Tíminn - 21.12.1974, Side 11
ostur
. ^
veízlukostur
Nú á að veita vel, og ostur er ómissandi.
Eigum við að bjóða ostapinna með
fordrykknum? Byrja á ostasúpu?
Gæða okkur á ostakjúklingi?
Bera fram ostabakka til að
gogga í með samræðunum?
Fá okkur ostafondue,
heitt ostabrauð eða ost-
borgara eftir miðnætti?
Ostur kemur alls
staðar til greina, þeg-
ar gera skal góða
veizlu. Það gerir
fjölbreytni í fram-
boði og su stað-
reynd að ostur
gengur með næst-
um öllum mat.
til bragðbætis.
Ostur er
\ eizlukostur.
. y'Á ' S
Laugardagur 21. desember 1974.
TÍMINN
laugarnar, sunnudagsbilferð til
Hveragerðis, sjúkrahúsdvöl
annars tviburanna og vanga-
veltum hins um sprunginn botn-
langa bróður sins, svo að eitt-
hvað sé nefnt. Þarna er Jói
hrekkisvin, Soffia barnfóstran
með gullhjartað, og amma
dreki sem er svo ólik öðrum
ömmum i islenzkum barna-
sögum, að húner erindreki.sem
ferðast im landið á jeppa.
(Þaðan fékk hún viðurnefnið,
sem tviburarnir gáfu henni)
Lögreglan, sorphreinsunar-
mennirnir og vinir foreldranna
eru þarna öll til og skapa mjög
svo lifandi umgjörð um tilveru
drengjanna.
Bókin er ekki samfelld frá-
saga með ákveðnum söguþræði,
heldur fremur dagbókarkennd
frásögn sögð af utanaðkomandi
sögumanni. Aðeins i örfá skipti
kemur sögumaður fram i eigin
persónu t.d. á siðu 15
,,..liklega hef ég alveg gleymt
að segja ykkur frá henni önnu
Jónu....” og s. 72: .. liklega
hef ég alveg gleymt að segja
ykkur, af hverju Jón Oddur og
Jón Bjarni eru báðir sex ára, þó
aö þeir séu bræður. Þeir eru
nefnilega tviburar.” Þetta gæti
bent til þess að höfundur ætlist
til að sagan sé lesin upphátt og
til þess er hún einmitt mjög vel
fallin, eða að hinn alsjáandi en
ósýnilegi sögumaður hefur
gleymt sér stundum og komið
fram undan sögunni. Kaflarnir
eru stuttir og segja likt og i smá
söguformi frá hugdettum
snáðanna litlu, atvikum úr lifi
þeirra og alls kyns uppátækjum.
Frá öllu er sagt frá þeirra
sjónarmiði, sem að minum
dómi hefur tekizt með ágætum
Og blómin anga
— ný bók eftir
Jennu og Hreiðar
Og blómin anga eftir hina
vinsælu barnabókahöfunda,
Jennu og Hreiðar, er ný bók, sem
er kjörin handa börnum,sem eru
að læra að lesa.
Það fer ekki á milli mála, að
barnabækur eftir Jennu og Hreið-
ar njóta meiri vinsælda en al-
mennt gerist, t.d. hafa öddu-
bækurnar komið út i fimm útgáf-
um á undanförnum árum og segir
það sina sögu.
Þessi nýja bók er útgefin af
Bókaforlagi Odds Björnssonar,
en teikningar. og kápumynd er
eftir Hólmfriði Valdimarsdóttur.
HVtTMANUÐUR nefnist safn
smásagna eftir Unni Eiriks-
dóttur, sem Helgafell hefur gefið
út.
1 þessari bók eru átján
smásögur, flestar stuttar en
lengst sú þeirra, sem bókin dreg-
ur nafn af. Gerast þær á ýmsum
slóöum — ein til dæmis á ókomn-
um tima, þegar búið er að hola
Arnarhól að inan og gera
loftúarnarbyrgi, en önnur i
himnariki, sem kannski er
rökrétt framhald af tilvist
byrgisins undir Arnarhóli.
Ýmsum öðrum sögum Unnar
verður ekki markaður staður né
stund, og getur vettvangur þeirra
sagna verið hvar sem er.
Hamingja
í hnotskurn
og sýnir að höfundur þekkir vel
til þessa aldurs.
Loksins er hér komin bók um
nútimabörn i Reykjavik, sem
eiga venjulega foreldra, sem
bæði vinna úti, án þess að börnin
bfði skaða af, eins og oft hefur
verið látið i skina I barnabók-
um. Þeir búa i blokk og þykir
þaö miklu betra en að búa I
húsinu hjá ömmu.
Þessar tvær listakonur,
höfundur og teiknari, hafa unnið
vel saman og við lok lesturs
þessarar bókar get ég ekki stilt
mig um að gæla við þá ósk að út
komi fljótlega jafn trúverðug
saga um hana önnu Jónu, stóru
systur, sem var að fermast.
Hún er ljóslifandi i sögunni og
væri mjög gaman að fá að
kynnast henni svolitið betur.
Sigrún Klara Ilannesdóttir.
Öddu- bækurnar
— eftir Jennu og
Hreiðar Stefánsson
Margir foreldrar minnast þess
með ánægju, þegar þeir lásu
öddu-bækur Jennu og Hreiðars i
bernsku sinni, og munu þess
vegna hafa ennþá meira gaman
af að gefa börnum sinum þessar
ágætu bækur.
Nú hafa tvær þeirra verið
endurprentaðar, en það eru Adda
og litli bróðir og Adda lærir að
synda.
Hinar vinsælu öddu-bækur eru
skrifaðar fyrir þau börn, sem eru
að lesa fyrstu bækurnar á ævi
sinni. Allar eru þær bæði hollur
og skemmtilegur lestur.
Bækurnar eru fallega mynd-
skreyttar af Halldóri Péturssyni
listmálara, en það er Bókaforlag
Odds Björnssonar sem þær gefur
út.
Smásagnasafn
Eftir
Unni Eiríksdóttur
sem hún er hálfsystir
tviburanna, gerir hana öfunds-
verða i þeirra augum sérlega á
afmælum og jólum. Magga, litla
systir, sem er sipissandi, kemur
litið við beina sögufrásögnina
þótttilvera hennar sé mjög skýr
I llfi tviburanna. Tvíburarnir
eru alltaf I kjarna sögunnar og
pabbi og mamma og fjölskyldan
eru hinn eðlilegasti bakgrunnur
I sögunni. Tilsvör þeirra, gerðir
og viðbrögð við uppátækjum
tviburanna eru túlkuð frá
sjónarmiði tviburanna sjálfra,
sem oft furða sig á fullorðna
fólkinu.
Allt umhverfi sögunnar er
mjög trúverðugt og að minu
áliti er þetta mjög kærkomin
viðauki við barnabókaútgáfu
okkar. Sagt er frá ferð i sund
Guðrún Helgadóttir
Jón Oddur og Jón
Bjarni
Kolbrún S. Kjarval
myndskreytti.
Iðunn, 1974
Það er alltaf með nokkurri
eftirvæntingu sem ég nálgast
nýjar barnabækur frumsamdar
á Islenzku, einkum þó þegar i
hlut á höfundur, sem ég hef ekki
áður kynnzt. Þannig var mér
farið er ég hóf lestur ofan-
nefndrar bókar. Lestur hennar i
útvarpið hafði algerlega farið
fram hjá mér og þar sem þetta
er fyrsta bólf höfundar var
engin leið að gera sér nokkra
fyrirfram ákveðna hugmynd.
Aðalpersónur bókarinnar eru
sex ára tviburar, sem heita
báðir Jón, sem getur bent til
þess að höfundur hafi viljað
undirstrika, að þetta væru
ósköp venjulegir litlir snáðar,
en siðan gerir seinna nafnið þá
að sjálfstæðum persónum. Jðn
Bjarni, sá rangeygði með köldu
lappimar, er heldur skörulegri
en Jón Oddur en yfirleitt koma
þeir þó fram eins og einn
maður. Þeir búa I blokk 1
Reykjavik og öll fjölskyldan er
dregin af nákvæmni og fær hver
sin einkenni. Annna Jóna með
táningaveikinga og sorglegu
blöðin sin er ekta stóra systir og
sú staðreynd, að hún á auka-
pabba og aukaafa og ömmu, þar
Barna- og unglingabækur 1974