Tíminn - 21.12.1974, Qupperneq 13
Laugardagur 21. desember 1974.
TÍMINN
13
ALLT í JÓLAMATINN
Svínasteikur — Svínahamborgarar-
hryggir — Svínakótelettur —
Nautakjöt
Jólahangikjötið
London Lamb —
Holdakjúklingar — Unghænur
Jólaóvextirnir nýir og niðursoðnir
Dilkakjötið
á gamla verðinu
Mjólk — Brauð — Fiskur
OPIÐ TIL KL. 10
KJÖRBÚÐIN
DaMB
SfÐUMÚLA 8
SIMI 33-800
Húsfreyjan í Hruna
LAUGARDAGINN 14.
desember s.l. frumsýndi Ung-
mennafélag Hrunamanna leik-
ritiö Húsfreyjuna í Hruna.eftir
Gunnar Benediktsson, rithöfund
i Hveragerði.
Leikritið er i fjórum þáttum,
leikendur 13, og leikstjóri Jón
Sigurbjörnsson. Leikrit þetta er
til sýningar tekið að tilhlutan
Þjóðhatiðarnefndar Arnessýslu,
og er einn liður i umfangsmikl-
um hátiðahöldum I Arnesþingi á
árinu 1974.
í stað þess að efna til leik-
ritasamkeppni, leitaði þjóðhá-
tiðarnefnd til Gunnars Bene-
diktssonar hvort hann ætti i fór-
um sinum nokkuð verk, er hann
teldi henta til sýningar á þjóð-
hátlðarárinu, og varð Húsfreyj-
an I Hruna þá fyrir valinu. Ung-
mennafélag Hrunamanna hefur
um áratuga skeið getið sér
góöan orðstfr á sviði leiklistar-
mála i héraðinu,og jafnan átt
góðum leikurum á að skipa, þvi
var það mikið fagnaðerefni er
leiknefnd félagsins tók að kynna
sér verkið, er siðan leiddi til
ákvörðunartöku um uppfærslu.
Leikstjórinn Jón Sigurbjörns-
son, hefur áður starfað með
Umf. Hrunamanna, og jafnan
við góðan oröstir.
Leikurinn fer fram i Hruna,
og á Þingvelli við öxará.
Leikmyndin er eftir tvo bændur
I Hrunamannahreppi, þá Hörð
Einarsson I Reykjadal, og
Sigurð Tómasson á Hvera-
bakka, en búningur og leik-
munir fengnir að láni hjá Þjóð-
leikhúsinu. Formaður Umf.
Hrunamanna er Tómas Þ. Jóns-
son, en formaður leiknefndar
Anna Magnúsdóttir.
Leikritið Húsfreyjan i Hruna
fjallar um samskipti héraðs-
höfðingja á íslandi i lok 12. ald-
ar, afskipti höfðingja af hjú-
Jón Sigurbjörnsson, lelk-
stjórinn.
skaparmálum sona sinna og
dætra, þar sem persónuleg met-
orðagimd er á áhrifaríkan hátt
látin fótumtroða mannleg
ástarbönd. Húsfreyjan i Hruna
Jóra Klængsdóttir biskups i
Skálholti, er hórgetin með Ing-
vildi Þorgilsdóttur höfðingja-
dóttur frá Saurbæ i Dölum, en
eiginmaður Jóru er Þorvaldur
Gissurarson, Hallsonar goða i
Haukadal og búa þau I Hruna.
Það mun eigi hafa verið að
skapi Haukadalsgoðans að
sonur hans Þorvaldur ætti Jóru
biskupsdóttur, enda þótt hún
væri taliri allra kvenna friðust
um Suðurland á þeirri tið.
örlgaþráður verksins snýst um
það hvernig Gissuri Hallssyni
goða I Haukadal tekst með
aðstoð Páls Jónssonar biskups i
Skálholti, að véla Þorvald frá
konu sinni og börnum I Hruna,
til Þingvallafarar á fund Guð-
mundar Asmundssonar,
allsherjargoða á Þingvelli, sem
á gjafvaxta dætur tvær er báðar
heita Þóra, I leikritinu er hin
eldri Þóra gefin Jóni Sigmund-
arsyni goða á Valþjófsstað
höfðingja miklum af Austur-
landi, en Þorvaldi ætlað að eiga
Þóru yngri, og er það ekkert
launungarmál hjá hinni gjaf-
vaxta mey, að hún æski þess til
þess að geta meö honum son af
Haukdælablóði, og konungaætt-
um Þingvallagoðans, og ætti
sonur sá að verða allra
höföingja mestur á íslandi, en
þeirra sonur varð svo Gissur
Þorvaldsson jarl.
Húsfreyjan i Hruna er leikin
af Guðrúnu Sveinsdóttur, en
móðir hennar Ingvildur af
Sigurbjörgu Hreiðarsdóttur.
Hér eru á ferðinni tvær af
hæfustu leikkonum Umf.
Hrunamanna hin sfðari ár, og er
leikur þeirra fasmikill og frjáls-
mannlegur, báðar skila þær
hlutverkum sinum af mikilli
prýöi, og sérlega tekst Guörúnu
vel að túlka vonbrigði hinnar
stórbrotnu konu Jóru biskups-
dóttur, þegar hún kemur til
Þingvalla og sér eiginmann
sinn Þorvald sitja að
veizluborði með dóttur Þing-
vallagoðans. Þrátt fyrir hin
sáru vonbrigði og augljósa
framvindu mála, misstir hin
tigulega Jóra aldrei reisn sina,
en heldur þegar i stað aftur til
Hruna með fylgdarmanni sinum
yfir illfærar ár.
Salvör vinnukona i Hruna er
leikin af Katrínu ólafsdóttur, og
tekst henni vel upp i þessu litla
hlutverki. Helgi Danielsson
leikur Angantý vinnumann, litið
hlutverk. Sólveigu húsfreyju á
Þingvöllum leikur Anna Björk
Matthiasdóttir, og Þórurnar
tvær leika Anna Magnúsdótt-
ir Sigrún Agústsdóttir. öll
hlutverkin þrjú eru vel af hendi
leyst, og sannfærandi persónur,
en Þóra yngri er I huga manns
komin þarna ljóslifandi, svo
frábærlega tekst hinni ungu
leikkonu að túlka höfðingsbrag
og reisn heimasætunnar á Þing-
völlum.
Páll Jónsson, biskup
Skálholti er leikinn af Lofti Þor-
steinssyni, nokkuð vel, málfar
skýrt, en vafasamt glettnisbros
leikur jafnan um andlit kirkju-
höfðingjans, sem þó á stundum
gæti átt við er flærðin gengur
sem lengst.
Guðmundur Ingimarsson,
einn aðal gamanleikari Umf.
Hrunamanna, leikur Gissur
Hallsson goöa i Haukadal.
Virðist Guðmundur eiga I
nokkrum erfiðleikum með að
finna sig 1 þessu virðulega hlut-
verki, og bregður á stundum
fyrir sig á sviðinu hinum
velþekktu töktum sinum og
handahreyfingum.
Þorvald Gissurarson bónda i
Hruna, leikur Jóhannes
Helgason, Tæplega finnst manni
Gunnar Benediktsson, höfundur leikritsins.
aö hlutverk þetta hæfi Jó-
hannesi, en leikari er Jóhannes
góður , enda sviðsvanur orðinn.
Sigurður Guðmundsson, leik-
ur Jón Sigmundsson goða á Val-
þjófsstað, og Guðbjörn Dag-
bjartsson Guðmund Amundason
allsherjargoða á Þingvelli, báð-
ir munu þeir nýliðar á leiksviði,
gervi Siguröar var gott og hann
er höfðinglegur vel, en málfar
beggja var fremur óskýrt, og
brá fyrir leshreim hjá Guðbirni,
sem auðvelt væri að bæta úr.
Klængur sonur Jóru og Þorvald-
ar er leikinn af Sigurjóni Jóns-
syni, litið hlutverk, en Sigurjón
leikur það snoturlega, svo ungur
sem hann er, og litt sviðsvanur.
öll sýning Umf. Hrunamanna
var glæsileg, það var stigandi i
flutningi frá upphafi til enda, og
það tekst ekki með svona verk,
nema tilkomi þrotlaus vinna, og
góður samstarfsvilji leikara og
leikstjóra.
Ungmennafélag Hruna-
manna, hefur áður flutt sögu-
legtleikrit á stórhátið i héraði, á
Landsmóti U.M.F.Í. á Laugar-
vatni 1965. Þeir hafa nú enn einu
sinni lagt þungt lóð á vogarskál-
ina, til þess að hér yrði hátið
haldin með menningar og glæsi-
brag.
Góðir Árnesingar og aðrir,
látið ekki hjá liða að sjá þetta
stórmerka sögulega leikrit
Gunnars Benediktssonar, það
mun sannarlega koma ykkur I
hátiðarskap. Góða skemmtun.
Hafsteinn Þorvaldsson.
&
Þ. ÞORfiRÍMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6 síml 38640
SANDVIK
snjónaglar
SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í
snjó og hólku. Ldtið okkur athuga gömlu
hjólbarðana yðar og negla þó upp.
Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið aila daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÉMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SlMI 31055
fvpatkletg
Nýkomin sending:
kolsýruhylki í SPARKLETS
sódavatnskönnur og
rjómaþeytara.