Tíminn - 21.12.1974, Qupperneq 3
Laugardagur 21. desember 1974
TÍMINN
3
Algjört neyðarástand
ef ekki verður hæat
að koma bræðslunni
oq frystihúsinu
i qqnq fliótlega
FB—Reykjavik. ólafur Gunnars-
son forstjóri Sildarvinnslunnar
hf. sagði seint i gærkvöidi, að at-
vinnuástandið á Norðfirði yröi
ömurlegt eftir þessar hörmung-
ar. Hann sagði: — Það þarf
áreiðanlega mjög mikið til þess
að koma sildarbræðslunni aftur I
gagnið, þótt við sjáum ekki enn,
hversu mikið er skemmt i henni.
Allt er á kafi I snjó ennþá, svo að
við gerum okkur ekki fulla grein
fyrir ástandinu.
— Eins þarf mjög mikið til þess
að hægt verði að koma frystihús-
inu i gang aftur. Allar frystivélar
og kælivélar eru á kafi, og það
þarf að byrja á að hreinsa allt.
Einnig má búast við, að rafmagn
og leiðslur allar séu meira og
minna skemmdar. Allt þetta þarf
að lagfæra áður en hægt er að
byrja á nýjan leik.
— 1 frystigeymslunum voru um
22 þúsund kassar af frystum fiski.
Nú er verið að fá Selfoss frá
Akureyri til þess að taka fiskinn,
en það er alls óvist, hvort tekst að
bjarga honum þótt við vonum það
bezta.
— Ef þessi tvö fyrirtæki kom-
ast ekki i gagniö aftur, er at-
vinnuástandið svart. Þetta eru
einu stórfyrirtækin hér I bænum.
Allt annað fólk, en þaö sem hjá
þeim vinnur er i byggingariðnaði
eða i þjónustustörfum. Að visu er
hér dráttarbraut, og hún er það
eina, sem eftir er af atvinnutækj-
um. Hér verður algjört neyðar-
ástand i sambandi við alla at-
vinnu. Þarna unnu 200 til 300
manns, og það er mikið á ekki
stærri stað en Neskaupstaö.
Stórvirk
moksturs-
tæki vant
aði tilfinn
anlega
Rætt við Guðjón Petersen
um þótt Almannavarna ríkisins
í björgunarstarfi á Neskaupstað
ET—Reykjavik. Tlminn hafði i
gærkvöldi samband við Guðjón
Petersen, framkvæmdastjóra
Almannavarna I stjórnstöð Al-
mannavarna rikisins i kjallara
1 ö g r e gl u s t ö ð v a r in n a r I
Reykjavik.
Guðjón sagði, að fréttir af at-
buröunum á Neskaupstað heföu
fyrst borizt til Almannavarna
milli kl. 2 og 3 i gær. Þá var sér-
staklega óttazt, að ammoniaks-
eitrun hefði komið upp i frysti-
húsinu. Þess vegna var i skyndi
safnað saman gasgrimum og
reykköfunartækjum og þeim
komið um borð i Sýr, flugvél
Landhelgisgæzlunnar. í gær var
ekkert flugfært til Neskaupstaðar
vegna lélegs skyggnis, en flugvéi-
in var þess albúin að leggja af
staö austur, strax og úr rættist.
Þá var Almannavarnaráö
rikisins kallað saman og sat ráðið
á fundi fram til kl. 6 siðdegis i
gær. Að fundi loknum hurfu ráðs-
liðar til sins heima, en voru
reiöubúnir að koma aftur saman,
ef nauðsyn krefði. Sömuleiðis
voru kallaðir út hjálparliðar Al-
mannavarna til starfa i stjórnar-
stöð, alls 27 manns.
Þegar var komið á beinu sam-
bandi viö simstöðina á Neskaup-
staö, þar sem almannavarna-
nefnd bæjarins hafði aðsetur, en
hún stjórnaði björgunaraðgerö-
um á staðnum, undir forystu
Böðvars Bragasonar bæjar-
fógeta. Almannavarnanefndin
óskaði þegar eftir allri hugsan-
legri aðstoð að utan.
Eimskipafélag íslands bauð
fram tvö skip sin, sem stödd voru
á Austfjörðum, Irafoss og Lax-
foss. Irafoss, sem var i höfn á
Neskaupstaö, hélt þegar i staö til
Eskifjarðar til að ná i moksturs-
tæki og önnur hjálpartæki, svo og
björgunarlið til aðstoðar heima-
mönnum við að grafa fólk úr
fönn. Hjálpartækjum var siðdeg-
is i gær safnað saman á stöðum i
grennd við Neskaupstað, en þess
má geta, að aðeins var til staðar
ein traktorsgrafa á Neskaupstað.
Stórvirk tæki vantaði þvi til-
finnanlega við björgunarstarfið.
írafoss var væntanlegur frá Éski-
firði um eða eftir miðnætti.
Þegar Timinn ræddi við Guðjón
um kl. 9 i gærkvöldi sagöi hann,
að björgunarfólk hefði lokið við
að kanna bæði snjóflóðasvæðin
utan dyra, en enn ætti eftir að
moka út úr húsunum, er uröu
undir snjóskriðunum. Allir
vinnufærir ■ Norðfirðingar voru
kallaðir út i gærkvöldi til aðstoðar
við björgunarstarfið.
Guðjón vakti athygli á, að Al-
mannavarnanefndir Akureyrar
og Vestmannaeyja hefðu boðið
fram alia þá aðstoð, sem hægt
væri að veita. Þá bauð skipstjór-
inn á togaranum Hvalbak, er lá i
höfn á Reyðarfirði, fram aðstoð
skips og áhafnar. Varðskip var i
gærkvöldi á leið til Neskaupstað-
ar og er væntanlegt þangaðidag.
Aðspurður sagði Guðjón, að
ekki lægi fyrir almannavarna-
áætlun fyrir Neskaupstað. Búið er
að gera slikar áætlanir fyrir fjöl-
mörg byggðarlög utan Austfjarða
og sunnanverðra Vestfjarða.
1 gærkvöldi bárust þær fréttir, að
Selfoss væri lagöur af stað frá
Akureyri til Neskaupstaöar, með
þrjár rafstöðvar. Þá var von á
trafossi til Neskaupstaðar til aö
lesta fiskbirgðir og flytja þær til
Suðvesturlands, en vélar frysti-
hússins eyðilögðust I snjóflóðinu.
Simasambandslaust var við
Mjóafjörð i gær. Fyrir tilhlutan
Almannavarna fór Fagranesið
inn á Mjóafjörð til að hyggja að
liðan fólks á staðnum.
Rætt við nokkra Norðfirðinga:
Venjulega 60-80 manns
í frystihúsinu - mildi,
að ekki fórust fleiri
FB-ET-Reykjavik. Timinn hafði
i gærkvöldi samband við nokkra
Norðfirðinga og spurði þá frétta
af hinum voveiflega atburði.
Eins og eftir
atómsprengju
Benedikt Guttormsson fréttarit-
ari Timans sagði svo frá:
— Snjóflóðið féll rétt fyrir
klukkan tvö. Það lenti á sildar-
verksmiðjunni, frystihúsinu og
náði þar nokkuð út fyrir, en
nokkrum minútum siðar féll
önnur skriða 700-800 metrum ut-
ar og lenti hún á bifreiðaverk-
stæði, steypustöð og ibúðarhúsi.
— Þrir tankar, tveir lýsis-
tankar og einn svartoliutankur,
sem voru beint fyrir ofan sildar-
verksmiðjuna fóru aigjörlega.
Tveir þeirra voru tómir, en I
þeim þriðja voru 800 tonn af
svartoliu, sem flæðir nú út um
allt. Annar lýsistankurinn fór út
á sjó, en hinn lenti ofan á þaki
vélskemmu, sem einu sinni var.
— Verksmiðjuhúsið er eins og
eftir atómsprengju, og þaö litla,
sem stendur uppi, er eins og
brak, en allt er fullt úti og inni af
snjó. I frystihúsinu fór flóðið I
vélasal og áhaldasal og fyllti
allt. Einnig fylltist tækjaklefi á
efri hæð.
— Veggir hússins eru allir
sprungnir, eftir þvi sem bezt
verður séð. Annars er þetta
engu likt, alls staðar er snjór og
brak.
— Fyrir ofan sildarverk-
smiðjuna voru tvö litil hús, sem
sjást ekki lengur. Þar var kaffi-
stofa og lagerhús fyrir sildar-
verksmiðjuna. 1 þeim voru eng-
ir, þegar flóðið féll.
— En eitt hús fór, en það var
fyrir ofan frystihúsið. Þaö var
lagerhús, stórt, og sést ekkert af
þvi lengur.
— Nokkuð margt fólk var aö
vinna i frystihúsinu, en þó ekki
eins margt og hefði getað verið,
þar sem ekki var verið að skipa
út vegna veðurs. t fyrradag var
lika lokið við að vinna fisk, sem
landað hafði verið fyrir helgina.
Má segja, að það hafi veriö lán I
óláni.
— Bæði frystihúsið og sildar-
verksmiðjan eru stórskemmd,
og það er ekki hægt að gera sér
grein fyrir þvi eins og stendur,
hversu miklar skemmdirnar
eru.
— Hlaupið skipti sér, eins og
ég sagði áður. Um það bil 800
metrum utar féll það aftur niður
hlíðina, og þar lenti það á bila-
verkstæði og steypustöð, sem
hvort tveggja var jafnað viö
jöröu. A bilaverkstæðinu voru
menn að vinna, en þeir björguð-
ust. Aðeins utan við steypustöð-
ina er tveggja hæða hús, sem nú
er komið niður i fjöru. Þar
bjuggu tvær fjölskyldur manna,
sem unnu i steypustöðinni.
— Stór áætlunarbíll var á ferö
eftir ströndinni, og sést hann
ekki lengur, en i honum voru
tveir menn. Nýleg jarðýta var
þarna einnig, og er nú eins og
henni hafi verið vöðlað saman.
Venjulega 60-80
manns í frystihúsinu
Björn Steindórsson rakari á
Neskaupstað sagði, að tvær
snjóskriður hefðu fallið innst i
Neskaupstað rétt fyrir kl. tvö i
gær. Nokkurt bil var á milli
snjóflóðanna, og á þvi svæði
voru tvö ibúðarhús, sem sluppu
óskemmd. Aftur á móti féllu
skriðurnar á frystihúsið, sildar-
verksmiðjuna og bifreiðaverk-
stæði, og auk þess á a.m.k. eitt
ibúðarhús við Strandgötu, i eigu
Gylfa Gunnarssonar atvinnu-
rekanda. 1 húsinu voru skrif-
Ingibjörg Hjörleifsdóttir
Björn Steindórsson
stofur Gylfa, en auk þess leigðu
tvær fjölskyldur ibúðir i húsinu.
Björn sagði, að snjórinn hefði
brotið giugga og lúgur á frysti-
húsinu og ruðzt inn. 1 gær var
ekki unnið við vinnslu fisksþar,
en það er óvenjulegt, þvi að
venja er, að unnið sé alla daga
að fiskvinnslu á Neskaupstað.
Þegar allt er i fullum gangi,
vinna milli 60 og 80 manns i
frystihúsinu en i gær voru að-
eins að störfum fáir menn við
gæziu á tækjum og vélum.
Þegar Timinn ræddi við Björn
um kvöldverðarleytið, var unn-
ið að björgun manna af fullum
krafti. Björn sagði, að svo til
allir vinnufærir menn á Nes-
kaupstað væru að björgunar-
störfum og þegar hefðu 3-4
menn verið grafnir — heilir á
húfi — úr fönn.
Björn sagði að lokum, aö
ástandiö á Neskaupstað væri
alvarlegt: Manntjón hefði orðiö
og auk þess væri atvinnulif
bæjarins i rúst, þar eð undir-
stöður þess — frystihús og
sildarverksmiðja — hefðu nú
brostið. Og óvist væri, hvenær
lif kæmist i eðlilegt horf á Nes-
kaupstað eftir þessar náttúru-
hamfarir.
Mildi að ekki voru
fleiri í
frystihúsinu
Ingibjörg lljörleifsdóttir húsfrú
á Neskaupstað vildi helzt ekki
tjá sig um atburðina. Þó sagði
hún, að hægt væri að fullyrða,
að bæði hefði orðið manntjón og
eins mjög mikið eignatjón. Hún
kvað það mestu mildi, að fleiri
hefðu ekki verið við vinnu i
frystihúsinu, þvi að jafnaði
hefðu þar starfað a.m.k. 80
manns.
Ingibjörg sagði i samtali við
Timann i gærkvöldi, að
björgunarstarf væri i fullum
gangi — undir forystu lögreglu,
slökkviliðs og björgunarsveitar
Slysavarnafélagsins.
Aðspurð kvaðst Ingibjörg ekki
vita til, að snjóflóð hefði fallið á
þessum stað hin siðari ár. Aftur
á móti hefði hlaupið snjóskriða
á þessum sömu slóðum á fyrri-
hluta þessarar aldar og verulegt
tjón hlotizt af.
Óhemju mikill
snjór
Aðalsteinn Jónsson, oddviti á
Ormsstöðum, sagði, að ekki
hefði fallið neitt snjóflóð i nánd
við Ormsstaði, sem er yzti bær i
Noröfjarðarhreppi, þ.e. næst
Neskaupstað.
Aðalsteinn sagði, að óhemju
miklum snjó hefði kyngt niður i
fyrrakvöld, fyrrinótt og fyrri
hluta dags i gær. t gærkvöldi
var, að sögn Aðalsteins, sæmi-
legt veður á Norðfirði, en óvenju
mikill snjór.
Snjóskriðan
margra metra þykk
Hákon Guðröðarson, bóndi i'
Miðbæ, var á leið inn i Norð-
fjarðarsveit utan frá Neskaup-
stað, þegar fyrra snjóflóðið féll.
Hann kvaö flóðið hafa komið á
augabragði og að sjálfsögðu
ekki gert nein boð á undan sér.
Hákon gizkaði á, að hæð snjó-
skriðunnar, er hún féll á frysti-
húsið, hefði verið nokkrir metr-
ar. Krafturinn var t.d. svo mik-
ill, að stærðar jarðýta „fór i
tætlur”, eins og Hákon komst aö
orði. Hús grófust þegar i kaf.
Þegar Hákon sá, hvernig
komið var, sneri hann strax viö
og hélt út i bæ, til að skýra frá
atburðinum og sækja hjálp.
Hann var svo rétt kominn út
fyrir Skuld, þegar siðara snjó-
flóðið féll.
Veðrið eystra:
Svo til samfelld snjó-
koma í tvo sólarhringa
HJ-Rvik — A Dalatanga, sem er
næsta veðurathugunarstöð við
Neskaupstað, voru norð-austan
6 vindstig með snjókomu kl.
18:00 I gærkvöldi. Frostið var 4
stig, mikill sjór og skyggni 2
km, en þremur stundum áður
kl. 15:00 var skyggnið aðeins 100
metrar.
A veðurstofunni fengum við
þær upplýsingar i gærkvöldi, að
á Dalatanga hefði verið svo til
samfelld snjókoma I nær tvo
sólarhringa og heföi veriö mikill
snjór þar fyrir.
Vcðurspáin I gærkvöldi geröi
ráö fyrir éljagangi og minnk-
andi noröanátt i nótt, en búizt
var viö versnandi veöri og auk-
inni snjókomu meö morgninum.