Tíminn - 21.12.1974, Síða 2
Miðvikudagur 29. mai 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Þessi dagur er svolitiö undarlegur. Það er rétt
eins og þú hafir dottiö i lukkupottinn, eða öðlazt
eitthvað, sem þér finnst mikið til um. En varaðu
þig og mundu, að ekki er allt gull, sem glóir.
Fiskarnir: (19. febr-20. rnarz)
Það getur vel verið, að það sé skynsamlegt að
biða og sjá hvað setur. Það er ekki vist, að allt sé
eins bjart og þér finnst þessa stundina. Farðu
varlega i fjármálunum.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Eitthvað er það i sambandi við viðskipti eða
fjármál, sem þér er vissara að hafa góðar gætur
á. Það getur vel verið, að þú hagnist á þessu, en
það eru fullt eins miklar likar á þvi gagnstæða.
Nautið: (20. april-20. mai)
t dag skaltu fara varlega i fjármálunum, og um-
fram allt ekki slá vixla upp á framtið, sem þú ert
ekki þvi vissari um. Þú þarft að huga vel að
öllum málum, áður en þú tekur ákvarðanir i
dag.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Það litur út fyrir að einhver öróleiki á sviði til-
finningamála og ástamála setji svip sinn á
daginn i dag. Þess vegna skaltu vera undir flest
búinn, og taktu öllu með jafnaðargeði.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Það gerist einhver atburður i dag, sem hefuty
djúpstæð áhrif á þig, og það er allt undir þér-
sjálfum komið, hvort þau áhrif verða til góðs eða
ekki. Vonandi þekkirðu sjálfan þig nógu vel.
Ljónið: (23. júli-23. ágúst)
Láttu ekki afbrýðisemi — sem þú sjálfur hefur
átt drjúgan þátt i að skapa — verða til að koma
þér úr jafnvægi. Það er annað og miklu meira,
sem liggur hér á bak við, eins og þú munt sjá við
yfirvegun.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Alits þins i einhverju viðkvæmu máli á vinnu-
staðnum verður leitað i dag, og það er alveg
sama, hvernig þú reynir, þú kemst ekki hjá að
særa einhvern með þvi að taka beina afstöðu.
Vogin: (23. sept-22. oktj
Það er stundum betra að segja ekkert en eitt-
hvað út i bláinn eða snúa út úr. Þetta skaltu
athuga { dag, og hafðu hugfast máltækið:
,,Ræðan er silfur en þögnin er gull”.
Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Þú skalt varast að hætta þér út i illdeilur eða
yfirleitt umræður af nokkru tagi i dag, vegna
þess að það er hætt við aö þú komir einhverjum i
klipu, án þess að það sé tilgangur þinn.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Hugmyndaflugið og áhuginn veröur i hámarki i
dag, og þú skalt aldeilis færa þér það i nyt. Hitt
er annaö mál, aö þú verður að læra að þekkja
kjarnann frá hisminu, þvi að ekki er allt jafn-
gott.
Steingeitin: (22. des.-19. janj.
Ef þú hefur opin augun i dag, getur þú verið viss
um, að þér gefst tækifæri til að koma málum
þinum þannig fyrir, að tekið verður eftir þér, og
áhrifamenn kunna að meta dugnað þinn.
I Auglýsid 1
| í Ttmamun 1
TÍMINN
Laugardagur 21. desember 1974,
Ábending um skattamdl
Landfari góður.
Mig langar til að biðja þig að
koma á framfæri ábendingu til
stjórnvalda um skattamál, sem
ég tel að vinstri stjórnin hafi van-
rækt. Þegar vinstri stjórnin kom
til valda þá breytti hún útsvars-
og skattalögunum og eru útsvörin
nú reiknuð af brúttótekjum. Frá
þannig reiknuöu útsvari dregst þá
lækkun vegna fjölskyldu, 5 þús,
kr, fyrir einstakling. 7 þús, fyrir
hjón og 1. þús fyrir hvert barn á
framfæri og auk þess 2 þús. fyrir
hvert barn umfram þrjú.
Nú hefur þessi lækkun á útsvari
verið óbreytt að krónutölu árin
1972-74 og er það mjög ranglátt
fyrirkomulag og ætti auðvitað að
breytast með verðlaginu eins og
persónufrádráttur til skatts hefur
gert á þessu timabili.
Nú finnst mér að stjórnvöld geti
ekki lengur skotið sér undan þvi
að leiðrétta þetta. Með þökk fyrir
birtinguna
Kópavogi 16. des ’74
H.P.
Jólatrésskemmtun
Jólatrésskemmtun Framsóknarfélaganna I Reykjavik veröur aö
Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 30. des. n.k. Nánari upp-
lýsingar og miðapantanir á skrifstofu Framsóknarflokksins
Rauðarárstig 18, simi 24480.
CAV
Olíu- og
loftsíur
í flestar
tegundir
bifreiða
og vinnu-
véla
13LOSSH
Skipholti 35 - Simar:
8-13-50 verzlun - 8-13-51 verttstæöi • 8-13-52 skrifstola
111
Rafgeymar
i miklu úrvali
GLEÐILEG JGL^
M E □
DYÍVIO
Fjörutíu ár í Eyjum ^ B9nónÝsson
Þessi bók er ótrúlega
fjölþætt að efni og
þar er mikinn fróð-
leik að finna um
flesta þætti mannlifs
i Vestmannaeyjum.
Helgi er ekki myrkur
i máli, fer ekki alltaf
troðnar slóðir i mati
á mönnum og mál-
efnum og kannski
þykir stundum full
djúpt tekið i árinni.
Bókin er fróðleiks-
náma, prýdd fjölda
mynda og fyrir
margra hluta sakir
eiguleg bók.
Kaflaheiti gefa
nokkra hugmynd um
efni hennar:
Heigi á Vesturhúsum
Heimilið á Vesturhúsum
Útlit Vestmannaeyja til
forna
Ægisdyr
Landnám Vestmannaeyja
Vestmannaeyjahöfn
Ræktun Vestmannaeyja
Lánastofnanir og athafna-
frelsi
Landhelgismálið
Draumar
Vinnudeilur
Samgöngur
Lifrarsamlag
Vestmannaeyja
Einokunarverzlunin
isfélag Vestmannaeyja
Vinnslustöð Vestmannaeyja
Slysfarir
Þegar menningin flutti tii
Vestmannaeyja
isfisksamlag Vestmanna-
eyja
Útvegsbændafélag Vest-
mannaeyja
Jóhann Þ. Jósefsson
Útgerðarsaga min
Réttarferð f Vestmanna-
eyjum
Farmenn islands
Afla- og athafnamenn úr
Eyjum
Aflakóngar
Skólar
Eftirmáli
(,,A kápu bókarinnar er teikning af draumnum”)