Tíminn - 21.12.1974, Side 6

Tíminn - 21.12.1974, Side 6
* TÍMINN Laugardagur 21. desember 1974. Fjárhagsáætlunin 1975 afgreidd í borgarstjórn: FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKUR ÓRAUNHÆFT PAPPÍRSPLAGG ÉH-Reykjavik. — „Fjárhags- áætiun á að vera eins nákvæm áætlun og tök eru á um tekjur og gjöld fjárhagsársins. Fjárhags- áætlun er stefnumarkandi ákvörðun borgarstjórnar um öfl- un tekna og ráðstöfun fjármagns til rekstrar og framkvæmda, og til þess er ætlazt, að stofnanir og starfsmenn borgarinnar starfi samkvæmt henni. Ef augljóst er, þegar liðið er á fjárhagsár, að ranglega hefur verið áætlað til einstakra liða i áætluninni og hún af þeim sökum fer verulega úr skorðum, þá ber borgarstjórn að endurskoða áætlunina, þannig að hún sé á hverjum tima nothæft stjórntæki. Þessari meginreglu hefur ekki verið fylgt hjá Reykja- vikurborg.” Þannig segir i bókun, sem full- trúar minnihlutaflokkanna létu gera við siðari umræður um f jár- hagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1975, en umræðurnar fóru fram i fyrrakvöld og stóðu fram undir morgun* Sýndu borgarfulltrúarnir fram á, i skel- eggum málflutningi sinum, hversu fráleitt og marklaust plagg þessi fjárhagsáætlun er, og áttu fulltrúar ihaldsmeirihlutans i vök að verjast. Af hálfu Fram- sóknarflokksins töluðu borgar- fulltrúarnir Kristján Benedikts- son, Alfreð Þorsteinsson og Guö- mundur G. Þórarinsson. Enn fremur segir i álitsgerð- inni: ,,Á yfirstandandi ári fór fjár- málastjórn borgarinnar alvar- lega úr skorðum, svo sem kunn- ugt er. Það leiddi m.a. af sér stór- aukna skuldasöfnun borgarsjóðs. Taka varð rekstrarlán hjá Lands- banka tslands, að upphæð kr. 600 millj., og fá hækkun yfirdráttar á hlaupareikningi úr 80 millj. kr. i 300 millj. kr. Auk þess hafa hlað- izt upp skulair vegna ógreiddra vörukaupa að upphæð kr. 128 millj. Þannig hefur skuldasöfnun borgarinnar á yfirstandandi ári aukiztum a.m.k. rúmar 900 millj. kr., og eru þá ekki talin með lán til framkvæmda. Þrátt fyrir þessa skuldasöfnun var verulega dregið úr nýjum framkvæmdum á vegum borgarinnar, s.s. bygg- ingu skóla og dagvistunarstofn- ana. t fjárhagsáætlun ársins 1975 virðist eiga að halda sama skolla- leiknum áfram. Allir tekjustofn- ar, nema aðstöðugjöldin, eru nýttir til fulls. Hvergi er gert ráð fyrir fé til að mæta hækkuðum rekstrarkostnaði. A þennan óraunhæfa hátt eru hafðar nokkr- ar hömlur á hækkun rekstrar- kostnaðar, og þvi hægt að skrá á eignabreytingareikning kr. 1.954 millj. kr. Af þeim fara þó a.m.k. 711 milljónir I annað en fram- kvæmdir, þ.e. kr. 391 milljónir i afborganir af lánum, 100 milljón- irjónir i rekstrarframlag til BÚR 200 milljónir i framlag til SVR og 20 milljónir i framfærslulán og til reksturs Laugardalshallar. Þessi fjárhagsáætlun gerir þvi ráð fyrir, að afborganir og raunverulegur rekstrarkostnaður verði 4.656 milljónir króna, og eru þvi samkvæmt áætluninni 1.243 milljónir til framkvæmda. Miðað við þær verðlags- hækkanir, sem þegar er vitað að verða á næstu mánuðum, og með hliðsjón af yfirlýsingum um kaupmátt launa i stefnuræðu for- sætisráðherra, þá er sýnt, að rekstrarkostnaður borgarinnar mun hækka á næsta ári um a.m.k. 10% Slik hækkun myndi lækka rekstrarafgang til eignabreyt- inga um tæpar 500 milljónir króna. Óliklegt er, að takast muni að halda kaupgjaldi við þessi mörk, enda allir kjarasamningar verka- lýðsfélaga lausir, og er þvi óvar- legt að gera ráð fyrir svo litilli hækkun rekstrarkostnaðar. Það er þvi augljóst, að taka verður þessa fjárhagsáætlun til endur- skoðunar innan fárra mánaða. Með hliðsjón af þessu teljum við, að fjárhagsáætlunin, sem hér er til samþykktar, sé óraunhæft pappirsplagg, en ekki stjórntæki. Við munum þvi ekki taka þátt i atkvæðagreiðslu um fjárhags- áætlunina i heild. Um þau mál, sem við teljum að taka þurfi sér- stakt tillit til, flytjum við þvi sér- stakar ályktunartillögur.” Alyktunartillögur fulltrúa Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins i borgarstjórn voru svohljóðandi: I. A undanförnum árum hafa borgarfulltrúar minnihlutans flutt fjölmargar tillögur um sparnað og aukna hagkvæmni i rekstri borgarinnar. Með fáum undantekningum hefur meirihluti Sjálfstæðis- flokksins fellt þessar tillögur og kosið að halda öllu sem mest i sama gamla farinu, án nokkurra meiriháttar breytinga. Er nú svo komið, að af tæplega 6000 millj. króna áætluðum tekj- um hjá borgarsjóði á næsta ári má gera ráð fyrir, að um 5000 millj. króna fari i rekstrar- kostnað, þ.e. til að halda kerfinu gangandi. Við teljum, að verulega megi draga úr útgjöldum hjá Reykja- vikurborg, þótt ekki verði það gert að marki með lækkun ein- stakra útgjaldaliða á fjárhags- áætluninni eins og nú er. Annað og meira þarf til að koma. Þvi samþykkir borgarstjórn að láta á næsta ari gera heildarút- tekt á öllum rekstri borgarinnar. Verði i þvi sambandi leitað til viðurkenndra aðila, innlendra eða erlendra, á sviði hag- ræðingarmála og þeim falið að gera ýtarlega úttekt á borgar- kerfinu og skila um það álitsgerð, ásamt tillögum um skipulags- breytingar og endurbætur á rekstrinum. II. I frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavikurborg 1975 eru tekjur borgarsjóðs áætlaðar kr. 5.899.527 þúsund. Ráðstöfunarfé borgarinnar er þó mun meira, þar sem hundruð milljóna króna, bæði beinar tekj- ur borgarsjóðs og framlag rikis- sjóðs til ýmissa framkvæmda, koma til frádráttar á undirliðum. A eignabreytingareikning er færður fjárhagsstuðningur borgarsjóðs við ýmis fyrirtæki, svo sem S.V.R. og Bæjarútgerð, þ.e.a.s. hundruð millj. króna, sem raunverulega tapast i rekstri. Þá vantar i frumvarpið fjár- hagsáætlun fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur. Þrátt fyrir itrekaðan tillögu- flutning um lagfæringar á framangreindum atriðum, er fjárhagsáætluninni enn verulega ábótavant. Borgarstjórn telur þvi nauð- synlegt, að eftirfarandi breyting- ar verði gerðar á uppbyggingu hennar: 1. Að á yfirliti um tekjur borgar- sjóðs komi allar tekjur fram. 2. Að það fé, sem borgarsjóður sandur eitt afskekktasta byggð- arlag landsins. Þaðan er yfir háa heiði að fara til Dýrafjarðar. Timanum fannst þvi forvitnilegt að frétta þaðan. — Við hér á Sandinum erum eitthvað tuttugu og fimm að tölu, sagði Asvaldur Guðmundsson, bóndi I Ástúni, en ætli við verðum ekki fjörutlu um jólin, ef allir komast heim, sem hug hafa á þvi? Við höfum oft rutt Sandsheiði sjálfir fyrir jólin, svo að við kæm- umst I kaupstað, og Vegagerð rlk- isins hefur komið eitthvað til leggur borgarfyrirtækjum til vegna rekstrarhalla þeirra, verði fært sem rekstrarkostn- aður, þegar engin von er um endurgreiðslu. 3. Að gerð verði fjárhagsáætlun fyrir B.Ú.R. 4. Að með fjárhagsáætlun hverju sinni fylgi timasett sjóð- streymisáætlun. III. I fjárhagsáætlun ársins 1974 var ákveðið að verja samtals 137 milljónum króna til stofnana og sérstakra ibúða fyrir aldraða. Þrátt fyrir þessa rausnarlegu fjárveitingu var hætt við að byggja fyrirhugað fjölbýlishús fyrir aldraða við Furugerði, og hvergi örlar á framkvæmdum við stofnun af neinu tagi I þágu aldraðra á vegum borgarinnar. Borgarstjórn samþykkti einnig ýtarlega 10 ára áætlun um bygg- ingar fyrir aldraða, en engin við- leitni hefur verið höfð I frammi til þess að gera þá áætlun að öðru en orðum á pappír, nema hvað öryrkjabandalaginu hefur verið veittur 20 milljón króna styrkur til húsbyggingar. Til þess að koma i veg fyrir, að fjárveiting til stofnana i þágu aldraðra i fjárhagsáætlun næsta árs reynist sams konar mark- leysa og.fjárveitingin á þvl ári, Framhald á 19. siðu ekki I að ryðja hana, en i þess stað kom flugvél frá Vængjum með jólavarning og fjóra farþega af flugvellinum við Holt i önundar- firði á flugvöllinn hérna neðan við túnið. Sjóleiðin hefur lengi verið ófær, svo að við komumst hana ekki. Hér I byggðarlaginu eru þrir snjósleðar, sem við getum skroppið á yfir heiðina, en á þeim er ekki kleift að flytja nema einn farþega og svo smápinkla. Ekki er þess vegna ósennilegt, aö flugvél fari hingað aðra ferð fyrir jólin með fólk, sem sumt blöur þegar ferðar á Flateyri. Tekjustofninn, sem meirihlutinn vill ekki nýta BH—Reykjavik. — Við af- greiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavikur i fyrrinótt báru fulltrúar minnihlutaflokkanna fram svohljóðandi tillögu: Borgarstjórn samþykkir að breyta gjaldskrá aðstöðugjalda frá þvi sem hún var við álagn- ingu fyrir árið 1974, á þann veg, að þeir aðilar, sem þá greiddu 1%, en núverandi lög um að- stöðugjöld heimila að mætti leggja á 1,3%, verði á næsta ári látnir greiða fullt gjald sam- kvæmt lögum. t máli sinu fyrir tillögunni komst Kristján Benediktsson m.a. svo að orði, að þessi gjöld væru nú áætluð 802 millj. en voru I fyrra 530 millj. Hefði borgarstjórnarmeirihlutinn ekki séð ástæðu til að nýta þenn- an tekjustofn, meðan aðrir, sem sneru beint að almenningi, væru nýttir til fulls. Þó myndi sam- þykkt þessarar tillögu gefa um 60 millj. kr. auknar tekjur. En það var samhentur hópur sem felldi hana. Niu samhljóða atkvæði —eins og svo oft fyrr og siðar. Ingjaldssandur: ,,Ætli við verðum ekki 40 um jólin?" JH — Reykjavik. — Þegar snjóa- lög eru mikil og sjór ókyrr eins og oft er að vetrinum, er Ingjalds- móts við okkur, kannski að helm- ingi. Að þessu sinni er fönn svo mikil á heiðinni, að við lögðum Meirihlutinn felldi leiðrétt ingu á kvöldsöluleyfum BH—Reykjavik. — íhaldið hafði I mörg horn að lita við af- greiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavikurborgar fyrir næsta ár. Eitt gott dæmi er meöferð tillögu, sem borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna báru fram, svohljóðandi: Borgar- stjórn ákveður að breyta sam- þykkt um afgreiöslutima verzl- ana I Reykjavik frá 28. júli 1964 á þann veg, að gjald fyrir leyfi til kvöldsölu verði 30 þúsund krónur á ári. I ræðu sinni fyrir þessari til- lögu benti Kristján Benedikts- son, borgarfulltrúi Framsókn- armanna á það, að gjaldið hefði veriðóbreytt frá 1964,10 þúsund krónur, og hefðu verið brögð að þvi, að það innheimtist slælega. Hins vegar væri mikil ásókn i starfsemi þessa, og fyndist sumum meir en nóg. Þvi væri rétt að hækka þetta gjald nokk- uö til samræmis við breyttar að- stæður. En það mátti Ihaldið ekki heyra minnzt á. A sama tima og það stórhækkar álögur á al- menning I formi beinna skatta, þjóta niu hendur borgarfulltrúa ihaldsins á loft til verndar eig- endum kvöldsölustaðanna, og er þó aðeins um sjálfsagða leið- réttingu að ræða. NORÐAUSTAN STÓRHRÍÐ í TVO DAGA BS ólafsfirði — Norðaustan stór- hrfð með mikilli snjókomu geisaði á ólafsfirði á fimmtudag og föstudag. Strandferðaskipið Drangur komst með naumindum inn á fimmtudag, en á föstudag lónaði Drangur út af Héðinsfirði og beið færis á að komast inn til Ólafsfjarðar. Vegir allir eru kolófærir, og hefur ekki verið unnt að flytja mjólk úr nærliggjandi sveitum, nema frá þeim bæjum sem næst liggja. Á föstudag hafði enginn farið út I Múla, en það er fjallvegurinn til Dalvikur, og þvi ekki vitað hvort mikiö af snjóflóðum hefði fallið. Aðalsnjóflóðahættan er þó þegar hættir að snjóa. STRÆTISVAGNAGJOLDIN UPP í 42 KR. BH—Reykjavik. — Fargjalda- verð Strætisvagna Reykjavikur hækkar um 40% frá 1. janúar, og mun þá farmiðinn fyrir full- orðna, sem nú kostar 30 krónur fara upp I 42 krónur. Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Reykjavikurborgar i fyrrakvöld var þetta mál tekið til umræðu, þar eð Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, varaði við þessari miklu hækkun i rök- fastri ræðu, þar sem hann sýndi fram á hinar gifurlegu hækkan- ir á farmiðum Strætisvagnanna á tveim siðustu árum. Varaði Kristján eindregið við slikum stökkhækkunum, sem hefðu það eitt i för með sér, að fólk drægi við sig notkun almennings- vagna. Kristján sýndi fram á, að með þessari nýju hækkun sem nú væri ráðgerð, 40%, hefði far- miðaverðið hækkað um hvorki meira né minna en 225,9% frá 1. janúar 1973. Væru hækkanirnar á þessu timabili þessar: 9. marz 1973 43%, 1. okt. sl. 33% og nú 40%. Gerði hann að tillögu sinni, að hækkunin yrði aðeins 20% og tekna til SVR leitað með öðru móti, þeirra er upp á vantaði. En I þetta sinn talaði Kristján fyrir daufum eyrum, og það ekki aðeins ihaldsins. Tillaga hans var felld með tólf atkvæð- um. Einungis borgarfulltrúar Framsóknarflokksins greiddu henni atkvæði, tveir talsins. 500 LESTIR AF LAKKI TIL SOVÉT — cíf verðmæti 60 milljónir gébé Reykjavík — Málningar- verksmiðjan Harpa hf. I Reykja- vik sendi á fimmtudaginn 500 tonn af hvitu lakki til Sovétrikj- anna. Er þetta stærsti farmur, sem þeir hafa sent þangað i einu til þessa. Cif verðmæti farmsins er sextiu milljónir króna. Þetta hvita lakk, Sigljái, er af- greitt I tunnum, og þvi eru þetta á þriðja þúsund tunnur. Skógarfoss flytur varninginn til Sovétrikj- anna. Harpa hefur átt viðskipti við Sovétrikin siðan árið 1966, og selt þeim málningu á hverju ári siðan þá. Sovétmenn flytja inn um eitt hundrað þúsund tonn af málningu á ári, en Harpa hefur selt þeim um 1 þúsund tonn á ári, eða 1% innflutningsins. Þessi fimm hundruð tonn af lakki, fara i ýmsar hurða- og gluggaverksmiðjur viða i Sovét- rikjunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.