Tíminn - 03.12.1974, Page 3

Tíminn - 03.12.1974, Page 3
Þriðjudagur 3. desember 1974. TÍMINN 3 BIÐU INNBROTSÞJOFANNA í MYRKVAÐRI SKÓLASTOFU Gsal-Reykjavlk. — Það hefur ef- laust farið Serlock Holmes- fiðringur um piltana þrjá, sem biðu i marga klukkutima i myrkvaðri skóiastofu I fyrra- kvöld, eftir innbrotsþjófum. En biðin varð árangurslaus, — þjófarnir létu ekki á sér kræla. Málið er þannig vaxið, að á sunnudagsmorgunn verður húsvörður Menntaskólans var við að vifta á einum glugga Casa Nova er horfin. Athugar hann þetta nánar og fer niður i kakósöluna á húsinu og tekur þá eftir þvi að búið er að skrúfa ur viftu, sem þar er. Við nánari athugun sér hann, að brotizt hefur verið inn i kakósöluna — súpu hafði verið skvett á gólfið, og skúffur fylltar af sama vökva. Húsvörðurinn finnur hvergi loftræstiviftuna og lætur rannsóknarlögregluna vita. Koma þeir á staðinn en finna engin fingraför — og virðist þvi sem innbrotsþjófarnir hafi notað nanzka við verkið. Ennfremur kom I ljós, að þjófarnir hafa brotizt inn i sjoppu menntaskólans með þvi að skrúfa af hengilás á hurðinni. I sjoppunnni fundu þjófarnir tals- vert af sigarettum og héldu með varninginn inn I kakósöluna — en skrúfuðu hengilásinn á aftur, svo enginn gæti séð að farið hafi verið þar inn. Hringt var i einn menntaskóla- pilt, sem er formaður félags- heimilisnefndar, og þegar hann kom á staðinn tók hann eftir hálf- étnu buffi, sem var i kakósölunni, og datt honum strax i hug, að einnig hefði verið brotizt Efnahagsspá þjóðhagsstofnunar: Þjóðartekjur rýrna í ár, þrátt fyrir verð gildisaukningu framleiðslunnar „Búizt er við, að þjóðarfram- leiðslan aukist um 3,5 til 4% að raunverulegu verðgildi á þessu ári. Hins vegar er talið, að viðskiptakjör rýrni sem nemur 4- 5% af þjóðarframleiðslu, þannig að raunverulegar þjóðar- tekjur minnki um 0,5 til 1%. Spáð er 34% meðalhækkun útflutnings- verðlags i Islenzkum krónum, eða 21-22% I erlendri mynt, og um 45% meðalhækkun innflutnings- verðlags I krónum eða 31-32% i erlendri mynt, en þar af veldur hækkun oliuverðs beint um 11%. Ctflutningsframleiðsla er talin aukast um 2% frá fyrra ári, eingöngu vegna aukningar sjávarvöruframleiðslu, en hins vegar verður að lfkindum um nokkra magnminnkun útflutnings að ræða vegna aukningar út- flutnings vörubirgða. ” Þannig er komizt að orði I upphafi skýrslu frá þjóðhags- stofnuninni, þar sem reynt er að segja fyrir þróun efnahagsmála i landinu. Innlend verðmætaráðstöfun er talin aukast um 7,5% á árinu, að meðtöldum birgða- og bústofns- breytingum, en rúmlega 6% af þeim frátöldum. Einkaneysla er sögð aukast um 7,5% samneyzla um 6% og fjármunamyndun um 4%. Innflutningsspáin hljóðar á þá leið, að heildarverðmæti almenns innflutnings aukist um 60%, en sérstakur innflutningur (skip, flugvélar, Landsvirkjun, ál- verksmiðjan) um 50% að verðmæti. í framhaldi af þessu er svo spáð, að vöruskiptajöfnuður verði óhagstæður um 11,7 milljarða króna á árinu, en Magnús Torfi formaður áfram Samtök jafnaðarmanna og hin svokallaða Möðruvallahreyfing hafa nú formlega sameinast Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna. Það gerðist á landsfundi Samtakanna, sem haldinn var um siðustu helgi. Mun nú I bigerð að SFV hljóti nýtt nafn. Magnús Torfi Ólafsson var endurkjörinn formaður Sam- takanna, Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri var kosinn varaformaður, Andrés Kristjáns- son fræðslumálastjóri I Kópavogi, ritari og Eyjólfur Eysteinsson i Keflavik gjaldkeri. Formaður framkvæmdastjórnar Sam- takanna var kosinn ólafur Ragnar Grimsson. viðskiptajöfnuðurinn um 12,4 milljarða. Könnun I Reykjavik og á Akur- eyri bendir til þess, að vinnuafls- þörf við byggingarstarfsemi sé nú fullnægt, og nokkuð virðist hafa dregið úr athafnasemi við Ibúða- byggingar, þótt yfrið sé að starfa á þvi sviði. Vergar tekjur einstaklinga eru Framhald á bls. 18 inn I sjoppuna. Timinn ræddi við piltinn I gær, og sagði hann að tvennt furðulegt væri við þetta innbrot, annars vegar að þjófarnir hefðu sótt skóflu á annan stað i skólanum til að brjóta upp hurð og gæti það visbendingu um að þjófarnir væru kunnugir I skólanum. Og hitt atriðið væri, að þeir hefðu stolið viftunni og datt piltinum þá I hug, að verið gæti að þjófarnir hefðu ætlað að koma aftur, og ganga þá svo vel frá öllu, að enginn merki um innbrot yrðu sjáanleg. Höfðu þjófarnir notað skófluna til að komast inn i eldhúsið, en þar var peningaskápur, sem þeir brutu upp og hirtu 60.000 krónur, sem I skápnum voru. Hins vegar skildu þjófarnir alla smápeninga eftir, en tóku smápeningana i sjoppunni. Akvað pilturinn að vakta skólann sjálfur um kvöldið og fékk til liðs við sig tvo kunningja sina. Höfðu þeir áður talað við rannsóknarlögregluna og spurt hvort þeir hefðu tök á þvi að vatka húsið, en mannafla skorti til þess hjá þeim, svo þeir ákváðu sjálfir að taka að sér verkið. Hreiðruðu þeir um sig I myrkvaðri skólastofu, þar sem þeir gátu hæglega fylgzt með öll- um mannaferðum. Klukkustundir liðu og ekkert gerðist, og að lok- um gáfust þeir upp á biðinni. Hefur þeim eflaust þótt súrt i brotið að geta ekki gómað þjófana. Eins og að likum lætur er lög- reglunni fengur I þvi að fá svona aðstoð, sérstaklega þar sem hún er mjög fáliðuð. Og þótt piltarnir hafi ekki haft árangur sem erfiði var þetta virðingárverð tilraun hjá þeim. n m a Hvað kemur næst Því verður ekki neitað, að margir gerast nú spekingar, sem álita sig kallaða til að bjarga þjóðinni, jafnt I veraldlegum sem andlegum efnum. Ritstjóri Visis vill ieggja niður landbúnaðinn og byggja I staðinn álbræðslur og tryggja þannig efnahag þjóðarinnar. Rit- stjórar Slagslðunnar I Morgunblaðinu birta vikulegar áskorair um, að tslendingar hætti við islenzkuna og taki upp ensku þvl að sllkt geti bæði orðið fjárhagslegur og menningarlegur ávinningur. Albert Guðmundsson vill hætta takmörkunum á útsendingum hersjón- varpsins, og telur það nauðsynlegt til eflingar frjálsri menningu. Loks hafa svo þau samtök stúdenta, sem réðu yfir hátlðahöldunum 1. desember, lagt til að þjóðsagan verði endursamin, og flestu þvi á glæ kastað, sem mest hefur verið metið hingað til. Þannig verði þjóðin leidd i sannleikann. Hvað kemur næst? Völd sérfræðinga 1 blaði ungra Sjálfstæðismanna, Stefni, er sú spurning lögð fyrir nokkra menn, hver sé skoðun þeirra á áhrifum sérfræðinga á póli- tiska ákvörðunartekt. Þorbjörn Broddason svarar spurningunni þannig: Þeirri spurningu er fljótsvarað. A tlmum þekkingarbyltingar- inar, sem við lifum nú er mikil hætta á, að þeir, sem eru meiri máttar þekkingarlega (rétt eins og ætið hefur gilt um þá, sem eru meiri máttar fjárhagslega), muni neyta aflsmunar — I góðu skyni eða illu. Þetta er vitaskuld sérstaklega hættulegt, þar sem rikir einræði eða „lýðræði afskiptaleysisins”. 1 virku lýðræði, eins og ég reyndi að gera grein fyrir hér að ofan, eiga sérfræöingarnir, sem eru ómissandi I nútimaþjóðfélagi, að koma að fullum notum, sjálfum sér og öörum til ánægju, án þess að þeir dragi til sin óeðli- legt vald”. Hjálmar W. Hannesson svarar á þessa leiö: „1 þjóðfélagi nútimans er sérþekking mjög mikilvæg stjórnmála- leg björg. Hafi menn sérþekkingu, t.d. hagfræðiþekkingu eiga þeir hægar með að hafa áhrif i þjóðfélögunum, sem svo mjög byggja á hagnýtingu sivaxandi sérþekkingar. Sérþekking felur I sér mikið vaid og er rétt, að lýðræðislega kjörnir fulltrúar, sem ekki hafa sér- fræðiþekkingu, nema á þröngum sviðum, geti a.m.k. leitað viða fanga um sérfræðilegar úrlausnir. Samkvæmt lýðræöishugsjóninni eiga stjórnmálalegar ákvarð- anatökur (decision making) að vera i höndum kjörinna fulltrúa, sem endurspegla vilja kjósenda. Hér er þvi um töluverða glimu að ræða. Það þarf að ganga svo frá málum, að áhrif sérfræðinga séu lýðum ljós og ákvarðanatökumönnum einnig. Þetta má t.d. gera með „sérfræöingum” i aðstoðarráðherrastöðum, sem beinlinis eru af sömu stjórnmálarótum og ráðherrann sjálfur. Mörg fleiri ráð eru til, þvi að æ fleiri gera sér grein fyrir þvi, að völd sérfræðinga á bak við tjöldin stangast á við lýðræðishefð Vesturlanda”. —Þ.Þ. Stefnumörkun samstarfsnefndar landshlutasamtaka: Árið 1973 straumhvarfa- ór með búsetujafnvægi Framleiðsluuppbygging og lögfesting ákvæða til varanlegs jafnvægis í búsetuþróun SAMSTARFSNEFND iands- hlutasamtaka á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi hélt I haust fund á tsafirði, þar sem unnið var að mótun sameiginlegrar stefnu þessara samtaka i ýmsum veiga- miklum málum. Greinargerð um þessi sameiginlegu stefnumál landshlutanna hefst á þessum orðum: „Samstarfsfundurinn vekur at- hygli á þeirri staðreynd, að I fyrsta sinn um langt árabil hefur náðst jafnvægi I ibúaaukningu Vesturlands, Noröurlands og Austurlands, miöað við Stór Reykjavikursvæðið, og búsetu- aukning hefur átt sér stað á Vest- fjörðum. Fundurinn telur, að árið 1973 hafi orðið straumhvarfaár i búsetujafnvægi I landinu, og fylgja beri þvi eftir með mark- vissum aðgerðum i framleiðslu- uppbyggingu landsins og réttum aðgerðum til þess að ná varan- legu jafnvægi á búsetuþróun landshlutanna. Samstarfs- hópurinn vekur athygli alþingis- manna landshlutanna og rikis- stjórnarinnar á þvi, að nú sé timabært að lögfesta til lengri tima sérstakar aðgerðir til að tryggja jafnvægi I byggð landsins.” Meðal einstakra mála, sem fjallað var um á fundinum, var fjármögnun til varanlegrar gatnagerðar og aukið framlag úr þéttbýlisvegasjóði. Landshluta- samtökin hafa sem kunnugt er gengizt fyrir viðtæku samstarfi sveitarfélaga um gatnagerð, og er ýmist að þær framkvæmdir eru hafnar eöa standa fyrir dyr- um. Til þessa verða sveitar- félögin að taka lán, og er nauösyn, að framlag úr þéttbýlis- vegasjóði til þessa séu aukin, svo að þau geti staðið undir lánun um. Þvi beita landshlutasam- tökin sér eindregið fyrir þvi, að úthlutunarregium þessa sjóðs verði breytt á þann veg, að verk- efnaþörfin sé látin ráða skiptingu fjárins. En jafnframt var skoraö á alþingismenn lands- hlutanna að beita sér fyrir þvi, I samstarfi við landshlutasam- tökin, að peningar til þessara framkvæmda verði útvegaðir á vegum lánasjóðs sveitarfélaga og byggðasjóðs, svo að ljúka megi varanlegri gatnagerð á öllum þéttbýlisstöðum landsins á næsta áratug. Leiguibúðir á vegum sveitar- félaga var annað veigamikið mál sem fjallað var um. Vitti fundur- inn, hve óhæfilega, langan tima tók að ganga frá reglugerð um úthlutun lána vegna leiguibúðar- framkvæmda, sem og ónógan tæknilegan undirbúning hús- næöismálastjórnar, sem kom i veg fyrir, að sveitarfélög hæfu framkvæmdir á þessu ári, eins og gerthafði veriðráð fyrir af þeirra hálfu, og hafa enn ekki verið lagðar fram neinar tillögu- teikningar. Fór samstarfsfundur- inn fram á, að lögum um leiguibúðir á vegum sveitar- félaga yrði breytt á þann veg, að byggingarsjóður rikisins sé skyldugur að lána allt að 80% byggingarkostnaðar við þessi hús, og ráðherra skipi sérstaka nefnd, sem i séu meðal annarra fulltrúar landshlutasamtakanna, til þess að sjá um framkvæmd áætlunar um byggingu þúsund leiguibúða. Fundurinn skoraði á milliþinga- nefnd i byggðamálum, að láta endurflytja á alþingi frumvarp til laga um örvunarlán til Ibúða- bygginga úti I landshlutunum, og hélt á útibú viðskiptabanka að lána ekki minna en sem svarar tveimur þriöju hlutum væntan- legs húsnæðismálastjórnarláns og til viðbótar viö húsnæðismála- lánið, sem svarar þvi hálfu til tiu ára. Þá er farið fram á lagasetningu þess efnis að simgjöld innan eins og sama svæðisnúmers eða landshluta verði hin sömu um allt land og öll gjöld fyrir simtöi milli dreifbýlisins og höfuðborgar- svæðis lækki verulega. Enn var farið fram á, öryggis vegna, að simakerfinu verði breytt þannig, að simnotandi eigi kost á aö ná sambandi við simstöð allan sólar- hringinn. Forráöamenn landshlutasam- takanna telja strandferðaþjón- ustu Skipaútgerðar rikisins nú lakari en áður og álíta óhjá- kvæmilegt, aö endurskoðun fari fram, svo að þjónustan við ibúa landsbyggðarinnar og ört vax- andi atvinnurekstur þar verði betri. A sama hátt ber brýna nauðsyn til þess, að Eimskipa- félag Islands auki vöruflutningaþjónustu sina til hafna úti á landi beint frá útlönd- um. Framhald á bls. 18 Neitunarvaldið dragbítur UM skipan opinberra fram- kvæmda gerði samstarfsnefnd landshlutasamtaka svofellda ályktun á tsafjarðarfundinum í haust: „1 lögum um heilbriðisþjónustu frá 1973 er skýrt kveðið á um, að þau byggðarlög, sem lakasta að- stöðu hafa til heilbrigðisþjónustu, skuli hafa forgang um fjárveitingar til bygginga heilsugæzlustöðva og móttökustöðva fyrir lækna. Alþingi hefur samþykkt fjárveitingar til nokkurra byggðarlaga I þessu skyni. Hins vegar hefir komið i ljós, að framkvæmdadeild Innkaupastofnunar rlkisins verðist lita á það sem hlutverk sitt að vera hemill á slikar framkvæmdir og notfærir sér „lög um skipan opinberra framkvæmda”, sem veitir stofnuninni neitunarvald gagn vart sveitarfélögum, varöandi útboð framkvæmda. 1 ljo'si þess, er að framan greinir, ber brýna nauðsyn til að breyta lögunum um skipan opinberra framkvæmda þannig, að Innkaupastofnun rikisins hafi ekki stöðvunar- vald gagnvart sveitar- félögum, samanber 14. gr. laganna frá 1970, Stjt. A, nr. 63.” Nýlega hefur einmitt orðið harður árekstur út af þessu atriði, þar sem var bygging vegna læknaþjónustu á Breiðdalsvik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.