Tíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 1
óðurvörur
ÞEKKTAR
UM
LAND
ALLT
mmm
Stjórnventlar
Olíudælur
Olíudrif
C
219. töiublað — Fimmtudagur 7. nóvember—58. árgangur
D
Landvélarhf
I DAG
Ræða
Einars
Ágústs-
sonar
í útvarps-
umræðunum
— sjd bls. 6
•
Áfall
fyrir Ford
Kosningaúrslit
í Bandaríkjunum
— sjd baksíðu
Reynt að auka dburðar-
framleiðslu innanlands?
— útgjaldaaukning á meðalbú vegna óburðarhækkana á þriðja hundrað þúsund
Gsal-Reykjavik. Helzta leiöin svaranna þegar borizt. Aburðar- meira en ár, aö fá hækkun hverjar sérstakar leiðir til úrbóta
tii vacriio nofnHín fnnH f xrilriinni (\o tHk áhnríSíírins til í hiivörnverh- i hpssii SflmhanHi?
Gsal-Reykjavik. Helzta leiðin
sem verið hefur tii umræðu vegna
fyrirsjáanlegra verðhækkana á
áburði, er að auka verulega
áburðarframleiðsluna innan-
lands. Talið er liklegt, að Is-
lendingar sjálfir geti aukið svo
við köfnunarefnisframleiðsluna,
að þeir geti framleitt nægjanlega
mikið fyrir allan islenzka
markaðinn. Þessa leið og aðrar
hefur áburðarnefndin svonefnda
til athugunar þessa dagana, en
nefndin var skipuð til að kanna á
hvern hátt bregðast ætti við gifur-
legum verðhækkunum á áburði,
sem fyrirsjáanlegar eru.
Fyrir nokkrum vikum, sendi
nefndin sextánda hverjum bónda
fyrirspurnabréf og eru svar-
bréfin að berast nefndinni þessa
dagana, og að sögn Guðmundar
Sigþórssonar hefur umþriðjungur
svaranna þegar borizt. Aburðar-
nefndin hélt fund i vikunni og tók
þá til athugunar þau svör, sem
þegar hafa borizt henni og eru
þau nú til úrvinnslu. Um
nákvæmar niðurstöður
könnunarinnar er þvi ekki hægt
að segja að svo stöddu.
— Það er hins vegar ljóst, að
bændum er mikill vandi á hönd-
um við að mæta hinni auknu
rekstarfjárþörf vegna hækkunar
á heimsmarkaðsverði, ef sú
hækkun kemur að fullu fram i
áburðarverði herlendis. Og það
má gjarnan taka það fram, að
búvöruverð til bænda breytist 1.
júni n.k. vegna þeirra breytinga,
sem verða á áburðarverði, til
bænda um vorið, en fullnaðarupp-
gjör til bændanna gerist alltaf ári
siðar en þeir leggja afurðir sinar
inn — og þvi getur það tekið
meira en ár, aö fá hækkun
áburðarins til baka i búvöruverð-
inu.
Sagði Guðmundur, að vegna
bessa, skapaði hækkunin mjög
aukna rekstrarfjárþörf.
— Er það ekki alveg ljóst, að
áburður muni hækka verulega?
— Jú, og það er vert að taka það
fram, að horfur eru á rösklega
tvöföldun á verði áburðar, vegna
mikilla verðhækkana erlendis og
það þýðir á þriðja hundrað
púsund króna útgjaldaaukning á
meðalbú, eða á verðlagsgrund-
vallarbúið. Einnig er rétt að
benda á, að þessi aukna rekstrar-
fjárþörf, getur valdið erfiðleikum
— einkum þeim bændum, sem
hafa lakasta fjárhagsaðstöðu,
með þvi að þeir geti ekki aflað sér
nægjanlegs áburðar.
— Hefur nefndin rætt um ein-
Breiðholtsbúar mótmæla
bensínstöðvarbyggingu
- undirskriftasöfnun
hafin |
HJ-Reykjavik. — Ég tel það mjög
alvarlegt mál, að engin samráð
skuli vera höfð við ibúa blokkar-
innar, áður en ákvörðun um að
reisa bensínstöð á þessum stað er
tekin, — sagði Amundi Amunda-
son, sem býr i stærstu blokk
landsins að Æsufelli I Breiðholti.
Amundi á sæti I bensinnefnd,
sem ibúar blokkarinnar hafa
stofnað til i þvi skyni að mótmæla
þeirri ákvörðun skipulagsyfir-
valda að reisa nýja bensinstöð
beint framan við útkeyrsluna af
bilastæðinu við Æsufell 2.
Ámundi kvað bensinstöðina alls
ekki hafa verið á þeim skipulags-
teikningum, sem Ibúar blokkar-
innar gátu fengið að sjá, áður en
kaupsamningar voru gerðir. Hún
var ekki sett inn á skipulagið, fyrr
en 2. júli 1973, og þá án alls sam-
ráðs við íbúana, sem flestir voru
fluttir inn i blokkina.
Ámundi kvað margar ástæður
liggja til þess, að ibúar blokkar-
innar gætu ekki fellt sig við, að
bensinstöðin yrði reist á þessum
stað. T.a.m. hefðu þeir, þegar
þeir keyptu ibúðirnar imyndað
sér, að á þessu svæði ætti að vera
grasvöllur eða einhvers konar
útivistarsvæði, og kæmi bygging
bensinstöðvarinnar til með að
eyðileggja hæðina gjörsamlega.
Engin þörf væri fyrir aðra
bensinstöð I Breiðholtinu, þegar
væri þar ein stöð i nágrenni hinn-
ar fyrirhuguðu bensinstöðvar og
fullnægði sú stöð alveg þörf ibú-
anna fyrir bensin. Þá væri þess að
geta, að allar likur bentu til, að
þarna myndi skapast algjört um-
ferðaröngþveiti með tilkomu
nýrrar bensinstöðvar, og um-
ferðarteppur og slys yrðu þar
daglegt brauð.
— Framhjá Æsufellinu liggur
öll umferð i Breiðholt III, en þar
er mjög mikill og sivaxandi fjöldi
ibúa. Auk þess er biðstöð fyrir
strætisvagna Reykjavikur beint
fyrir framan blokkina. Útkeyrsl-
Framhald á bls. 13
Unniö að uppgreftri, þar sem bensinstöðin nýja á aö risa. I baksýn sést stóra blokkin við Æsufell, en Ibú-
ar hennar hafa hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla staðsetningu bensinstöðvarinnar.
Timamynd Gunnar.
DATT EKKI I HUG AÐ
ÍBÚAR YRÐU ÓÁNÆGÐIR
- segir arkitektinn
HJ-Reykjavik. — Ekki hafa
skapazt neinar venjur um það,
hvort almennt beri að leggja
það undir ibúa viðkomandi
hverfis, ef einhverjar smá-
skipulagsbreytingar eiga sér
stað, sagði Geirharður Þor-
steinsson arkitekt, en hann er
einn þeirra aðila, sem skipu-
iögðu Breiðholt III. — A hinn
bóginn er þeirri regiu almennt
fylgt, að sé skipulagsbreyting
talin skerða hag einhvers ibúa
eða ibúahóps, þá er hún borin
undir viðkomandi, og ef svo
ber undir, er það tjón, sem af
hlýzt fyrir ibúana metið til
fjár og það bætt.
— I þessu tilfelli datt okkur
ekki i hug að ibúarnir yrðu
óánægðir með að fá bensinstöð
á þessum stað. Litið var á
þetta sem þjónustu við þá og
var við þvi búizt að þeir
fögnuðu þessari þjónustu
fremur en hitt, — sagði Geir-
harður.
— Ég held að engin hætta sé á
þvi að þarna skapizt veruleg
umferðarvandamál. 1 fyrsta
lagi er þessi vegur aðeins
bráðabirgðainnkeyrsla inn I
Breiðholt III en samkvæmt
Framhald á bls. 13
hverjar sérstakar leiðir til úrbóta
þessu sambandi?
— Það hefur verið rætt i
Framhald á bls. 13
Nauðsynleg
þjónusta
— segir forstjóri
Skeljungs
HJ-Reykjavik. — í Breiðholti
III munu búa fleiri ibúar en á
allri Akureyri, og það var
talin sjálfsögð þjónusta, að
reist yrði sérstök bensinstöð
fyrirþetta hverfi, sem meira
en 10.000 manns munu koma
til með að búa I, — sagði
Indriði Pálsson, forstjóri
Oiiufélagsins Skeljungs i
viðtaii við Timann.
— Arið 1970 var gerð á veg-
um Reykjavikurborgar
áætlun, þar sem hverfunum
innan borgarinnar var skipt
niður milli
bensinsöluaðilanna i þeim
tilgangi, að allir fengju sem
bezta og jafnasta þjónustu. I
þeirri áætlun var hverfunum
þrem i Breiðholti skipt milli
bensinsöluaðilanna og kom
Breiðholt III i hlut Skeljungs
— Við teljum að þarna sé um
mjög nauðsynlega þjónustu
við viðskiptavini fyrir-
tækisins að ræða, og hörm-
um að sjálfsögðu þá óánægju
sem upp hefur komið vegna
staðsetningar stöðvarinnar.
Bensinsalan mun verða með
mjög rúmri aðkeyrslu og á
allan hátt reynt að vanda til
hennar, en þarna mun ekki
verða nein sjoppustarfsemi
eöa slikt sem hefði það i för
með sér, að fólk héngi i
kringum staðinn. Ég er þess
fullviss, að verði málin rædd
i vinsemd og af skilningi
megi komast að samkomu-
lagi, og er manna fúsastur
til að veita allar þær
upplýsingar, sem að haldi
kunna að koma — sagði
Indriði að lokum.
Fullbókað
í Lundúna-
ferðina
ÓHÆTT er að segja að
Framsóknarfólk kunni vel að
meta hinu ódýru Lundúna-
ferð, sem Framsóknarfélög-
in I Reykjavik buðu félags-
mönnum sinum upp á. Um
miðjan dag i gær var fullbók-
að I förina og allmargir á
biðlista.
Þeir, sem eiga bókaða
miða, eru beðnir að snúa sér
þegar i stað til skrifstofunn-
ar og- staðfesta pantanir
sinar.
Farseðlar verða siðan af-
greiddir á skrifstofu fiokks-
ins að Rauðarárstig 18 á
mánudag og þriðjudag n.k.