Tíminn - 21.12.1974, Side 7

Tíminn - 21.12.1974, Side 7
Laugardagur 21. desember 1974. TÍMINN Norsk mótmæli gegn fóstureyðingum: MIKILL MEIRI- HLUTI KONUR FYRIR nokkrum dögum voru menn á ferð með skrýtið ökutæki á Akers- götu i Osló. Á ökutækið var fest mynd af fóstri, innrammað á prentaða lagabálka. Þeir, sem þarna voru á ferð, héldu rakleitt að þinghúsinu, enda var ferðinni heitið þangað. Upp úr kafinu kom, að þeir höfðu meðferðis undirskriftir 610 þúsund Norömanna, sem mót- mæltu frjálsum fóstureyðingum, sem nú eru svo viða deiluefni. Undirskriftum þessum hafði verið safnað i mörgum héruðum Noregs. A Suður- og Vesturland- inu, aö Hörðalandi undanskildu, hafði um helmingur fólks, sem til aldurs er kominn, tekið þátt i undirskriftunum, og á Austur- ögðum hvorki meira né minna en 64,9% Mikill meirihluti þeirra, sem skrifuðu undir mótmælin, eru konur, og virðast þær vera á öllum aldri, frá átján ára og upp úr. Skjölin, sem undirrituð voru, eru á norsku bókmáli, nýnorsku og lappnesku. Mótmælamenn á ferð með 610 þúsund undirskriftir á leið til norska þinghússins. LEYNDA KONAN — ný saga Victoriu Holt Leynda konan eftir Victoriu Holt er ný saga, um ástir, ævin- týri og spennu. Aðalsöguhetjan er Anna Brett, ung kona, sem alin hafði verið upp af viljasterkri ógiftri frænku i sögulegu húsi I enskri hafnarborg. örlög önnu virtust ætla að veröa þau, aö fylgja I fótspor frænku sinnar, og lifa friðsælu en viöburöasnauöu llfi gamallar piparmeyjar, þegar röð óvæntra atburða leiða til þess, að hún ræðst sem kennslukona á heimili rikustu og voldugustu fjölskyldu borgarinnar. Fjöldi athyglisverðra einstak- linga og framandlegt baksvið, ásamt æsandi atburðakeðju, eru þau atriði, sem gera Leyndu kon- una aö hrifandi sögu i hinum óvið- jafnanlega stil Victoriu Holt. Bókaútgáfan Hildur gefur bók- ina út, en Setberg prentaði. Leikfang vindanna — Ijóðabók eftir Árna Larsson ÖT ER KOMIN ný bók, „Leik- fang vindanna”, eftir Arna Lars- son og er þetta önnur bók hans. „Leikfang vindanna” er ljóða- flokkur og skiptist i þrjá hluta: ,,Um sólina, manninn og auðn- ina”, „Valdið” og „Mannaður heimur”. Arni Larsson, sem er þritugur reykvikingur, sendi fyrir tveimur árum frá sér bókina „Uppreisnin i grasinu”, en auk hennar hefur hann ritað greinar um menning- armál i blöð og timarit. Arni er einn af stofnendum SÚR — sam- bands ungra rithöfunda og fékk viðbótarritlaun fyrr á þessu ári. „Leikfang vindanna” er offset- fjölrituð hjá Letri s/f, útgefandi er höfundur. Ársskýrsla AAennamálaráðs Menntamálaráð Islands hefur sent frá sér ársskýrslu sina fyrir árið 1973. í skýrslunni er greint frá út- gáfustefnu Menningarsjóös. Sér- stakt þýöingaherbergi hefur verið tekið i notkun i stofnuninni og rit- ar Kolbeinn Sæmundsson, þýð- andi grein i skýrsluna um skáld- verkið, sem hann hefur unniö við að þýöa s.l. ár. Þá er i skýrslunni bréf frá Alan Boucher, prófessor i ensku við Háskóla íslands, en bréf þetta ritaði hann meö um- sókn Menntamálaráðs um fjár- stuðning frá UNESCO. Þetta er i annað sinn, sem Menntamálaráð gerir grein fyrir störfum sinum i skýrslu og liggur hún frammi á skrifstofu Menn- ingarsjóðs. Hrossaþjófum sleppt Gsal—Rvik — Hrossaþjófunum, sem setið hafa i gæzluvarðhaldi um nokkurt skeið I Hafnarfirði, hefur veriö sleppt úr varðhaidinu. i iok varðhaldsins viðurkenndu þeir tvo hrossaþjófnaði til viðbót- ar þeim sjö, sem þeir höföu áður greint frá. Auk þjófnaða á hross- um viöurkenndu þeir ýmiss konar annan stuld, þ.á.m. á hnökkum, störturum úr bilum og öðru. Táminn er peningar Hefurðu heyrt Svartaskóg nefndan? Svartiskógur er fremur lítið hérað I suðvestur hluta Vestur-Þýzkalands. Á þýzku heitir það Schwarz- wald. í þessu héraði þykja hafa búið einhverjir beztu handverks- og iðnaðarmenn Þýzkalands, og hafa þær iðnaðarvörur, sem frá Svartaskógi hafa komið, þótt vera í svo háum gæðaflokki, að smám saman hefur orðið til orðatiltækið „Schwarzwálder- Qualitát", eða Svartaskógar-gæði. — SABA verk- smiðjurnar víðkunnu eru einmitt í Svartaskógi, enda hafa þær átt sinn rikulega þátt í að byggja upp það ágæta orðspor, sem af héraðinu fer. — Aðaltækið i þeirri hljómtækjasamstæðu, sem við bjóðum hér, er frá SABA, og ber það tegundarheitið Studio 8730. Studio 8730 er sambyggt úr eftirfarandi tækj- um: Útvarp með FM-stereo-bylgju með fimmskiptu forvali, langbylgju, miðbylgju og stuttbylgju + 2x9 sinus/RMS watta magnari, sem hefur innan við 0,1% bjögun við hámarksútgangsstyrk og er gerður fyrir stereo- eða fjórviddarnotkun (SABA quadros- onic) + 3ja hraða plötuspilari, sem fullnægir vel öllum kröfum skv. DIN 45.500, eins og aðrir hlutar Studio 8730, og er með DMS-200 segulþreif. Há- talararnir eru af gerðinni SCANDYNA HT-35F, og er tónsvið þeirra 35—20.000 rið og flutningsgeta hvors þeirra allt að 80 wöttum. — Heildarverð þes- arar samstæðu, sem er óvanalega vönduð og traust, er kr. 126.700,00, og er hún fáanleg bæði í valhnotu og hvítu. NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-úlvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.