Tíminn - 23.11.1974, Síða 2

Tíminn - 23.11.1974, Síða 2
2 TÍMINN Laugardagur 23. nóvember 1974. Laugardagur 23. nóvember 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Nú skaltu lofa áhugamálunum að hat'a yfir- höndina i dag, hver svo sem þau eru. og gefa þig allan á vald þeim. Það er nauðsynlegt svona við og við aö helga sig þeim og láta áhyggjur og amstur lönd og leið. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Hjá þér er hollast að slaka á við tómstunda- gaman. Það er upplagt aö fara i kvikmyndahús eöa leikhús til aö dreifa huganum Ef þú færir að taka þér eitthvað fyrir hendur, gæti farið svo, að þú sæir eftir þvi. Hrúturinn (21. marz-+-19. april) Dagurinn i dag er mesti rólegheitadagur i einu og öllu, og unga fólkið ætti að huga að iþróttun- um. Þetta er góður dagur fyrir Hrútana á sviði Iþrótta, hugsanlegur árangursemekki hefur áðui náðst hjá sumum. Nautið (20. april—20. mai) Veðrið hefur sin áhrif á Nautin i dag, og sé það ekki þvi betra, ættu þau að halda kyrru fyrir. En I góðu veðri gera þau bezt i þvi að fara í ferðalag, og jafnvel huga að iþróttum, helzt útivið. Annars innivið. Tvíburar (21. mai—20. júni) Ef þú færö ekki heimsókn i dag, ferð þú i heimsókn, þar sem þú færð fréttir, sem skipta þig verulegu máli. Þaðer óvist, að þú gerir þér Ijóst undir eins, hvaö liggur að baki þeim, en þú getur verið viss um, að þér er hagur i þessu. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þetta er mesti ágætisdagur, og ekkert, sem mælir á móti þvi, að þú lyftir þér upp, annað- hvort skemmtir þér sjálfur á skemmtistað eða i leikhúsi, eða njótir úlilífs, ef veðrið verður þannig, að slikt er ákjósanlegt. Ljónið (23. júll—23. ágúst) Það er gaman að lifa, þegar maður er ungur og hraustur, en full ástæða er til að huga að sál- inni líka — eða skyldi ekki vera nokkuð langt sið- an þú hefur komið i kirkju? Þú ættir að láta verða af þvi i dag. Jómfrúin (23. ágúst—22. sept.) Þú skalt taka lifinu með ró i dag. Fjölskyldu- fólk á að vera saman i dag, og einstaklingar heföu gott af að koma til gömlu fjölskyldunnar og reyna að rifia upp gamlar ánægjustundir. Slikt er öllum til góðs. Vogin (23. sept.—22. okt.) Gamlir kunningjar hafa samband við þig, og þið ákveðið að bralla eitthvað saman. Þetta verður ánægjulegur dagur fyrir þig, en engin ástæða er til að ætla, að sviptingar veröi miklar, nema þvi aðeins þú stofnir til þess sjálfur. Sporðdrekinn (23. okt.—21, nóv.) 1 hópi Sporðdrekanna er álitlegur hópur Iþróttamanna, og það er full ástæða til að ætla, aö þeir notfæri sér daginn vel, enda má segja, að talsverðar likur séu á, að hann verði þeim ánægjulegur, enda þótt þetta sé naumast meta- dagur. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þetta er dagur afþreyingar og hvilda. Ertu bú- inn að skoða bækurnar þinar það vandlega, að þar leynist ekki einhver, sem þú átt eftir að lesa? Það er jafnvel liklegt, aö þú hafir gagn af þvi. Kunningi þinn hefur samband. Steingeitin (22. des.-+19. jan.) Þó að það sé alltaf hægt að skemmta sér. þá eru sumir dagar öðrum hagstæðari til þeirra hluta. Þaðlitur út fyrir, að persóna, sem þér hef- ur vgrið hugfólgin um skeið, hafi samband viö þig, og það verður þér til ánægju. Hjúkrunarkonur Sjúkrahúsið i Húsavik óskar að ráða hjúkrunarkonur nú þegar eða eftir samkomulagi. Góð launakjör. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri i sima 96-4-14-33. £júltral)ijsið í Husflvíb s.f. I!i4l'"'l iii M Ww i'M B.iBffl.M.. Feimnismdl borgarinnar Landfari góður! Ég vona að mér leyfist, eftir 45 ára búsetu hér i Reykjavik, að kalla hana „borgina okkar”, þótt ég sé hvorki skjalfestur né rót- gróinn ihaldsmaður. Hér hef ég lifað 9/14 hluta ævi minnar, bæði við vöntun og vesæld, en alltaf lifað hamingjusömu lifi, vaxið i önn dagsins og glaðzt á góðum stundum. Er þar skemmst að minnast þjóðhátiðarinnar i sumar, sem tókst með ágætum eins og allir vita, og var öllum til ánægju, er með henni fylgdust. Tóku allir saman höndum við að geraþá daga ánægjulega: veður- guðirnir, stjórnendur skemmti- kraftarnir og fólkið, er sýndi framúrskarandi góða framkomu og umgengni. Hafa Reykvikingar sýnt með þvi að þeir geta verið til fyrirmyndar og afsannað þann orðróm og álit, sem margar undanfarnar þjóðhátiðir og skemmtanalif i sambandi við áfengið hefur skapað þeim. Nú er Reykjavik vaxandi borg hins nýja tima, breiðir sig yfir holt og hæðir og stendur vist á fleiri hæðum en sjálf Róm Margar byggingar hennar eru fagrar og reisulegar, þó að alltof mörg hús hafi orðið að „pislar- vottum tizkunnar”, bæði hvað snertir gerð og staðsetningu, Við, sem munum eftir Reykjavik fyrir ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR um það bil hálfri öld, getum ekki annað en glaðzt yfir vexti hennar og framförum. Sérstaklega getum við fagnað þvi, hvað andrúmsloftið breyttist með til- komu hitaveitunnar. Áður lá kolareykurinn yfir bænum eins og þykkt ský, og lagði alla leið út á Flóa á góðviðrisdögum, en nú sest ekki eimur i lofti nema gula skýið, er liggur yfir Aburðar- verksmiðjunni, fyrirboði þess, sem koma skal, ef reist yrði hér i borgarlandinu oliuhreinsunarstöð eða orkuver af sama tagi. Auk þess hefur blessað heita vatnið samhliða okkar ágæta Gvendar- brunnavatni bætt hreinlætisað- stöðu fólks, velliðan og heilbrigði, aukið þægindi og sparnað. Fyrir utan „grænu byltinguna” eru nokkrir almenningsgarðar, útivistarsvæði og grasfletir i borginni, til þæginda og yndis- auka. En ef efni væru til mætti gjarnan hafa viðar bekki á gang- stéttunum fyrir okkur gamla fólkið að tylla okkur ár. Einn er þó sá ljóður á ráði Reykjavikurborgar og hann er sá, hvað fá náðhús eru i borginni. Það er ekki vansalaust, að ekkert slikt skuli vera á Rauðarártorgi (Hlemmi) fjölfarnasta torgi borgarinnar og aðal skiptistöð strætisvagnanna. Þegar náðhúsin voru gerð i Bankastræti var minni umferð um Lækjartorg en nú er um Rauðarártorg, og i þvi Vandaðir ódýrir svefnbekkir og svetnsófar öldugötu 33 Sími 19407. tilliti erum við á eftir timanum. Það hefði ekki verið meiri hneisa fyrir nýju lögreglustöðina að hýsa þá aðstöðu heldur en sjálft Stjórnarráðið að hafa náðhúsin fyrir næsta nábúa. Það þyrfti að koma upp snyrtingu I Vestur- bænum, við Suðurlandsbraut, sem orðin er stærsta verzlunar- gata borgarinnar, Grensásveg og viðar. — A tveimur stöðum við höfnina og einum I Austurbænum er afdrep fyrir karlmenn, en þangað er ekki komandi nema i ýtrustu neyð fyrir sóðaskap. Hafnarbúðum þeim eina stað, sem komandi var á, var lokað. Má kenna bakkusi um það eins og fleira illt. Við Tjörnina, I Banka- stræti og undir Miklubrautinni er ágætis þjónusta. En svo klaufa- lega vildi til, að göngin undir Miklubrautinni lentu öfugu megin við Lönguhliðina, þeim megin, sem minna er gengið. Ef ráðamenn „borgarinnar okkar” sjá sóma sinn i þvi að afgreiða þessi feimnismál sin á viðunandi hátt, get ég vel fyrir- gefið, þó að„græna byltingin” dragist þeim mun lengur. Að siðustu vil ég segja við almenning: Gangið hreinlega um götur borgarinnar og al- menningsstaði. Munið, að borgin er sama og heimiliö ykkar. Umgengnin- lýsir innri manni. tJtlit borgarinnar er ykkar stolt. Guðjón Bj. Guðlaugsson Efstasundi 30. Tímínner peningar | AuglýsícT iTímanum AUÐVITAÐ! Það er Bowmar sem mig hefurj alltaf vantað f Litið inn og skoðið rafreiknana hjá ÞÚR HF REYKJAVIK SKOLAVORÐUSTIG 25 SANDVIK snjónag'lar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggj í snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SiMI 31055

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.