stelpan hans Eika gengur hingað til þess að læra að lesa og skrifa og hegða sér, alveg eins og hún væri kapteinsdóttir." HVELL G E lllliU I 1 FIMMTUDAGUR 26. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingólfur Jónsson held- ur áfram lestri sögu sinnar „Ferðin yfir fjöllin sjö” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Bergsteinn Á. Berg- steinsson fiskmatsstjóri tal- ar. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafnið kl. 11.00: (endurtekinn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Skjóttu hundinn þinn” eftir Bent Nielsen Guðrún Guðlaugs- dóttir les eigin þýðingu (2). 15.00 Miðdegistónleikar: óperutónlist. Fluttir veröa þættir úr óDerunum „Itölsku stúlkunni i Algir” eftir Rossini og „Mörtu” eftir Flotow. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Frá sjóferðum viða um heim. Jón Aðils leikari les úr ferðaminningum Svein- bjarnar Egilssonar (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal. Sigriður E. Magnúsdóttir syngur lög eftir Þórarin Jónsson og Þórarin Guð- mundsson. Ölafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.05 Leikrit: „Beðið eftir jarðarför” eftir Jónas Jónasson.Höfundur er leik- stjóri. Persónur og leikend- ur: Gamall maður, Valur Gislason. Yngri maður, Gunnar Eyjólfsson. Stúlka, Anna Kristin Arngrims- dóttir. Þulur, Jón Múli Árnason. 20.45 Kvöidtónleikar. a. Tónlist eftir Erik Satie. b. Trompetkonsert eftir Alex- ander Aroutouninana. Mau- rice André og Filharm móniusveit franska út- varpsins leika, Maurice Suzan stjórnar. 21.25 A Hafnarslóö. Inga Huld Hákonardóttir talar við Er- ling Tulinius. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Septembermánuð- ur” eftir Fréderique Hébrard. Gisli Jónsson is- lenzkaði. Bryndis Jakobs- dóttir les (6). 22.35 Manstu eftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. AAold — Hús- dýraáburður til sölu — heimkeyrt. Sími 73126. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM R

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.