Tíminn - 03.12.1974, Qupperneq 2

Tíminn - 03.12.1974, Qupperneq 2
2 TÍMINN Þribjudagur 3. desember 1974. Vatnsberinn (20. jan.—18. feW.) Þú skalt fara fyrr á fætur i dag en þú ert vanur, þvi a& þa& er ekki óliklegt, að þú verðir gripinn einhverju letisleni, svo aö verk dagsins vaxa þér siöur i augum. En þú stendur þig, þegar þú ert byrjaður á annað borð. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Þetta er einn af þessum dögum, þegar þér er ráðlegast að reyna eftir fremsta megni aö hafa hemil á skapsmunum þlnum. Það er hætt við þvi, að ef þú sleppir fram af þér beizlinu, gerir þú eitthvað, sem þú sérð eftir. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það er rétt eins og athyglin beinist skyndilega aö þér, og þess vegna skaltu vera viss um, aö ástæðan til þess sé af jákvæðum toga spunnin. Gremja kemur þér ekki að neinu liði, getur skemmt aöstööu þina. Nautið (20. apríl—20. mai) Þaö bendir ýmislegt til þess, að eitthvert leynd- armál, sem hefur veriö varöveitt mjög lengi, verði komiö á allra varir áöur en langt um liöur. I sambandi viö þetta getur vel fariö svo, að þú farir I heimsókn I kvöld. Tviburarnir (21. mai—20. iúní) Það er eitthvaö, sem þú hefur blandað þér inn i fyrir löngu siöan, sem gæti komiö þér I koll I dag. Þú skalt fara að öllu með mestu gát I dag og ekki hika viö að leita aöstoðar vina þinna og kunn- ingja. Krabbinn (21. júni—22. júlí) Þetta er svolitið einkennilegur dagur, sem ekki er gott aö segja til um, hvernig verður. Það er verulega undir sjálfum þér komiö. Þó skaltu gera þér grein fyrir þvi, aö ýmislegt getur ennþá komið þér á óvart. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þaö eru kunningjarnir, sem máli skipta i dag, og það er alls ekkert óliklegt, að þiö hittist á nýjum staö. Þetta getur orðið hiö mesta fjör, en þú veröur samt að halda vel á spö&unum til þess aö gamaniö veröi ekki endasleppt. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þú hittir einhvern eða kynnist einhverjum þeim aðila i dag, sem hugsanlega á eftir aö hafa tals- verð áhrif á tilveru þina. Aö minnsta kosti er hætt við, aö samtal ykkar veröi þér minnisstætt, eftir að annað er gleymt. Vogin (23. sept—22. okt.) Rólegur dagur hjá þeim eldri — rómantiskur hjá þeim yngri. Þaö er rétt eins og trúlofaða fólkið hagnist eitthvað, en eldra fólið lyftir sér að likindum eitthvað upp seinni hluta dagsins eöa undir kvöldið. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þaö er fjölskyldan, sem máli skiptir i dag, og þú skalt kappkosta að leggja grundvöllinn aö ýms- um umbótum i þágu heimilisins. ÞÚ skalt forö- ast fólk, sem fer I skapið á þér, alveg sérstak- iega i dag. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Kimnigáfan er þér oft hjálpleg, en i dag er hún blátt áfram nau&synleg, þvi að hún hjálpar þér til aö losna úr klipu sem annars gæti oröiö þér fjári erfið. Hugaðu að smávandamálum innan fjölskyldunnar og laga&u þau. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þetta, sem þú hefur verið aö biöa eftir undanfar- iö, gerist að öllum likindum i dag. 1 kvöld skaltu sinna áhugamálunum, og skemmtanir eða fjöl- menni bjóða upp á ýmsa möguleika og nýjungar og fjölbreytni. Laxveiðiá Tilboð óskast i Miðá i Dalasýslu. Tilboðum sé skilað fyrir 1. janúar 1975 til Hjartar Einarssonar, Neðri-Hundadal Miðdala- hreppi, er gefur allar nánari upplýsingar, réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Fiskiræktar- og Veiðifélags Mið- dala. m Illllíl l'll IlllKIIlll ,Fiskur undir Landfari góður. Undanfarið hafa oröið miklar umræður um sjónvarpsmyndina „Fiskur undir steini”, og hefur mörgum þótt sem þar væri ómak- lega að Grindvikingum vegið eða jafnvel ibúum sjávarplássa al- mennt. Vel má svo vera. En i þessum umræðum öllum megum við ekki missa sjónar á þvi sem er mcrgurþessa máls, þ.e. félagsleg umræða hér á landi. Hún er i rauninni nánast engin, og þá sizt i fjölmiöli eins og sjónvarpinu, sem þó væri einkar vel til þess fallið. Ég vil þvi skora á þá, sem fara með mál sjónvarpsins, að láta hina misheppnuðu Grindavikur- mynd — eða öllu heldur umræður og skrif um hana — ekki verða til þess að hræða sig frá frekari tilraunum til þess að koma á félagslegri umræðu i sjónvarpinu. Þá væri illa farið. Sjónvarpsáhorfandi. f Utvarp í strætisvögnum Mig langar til þess að biðja Land- fara um fyrirspurn til forráða- manna Strætisvagna Reykjavikur. Svo er mál með vexti að sumir strætisvagna- stjóranna hafa útvarpstæki hjá AuglýsidT íTímanum sér I vögnunum,viðþvi er svo sem ekkert að segja, þvi að trúlega er starf þeirra með afbrigðum leiöinlegt og tilbreytingarlaust, þannig að þeim er ekki of gott að fá að hluta á útvarp. En mér finnst hins vegar, að þeir ættu þá aö láta sér nægja að hluta á is- lenzka útvarpið. Það gerist þvi miður oft, að hermannaútvarpiö frá Keflavikurflugvelli dynur i eyrum manns, þegar stigið er upp i strætisvagn, og ég er áreiðan- lega ekki einn um að finnast það harla óviðkunnanlegt, svo að ekki sé meira sagt. Finnst ráðamönn- um SVR ekki eðlilegt, að þær reglur væru settar, að vagn- stjórar láti sér nægja islenzka út- varpið, þegar vitaö er að margir farþegar kunna her- mannaútvarpinu illa? Farþegi. Bótagreiðslur almannatrygginga í Kjósarsýslu og i Seltjarnarneskaupstað fyrir desembermánuð fara fram sem hér segir: Mosfellshreppi miðvikudaginn 4. des. kl. 2-4. Seltjarnarnesi fimmtudaginn5. des. kl. 10-12 og 1,30-4,30. Kjalarneshreppi föstudaginn 6. des. kl. 2-3. Kjósarhreppi föstudaginn 6. des. kl. 4-5. Sýslumaður Kjósarsýslu. Bæjarfógetinn Seltjarnarnesi. ^ \ Bjarg, Akranesi ( 3 \ TERRA ) fvrlr / HERRA frá Gefjun Kaupfélagið Fram Neskaupstað Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Kaupfélag Skagfirðinga Sauðórkróki

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.