Tíminn - 03.12.1974, Side 14

Tíminn - 03.12.1974, Side 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 3. desember 1974. skininu sunnan undir húsinu, ef hún bar þangað næga mold og hlúði vel að því? Hún hafði raunar heyrt fólk segja, að eplatré þyrftu djúpan jarðveg til þess að festa rætur í, en skyldi það samt ekki vera eins um tré og fólk, að þau gætu samið sig að lífsskilyrðunum? Hún sá eikur og grenitré vaxa upp úr næfur.unnu mosalagi. Ef þau gátu ekki skotið rótum í sprungur og glugur, þá teygðust þær yf ir þess stærra svæði. Það mundu eplatrén hennar lika gera. Katrín heimsótti Elvíru litlu oft og skoðaði eplagarð hennar rækilega. Urho og Elvíra voru flutt til prests- maddömunnar, í litla rauða húsið við þorpsveginn, þar sem eplatrén höfðu heillað augu Katrínar forðum. Þar voru ekki aðeins eplatré, heldur einnig ferskjutré og kirsuberjatré og vínviður og stikilsberjarunnar. Og El- víra var alltaf að gróðursetja f leiri og fleiri tré og hirti auk þess vel um all, sem þar var fyrir. En umhyggja hennar féll samt í tvo farvegi, því að hún hafði eignazt litinn dreng á útmánuðunum. Urho var farinn í siglingar. HAFIÐ HEILLAR. Það tognaði úr f yrsta sumri Einars á sjónum. Jóhann, sem farið hafði síðar en hann, kom heim heilum mánuði á undan drengnum. Haustiðvar Katrinu langur og ömur- legur biðtími. Nú skildi hún áhyggjur og kvíða Betu, er hauststormarnir gengu í garð. Drengurinn kom heim hálfum mánuði fyrir jól. Katrín hopaði undar, er hún sá hann f yrst, þvi að henni fannst það vera ókunnugur ung- lingur, sem kominn var heim í kotið. Hann haf ði stækkað mikið og röddin var orðin breytt, — grófgerð, stundum hás og stundum skræk. En hún þurfti ekki að virða hann lengi f yrir sér til þess að sjá, að þetta var þó Einar henn- ar. Stakkaskiptin, sem henni fannst við fyrstu sýn, að hann hefði tekið, gleymdust brátt. Hann hafði keypt dálítið af nýjum fötum og kom þó heim með álitlega peningaupphæð. Hún var látin í spari- baukinn. Yngri bræðurnir urðu hálfsneypulegir, þegar það kom á daginn, að hann gaf þeim ekki annað en dálít- iðaf brjóstsykri. En móður sína lét hann fá fimm mörk til jólakaupa. ,,Ég gef drengjunum fáeina aura", sagði Katrín. „Nei, mamma", hvíslaði Einar íbygginn. „Ég keypti jólagjafir handa þeim, en þeir mega ekki vita um það fyrr en á jólunum". „Jæja, jæja þá", sagði Katrín glöð. Og á jólakvöldið kom það. Katrín fékk svuntu og bauk fullan af sænsku kaffi, Jóhann fékk hálsklút og Eiríkur og Gústaf sína húfuna hvor og leikföng í ofanálag. Það ríkti sönn hátíð á heimilinu þetta óvanalega jólakvöld. Og Einar, sem gefið hafði allar jólagjafirnar, var glað- astur og hreyknastur allra. Jóhann sagði hverjum, sem á hann vildi hlusta, hvílík- ur dugandis sjómaður var kominn heim á Klifið. „Það bölva ég mér upp á, að hann Einar okkar er bezti sjó- maðurinn á öllum Álandseyjum — og kapteinn skal hann verða", sagði hann venjulega að síðustu. Fólk hló og hnippti hvað í annað. Það kom æ oftar f yrir, að drengur- inn heyrði, að hann var kallaður „Einar kapteinn" i háðungarskyni. Fyrst var ekki alveg laust við, að honum fyndist upphefð að þessari naf ngift, því að hann hélt, að þetta væri græskulaust tiltæki, sem einhver hafði fundið upp á af því að hann hafði verið í siglingum. En brátt komst hann að því, hvaðan þetta var runnið. Kvöld nokkurt, er hann kom heim neðan úr þorpinu, var hann óvenjulega þungbúinn á svip. Hann settist við hlóðirnar og starði ygldur í glóðina undir grautarpottin- um. Katrín stóð við hliðina á honum og hrærði í pottinum, en sagði ekki neitt. Hún sá, að drengurinn var í vondu skapi og f orðaðist að haf a orð á því. Skyndilega sparkaði hann í hlóðarsteininn og mælti, skjálfraddaður af reiði: „Það má með sanni segja, að maður, sem þarf að skammast sín fyrir foreldra sina, er ekki umkomulaus". „Hvað ertu að segja?" sagði Katrín blíðlega. „Hvað er ég að segja! Þarna slæpist pabbi neðra og þvaðrar og slaðrar þangað til ég og við öll erum höfð að háði og spotti um alla byggðina. Hann ætti að minnsta kosti að geta þagað, þó að hann geti ekki neitt annað'. „Pabbi þinn er málgefinn, það veit ég, en sízt af öllu vill hann segja neinum neitt til hnjóðs. Við höf um öll ein- hverja ágalla. Það er ekki heldur gott að vera alltof þög- ull og fáskiptinn", sagði Katrín stillilega. Drengurinn varð hamstola af reiði. Hann sparkaði aft- ur í hlóðarsteininn og hrópaði með grátstaf inn í verkun- um: „Þú ert nógu orðvör sjálf, en ég veit ekki betur en fólk hlægi að þér samt, því að þú getur ekki talað eins og al- mennilegt fólk. Það er aldrei litið á mann eins og annað fólk, af því að maður er úr þessu greni hér og á foreldra, sem ekki eru eins og annað fólk.. og ég er kallaður Einar kapteinn, kapteinn! Ég skal sýna því, að ég verð kapteinn, þó að ég sé úr aumasta kotinu á Álandseyj- um". Orð drengsins voru eins og hnífstunga f hjarta Katrín- Hey, þetta var ógeðslegasta^ (^vinna sem ég hef , haft Endaði þó vel, getum þakkaöDrekai J fyrir það. kann er mjög myndarlegm- og sterkur, en of óheflaður fyrir í Ég er _ að kenná skjaldbökunni minni að klifra yfir þessa yspólu og svo ^upp á bókinaý Jæja, þú veist að skjaldbökur flýta sér sjaldan ■ Þriðjudagur 3. desember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 13.50 Dtvarp frá Dómkirkjunni: útför dr. Páls isóifssonar tónskáids Prestar: Séra Jón Auðuns fyrrum dómprófastur og séra óskar J. Þorláksson dómprófastur. — Samkór og karlakórinn Fóstbræður syngja. Organleikari: Ragnar Björnsson. Strengjakvartett og strengjasveit leika. Lúðra- sveit Reykjavikur leikur i byrjun úti fyrir Kirkju- dyrum. 15.15 Miðdegistónieikar: 16.00 Fréttir, Tilkynningar. (Veðurfregnir 16.15). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn 17.00 Lagiö mitt 17.30 Framburöarkennsla I spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.40 Svipleiftur úr sögu Tyrkjans. Sverrir Kristj- ánsson sagnfræðingur flytur þriðja erindi sitt: Sóknin inn I Evrópu. 20.05 Lög unga fólksins 20.50 Frá ýmsum hliöum 21.20 Tónlistarþáttur i umsjá Jóns Ásgeirssonar 21.50 Fróöleiksmoiar um Nýja testamentiö. Dr. Jakob Jónsson flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veð'urfregnir Kvöldsagan: „1 verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friörikssonar Gils' Guðmundsson les (9). 22.35 Harmonikulög Reynir Jónasson leikur. 23 00 A hljóðbergi 23.45 Fréttir I stuttu máli. Dagskfarlok, Þriðjudagur 3.desemberi 1974 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Hjónaefnin Itölsk fram- haldsmynd, byggð á sögu eftir Alessandro Manzoni. 7. þáttur. Þýðandi Jónatan Þórmundsson. Efni 6. þáttar: Eftir að hinn nafn- lausi tignarmaður hefur leyst Lúciu úr haldi, felur hann skraddarakonu I þorpinu að gæta hennar. Þar ber fundum þeirra Agnesar saman aö nýju, og Lúcia skýrir móður sinni frá heiti sinu um ævilangt einlifi. Agnesi þykir þetta mjög miður, en fær engu um þokað. Kardinálinn fréttir um hlutdeild don Abbondiós I málinu og veitir honum þungar átölur fyrir hugleysið og litilmótlega framkomu við hjónaefnin. Lúcia fær siðan athvarf á heimili rikra hjóna I Milanó, og þar reynir hún að gleyma Renzó, sem nú hefur frétt, hversu málum er háttað, og neitar aö sætta sig við slik málalok. Skömmu siöar verður mikil hungursneyð i héraðinu, og I kjölfar hennar fylgir styrjöld. Her- skarar úr norðri fara með ránum og ofbeldi um byggð- irnar, og Agnes, Perpetúa og don Abbondió flýja þorpið ásamt öörum og leita athvarfs i óvinnandi kastala hins nafnlausa. 21.35 Indiánar eru lika fólk Fyrsti þáttur af þremur i fræöslumyndaflokki um indiána i Suður-Ameriku, lífskjör þeirra og félagsleg vandamál. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.20 Heimshorn Frétta- skýringaþáttur Umsjónar- maður Sonja Diego. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.