Tíminn - 21.12.1974, Side 10
•«*
10
TÍMINN
Laugardagur 21. desember 1974.
Nýjar hugmyndir um
kristnitökuna á Islandi
John Langelyth hefur skrifað rit-
gerð, þar sem hann m.a. bendir á
hvernig þagað hefur verið um áhrif
keltnesku og engilsaxnesku kirkj-
unnar hér á landi og að ísland hafi
aldrei verið „heiðið i hundrað ár”.
Komst á sporið við lestur íslendu
Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi.
SJ—Reykjavík. — tslenzkar
sagnfræöirannsóknir eru mjög
takmarkaðar og kirkjusaga
þjóðarinnar hefur sárasjaldan
verið skoðuð i samhengi þess,
sem átti sér stað annars staöar
á Norðurlöndum og i Noröur
Evrópu á sama tima. Fornar is-
lenzkar heimildir hafa blindað
sagnfræðingana svo þeir sáu
ekkert nema þær, en gleymdu
að til voru eldri heimildir, t.d.
þær ensku, dönsku og þýzku,
sem eru frá 600 og siðar, en elztu
islenzku heimildirnar eru frá
um 1135. Það háir Islenzkum
sagnfræðirannsóknum, að þær
hafa nánast eingöngu verið
stundaðar af tslendingum. Saga
elztu tima hér byggir raunar
eingöngu á Ara fróða og
Sæmundi fróða.”
Það er Daninn John Lange-
lyth, sem þetta mælir, en hann
er mikill áhugamaður um sagn-
fræði, einkum kirkjusögu. Hann
hefur einnlg stundað bibliufræöi
og er mikill málamaður, kann
bæöi sanskrit. hebresku og
grfsku auk nýrri mála og les og
talar islenzku sér til gagns.
John Langelyth var kvæntur
islenzkri konu og hefur dvalizt
hér um árabil nokkrum sinnum.
Hann starfaði síðast i danska
menntamálaráðuneytinu, en
hætti störfum þar árið 1973.
John Langelyth hefur siðustu
tiu árin unnið að ritgerð um
kristnitökuna á tslandi, sem
hann hefur nýlega lokiö við. Hún
er á ensku og nefnist A Critical
Examination, of the Source
Material to the History of the
Introduction of Christianity in
Iceland (Gagnrýnandi rannsókn
á heimildum um sögu kristni-
tökunnar á íslandi).
Þar heldur John Langelyth
þvi fram, að frásagnir um
fyrstu kristni^ landinu séu ekki
á rökum reistar og telur sig hafa
fundið skýringu á þvi hvernig á
þvi stöð að kristni var lögtekin á
Þingvöllum árið 1000 svo að
-segja á einum degi. Slikt hafi
engan veginn verið hugsanlegt,
nema kristni hafi átt mun meiri
itök I landinu en sagan greinir.
Að dómi Johns Langelyth er
þróun og upphaf Noröurlanda-
þjóðanna nátengd stjórnmála-
legum, þjóðfélagslegum og
trúarlegum áhrifum vikinga-
aldar og víkingaferðunum.
Hannsegir: —-Fornar frásagnir
þjóða um þróun stjórnmála,
menningar og trúarbragia
hvíla oft á ótryggum grunni
hálfsagðs sannleika, þjóðernis-
dýrkun, hlutdrægni i trúmálum
og bjargfastri þjóðlegri erfð.
A Noröurlöndunum var læsi
afkvæmi kristninnar. Fyrstu
annálaritararnir voru allir
þjónar kirkjunnar og þeir voru
fyrstir manna til að skrifa bæk-
ur og kenna skrift, en þeir voru
jafnframt trúir þjónar og tals-
menn kirkju sinnar. Annála-
ritararnir horföu venjulega á
félagslega og pólitiska atburði á
þessum tima i gegnum gieraugu
sinnar eigin kirkju, hinnar róm-
versk kaþólsku, og lýsa þeim á
þann hátt, sem henni kom bezt .
Við lestur frásagná þessara
fornu annálaritara er augljóst,
aö þeim er i mun að segja sögu,
sem þeir telja skipta máli, en
oft er þeim ekki siður umfram
um að fela eða dulbúa vissa at-
burði sem taldir voru skipta
minna máli.
Saga kristni á tslandi hefst
þegar fyrstu landnemarnir,
Irskir munkar, papar, stigu fæti
á eyna, en kristni i landinu eru
gerð slæleg skil I Islenzkum
heimildum alit fram til um 980
(fjórar llnur I íslendingabók).
Annálaritararnir hafa talið það
þjóna bezt markmiðum sinum
aö hafa að engu kristin áhrif i
landinu, sem höfðu verið tölu-
verð áður en kristni var lögtekin
fyrir tilstilli ólafs Tryggvason-
ar Noregskonungs.
— Það var lestur bókar Bene-
dikts Gislasonar frá Hofteigi ís-
lendu, sem fyrst kom mér til að
fara aö ihuga nánar frásagnir
um upphaf' kristni á tslandi,
segir John Langelyth. Hann hef-
ur margar sömu hugmyndir og
þær, sem ég leitast við að færa
sönnur á i ritgerð minni en öör-
um þræði er ég hinsvegar ósam-
mála. Barði Guðmundsson benti
einnig á keltneskan uppruna ís-
lendinga, en hann hafði ekki
sérstakan áhuga á trúarbrögð-
unum. Bjarni M. ólsen skrifar
um kristnitökuna, en hann
beindi augum sinum eingöngu
að tlmanum Ikringum árið 1000.
1 Islendingabók segir, aö
landið hafi verið heiðið i hundr-
að ár (120 stórt hundraö). Þetta
er aðeins satt að þvi er stjórn
landsins viðvikur. Dreifðar
heimildir sýna að kristni dó al-
drei út á tslandi. Kristinna
áhrifa gætti bæði heima fyrir og
erlendis frá, en margir ts-
lendingar gegnu I þjónustu
frægra kristinna leiðtoga og
konunga I kristnum löndum I
Vestur Evrópu.
Þetta voru áhrif engilsax-
nesku og keltnesku kirkjunnar
en ekki þeirrar grisk róm-
versku, en það er ekki fyrr en
við kristnitökuna árið 1000 og þó
einkum eftir vlgslu tsleifs
biskups að hin siðarnefnda nær
fótfestu hér á landi.
Kongar á Norðurlöndum á
þessum tima einkum Sveinn
Haraldsson og Knútur Sveins-
son (hinn mikli) I Danmörku,
Ólafur Tryggvason, ólafur digri
(helgi) og Haraldur harðráði i
Noregi börðust gegn stjórn-
málalegri og trúarlegri ásókn
rómversk-kaþólsku kirkjunnar
og fulltrúa hennar á norðurslóð-
um, erkibiskupsins I Hamborg
Bremen, sem naut stuðnings
Þýzkalandskeisara. Konung-
arnir á Norðurlöndum höföu
með sér hundruð presta frá
Englandi og trlandi, og getið er
um erlenda biskupa á tslandi
allt fram til 1067, þótt litið sé frá
þeim greint.
John Langelyth veltir þvi
fyrir sér hvort islenzkir
höfðingjar hafi verið svo vel aö
sérum þróun stjórnmála og trú-
mála á meginlandinu og i Eng-
landi um miðja elleftu öld eftir
upplausn dansk-enska sam-
bandsins, að þeir hafi séð fyrir,
að páfakirkjan væri það sem
koma skyldi og ekkert þýddi
fyrir Norðurlandaþjóðirnar eða
Breta að berjast á móti henni,
og hefðu tekið afstöðu sam-
kvæmt þvi.
Vildu islenzkir höfðingjar að
islenzka þjóðkirkjan og fyrsti
biskupinn hlyti viðurkenningu
páfa og þýzkalandskeisara af.
stjórnmálalegum ástæðum, eða
til aö efla vald Isleifs Gissurar-
sonar biskups, svo að hann hefði
I fullu tré við erlenda biskupa,
sem enn voru I landinu?
Þessu er ekki unnt að svara
nákvæmlega. En líklegt er að
svara megi báðum spurningun-
um játandi.
— Ég hafði upprunalega
hugsað mér að þetta verk yrði
doktorsritgerð, ságði John
Langelyth. En ég er ekki alveg
ánægður með hana I núverandi
mynd. Ég ætla mér að stytta
fyrri hluta hennar, sem fjallar
um heimildir, frumkristni á ts-
landi og lándnámsmenn. En
vinna nánar að þvi sem á eftir
kemur, þ.e. timabilinu eftir árið
1000. Síðar i vetur ætla ég að
fara tilKIlar og Gottrup( sem er
nálægt þeim stað sem hinn forni
Heiðabær var) I N-Þýzkalandi,
en þar eru skjalasöfn, sem I eru
mikilvægar heimildir um þetta
timabil. OT
Jólagjöfin til eiginkonunnar
< 1
| Electrolux |
i<f
iTímamimJ
Saga togaraútgerðarinnar:
Þeir kvörtuðu í enska
þinginu, þegar árið 1896
SAGNFRÆÐISTOFNUN
HASKÓLANS hefur gefið út röö
rita, sem ber titilinn Sagnfræði-
rannsóknir. Þórhallur Vilmund-
arson prófessor er ritstjórinn, en
siðasta ritið, sem kom út nú f
haust, er eftir Heimi Þorleifsson
og nefnist Saga islenzkrar tog-
araútgerðar fram til 1917.
— t upphafi bókarinnar birtist
það I fyrsta skipi á islenzku, sem
ensk þingtiðindi hafa að geyma
um togaraveiðar við ísland frá
árinu 1896, sagði höfundurinn,
Heimir Þorleifsson, er Tlminn
ræddi viðhann. Ensku botnvörp-
ungarnir voru þá komnir hér I
Faxaflóa, og þingmenn frá Hull
og Grimsby hófu máls á þvl, að
dönsku varðskipin létu ensku tog-
arana ekki i friði. Þá var land-
helgin þrjár sjómilur.
Annars er meginefni bókarinn-
ar saga islenzkrar togaraútgerð-
ar eins og nafnið bendir til, og er
byrjaö á Fiskveiðihlutafélagi
Faxaflóa og haldið áfram til
árslns 1917, þegar hálfur flotinn,
tlu togarar af tuttugu, voru seldir
til Frakklands, en þeir, sem eftir
urðu, lágu i höfn i hálft ár.
Þarna er lika fjallað um há-
setaverkfallið alkunna árið 1916
og kannski varpað á það nýju
ljósi. Það er kafli, sem útgerðar-
mönnum og sjómönnum ætti að
vera nokkur forvitni á að gluggai
Þess má svo geta, að i bókinni togurum á þessu timabili — þeim,
eru myndir af öllum Islenzkum sem myndir eru annars til af.
Heimir Þorleifsson — höfundur bókarinnar um togaraútgerð tslend-
inga.